Morgunblaðið - 28.08.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.08.1959, Blaðsíða 16
16 MORCrZJlSBLAÐlB Fðstudagur 28. ágúst 1959 „Hann hefur falið mér, að láta mér annt um yður“. Það var eitthvað í rödd hans, sem gaf henni til kynna, að hann væri ekki að Ijúga. "'g þótt hann lygi, þá var hún farin að trúa hinum mestu fjarstæðum hans. „Þar að auki þarf ég að tala við yður“, hélt hann áfram, þótt hún þegði. „Það er mikilvægt. Það er varðandi Sewe“. Hún ætlaði að athuga málið, en hún svaraði áður en hún hafði hugsað sig um: „Gott og vel. Við getum étið saman“. „Ég sæki yður“. Henni fannst allt í einu, að ein hver væri að hlusta á það, sem hún var að segja. Hún leit í kring um sig. Hin stóra vængjahurð herbergisins var opin, en hún sá engan. „Nei, ég kem sjálf“, sagði hún. „Eins og þér viljið. Hvernig væri að hittast um átta-leytið á „Hótel Regina“?“ „Það er þá klukkan átta“. Hún fór að búa sig hálfri ann- arri klukkustund áður en þau skyldu hittast. Hún valdi um nokkra búninga og valdi alltof nákvæmlega að henni fannst. — Loksins ákvað hún að vera í stutt um, Ijósbrúnum, mjög einföld- um kvöldkjól. Við hann tók hún herðaslána sína úr marðarskinni. Hún skoðaði sig lengi í langa speglinum í svefnherberginu. Ég lít vel út, hugsaði hún með sér. Það er undarlegt, að það er sagt, að flest fólk í Leopoldville sé þreytulegt. Hún sneri sér frá speglinum. Henni datt snöggv- ast í hug, hvort hún ætti ekki að láta Anton bíða árangurslaust á „Hótel Regina“. Hafði Hermann sagt það í raun og veru, að bróð- ir hans ætti að hugsa um hana? Henni gekk verr og verr að skilja Hermann. Leigubíllinn, sem hún pantaði, flutti hana til „Hótel Regina“. — Það var löng ökuferð, eins og allar ökuferðir í Leopoldville. Borgin, sem Belgíumenn höfðu náð undir sig í Kongó, var meira en þrjátíu kílómetra löng. — Á margra 'kílómetra svæði var borgin óbyggð. Milli tveggja byggðra svæða var ekið gegn um víðlenda pálmaskóga. Hverfi inn borinna manna voru líka á dreif á ýmsum stöðum höfuðborgar- innar. Úr skógum var ekið inn í þau, og út úr þeim var ekið inn í borgarhluta hvítra manna. í innfæddra hverfunum voru enn- þá mörg hús með stráþaki, eins og inni í miðju Kongó. Þá kom bifreið Veru inn á Avenue Lieu tenaut Valcke og beygði til hægri inn á Bouleward Albert I. Hið breiða aðalstræti var lýst með nýtízku, ferhyrndum Neon- ljósum. Svört götulögregla í hvít um einkennisbúningum stjórnaði umferð hinna stóru bifreiða, sem flestar voru amerískar. Til hægri og vinstri gnæfðu há verzlunarhús og glæsileg íbúðar- hús. En jafnvel hér var það auð- séð, að „Leó“ var ný borg, því milli hinna einstöku háu húsa voru öðru hvoru óbyggð svæði, og hinar malbikuðu götur slitn- uðu meira að segja stundum sundur af veglausum köfglum. En það, sem mest vakti undrun Veru, var, að beint á móti hinu glæsilega hóteli, voru svartir menn, flest Arabar — sem höfðu breitt ábreiður á jörðina, sátu með krosslagða fætur og buðu útlendingunum vörur sínar. Anton beið hennar í skála gisti hússins. Hann var í dálítið hrukk uðum léreftsfötum ,en skyrta hans var mjallhvít með svörtum kraga og hann tók sig ekki út úr meðal hinna vel klæddu útlend- inga. „Það gleður mig, að þér kom- uð“, sagði hann. Hann fylgdi henni inn í hinn stóra borðsal, þar sem voru hvít ar súlur, gluggar úr glertíglum og marmaragólf, og var hann lík astur veitingasal á Riviera-hóteli. Anton hafði pantað kvöldverð inn fyrirfram. Með hljóðlausri kurteisi báru hinir þeldökku þjónar fram matinn undir um- sjón hvíts yfirþjóns. Allir virt- ust þekkja Anton og allir virt- ust gera sér far um að geðjast honum. „Þér hættið aldrei að koma mér á óvart, Anton“, sagði Vera. „Þér látið eins og þér eigið ekki eyri, en jafnframt heilsið þér öllum þjónum á bezta veit- ingastað Leopoldville eins og þér séuð stöðugur gestur“. Anton brosti. „Þér þekkið mig að því, að ég á ekki eyri. Þessi þjónar eru nærri allir frá „Bruce“. „Hvað þýðir það?“ „Óbyggðin, sem er í kring um okkar fögru höfuðborg, er kölluð því nafni. Þar eiga heima nærri eingöngu svartir menn, sem leita til Leopoldville frá innanverðu Kongó, en treysta sér enn ekki fyllilega inn í borgina. Ég hef sjálfur átt heima í „Bruce“ árum saman. Ég var einn af „tétes brulées“. „Og hvað þýðir það?“ „Eftir orðunum þýðir það „brennd höfuð“. En svo eru hvít ir menn nefndir, sem þrjózkast gegn lögum landsins og standa fast á því, að lifa meðal innbor- inna manna. Af þeim eru ekki eftir nema fáir tugir í Leó og um hverfi hennar. Lögreglan hefur svælt flesta út, og hina notar hún fyrir löreglunjósnara". Hún horfði á hann yfir borðið. Birtan af litlum lampa undir rauðri ljóshlíf skein í andlit hon- um. Hann var ennþá djarflegri á svipinn en venjulega. „Ég veit um hvað þér eruð að hugsa“, sagði hann. „Þér eruð að hugsa um, hvort ég sé lögreglu- njósnari. Ég er margt illt, en það er ég ekki. „Makako-arnir“ vita það“. Hann þagnaði snöggv- ast. „Það er Ijótt orð. Það þýðir api. Margir hvítir menn kalla blökkumenn „Makakos". En blökkumenn hafa sjálfir apana, af því að þeir eyða lönd þeirra. Það getur verið lífshætta að taka sér orðið „Makako" í rnunn". Aftur þagnaði hann. „Ég hef aldrei bor ið á mér skammbyssu til þessa. Ég er, ef svo má segja, heiðurs- borgari meðal blökkumanna“. Hún var nú búin að spæna upp í sig humarblönduna sína. „Ég kem hingað------“ byrjaði hún. „Ég veit það“, tók hann fram í fyrir henni. „Þér ætlið að af- saka, að þér eruð komin. Þér ætl ið að segja, að þér hafið komið eir.ungis vegna þess að ég sagði yður, að ég þyrfti að skýra yður frá nokkru mikilvægu, varðandi Adam Sewe“. Hún roðnaði upp í hársrætur. „Gott og vel“, sagði hann, „þá Ijúkum við því af, ef þér lofið mér því, að þér verðið með mér í kvöld. „Ef yður er það áhugamál —“ „Þá tölum við um Adam Sewe“. Hann leit á hana. „Það á að fara í mál við hann“. „Hver er ástæðan til þess?“ „Það er sagt, að hann og góð- gerðafélag hans hafi náð í Kwango-svæðið aðeins vegna þess, að hann vissi, að þar væri úran“. „Auðvitað er það ekki satt“, hélt hann áfram, „en það eru hagsmunir í úranmálunum". „Og hver ætlar að fara í mál við hann?“ „Delaporte, með aðstoð Her- manns“. Hann hélt áfram, þótt hún bandaði frá sér með hend- inni. „Réttara sagt: það á að hóta honum lögsókn og kúga hann, þangað til hann selur svæði sín af frjálsum vilja. Til þess að kúga þarf sætabrauð og svipur. Þér eruð sætabrauðið og ég er svip- an. ,,Eg? Hvað kemur þetta mál mér við?“ „Haldið þér, að Hermann hafi sent yður til Seyye til einskis? Þér eigið að vera fulltrúi fyrir hinn góða tilgang Hermanns, ef svo má að orði komast“. „Og þér?“ Þjónninn kom með kjötið. — Anton svaraði ekki. Hann sagði: „Það er hægt að fá hérna mjög sómasamlega nautasteik. Innborn ir menn fá oft ekkert kjöt mán- uðum saman. Þeir nærast á Mani ok, viðbjóðslegri mjölkássu. Þeg ar vel lætur, éta þeir krókódíla- kjöt eða kjötið af Boa-slöngu, sem ekki er selt eftir þyngd, held ur í metratali“. Þjónninn fór frá þeim. „Og þér?“ endurtók Vera spurningu sína, eins og hun hefði ekki tekið eftir útskýringum hans á fæði innborinna manna. „Ég á að bera vitni gegn Sewe. Hermann hefur lofað mér stórfé". „Þér segið það til þess að sverta Hermann". Han fölnaði. „Hvers vegna ætti ég -----?“ „Ég veit það ekki“. Hann hellti víni í glas handa henni. „Jú, þér vitið það“, sagði hann lágt. „Þér haldið, að ég vilji sverta Hermann af því að ég elska yður. Það er satt, að ég elska yður, en það er ekki satt, að ég vilji sverta hann“. — Hann sagði þetta án þess að líta á hana, aukreitis, eins og hann væri ennþá að tala um Boa-slöng urnar, sem voru seldar í metra- tali. „Hermann er ræfill", hélt hann áfram, „en ég þekki kon- urnar vel. Engin kona hefur skil- ið við mann - egna þess, að hann væri ræfill“. Ég má ekki láta hann halda áfram að tala þannig, hugsaði Vera. Ef til vill elska ég Her- mann ekki lengur, en hann er maðurinn minn. Hún hugsaði til barnanna og áranna, sem hún hafði verið með Hermanni. En áður en hún gat sagt neitt, hélt hann áfram. „Fyrirgefið þér — ég ætlaði ekki að hæðast að manni yðar. Þér munuð skilja við hann einn góðan veðurdag. Þér eruð ekki ein af þeim konum, sem elska ræfla“. Hann brosti. „Það er hans mein og líka mitt. Ég vildi óska, að ég væri nálægt yður þegar það verður. Þér munuð ekki yfirgefa hann mín vegna. Við skulum þá ekki tala meira um það. Ég ætlaði aðeins að gefa yður ráð“. „Þér — mér?“ Það var þykkja í röddinni. „Já“. Han varð alvarlegur á svipinn. „Innbornir menn dýrka Sewe. Þegar fyrstu ákærurnar koma fram gegn Sewe á morgun eða hinn daginn, það getur gerst hvaða dag sem er — þá hlustar allt Kongó. Það líður ekki á löngu þangað til það vitn ast, að Hermann stendur að baki þessum árásum. Frá þeim degi er Hermann ekki lengur óhult- ur um líf sitt. Ég er ekki að leyna yður því, að mér er sama um Kona oskast til að smyrja brauð (dagvinna) Sæla Café Brautarholti 22 a L á á HELLO, TRAIL... I CAWE TO HELP VOU FIND PROOF THAT VOU DIPN'T TAKE THE |k____UEWELS/ IF MV HUNCH 19 RI0MT. THAT MAGPIE MAV LEAP ME TO THE MISSINQ JEWELS/ '-- HEV/...COME 1 BACK HERE VOU LITTLE RASCAI_NCW V/HAT IN BLAZES FRIGHTENED HIM ? I k ROBERTS/ ...VOU JUST FRIGHTENEP AWAY MV BEST LEAD/ 1) Bf hugboð mitt er á rökum reist, þá getur þessi skjór vísað mLr á gúnsteinana. 2) Komdu aftur litli þorp- arinn þinn. — Hvað hefur eigin- lega hrætt hann? 3) Sæll Markús. Ég kom til þess að hjálpa þér að finna sönn- un fyrir sakleysi þinu. Ríkharður — þú varst einmitt að tefja fyrir því rétt í þessu. það. Ef þeir gera út af við hann, þá þeir um það. Ég mun ekki gera neitt til að stuðla að því, en ég mun ekki heldur koma í veg fyrir það. Ekki þótt ég gæti það“. Hann greip hönd hennar yfir hið litla borð. „En þér, Vera, verðið að koma yður út úr þessu máli. Enginn myndi trúa því, að þér vissuð ekki um fyrirætlanir Hermanns". Hann þrýsti hönd hennar. „Helzt vildi ég ráða yð- ur til að fara aftur til Belgíu svo fljótt sem unnt er, en til þess er ég of eigingjarn. Mér þykir það svo mikilsvert, að halda í hönd- ina á yður við og við“. Hún dró höndina að sér. Hún litaðist um. Veitingasalur inn var hálftómur. Við eitt borðið var ferðahópur að tala saman há- um rómi. Það var faðir, móðir og þrjár snotrar dætur. Við annað borð sátu tveir karlmenn, sem töluðu hljóðlega saman og gutu hvað eftir annað augunum til dyr anna eins og dýr, sem búast við árás. Við þriðja borðið sat Belgíu maður, auðsjáanlega kvæntur, og drakk kampavín með tveimur ljóshærðum kvenmönnum, sem litu miðlungi vel út. Þessi salar- kynni eru eins og gerist, hugsaði Vera, en þau eru í Leopoldville. í Leopoldville er leyndarmál við hvert borð. Sennilega hafði An- ton á réttu að standa. Sennilega væri það réttast af henni að fara frá „Leó“ svo fljótt sem unnt væri. Loftsnældan yfir höfði hennar gekk hægt. Loft- straumurinn greip í stutta hárið á gagnaugum hennar. „Ég er enginn liðhlaupi", sagði hún. „Ef það er satt, sem þér segið, þá verður að gera eitt- hvað, áður en það er orðið of seint. Ég ætla að tala við Her- mann“. „Hann mun hlæja að yður“. „Þér verðið að vara Sewe við“. „Það myndi eyðileggja við- skiptin fyrir mér“. Hún horfði hissa á hann. „Þér ætlið þó ekki að fara að bera vitni gegn Sewe?“ spurði hún. SHUtvarpiö Föstudagur 28. ágúst: 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.03 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir. Tilkynningar). — 16.30 Veðurfr. 19.00 Tónleikar. — (19.25 Veðurfregnir) 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Frá Brixham til Billings* gate. (Bárður Jakobsson lögfr.). 20.55 Tónleikar: Fílharrnóníska ríkis» hljómsveitin í Hamborg leikur lög úr óperttunum „Maritza greifafrú" og „Sirkusprinsessan** eftir Kálman. Richard Muller- Lampertz stjórnar. 21.10 Ferðaþáttur: „Horft af Helga- felli“. (Sigurlaug Björnsdóttir kennari). 21.25 Þ»áttur af músiklífinu (Leifur Þórarinsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan:. „Allt fyrir hreinlæt- ið“ eftir Evu Ramm. IX. lestur. (Frú Álfheiður Kjartansdóttir). 22.30 Ólafur Stephensen kynnir nýj- ungar úr djassheiminum. 23.00 Dagskrárlok. Laugardagur 29. ágúst: 8.00—10.20 Morgunútvörp (Bæn — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir). 12.00—13.15 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.15 „Laugardags- lögin“ — (16.00 Fréttir og tilkynn ingar). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30TónIeikar: Ungversk þjóðlög. — Ungverskir listamenn flytja. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Upplestur: „Flóttinn til Amer- íku“, smásaga eftir Coru Sandel í þýðingu Þorsteins Jónssonar. (Kristín Anna Þórarinsdóttir leik kona les). 20.45 Tónaregn: íslenzk verðlaunalög. (Svavar Gests kynnir). 21.15 Leikrit: „Haustmánaðarkvöld** eftir Friderich Durrenmatt i þýðingu Ragnars Jóhannessonar. (Leikstjóri: Baldvin Halldórs- son). 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.