Morgunblaðið - 25.08.1959, Síða 4

Morgunblaðið - 25.08.1959, Síða 4
4 FRA TTNGT7 FÓLKI ■Þriðjudaginn 25. ágúst 1959 Kaupmannahafnarháskóii — gamla aðalbyggingin við Fr^iartorg. íslendingarnir halda vel hópinn Rætt við formann stúdentafélagsins í Höfn um hdskólanám, nýárskort frá Kína, Þor- láksblót og dans í bátaskýli Færeyinga FRÉTTAMAÐUR blaðsins hitti nýlega að máli Ottó J. Bjömsson, tryggingafræðinema, en hann er formaður Félags íslenzkra stúd- enta í Kaupmannahöfn. Bað fréttamaðurinn Ottó að skýra les endum frá starfsemi félagsins og lifi og námi stúdenta í Höfn Spjall þeirra fer hér á eftir: — Viltu ekki fræða okkur eitt- hvað um stúdentafélagið í Kaup- mannahöfn? OTTÓ J. BJÖRNSSON formaður Félags islenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn. — Arið 1893 var Félag ís- lenzkra stúdenta í Kaupraanna- höfn stofnað. Aður höfðu verið starfandi stúdentafélög í Kaup- mannahöfn, sem nokkuð hafa komið við sögu þjóðarinnar. Fé- lag íslenzkra stúdenta í Höfn er eina íslenzka stúdentafélagið í borginni nú, en þau voru tvö um tíma, er stúdentafélagið Kári var stofnað á fyrsta tug aldarinnar vegna ágreinings, sem varð vegna Skrælingjasýningarinnar svonefndu. Á þeim árum létu Hafnarstúdentar sig miklu varða þjóðleg mál, og virðist þjóðar- stolt margra íslenzkra stúdenta hafa verið sært, er skipa átti ís- lendingum á bekk með Eskimó- um og blökkumönnum Vestur- Indía. Sýningin var frá „De danske Atlantshavsöer". Vegna sýningarinnar urðu heitar um- ræður í félaginu, sem sjá má af fundargerðum félagsins, sem flestar eru ýtarlegar og margar stórskemmtilegar. Fundargerða- bækur félagsins eru varðveittar í Landsbókasafninu utan ein, sem glataðist í Nýhöfninni 1914. Vilhjálmur Finsen lýsir átökun- um vegna Skrælingjasýningar- innar vel í bók sinni, „Hvað landinn sagði erlendis“. — I hverju er nú starfsemi fé- lagsins aðallega fólgin? — Hún er aðallega fólgin í fimdarhöldum og kvöldvökum. Kvöldvökumar hófust á stríðsár- unum og eru aðallega bókmennta kynningar. Kvöldvökur þessar eru yfirleitt mjög vel sóttar. Sé fundur haldinn, er einhver feng- inn til þess að flytja erindi. Að því loknu er gefið bjórhlé til að liðka um málbein fundarmanna; því næst hefjast umræður. For- maður slítur venjulega fundi laust fyrir miðnætti, en þá hefst almennur gleðskapur, sem oft varir langt fram eftir nóttu. — Er ekki oft glatt á hjalla hjá ykkur? — Hafnarstúdentar hafa alltaf kunnað að skemmta sér. Félagið gerir sitt til þess að auka fjöl- breytni skemmtanalífsins með Þorláksblóti, skógarferð, bjór- ferð í Tuborg- eða Carlsberg- verksmiðjurnar, átveizlu og dansi með færeyskum stúdentum í bátaskýli þeirra o. m. fl. Auk þess heldur íslendingafélagið stundum skemmtanir, og sameig- inlega halda félögin svo hátíð 1. des. og jólatrésfagnað fyrir böm félagsmanna. Borgin morar af íslenzkum stúlkum, svo sem hjúkrunarkonum, hárgreiðslu- dömum, fótasnyrtingardömum, hótelpíum, áleggsdömum (pálæg ersker) og þannig mætti lengi telja. Allt þetta setur sinn svip á skemmtanalífið og íslendingar halda vel hópinn. — Ilafnarstúdentum hefur oft verið brigzlað um kommúnisma. — Allt hjal, um að kommún- istar vaði uppi í félaginu, er hin mesta firra. Það hafa alltaf verið til heittrúaðir menn í félaginu, síðan Brynjólfur Bjamason hóf trúboð sitt, og einu sinni sat póli- tísk stjórn að völdum, en það var eftir heimsstyrjöldina síðari. Seinustu leifar þess tíma eru ný- árskort, sem okkur berst frá frið- elskandi stúdentum í Kína. Fé- lagið er algjörlega ópólitískt, enda þótt allir stjórnmálaflokkar eigi einhverju fylgi að fagna. Jafnvel Þjóðvarnarflokkurinn á þarna einn fulltrúa. — Þið eruð að gefa út bók núna, ef ég man rétt? — Við erum að gefa út bók eftir Jón Helgason, prófessor, en hann hefur unnið félaginu mikið gagn. Bókin heitir „Ritgerða- korn og ræðustúfar", og er í henni að finna mikinn þjóðlegan fróðleik. Þetta er bók, sem allir, er þjóðlegum fræðum unna, GRÆNLAND, sem er stærsta — og að sumra sögn fegursta — eyland jarðkringlunnar, liggur ekki langt undan ís- landsströndum, en samt er það okkur harla ókunnugt. Fróðleik sinn um nábúann hafa íslendingar hingað til haft að mestu úr fombókum og ritum Sigurðar Breiðfjörðs, Finns Jónssonar og Helga Pjet urss. Nú,er þetta að nokkru að breytast, með því að ís- lenzkt flugfélag hefur tekið upp stuttar skemmtiferðir til Austur-Grænlands. Líklega má telja, að í framtáðinni ættu að eiga. Útgáfa bókarinnar er þakklætisvottur félagsins við Jón á sextugsafmæli hans. Ann- ars hefur félagið fengizt við út- gáfustarfsemi fyrr. Á stríðsárun- um var gefið út tímaritið Frón, og /einnig hefur verið gefin út Söngbók Hafnarstúdenta. — Eru margir stúdentar við nám í Höfn? — Nú munu rúmlega 50 stúd- entar stunda nám í Khöfn. Um helmingur þeirra nemur verk- fræði, en verkfræðideild Háskóla ísíands er í nánu sambandi við verkfræðiháskólann í Höfn. Um 11 íslendingar stunda nám við háskólann (Köbenhavns Uni- versitet). Hinir eru við ýmsar æðri menntastofnanir og leggja stund á húsagerðarlist, lyfja- fræði, dýralækningar o. s. frv. — Hvernig þykir nú háskól- inn? — Hann þykir nokkuð stremb- inn, ,en almennt góður. Á síðustu árum hafa verið gerðar róttækar breytingar á námsfyrirkomulagi flestra deilda. Þessar breytingar stefna allar í þá átt að létta mönnum námið án þess að dragá úr gæðum þess. Nemendur fá t. d. meira aðhald en áður og fá að ganga tíðar undir próf. — Er aúðvelt fyrir Islendinga að komast inn á stúdentagarð- ana? — Það verður að teljast nokk- uð auðvelt, einkum ef menn hafa lokið fyrrihlutaprófi. I vetur þjuggu um 30 íslenzkir stúdentar á stúdentagörðum. — Eru mikil hlunnindi sam- fara því að búa á stúdentagörð- um úti? — Það eru nokkur fjárhagsleg hlunnindi. Auk þess eru þetta yfirleitt nýtízku byggingar með öllum hugsanlegum þægindum og margvíslegri þjónustu. — Er auðvelt fyrir nýstúdenta að útvega sér húsnæði? — Það er mjög auðvelt að fá leigð einstök herbergi; erfiðara er að útvega íbúð, einkum ef um- verði Grænland mikið ferða- mannaland, þvi að borgarbúar sækja æ meira til fáfarinna staða, þegar þeir vilja hvíla sig í sumarleyfum. Siaukin flug- tækni gerir fleiri þjóðum en íslendingum kleift að sækja Grænland heim, og væri skemmtilegt, ef íslenzk flug- félög gætu annazt mestallt Grænlandsflug í framtíðinni. Lega landsins gerir það næst- um því sjálfsagt. Þessi mynd, sem á að minna ykkur á nágrannalandið,' tók einn þeirra fslendinga, sem brugðu sér vestur í sumar. sækjendur eru hjón með eitt eða fleiri börn. Leigan fyrir gott her- bergi á góðum stað mun vera um 130 d. kr. á mánuði. — Hvað getur þú sagt okkur um námskostnaðinn í Khöfn? — Skólagjöld við háskólann eru engin, og svo mun vera við flesta æðri skóla. Við fáum yfir- færðar um 700 d. kr. á mánuði, nema hjón; þau fá um 1150 d. kr. á mánuði, sé einungis annað þeirra við nám, annars 1400 d. kr. Einhleypur stúdent, sem er úti 9 mánuði ársins, þarf um 24 þús. ísl. kr. á ári. Þar af má búast við 6500 kr. sem láni eða styrk frá Menntamálaráði. Ef allt er tínt til, mun hvergi vera jafn hag- kvæmt að læra og í Kaupmanna- höfn, frá fjárhagslegu sjónarmiði séð. — Luku margir íslendingar prófi í Kaupmannahöfn í vor? — Já, tíu luku burtfararprófi, þau Þórir Bergsson (trygginga- fræði), Örn Garðarsson, Kjartan Kristjánsson, Indriði Einarsson (rafmagnsverkfræði), Kristín Bjarnadóttir (rannsóknarstofu- vinna), Björn Höskuldsson, Theó dór Diðriksson, Pétur Pálmason, Sigurbjörn Guðmundsson og Páll Sigurjónsson (byggingaverkfr.). X. — Sjöveldin Framh. á bls. 3 vegna landhelgismálsins. Eðli- legt er, að mönnum komi ýmsar skýringar í hug, þegar um málið er þagað af opinberum aðilum hér á landi. Fulla nauðsyn ber til, að skýrt sé frá hinu rétta og yfirleitt rak- ið fyrir þjóðinni, hvað er að ger- ast á sviði efnahagssamvinnu í nálægum löndum, því að allar aðgerðir, sem hugsanlegt er, að gripið verði til hér á landi síðar, þurfa að styðjast við hliðhollt almenningsálit. Slíkt almennings álit verðúr ekki skapað nema öll spilin séu jafnan lögð á borðið, þegar eitthvað mikilvægt hefur gerzt. Hún sýnir Grænlendinga róa kvenbáti, (umíak), en svo heita bátar þessir, af því að áður reru konur þeim ein- göngu. Karlmönnum þótti skömm að því að láta sjá sig í annars konar báti en kajaki. Enginn nagli er í bátnum, því að hann er gerður úr selskinn um, sem strengd eru á tré- grind. Kvenbátar skríða vel og láta vel að árum í ládeyðu, en í öldugangi þykja þeir valtir og viðsjálsverðir, enda böggl- ast skinnið og aflagast utan á grindinni. Ljósm.: Snorri Karlsson. Þ. V, Milli Grsenlands köldu kletta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.