Morgunblaðið - 18.09.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.09.1959, Blaðsíða 11
Fostudagur 18. sept. 1959 MORCTriVRl AÐ1Ð 11 I Barði Guðmundsson þjóðskjala vörður var einhver frumlegasti og skarpskyggnasti fræðimaður, sem land vort hefur alið. Þótt rit hans séu ekki ýkja mikil að vöxt- um ollu þau tímamótum í sögu íslenzkra fræða, og skortir þó enn mikið á, að þau hafi verið metin að verðleikum. í rannsókn- um sínum fór Barði sjaldnast neinar alfaraleiðir. Hann tamdi sér nýjar aðferðir við skýringar é íslenzkum fornbókmenntum og menningarsögu og beitti þeim að- ferðum til að leysa vandamál, sem hefðbundnar fræðiskoðanir virtu að vettugi eða réðu ekki við. Þegar hugmyndasaga ís- lenzkra fræða hefur verið skráð, verður fyrst unnt að átta sig til hlítar á þeim skerf, sem Barði lagði fram til íslenzkrar ritskýr- ingar. Fræðistörf Barða eru býsna tormetin. Veldur því ekki sízt tvennt: hugmyndir hans eru margar frumlegar og róttækar og hafa ekki verið reyndar til fullnustu, og á hinn bóginn entist honum ekki aldrrr til að gera þeim svo ýtarleg skil, sem hann hefði kosið. Það var einkum á tveim sviðum íslenzkra forn- bókmennta, sem Barði lét til sín taka. Hann samdi mjög athyglis- verðar ritgerðir um uppruna ís- lenzkrar skáldmenntar þar sem staða dróttkvæða í íslenzkri menningarsögu er skýrð á nýjan og hugkvæman hátt. Og hitt við- fangsefnið var Njála, höfundur hennar Og sköpun. Þó væri rangt að segja, að ritgerðaflokkar þess- ir hefðu verið einskorðaðir við þau vandamál, sem peim var einkum ætlað að fjalla um. Barði var sagnfræðingur, og horum var það manna ljósast, hve hættu- legt er og tilgangslítið að tak- marka rannsóknir við einangruð fyrirbæri. Barði valdi sér heim- ildagögn eftir öðrum forsendum en áður hafði tíðkazt, og hann gerði sér ljóst, að þau var hægt að nota, þar sem viðurkenndum gögnum var ekki komið við. Rit- gerðir Barða eru engan veginn annmarkalaus verk. Hann var mikill áróðursmaður og flutti kenningar sínar af hörku og ein- sýni en gætti þess stundum mið- ur að sýna viðfangsefnum nægi- lega hlutlægni. f sumum rit- gerðum hans gætir þess, að af- dráttarlausar ályktanir séu dregn ar af ófullkomnum forsendum. Það mun þó að nokkru leyti stafa af því, að honum auðnaðist ekki að ljúka verkum sínum. En lær- dómur Barða var frábær og vald hans yfir viðfangsefnum ein- dæma traust, þótt hann tæki sér fyrir hendur að leysa hin torræð- ustu vandamál. n Nú hefur Menningarsjóður sýnt minningu þjóðskjalavarðar veg- lega ræktarsemi með því að gefa út safn ritgerða eftir hann um höfund Njálu og önnur skyld efni. Flestar höfðu ritgerðirnar áður birzt á prenti, en gott er að hafa þær samankomnar á einum stað í svo vönduðu riti sem þessu. Þeir Skúli Þórðarson og Stefán Pétursson sáu um útgáfu bókar- innar, og hefst hún með stuttri greinargerð þeirra um verkið. Þá ritar Stefán grein um „hina nýju Njáluskoðun“, en ritsmíði þeirri, er ábótavant á ýmsa lund. Gott hefði verið að fá greinargott yfir- lit yfir kenningar Barða og rann sóknaraðferðir, þar sem viðhorf hans eru nýstárleg og sumar rit- gerðirnar frem'.ir óaðgengilegar við fyrstu kynni. En hitl nær engri átt að verja skoðanir Barða og veitast að öðvum fræðimönn- um, en hvort tveggja gerir Stefán í grein sinni. Grein Stefáns hefst með losaralegum athugasemdum um „eldri Njáluskoðanir“, og er fremur lítið á þeim að græða. Það gegnir mikilli furðu, að Stefáni skyldi lást að gera þar grein fyrir skoðunúm Einars Ól- afs fyrst hann fór út á þessa braut ó annað borð. Prófessor Einar hefur manna bezt fjallað um þetta listaverk, og í raun- inni hafði hann ritað merkilegt mál um áhrif samtímans á höf- Hermann Pálsson: Höfundur Hugle ■ ðingar um ritgerða- f safn Barða Guðmundssonar s und Njálu, áður en Barði skrif- aði ritgerðir sínar. En þótt grein- argerð Stefáns sá áfátt um margt, þykir mér sennilegt, að mörg- um finnist hún betri en engin. Og hún ætti ekki að verða til skaða, ef hún er látin bíða, unz bókin sjálf hefur verið lesin. III Þótt heiti bókarinnar — Höf- undur Njálu — gefi allgóða hug- mynd um efni hennar, ber hins að gæta, að Barði sótti víða til fanga og lét sér ekkert óviðkom- andi sem stuðlað gæti að nýjum skilningi á hinu forna listaverki. Auk Njálu ræðir Barði um tvær fornsögur aðrar, Ljósvetninga sögu og Ölkofra þátt. Að hyggju hans eiga þessi þrjú rit það sam- eiginlegt, að þau eru dulbúnar skáldsögur um samtímamenn höf- undanna. Segja má, að þetta sé kjarninn í kenningu Barða, en nátengt þessu efni er það, hverja menn hann telur hafa verið höf- unda þessara sagna. Að tali Barða var Þórður Þorvarðarson í Saur- bæ höfundur Ljósvetninga sögu, en Þorgils saga skarða kom Þórði til að rita þetta verk. Barði hygg- ur, að Ljósvetninga saga sé að verulegu leyti níðrit gegn Þor- varði Þórarinssyni og fleiri sam- tíðarmönnum Þórðar. Þá telur Barði, að Þorvarður Þórarinsson sé höfundur Njálu og sé henni beint gegn Þorgils sögu og Ljós- vetninga sögu. í sambandi við þessa skoðun er nauðsynlegt að gera greinarmun á tveim atrið- um, sem mér þykja ekki hafa verið aðskilin nægilega vei í rök- semdarfærslu Barða. Annars veg- ar eru ítök samtímans í fornsög- unum, að hve miklu leyti höf- undar hafa af ásettu ráði sótt fyrirmyndir til nýorðinna at- burða, og hins vegar er um að ræða leiðir til að eigna tiltekn- um höfundum einstakar sögur. Um fyrra atriðið er Barði hvergi myrkur í máli. Hann er sann- færður um, að Njála, Ljósvetn- inga saga og Ölkofra þáttur séu „níðrit", þau séu rituð í því skyni að ná sér niðri á ákveðnum mönn um. Að hyggju hans voru arf- sagnir notaðar á frjálslegan hátt, þær urðu höfundum efniviður, sem þeir gátu fólgið ádeiluna í. Þessi bókmenntaskoðun er mjög nýstárleg og athyglisverð. Um hitt atriðið, hverjir rituðu ein- stakar sögur, horfir öðruvísi við. Með þeim gögnum, sem oss eru tiltæk, getum við tæplega vænzt þess, að hægt verði að sanna, hverjir höfundar íslendinga sagna voru. Og hér komum við að ein- hverri helztu veilunni í rök- semdakeðju Barða. Fyrir því eru engar heimildir að þeir Þórður og Þorvarðu’- hafi fengizt við sagnaritun. Vér getum að sjaif- sögðu gert ráð fyrir því, að þeir hafi látið skemmta sér með sög- um eins og aðrir íslenzkir höfð- ingjar á 13. öld. Og rök Barða fyrir því, að Saurbæingur hafi ritað Ljósvetninga sögu eru býsna merkileg. En hitt getur vitanlega eins vel verið, að einhver annar Saurbæingur en Þórður sé höf- undur, og vel má hugsa sér, að hún hafi verið rituð handa Saur- bæingum. Rök Barða fyrir því, að Þorvarður sé höfundur Njálu, eru miklu athyglisverðari. Síðasta rit gerðin í safni Barða fjallar um málfar Þorvarðar, og er þar gerð- ur samanburður á orðfærinu á bréfum Þorvarðar í Árna sögu og ræðum hans í Þorgils sögu annars vegar og stíl Njáls sögu hins veg- Barði Guðmundsson ar. Er þar sýnt fram á ýmis sér- kenni í máli, sem styðja kenn- inguna um höfundinn. Þó eru þessar líkingar hvergi nærri ein- hlítar, enda leggur Barði meiri áherzlu á ýmiss konar hliðstæður í atburðalýsingum Njálu við ævi Þorvarðar o^ gervinafnanotkun til að rökstyðja kenningu sína. f fyrstu ritgerðinni er fjallað um staðfræðiþekkingu Njáluhöfund- ar, og kemst Barði að þeirri nið- urstöðu, að höfundur Njálu hafi | verið alinn upp í Múlaþingi, en : skrifað söguna í Árnesþingi, og í hafi hann verið kunnugur á Keld um á Rangárvöllum. öll þessi atriði eiga vel við Þorvarð Þór- 1 arinsson. En við þau er þó það að athuga, að ályktanir af stað- þekkingu höfunda um ritunarstað eru mjög vanddregnar. Hitt virð- ist sönnu nær, að höfundum sagn anna hafi verið misvel lagið að lýsa staðhattum svo vel að ekki bjáti á. Það er einnig athyglis- vert að sumar staðfræðivillui Njálu koma fyrir í öllum hand- ritum hennar og má það mikið vera ef glöggir ritarar hefðu ekki leiðrétt villurnar ef þeir hefðu vitað betur og þótt pœr einhveriu máli skipta IV Kenningar Barða draga langan slóða, og ógerlegt er að vita, hver áhrif þær myndu hafa á íslenzka ritskýringu, ef þeim yrði beitt við aðrar fornsögur. Ef Njála, Ljósvetninga saga og Ölkofra þáttur eru dulbúnar skáldsögur um samtímamenn höfunda, er ekki ósennilegt, að svipuðu máli gegni um fleiri sög- ur. Getur naumast hjá því farið, að fræðimenn verði að gefa því máli alvarlegan gaum. Það væri til að mynda undarlegt, ef Banda manna saga felur ekki í sér á- deilu á höfðingja 13. aldar, enda er hún harla eðlisskyld ölkofra þætti. örðugleikarnir á því að túlka sögurnar á þann hátt, sem Barði gerir, eru vitanlega marg- ir. í fyrsta lagi verðum við að gera ráð fyrir því, að við getum aldrei skilið sögurnar til fullrar hlítar, ef þær eru dulbúnar skáld sögur um 13. öld. Sú vitneskja, sem við höfum um það tímabil úr Sturlungu og öðrum heimild- um, mun þá sennilega hrökkva skammt til skýringar. Hafi dul- búnar skáldsögur komizt í tízku á annað borð, má nærri geta, hvort í þeim sé ekki vitnað til atburða og manna, sem engar heimildir geta um. í öðru lagi verðum við að endurskoða allar eldri hugmyndir um eðli arf- sagna. Barði var ekki sá fyrsti, sem taldi Njálu vera skáldsögu að verulegu leyti. En hann geng- ur feti framar en aðrir. Engum hafði fyrr komið til hugar, að hún væri áróðursrit af því tæi, sem hann vill vera láta. Nú getur enginn vafi leikið á þvi, að megintilgangur íslend- inga sagna var að skemmta mönn um. Það er einhver mesti mis- skilningur, sem fram hefur kom- ið hjá fræðimönnum undanfarnar aldir, að telja þær einkum vera fræðirit, enda bera ýmis ummæli í fornum ritum það með sér, að þrettándu aldar menn hafa ekki talið þær áreiðanlegar heimildir um forna tíma, þótt aliu vissu, að þær hermdu ýmislegt rétt. fslendinga sögum er ef til vill bezt lýst með því að kalla þær fræðandi skemmtirit. fslending- um á 13. öld var það mjög í mun að vita sem mest um forna tíma, og þessi fróðleiksfýsn setti mik- inn svip á skemmtibókmenntir þjóðarinnar. Ef vér hlítum kenn- ingum Barða um. tilgang Njálu, Ljósvetninga sögu og Ölkofra þáttar, verðum vér að viður- kenna, að þessar sögur hafa haft annars konar skemmtunargildi en virðist vera í fljótu bragði. Vafasamt er, hvort mönnum hafi getað skilizt lengi tilvitrianir til samtímans. Og ef skoðun Barða er rétt, hefur íslenzka þjóðin lesið Njáls sögu og hlustað á hana um margar aldir ár þess að skilja nema brot af því, sem höfundur ætlaðist til. En kenn- ingar Barða ættu þá að gera oss auðveldara fyrir um skiining á þessu mikia listaverki. Dulbúnar skáldsögur missa marks, ef þær eru svo myrkar, að fáir eða engir geti skilið, við hverja er átt með einstökum per- Framh. á bls. 19. <SX®k§X$*$'#<$.3xSx«XS><Í: $X$XÍX$X$X$X$X$>^X$><$> J ^xíx$^><j»$x5>^>^xsxíx?-^xi>'í'<íx$xjxí. •X I / fyrsta sinn frá siða- skiptum SÍÐASTA sunnudag kom hingað til lands Martin buc- as, erkibiskup. Ilefur liann nýlega verið skipaður umboðs maður páfa á Norðurlöndum Er hann milligöngumaður páfa og kaþólsku kirknanna á Norðurlöndium. Kaþólsk bisk- upsdæmi voru stofnuð í höfuð borgum Norðurlanda í páfa- tíð Píusar XH. í Kaupmanna höfn, Osló og Stokkhóhni ár- ið 1953 og i Helsingfors árið 1955. Martin Lucas, erkibiskup, er Ilollendingur að ætt og uppruna. Áður en liann kom til Norðurlanda var hinn um- boðsmaður páfastólsins í Suð- ur-Afríku og á Indlandi, en vegna heihaibrests var lion- um ráðlagt að flytjast i norð- lægara loftslag. Erkibiskup Rómarkirkjunn- ar hefur ekki haft aðsetur á Norðurlöndum síðan fyrir •siðaskipti, en Martin Lucas hefur að vísu ekki sérstakt er' ’dskupsdæmi eins og hin- ir Urnu erkibiskupar höfðu, enda þótt hann hafi titilinn og staða hans i kaþólsku kirkj Erkibiskupinn hjá forseta íslands. Ljósm.: V. Sigurgeirss. unni sé svipuð og þeirra. Miðvikudaginn 16. sept. tók forseti íslands á móti herra Martin Lucas erkibiskupi og fylgdarliði hans á Bessastöð- uni. Aflienti erkibiskup for- seta minnispening páfa við þetta tækifæri. Martin Lucas fór í gær vest- ur til Stykkishólms tU að lieimsækja kaþólska söfnuð- inn þar, en alls eru fjórir kaþólskir söfnuðir starfandi hér á landi. Hinir eru í Reykjavik, Hafnarfirði og á Akureyri. Erkibiskupinn mun dveljast hér á landi um hálfs mánaðar skeið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.