Morgunblaðið - 18.09.1959, Síða 2

Morgunblaðið - 18.09.1959, Síða 2
2 MORCVNBLAÐ1Ð Föstudagur 18. sept. 1959 Óheimilt er að skýra frá einstökum framtölum Málið rœtt á bœjarstjórnarfundi Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær voru útsvarsmál tekin til umræðu. Tveir bæjarfulltrúar kommúnista, þeir Guð- mundur J. Guðmundsson og Alfreð Gíslason, höfðu lagt fyrir fundinn tillögu þess efnis, að niðurjöfnunarnefnd gerði grein fyrir viðhorfi sínu til þeirra ásakana, er bornar hefðu verið á hendur henni á opinberum vettvangi. Enda þótt greinargerð niðurjöfnunarnefndar væri gerð fyrir nokkrum dögum og lægi fjölrituð fyrir fundinum, vildu flutnings- menn ekki taka tiilegu sína aftur og töldu í framsöguræðum að greinargerð niðurjöfitunarnefndar væri ekki fullnægj- andi. — Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri og Geir Hallgrímsson tóku til máls af hálfu Sjálf- stæðismanna. Bentu þeir m. a. á þá stað- reynd, að niðurjöfnunarnefnd væri þagnarskyld lögum sam- kvæmt og hefði því ekki heim ild til að skýra frá framtölum einstakra gjaldenda. Ef ein- hver fótur væri fyrir þeim ásökunum, sem bornar hefðu verið á niðurjöfnunamefnd í blöðum, væri það skylda þeirra, er sett hefðu þær fram, að kæra nefndina fyrir saka- dómara eða d ómsmálaráð- herra. Þá væri sá samanburð- ur, er gerður hefði verið á útsvari og skatti í blöðum vill- andi. Útsvör bæri að leggja á eftir efnum og ástæðum, en skatturinn væri lagður á sam kvæmt skattstiga er væri á- kveðinn í lögum. í ítarlegri ræðu um skattlagn- ingu og tekjuþörf bæjarfélaga al- mennt benti Gunnar Thoroddsen borgarstjóri m. a. á hver nauðsyn væri að nema úr lögum skatta- ivilnanir einstakra fyrirtækja. Bar hann fram svohljóðandi til- lögu: „Bæjarstjórnin telur brýna nauðsyn bera til þess að bæj- arfélagið fái lagaheimild til nýrra tekjustofna, til þess að hægt verði að lækka stórlega útsvörin. Einnig telur bæjarstjórnin nauðsynlegt að lögum verði breytt þannig, að öll atvinnu- og verzlunarfyrirtæki sitji við sama borð um útsvarsgreiðsl- ur.“ Djúpboronir á hvera svæ&inu v/ð S-Reyki ÞAÐ mun nærri fullákveðið, hvert verði næsta verkefni stóra jarðborsins, eftir að borun hér í Reykjavík lýkur, sem verða mun væntanlega um næstu mánaða- mót. Á fundi hitaveitunefndar fyrir nokkrum dögum, var um þetta rætt. Sem kunnugt er er stóri borinn nú við djúpborun hér mni í bænum. Um mánaðamótin er gert ráð fyrir að þeim borunum ljúki, a.m.k. í bili. Hefur hita- veitunefndin gert það að tillögu sinni til bæjaryfirvaldanna, að borinn verði þá fluttur að Syðri Reykjum í Mosfellssveit. Þar er aðaljarðhitasvæði Hitaveitu Reykjavíkur og þar er dælustöð- in sem dælir vatninu á geymana á öskjuhlíðinni. Aðaltilgangurinn með því að hefja djúpboranir á Syðri-Reykj- um er að reyna að ná heitara vatni en þar kemur nú upp úr jarðhitasvæðinu. Mun meðalhiti vatnsins vera um 85 gráður, en nokkur von mun til þess að fá heitara vatn, — og hver veit nema að hægt verði með djúp- borunum að auka vatnið. Ef ár- angur yrði af þessum borunum á annan hvorn veginn, þá væri strax hægt að hagnýta vatnið, hvort heldur það ykist að magni til eða hitastig þess hækkaði. Verður reynt að ljúka þessum borunum áður en vetrarkuldarn- ir byrja. Húsið er verið var að rífa hrundi skyndilega STYKKrSHÓLMI, 17. sept. — UNDANFARIÐ hefur verið unn- ið að því að rífa eitt af stærstu húsunum hér í bænum, Gamla Apótekið. — f gærkvöldi er langt var komið með að rífa hús- ið, hrundi það allt í einu. Siys varð ekki á fólki. ★ f gamla daga setti þetta stóra hús einna mestan svip á bæirui, enda stóð það við Hafnargötuna. Fyrir nokkru var það selt á opin- beru uppboði, enda var það orðið óíbúðarhæft. Jóhann Jónasson í Öxney keypti húsið. Hefur hann unnið að því að rífa það að und- anfömu. í gær var það verk svo langt komið að einungis veggir voru uppistandandi. Átti að felia SKOEVDE, 17. sept. — Sex sænskir verkamenn biðu bana hér í dag, þegar vinnupallur, sem þeir voru að vinna á, hrundi og þeir féllu um 40 metra. Var tillaga þessi samþykkt. Nánar verður sagt frá umræð- um í blaðinu á morgun. - 46 lik Framhald af bls. 1. ungum verkfræðingi, Francesco Lombardi, sem teiknaði húsið. Sá af ráðherrum landsins, sem með húsabyggingarmál hefur að gera, Giuseppe Togni, er staddur í Hollandi þessa dagana. Hann lýsti yfir því í dag, að hann mundi beita sér fyrir því, að hið bráðasta yrðu settár nýjar og strangari reglur um byggingu steinhúsa og eftirlit með þeim, til þess að koma í veg fyrir að slíkir atburðir, sem ekki væru eins- dæmi á síðustu árum, endurtækju sig. Ný bók eftir Kiljan FRÁ Helgafelli kemur í dag, 17. sept., ný bók eftir H. K. L. er hann hefir gefið nafnið Gjörmnga bók. í bókinni er mjög blandað efni, um 50 ritgerðir, greinai, á- vörp, sendibréf, svör við spurn- ingum, ræður o. fl. Bókia er aiis 250 bls. og í sama formi og frá gangi og aðrar bækur snáldsins. flóð á Indlandi BOMBAY, 17. sept. (Reuter) — Níu þúsund manns einangruðust í dag í indverska bænum Surat, um 180 mílur norður af Bombay, eftir að flóðgarður árinnar Tapi hafði brostið, skammt frá bæn- um, en áin var í vexti sökum mikilla rigninga. Um % hlutar bæjarins eru undir vatni og er það sums staðar nær 15 metra djúpt. Sex hafa drukknað og nokkurra er saknað, þ.á.m. 6 lög reglumanna og tveggja bæjar- starfsmanna, sem voru að skyldu- störfum, þar sem flóðgarðurina brast. - Kosningabaráttan Framh. af bls. 1. halda meirihluta sínum í fyrir- huguðum kosningum. Þeir gerðu kosningastefnuskrá sína heyrin kunna strax fyrir viku síðan og lögðu í henni höfuðáherzlu á al- þjóðamálin — „framfarir og frið.“ Verkamannaflokkurinn mun gera grein fyrir stefnumál- um sínum á morgun. húsið að grunni árdegis í dag. Um klukkan 11 í gærkvöldi, er hér var lítils háttar kaidi, kvað allt í einu við brak mikið og brestir. — í fyrstu áttuðu gamlir nágrannar hússins sig ekki á því hvað væri að gerast og fólk varð skelkað. En fljótt áttaði það sig á hvað gerzt hafði; Gamla Apotekið hafði hrunið að grunni. Enginn hafði slasazt. Má það teljast mildi, því nokkru áð- ur höfðu böm og unglingar verið við húsið Er talið að kaldinn hafi valdið því hvernig fór. Margir menn hafa átt heimili sín í Gamla Apótekinu á undan- förnum áratugum og má þar nefna Pál V. Bjarnason sýslu- mann er var eigandi þess um langt skeið og hafði þar sýslu- skrifstofur. Þá hefur verzlun oft verið rekin í húsinu. Árið 1860 byggði MÖller apótekari þetta hús. I — Árni. ÞakiS stóra er fremst á myndinni. — Komið upp í rúma mannhæð. >ma Skriðmót veggjanna lyfta þakinu á húsið Einstœð byggingaraðferð við stœrsta samkomuhús landsins HIÐ nýja, veglega Háskóla- bíó, sem nú er í smíðum vest- ur á Melum, eins og það hét í gamla daga, við Hagatorg, er um margt einstök bygging. I gær var byrjað að steypa út- veggi salarins, en jafnframt því sem þeir eru steyptir upp, er þakið sett á húsið. + Einstæð aðferð Þessi óvenjulega byggingarað- ferð er sennilega einstæð í sinni röð, a.m.k. á Norðurlöndum. Það er ekki fjarri sanni að jafníramt því sem byrjað hafi verið á því að grafa grunn og fyrir veggjum hússins, sem verður mesta sam- komuhús landsins, hafi verið byrjað á að smíða stálbita-þakið sem verður yfir því. LONDON, 17. sept. — Slökkvi- lið og sjúkrabifreiðar voru til taks á Lundúnaflugvelli í dag, þegar Vinscount flugvél frá BEA- flugfélaginu með 34 farþega inn- anborðs lenti þar, að því er tal- ið var með sprunginn hjólbarða á nefhjólinu. — Flugvélin lenti heilu og höldnu. ★ Útveggir Útveggir salarins verða tilsýnd- ar eins og harmonikkubelgur. Er þetta gert til þess að hægt sé jafnframt að gera húsið að söng- leikahöll. Það eru gerðar allt aðrar kröf- ur til veggja í bíóhúsum en kon- sertsölum. En sérfræðingar þeir sem hafa unnið við teikningar og tækniatriði, töldu sig sjá leið til þess að leysa vandann. Það er gert með því að hafa útveggina eins og harmonikkubelg, eins og fyrr getur, en að auki hlera á veggjunum, sem hægt er að stilla ýmist þannig sem hentar á bíó- sýningum eða við á við tónlistar- flutning og söng. Seinnipart sumar var hluti af samkomuhúsinu steyptur, húsið yfir senunni. f fyrradag var lokið öllum und- irbúningi að því að hefja steypu útveggja samkomusalarins og steypuvinnan hófst í gærmorgun. Eru til þess notuð skriðmót. — Jafnframt því sem lyftitækin mjaka skriðmótunum hægt og hægt upp í hina fyrirhuguðu hæð veggja, sem er 15 metrar, lyfta tækin hinu stóra þaki yfir saln- um. Er það hvorki meira né minna en 1200 fermetrar um sig og mun vega kringum 100 tonn. Á f jóroim sólarhringum Gunnlaugur Halldórsson arki- tekt og Sveinn Kristinsson, sögðu, er tíðindamaður Mbl. hitti þá vestur við húsið í gær, að þessi byggingarmáti samkomuhússins væri einstakur. Þeir kváðust von. góðir um að lokið yrði að steypa upp útveggina eftir 4 sólarhringa eða þar um bil. Það verður unnið nótt með degi. Þessu með skrið- mótin og þakið er þannig varið að þungi þaksins hvílir ekki á hinum nýsteyptu veggjum heldur á burðarstöngum skriðmótanna, það verða menn að gera sér grein fyrir sögðu arkitektarnir. Og vegna þess að veggirnir ganga á víxl, eru burðarstangir miklu fleiri en ella. Lyftiútbúnaður skriðmótanna getur lyft miklu meiri þunga en á honum hvílir vegna þaksins og skriðmótanna. Það var óneitanlega gaman að sjá þegar þakið lyftist upp um leið og veggurinn skreið af stað. Sennilega kemur notagildi skrið- móta ekki betur fram en einmitt við byggingu slíkra húsa sem þetta. Veggir allir verða heilir, engin úrtök fyrir gluggum eða hurðum. Á eftir verða sett göt á fyrir hurðum. Gólfið í salnum verður ekki áfast við útveggina, verður eins og eyja innin í hús- inu. Salurinn á að rúma 1000 manns i sæti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.