Morgunblaðið - 14.10.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.10.1959, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 14. okt. 1959 um þrönga og óslétta vegi. En hann var farinn að gera áætlanir. Hann hugsaði sér, að Briissel yrði aðeins millistöð og að hann yrði Þjóðverji að lokum. Og það svalt enginn í Þýzkalandi. Hver, sem vildi, gat komið undir sig fótunum í Þýzkalandi. Hann fór nú líka að tala um liðna ævi sína í fyrsta skipti. Hann hafði að vísu ekki lært neitt skynsam- legt, en hins vegar voru fáir á Þýzkalandi, sem þekktu Afríku og einkum Kongó eins vel og hann. Ef til vill var hægt að hafa gagn af þeirri þekkingu. Hún féllst hrifin á það, sem hann sagði og glæddi hjá hon- um vaxandi bjartsýni. Hún nefndi sjálfa sig aldrei á nafn, en einmitt þess vegna virtist það sjálfsagt, að ekki væri um ann- að að ræða, en að þau gengju saman þá íeið, sem hann var að tala um. Á meðan „Land-Rover“- inn hélt lengra og lengra inn í frumskóginn fjarlægðist Leopold ville meira og meir í hugum þeirra. Það var nærri því ótrú- legt, að svört stúlka, sem hét Lúlúa, sæti í fangelsi, grunuð um morð, að úrankóngur, sem hét Delaporte, hefði skýrt frú Wehr frá þvi, að hún yrði að fara úr húsi sínu innan tveggja vikna, að lögreglustjóri, sem hét Verneuil, hefði ennþá myrkan grun og að braskari, sem hét Luvin, væri enn þeirrar skoðunar, að hann gæti fengitf nýlendu Adams Sewe í skiptum fyrir sannanir gegn vínstofu-söngkonu, sem hét Zenta. Skyndilega hægði Anton á ferð vagnsins, sem reyndar gekk erf- iðlega að komast áfram í djúp- um léirnum á veginum. Vera leit upp. Samstundis vissi hún, hvers vegna Anton hemlaði. Hægra megin við veginn sást í tvo strá- þakta kofa langt inni í skógin- um. Það voru eyðikofarnir, sem eitt sinn vei.tu þeim skjól að kvöldi til i úrhellis hitabeltisrign ingu. Voru í raun og veru tæp- lega tveir mánuðir síðan? Var ekki liðin heil eilífð síðan þetta gerðist? Hún lagði hönd sína á hönd hans, sem hvíldi á stýrishjólinu. Hann leit á hana. „Það er engin synd að vera hamingjusamur", sagði hann. Þau voru komin hér um bil hálfa leið, þegar þau hrukku við við háan hvell. Vera varð hrædd og greip ósjálfrátt í handlegg Antons. „Það er ekkert“, sagði hann hlæjandi. „Það var aðeins hjól barðinn, sem sprakk“. Hann fór út úr vagninum. En það var ekki eins einfalt að koma í lag eftir bilunina og har.n hafði haldið. Félagið, sem leigði „Land-Rov ers“ hafði annað hvort ekki lát- ið sér detta hjólbarðabilun í hug eða það hafði ekki skeytt um þótt slíkt kæmi fyrir. Að minnsta kosti komst Anton að því, að það var ekki neitt vara- hjól. „Þú verður að vera þolinmóð" sagði hann. „Það tekur nokkurn tíma að gera við þetta“. í hinum steikjandi hita hádeg- issólarinnar bjóst hann nú til að taka hjólið af og rannsaka það, en þetta reyndist furðulega erf- itt. Vagnaleigufyrirtækið hafði ekki eingöngu gleymt varahjóli heldur líka að láta verkfæri fylgja- „Ég gæti gefið sjálfum mér utan undir fyrir að treysta þessum náungum", sagði Anton. Hann varð að sækja viðarbol út í skóg og eftir margar misheppn- aðar tilraunir tókst honum að lyfta bílnum. Hann fór úr jakk- anum og skyrtunni og kófsveitt- ur velti hann loksins hjólinu út í skugga í skógarjaðrinum. „Ég hef ekkert til að líma bölvað gatið aftur“, sagði hann eftir rækilega leit. „Hvað eigum við að gera?“ „Við verðum að bíða eftir bíl“. „Hve löng getur sú bið orðið?“. . „Við höfum ekki mætt nein- um hingað til. Það fara ekki nema tveir eða þrír bílar þessa leið á dag. Þolinmæði, þolinmæði og ennþá þolinmæði". Það var kynlegt að þessi óheppilega töf hafði lítil áhrif á hið góða skap þeirra. Þau ^ett- ust niður í skógarjaðrinum og átu með góðri lyst nestið, sem Vera hafði með sér. Hjólbarðinn minnti Veru á meinlaust óhapp, sem hún og faðir hennar höfðu orðið fyrir, þegar hún var barn. Hún fór að tala um föður sinn, og sagði frá móður sinni og heim ili foreldra sinna. Anton hlust- aði á hana. Hann sat í kút og hafði ekki augun af vegirum. „Ég geri mér það fyrst núna ljóst“, sagði hann, „hve lítið ég veit um þig“. J „Og ég held alltaf, að þú vitir allt um mig“, sagði hún brosandi. Kvöldmóða lagðist yfir skóg- inn. Aparnir vældu í trjánum. Anton og Vera voru hætt að tala saman. Við komum ekki til baka til Leopoldville héðan af í kvöld“, sagði Anton. I sömu svifum’ fóru þau bæði að hlusta. í kyrrðinni heyrðist í fjarlægð skrölt í bifreið, sem var að nálgast. Anton stóð upp og staðnæmdist á miðjum veginum. Það liðu nokkrar mínútur og hljóðið varð smátt og smátt hærra. Því næst nam gömul vörubif- reið staðar hjá „Land-Rover“ bifreiðinni. Tvö biksvört höfuð teygðu sig forvitnislega út úr ökumannsskýlinu. Allt í einu fór annar hinna innbornu "ð glotta. i>að var góð- látlegt og ánægjulegt glott. „Herra Antóníó", kallaði hann og stökk niður úr ökumannssæt- inu. Það var einn af mönnum Sewes. Vagninn var á leiðinni til Leopoldville til þess að sækja vistir. Innborni maðurinn hafði fylgzt með öllum málaferlunum gegn prestinum. Þegar Anton flutti framburð sinn í réttarsaln- um, hafði hann staðið úti fyrir hcllinni. „Ætlið þið til prófessorsins?" spurði hann. „Já, ef við getum komið vagn- inum af stað“. „Við gerum við hann undir eins“. Hann beygði sig yfir hið bilaða hjól. „Vonandi er prófess orinn kominn heim síðan“, taut- aði hann. „Hvað átt þú við með því?“ spurði Anton. „Það hefur enginn séð hann síðan í gærkveldi“. „Hvar er hann?“ spurði Anton myrkur á svip. „Það er einmitt það, sem eng- inn veit. Ham. er horfinn“. „Vertu ekki með neina vit- leysu. Hvað áttu við með því, að hann sé horfinn". „Hann fór að heiman og hefur ekki komið heim aftur“. „Þá hlýtur hann að vera í Leo poldville". „Nei, nei, hann er ekki í Leo- I>cldville. Hann fór með nýja CÆKJARBÚ0/N TEIGAR TUNIN lÖDOÖaOQÖC ÁVALLT EITTHVAÐ IM ÝTT í LÆKJ ARBÚÐINNI SUNDiAUGAVEGUR í<FJ BORGARTÚN 5VR. f/V/ 7 LAUGARNESHVERFÍ Baðhandklæði Sængurveradamask mislitt Smábarnaskór Náttfataflúnel Nærföt ódýr á börn og fullorðna Sokkabuxur — Crépe Sokkabandabelti Brjóstahöld Sokkar Crepe Perlon Nælon ódýrar, margir litir Herravörur, Vinnuföt, Skófatnaður, Snyrtivörur, Metravörur, Smávörur, Leikföng, Búsáhöld, Ritföng, Pappírsvörur a í Ú á Eftir Aandi skógar. mannihum, Ameríkumanninum, til þess að sýna honum nýlend- una“. Hann talaði rólega. „En þér þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur, herra Antóníó. Það verður ekkert að prófessornum. Drottinn er með honum“.. Innbornu mennirnir hjálpuðu Anton að líma hjólbarðann. Þeir unnu af miklu kappi, fljótt og kunnáttusamlega. Það leið ekki hálftími þangað til bifreið An- tons var aftur ökufær. Þá mælti Vera, sem ekki hafði skilið sama sem néitt af mállýzku hinna innbornu: „Börnin! Hvernig fer, þegar ég kem ekki heim í kvöld?“ „Þegar þið komið til Leopold- ville“, sagði Anton og sneri sér að vagnstjóranum, „verðið þið að hringja þegar í stað í þetta númer“. Hann hripaði símanúm- er Veru á blað, sem hánn reif úr vasabók sinni. „Þið kallið á Pétur eða Silvíu". Hann skrifaði líka nöfn þeirra. „Þið segið þeim að móðir þeirra sé komin til Sewe heilu og höldnu og muni koma heim annað kvöld. Þið get ið sagt þeim, hvað hafi komið fyrir með vagninn". Svarti ökumaðurinn endurtók skilaboðin orði til orðs. „Þér getið treyst mér, frú“, sagði hann við Veru. „Ég hringi, þegar ég kem í útjaðar borgar- innar“. „Þakka ykkur mjög vel fyrir“, mælti Anton. ......gparió yðwr hla.wp fi rollli margra vorzlana1- UÓRUtfðl ÁOilUM tftffl! • Austurstrseti að Markús er farinn, ráfar dapur í áttina til Týnda Skyndilega ber að eyrum hans aumlegt spangól. Og stóri hundurinn hraðar sér til að at- huga hverju það sæti. En ótta- Isleginn hvolpurinn, sem heldur Itekur til fótanna eins hratt og að Andi sé enn einn óvinurinn, |hann orkar. afllltvarpiö Miðvikudagur 14. október 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar af plötum. 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir ojf tilkynningar). — 16.30 Veðurfr. 19.00 Tónleikar. — (19.25 Veðurfregnir). 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Að tjaldabaki (Ævar Kvaran, leikari). 20.50 Tónleikar: Vínarvalsar. NBC- sinfóníuhljómsveitin leikur tvo valsa eftir Johann Strauss. Leo- pold Stokowsky stjómar. 21.05 Erindi: Varnir gegn tannskemmd um (Jón Sigtryggsson, prófessor). 21.30 Islenzk tónlist: Verk eftir Helga Pálsson. 21.45 Samtalsþáttur: Rætt við Asgeir bónda Guðmundsson í Æðey um eyjabúskap og Einar Benédikts- son (Ragnar Jóhannesson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: ,,Ef engill ég væri" eftir Heinrich Spoerl IV. lestur (Ingi Jóhannesson). 22.30 I léttum tón: Boston Promenade hljómsveitin leikur létt lög undir stjórn Arthurs Fiedlers. 23.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 15. október 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir tilkynningar). 12.50—14.00 „A frívaktinni", sjómanna þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir, tilkynningar). — 16.30 Veðurfr. 19.00 Tónleikar. — (19.25 Veðurfr.). 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Glaðir æskudagar (Jónas Jónsson fyrrv. ráðherra). 20.55 Tónleikar: Fræg kóratriði úr óp- erum eftir Bizet, Wagner, Verdi, Puccini og Gounod. ------ Roger Wagner-kórinn og Hollywood Bowl-sinfóníu-hljómsveitin flytja undir stjórn Roger Wagners. 21.30 Utvarpssagan: Garman og Worse eftir Alexander Kielland. XVIII, lestur (Séra Sigurður Einarsson), 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Ef engill ég væri" eftir Heinrich Spoerl. V. lestur (Ingi Jóhannesson). 22.30 Sinfóníutónleikar. Sinfónía nr. 4 op. 36 1 f-moll eftir Tsjaikovskí, — Suisse-Romande-sinfóníuhljóm sveitin leikur. Ataulof Argenta stjórnar. 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.