Morgunblaðið - 25.08.1959, Qupperneq 3
Þriðjurlaeinn 25. áeúst 1959
FRA ungu fólki
3
Hómer segir sögu af Ifígeníu, sem faðir hennar, Aga-
memnon, ætlaði að fórna til að blíðka guðina og fá þá
til að greiða för hins hellenska hers, er settist um
Trójuborg. Ifígenía hélt lífinu, en saga hennar hefur
orðið yrkisefni ótal skálda, m. a. Evrípídesar og
Goethe. Hið ágæta þýzka tónskáld Gluck samdi ekki
færri en tvær óperur um Ifígeníu og italska tónskáldið
Udebrando Pizzetti hefur nýlega samið söngleik um
meyna. Þessi ópera hefur verið sett á svið i Kaup-
mannahöfn og á myndinni sjáum við Magnús Jónsson
i hlutverki Akkillesar.
VÚr lokaþættinum í La Bohéme, — Magnús og Ellen-Margrethe Edlers. Reykvíking-
um gafst kostur á að heyra Magnús syngja hlutverk Rúdólfs skálds, áður en hann
fór utan. Var óperan fiutt í Þjóðleikhúsinu á vegum Tónlistarfélagsins árið 1955. —
ENN er það svo, að ýmsir ís-
lenzkir listamenn koma ekki til
ættlands síns nema eins og far-
fuglarnir, — halda norður í höf á
vorin, en fara utan á haustin,
þangað sem verkefni er að finna
við þeirra haefi. Einn slíkra er
Magnús Jónsson óperusöngvari,
sem dvaldist heima um nokkurra
vikna skeið í orlofi frá störfum
við óperu Konunglega leikhúss-
ins í Kaupmannahöfn. Hann fór
utan fyrir tveim vikum, en blað-
inu finnst vel við eiga að minna
nokkuð á störf hans með því að
birta myndir af listamanninum
í hlutverkum þeim, sem hann
hefur komið fram í á fjölunum í
leikhúsi kóngsins.
Magnús er 31 árs gamall. Hann
hafði verið við nám og söng-
störf hér heima og á ftalíu, áð-
ur en hann hélt til Hafnar í janú-
ar 1957 og hóf þar nám í skóla
Konunglega leikhússins. Hefur
hann bæði lagt þar stund á leik-
og söngnám. Árið 1958 var hann
síðan ráðinn að óperunni til 2
ára og 13. apríl þá um vorið kom
hann í fyrsta skipti fram á sviði
leikhússins og þá í aðalhlutverki,
hlutverki Manricos, í Farand-
söngvaranum (II trovatore) eftir
Verdi. Þar með var hann tekinn
að starfa í hópi fremstu óperu-
manna í Danmörku. Frú Anna
Borg setti söngleikinn á svið, en
meðal söngvara voru barytón-
söngvarinn Niels Möller, sópran-
söngkonan Bonna Söndberg, sem
e. t. v. er fremst af hinum ágætu
söngkonum, sem nú starfa við
Konunglega leikhúsið Lilian
Weber Hansen, sem lengi hefur
verið ein glæsilegasta söngkona*
Dana, og bassasöngvarinn Niels
Juul Bondo.
☆
Síðan hafa Magnúsi verið falin
tvö öni.ur aðai ih'tverk, 1. utverk
Rúdólfs skálds í a Bohéme eftir
Puccini og hlutverk Gústafs III.
Svíakonungs í Grímudansleikn-
um eftir Verdi. Auk þess hefur
hann sungið hlutverk Akkillesar
í óperunni Ifigenía eftir Ilde-
brando Pizzetti, ítalskt nútíma-
tónskáld.
☆
Magnúsi hafa því verið falin
mikil verkefni og enn bíða hans
störf í Kaupmannahöfn. Hann er
ráðinn þar til næsta vors, en þeg-
ar munu viðræður hafnar um
nýjan samning. Gaman væri, ef
Þjóðleikhúsið í Reykjavík yrði á
undan koAungshúsinu og fengi
Magnús heim að ári. Óperusýn-
ingar hafa verið vel sóttar af
íslenzkum leikhúsgestum og vissu
lega væri æskilegt, að koma upp
föstum söngvaraflokki við leik-
húsið sem fyrst.
Ur Farandsöngvaranum: Magnús og Bonna Söndberg. — Magnús fór með hlutverk
Manricos, greifasonarinns, sem sígaunakonan rændi og síðar barðist við bróður sinn
án þess að vita, hver hann var. Hlutverkið söng Magnús fyrir Reykvíkinga í „kon-
sertuppfærslu“ í Austurbæjarbíói 1956.
Gústaf III., einn glæsilegasti þjóðhöfðingi, sem setið hefur
á valdastóli í Svíaríki, var myrtur á grímudansleik árið 1792.
Örlög konungsina íru efnið í Grímudansleik Verdis og á for-
síðu er mynd af Magnúsi í hlutverki Gústafs.
f jöluifl
kóngsins