Morgunblaðið - 28.08.1959, Side 8

Morgunblaðið - 28.08.1959, Side 8
8 MORCVHHr, 4ÐJf) Föstudagur 28. ágúst 1959 Mýrdalssandur og innanlandsflug ÞEGAR ég hafði lesið í Morgun- blaðinu 11. ágúst ferðasögu yfir Mýrdalssand, eftir séra Jónas Gíslason í Vík, sem mér þótti skemmtilega skrifuð, fór ég að athuga hvað breytingarnar á Mýr dalssandi mundu kosta ríkið í stað þess að nota innanlandsflug um hásumarið. Og hvað gera ekki Ör æfingar og aðrir, sem ferðast þangað að sumarlagi, vegna vatn anna báðum megin við Öræfin. Það fljúga auðvitað allir, sem þangað og þaðan ferðast, því annað kemur ekki til mála, eins og nú hagar orðið til um farar- tæki Allt hefur þetta gengið prýði- lega og svo ætti það líka að geta gengið vel á milli sanda í Vestur- Skaftfellssýslu. Mér fyndist það vera nær fyrir ríkið' að styrkja þessar sveitir, sem hlut eiga að máli, með flugvallargerð, þar sem hentast þykir, heldur en að nota peningana í þetta vonlausa verk á Mýrdalssandi sumar eftir sumar. Enda kemur fleira til greina með þessar sveitir á milli sanda, t. d. Katla. Sjálfsagt er að stefna að því að nota flug- samgöngur í þessum sveitum, eins og Öræfingar hafa gert í mörg ár og gengið vel. Ég skrifaði smágrein í Tímann 5. ágúst, þar sem ég talaði um Mýrdalssand og benti á að þeg- . /7 leigu Til leigu er skrifstoíuhúsnæði í steinhúsi, við Miðbæinn. — Gæti einnig verið fyrir félags heimili. Húsnæðið er um 100 ferm. Tilboð merkt: , „Mið- bær“, sendist Mbl., fyrir 1. sept. n.k. _______________ ar lokið yrði við að brúa Blautu- kvísl á svokallaðri Syðri-leið, þá lægi beinast fyrir að gera upphleyptan veg með ýtum frá Múlakvíslarbrú að þessari nýju brú og frá henni beina línu aust- ur að Skálmarbrú, með smá-r brýr svo n^arghr sem þurfa þykir vegna vatnsflaums af jökulvatni, á sumrin og leysingarvatni á vetrum3, sem oft er ótrúlega mikið í asa-hlákum, þegar snjóar og ísar eru komnir í sandinn. Þessar brýr þyrftu ekki að vera mjög kostnaðarsamar og kæmu jafnframt veginum til trygging- ar því að vatn bryti síður skörð í veginn, og þá yrði viðhaldið ekkert á móti því, sem nú er. Að vetrarlagi mun svona vegur reynast vel í snjóum og vatna- gangi og sandurinn styttast að mun. En eins og kunnugir vita er oft snjóþungt á Mýrdalssandi. Margir bændur þarna á milli sanda kváðu hafa verið byrjað.r að flytja og selja mjólk áður en vegir tepptust. Víst er að mjólk- ursala er góð, þar sem staðhættir eru til þess En bændur sem reynsluna hafa og búnir eru að fjölga kúm, telja það ótrúlega mikinn hnekki, þegar vegir teppast svo að ekki er hægt að koma mjólkinni á markaðinn. — Skaftártunga og 'Síða hafa víð- lend og góð heiða- og afréttar- lönd fyrir sauðfénað, og óvíða mundi haga betur til en þar, að dreifa áburði með flugvél. Sf menn selja mjólk og fjölga kúm, þá þykir nú orðið ekki annað hægt en að beita kúnum á ræktað land, mundi þá ekki borga sig betur að rækta beitiland fyrir ærnar þar eystra eins og hagar þar til, með vegasambandi og víðlendum sauðfjár högum Sveinn Sveinsson, frá Fossi. Hringurinn er kominn á fingurinn — kossinn fenginn — og nú heitir hún frú Rockefeller. Bíll án útborgunar Pontiac ’47, 6 manna, til sölu. Verð 38.000. 1200—1500 kr. á mánuði. Skuldabréf, tryggt með fasteignaveði skilyrði. Uppl. í síma 16144 kl. 12—1 eða eftir 7 á kvöldin eða á Hlíðarvegi 22, Kópavogi. Stúlka óskast til eldhússtarfa IVfatstofa Austurbæj »r Laugavegi 116 NÝJUNG COMBINA-ferðaritvélin með 24 eða 32 cm. valsi, segmentskifting og línujöfnun, sem nota má til að koma staf, sem gleymst hefur að skrifa, inn í orðið án þess að nota meira pláss en orðið tók fyrir breytinguna. •fc Fyrsta ferðaritvélin á -&■ markaðinum með 32 cm •fc vaisi. Chrysler '47 Til sölu er Chrysler ’41. Bíll- inn er í góðu standi, með út- varpi og miðstöð, og fylgir lakk með bílnum. — Söluverð 10.000,00. Uppl. gefnar í síma 23314, Eskihlíð 31. Ráðskona Kona, reglusöm og helzt vön húsverkum, óskast til ráðs- konustarfa í kaupstað úti á landi, nú í vetur. Húsnæði gott. Fjölskylda fámenn. Kaup eftir samkomulagi. Mætti hafa barn. Upplýsingar .að Hjarðar haga 60 (1. hæð til hægri). Lóð til sölu Lóðaréttindi undir 8 íbúðir í blokkbyggingu (stigahús), til sölu (á mjög fallegum stað í bænum). Tilboð merkt: „187 — 4687“, sent Mbl., fyrir 31. ágúst. Áskilinn réttur til að hafna hvaða tilboði sem er. Májfar Sroi: j ÞVÍ HEFUR verið haldið fram, að málfarið á Egilssögu sé líkara málfari Heimskringlu og Eddu Snorra en nokkurra annarra rita. Dr. Helgi Pjeturss hélt þessu fram og benti á ákveðin einkenni á stíl þessara rita, sem hann taldi fullnægjandi sönnun þess, að þau væru öll eftir sama höfund. Áð- ur hafði hinn mikli norrænufræð ingur Björn M. Ólsen hal.dið því fram, að Snorri Sturiuson væri höfundur Egilssögu, en með ailt öðrum rökum, þó að niðurstaðan yrði hin sama. Hefur röksemdum Björns líklega verið bezt lýst með þeim orðum, að þær sýndu, að Snorri gæti verið höfundur sögunnar, fremur en þær skæru úr um að svo væri. Röksemdir dr. Helga hafa ekki verið gagn- rýndar, svo ég viti til. En síðar hefur próf. Sigurður Nordal hald ið því fram, að Snorri væri höf- undurinn og orðið manna mest ágengt við að vekja athygli á þeirri kenningu út á við. Ætla ég ekki að rekja þá sögu, er.da þekkja hana margir betur en ég. En ég ætla hér að segja frá at- hugun, sem sýnir, hversu ein- falt það getur verið að bæta við nýjum athugunum, þegar rétt undirstaða hefur verið lögð. Ég var nýlega að blaða i Heimskringlu og greip þar ’nið- ur, sem sagt er frá uppvexti Ei- ríks blóðöxar og annarra sona Haralds hárfagra. Um Eirík seg- ir: „Honum unni Haraldr konungr mest sona sinna ok virði hann mest“ (Haralds saga hárfagra 32. kap. Hkr. Fornritafél.). Og stuttu seinna (í 33. kaþ.): „Eiríkr var með Haraldi konungi, feðr sínum. Honum unni hann mest sona sinna og virði hann mest“. — Það er býsna athyglisvert, að Snorri skuli taka þannig til orða tvisvar með stuttu millibili. Þetta er eitt- hvað það, sem Snorra er sérstak- lega hugstætt, eitthvað, sem lík- legra væri að honum hefði skilizt við eigin íhugun en hann hafði tekið það eftir öðrum. Lík dæmi slíkra endurtekninga má finna víðar hjá Snorra, og eru jafnan þess háttar, að Snorra hefur þótt ánægjulegt að segja eða með öðr- um orðum sagt í því hugarástándi sem Demokritos kallar evþymía og ekki er öllum gefið enn. — Mér datt í hug þegar ég las þetta: Það væri fróðlegt að vita, hvort nokkuð líkt finnst í Egilssögu. Hafi Snorri skrifað Egilssögu, væri ekki ósennilegt, að þar sæj. ust einhver merki þessarar eftir- lætishugmyndar hans um Eirík blóðöx. Þetta brást ekki. Þar sem Eiríks er fyrst getið i Egilssögu, er sagt um hann: „Konungr unni Eiríki mest sona sinna“ (36. kap.). Þessa er getið þar í sambandi við dvöl Eiríks með Þóri hersi Hró- aldssyni, á sama hátt og í Heims kringlu, og kynnu þvi sumir gagn rýnendur að halda, að Snorri hefði skrifað hvort tveggja upp eftir Egilssögu. En slíkt er bók- stafshyggja. Endurtekningin í Heimskringlu sýnir, að hugsunin um ást Haralds á Eiríki syni sín- um var Snorra töm og leitar á hann aftur og aftur. Þorsteinn Guðjónsson. Fyrirliggjandi: , KOLIBRI, RHEINMETALL og ERIKA skóla- og ferða- ritvélar í nýjum tízkulitum. — Verð kr. 1800.—, 2460.— og 2757.- ASTRA-samlagningavélar (sænskt stál) og RHEINMET- ALL samlaguingavélar og skrifstofuritvélar fyririiggjaudi. BORGARFELL h.f. 26 Blikksmiði og aðstoðarmenn, vántar nú fregar j Upplýsingar hjá verkstjóra. Nýja Blikksmiðjan Höfðatúni 6 — Sími 14804

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.