Morgunblaðið - 18.09.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.09.1959, Blaðsíða 10
10 MORGVlSnJ 4010 Föstudagur 18. sept. 1959 Otg.: H.í. Arvakur Reykjavlk. í'ramkvæmda?tjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. ' Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6, Sími 22480. Askviítargald kr 35,00 á mánuði innamands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. ATVINNA HANDA ÖLLUM IHVERJU þjóðfélagi hlýt- ur það á öllum tímum að vera meginatriði, að tryggð sé næg og varanleg at- vinna handa öllum, sem vilja og geta unnið. Atvinnuleysi er böl, sem bitnar ekki aðeins á þeim sem neyðast til þess að ganga atvinnulausir, heldur og á þjóð- arheildinni. í því felst í raun óg veru sóun verðmæta, sem ekk- ert þjóðfélag hefur efni á. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi haft á þessu glögg- an skilning. Þess vegna hefur hann lagt á það megináherzlu að útvega þjóðinni næg og full- komin framleiðslutæki til þess að bjarga sér með til lands og sjávar. Þessa stefnu sína hefur flokkurinn framkvæmt, hvenær sem hann hefur haft tækifæri til þess að móta stjórnarstefnuna með þáttöku sinni í ríkisstjóm. Þáttur nýsköpunar- stjórnarinnar Það er saga sem allir lands- menn þekkja, að í lok síðustu heimsstyrjaldar hafði Sjálfstæð- isflokkurinn forystu um það, að þeir gjaldeyrissjóðir, sem þjóðin hafði eignazt á stríðsárunum væru fyrst og fremst notaðir til þess að byggja upp framleiðslu og atvinnuvegi þjóðarinnar. Fyr- ir forgöngu Sjálfstæðismanna voru þá keyptir rúmlega 40 nýir togarar og vélbátafloti þjóðar- innar aukinn að miklum mun. Sama máli gegndi um kaup- skipaflotann, sem margfaldaðist að tonnatölu fyrir forystu ný- sköpunarstjórnarinnar. Ennfrem- ur var hraðfrystiiðnaður lands- manna byggður upp og afköst hans aukin stórkostlega. A þessu tímabili voru einnig byggðar fiskimjölsverksmiðja og síldar- verksmiðja, og afköst þessarra iðnaðarfyrirtækja sjávarútvegs- ins stórkostlega aukin. Þess má enn geta, að þær atvinnulífsumbætur, sem vinstri stjórnin sáluga helzt hælir sér af, voru allar hafnar undir forystu Sjálfstæðis- manna, meðan þeir ennþá áttu sæti í ríkisstjórn. Þetta gildir um rafvæðinguna, sem ákveð- in var, þegar Ólafur Thors myndaði ríkisstjórn sumarið 1953, um hin stóru fiskiðju- ver á ísafirði, Akureyri, Seyð- isfirði og Hafnarfirði, sem byrjað var að byggja á ár- unum 1954 og 1955, og loks um Sementsverksmiðjuna, sem lög voru sett um árið 1949 og byrjað var að byggja áður en vinstri stjórnin komst til valda, eftir að Sjálfstæð- ismenn höfðu tryggt erlent lánsfé til kaupa á öllum vél- um í verksmiðjuna. Alkunnar staðreyndir Allt eru þetta staðreyndir, sem alþjóð eru kunnar. íslenzk- ir atvinnuvegir hafa þannig ver- ið byggðir upp á árunum síðan síðustu heimsstyrjöld lauk, und- ir framsýnni og viturlegri for- ystu Sjálfstæðismanna. Það er vegna þessarrar upp- byggingar, sem almenningur á íslandi nýtur í dag góðrar og varanlegrar atvinnu um land allt. Það er vegna þess að þjóð- in hefur eignazt ný og fullkom- in framleiðslutæki, sem hægt hefur verið að hækka kaupgjald og bæta lífskjör almennings á fjölmarga vegu. Það hefur þannig sannazt, að raunhæfasta baráttan fyrir bætt- um lífskjörum á íslandi hefur verið háð af Sjálfstæðismönnum á undanförnum áratugum. Þeir hafa lagt grundvöll að auknum arði af starfi þjóðarinnar. Þar með hefur meira komið til skipt- anna milli einstaklinga þjóðfé- lagsins í öllum stéttum. Skuggi verðbólgunnar En því miður hvílir einn skuggi yfir hinu mikla uppbygg- ingafstarfi í íslenzku þjóðfélagi í dag. Það er skuggi verðbólgu og dýrtíðar. Vegna stöðugs kapp- hlaups milli kaupgjalds og verð- lags hefur rekstrarkostnaður framleiðslutækjanna aukizt svo, að þau eru nú yfirleitt rekin með ríkisstyrkjum í einu eða öðru formi. Þess fjár, sem varið er til stuðnings við framleiðsluna vegna of hás framleiðslukostn- aðar, hefur síðan verið aflað með sköttum á almenning. Þjóðin hef- ur með öðrum orðum orðið að skila aftur því, sem hún hefur ofkrafið atvinnuvegi sína um. Aldrei hefur hallazt jafn ört á ógæfuhliðina í þessum efnum og á valdatímabili vinstri stjórnarinnar. Hana brast alla möguleika til þess að hindra vaxandi verðbólgu og dýrtíð. Hún átti það úr- ræði eitt að leggja stöðugt á nýja skatta til þess að ausa í hít verðbólgunnar. En þessi uppbóta- og skatta- stefna leiðir stöðugt af sér nýja og aukna verðbólgu, samfara fallandi gengi íslenzkra peninga. A það hafa Sjálfstæðismenn stöðugt bent. En vinstri stjórn- in óð stöðugt lengra út í verð- bólgufenið, unz hún hrökklaðist frá völdum með þá yfirlýsingu forsætisráðherra síns í hálfa stöng, að „ný verðbólgualda væri risin“ og engin sameiginleg úr- ræði stjórnarflokkanna væru fyrir hendi til þess að mæta henni. Aldrei framar atvinnuleysi Sjálfstæðismenn munu halda áfram baráttu sinni fyrir sköp- un jafnvægis í efnahagsmálum landsmanna. Þeir leggja höfuð- áherzlu á að hver vinnufús hönd hafi aðstöðu til þess að starfa og framleiða verðmæti í þágu þjóðar sinnar. Þess vegna munu þeir halda áfram að beita sér fyrir því að þjóðin eignist ný, fullkomnari og stórvirkari fram- leiðslutæki til þess að auka með arðinn af starfi sínu. Atvinnuleysi má aldrei aft- ur skapast í þessu landi. ís- lendingar verða að hagnýta krafta sína sem bezt þeir mega til sköpunar farsældar og vel- megunar í landi sínu. UTAN UR HEIMI Nýjar, brezkar flugvélar Slíka kúlu, á stærð við fótbolta, gerða úr mörgum fimmhyrnd- um málmstykkjum, sem hvert um sig ber áletrun á rússnesku og sum eru með skjaldarmerki Sovétríkjanna, flutti „Lunik 11“ til tunglsins. Kúlan skyldi springa, er eldflaugin, eða öllu held- ur rannsóknarhylki hennar, rækist á tunglið — og munu nú hin fimmhyrndu málmstykki, sem Rússar hafa merkt sér svo kyrfilega, liggja á víð og dreif umhverfis staðinn, þar sem áreksturinn varð. — Þegar Krúsjeff kom til Bandaríkjanna, færði hann Eisennower forseta að gjöf nákvæma eftirlíkingu af „geimkúlu" þessari. { ÞESSAR tvær flugvélar vöktu { i athygli á flugsýningunni <: S Farnborough nýlega. — Að s ■ ofan er flutningaflugvélin ^ S „Argosy“ frá Armstrong With- i \ worthverksmiðjunum. Fram- s í leiðendur gerðu þessa flugvél ■ S upphaflega þannig úr garði, að s S hún var fyrst og fremst ætiuð \ S til alls kyns flutninga, en á S i Farnborough-sýningunni var s ■ hún einnig sýnd búin til far- \ s þegaflutninga — með rúm fyr - s | ir 80 farþega Einnig var hún s þar sýnd sérstaklega útbúin ■ sem „bílaferja". Þessi flugvéls ' er sögð mjög sterkbyggð. ^ ☆ I s ; Að neðan er mynd af nýju! s afbrigði þotunnar S.C.I., sem ■ '. áður hefur vakið mikla at- ; hygli, en þessi gerð nefnist! S S.S.I. Þessar flugvélar hefja; i sig til flugs og lenda lóðrétt. s S Hin nýja gerð er ekki enn að S s fullu frágengin hjá verksmiðj- \ \ unum, „Short Brothers", en s s byggt er á sömu tækni og í S í ,,fyrirrennara“ hennar, S.C.I. ^ \ Átta kraftmiklir þrýstilofts- s s hreyflar, sem vísa lóðrétt nið-1 s ur, gera flugvélinni kleift að ; ! hefja sig lóðrétt til flugs. > • i Þetta er mynd af hinu lýsandi natríumskýi, sem tunglflaug Rússa, „Lunik II“, sendi frá sér sl. laugardag, er hún var á Ieið út í geiminn. — Stóru blettirnir, sem sjást í kringum „skýið“, eru stjörnur. Myndin er mjög stækkuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.