Morgunblaðið - 20.10.1959, Side 17

Morgunblaðið - 20.10.1959, Side 17
Þriðjudagur 20. okt. 1959 MORCTJNTtL AÐIÐ 17 Jón Kristgeirsson kennari — Minning í DAG verður Jón Kristgeirsson, kennari kvaddur hinztu kveðju. Hann andaðist að heimili sínu 9. þessa mánaðar. Jón Ólafur, en svo hét hann fullu nafni, fæddist að Heiðarbæ í Þingvallasveit 28. apríl 1895. Voru foreldrar hans Kristgeir Jónsson, Ólafssonar, bónda í Heiðarbæ og Guðný Ólafsdót'tir, Guðlaugssonar, skipstjóra í Hlíð- arhúsum. Jón fluttist ungur að Gil- streymi í Lundarreykjadal og og naut trausts og virðingar allra, sem til hans þekktu. Heilsan var góð, eftir að hann vann bug á berklaveikinni, og vinnuþrek ein stakt, allt til þess er vágestur sá, er nú stendur mest ógn af, sótti hannt hann heim fyrir nokkrum misserum. Langvinnan og ákaflega erfið- an sjúkdóm þoldi hann með æðru leysi og karlmennsku, sem þeir einir sýna, er heila hafa innviði. Átti hann sót þá ósk eina, eftir að hann vissi, að hverju fór, að fá að vera heima. Lýsir það orð- um betur tengslunum við heim- ili og ástvini. Kennarastéttin sér á bak mik- ilhæfum manni, og er þar skarð fyrir skildi, en mestur er missir þeim, sem næst standa. Vil ég fyrir hönd stjórnar S.Í.B. votta ástvinum Jóns einlæga samúð. Honum þökkum við af heilum hug og varðveitum minninguna um góðan dreng. Gunnar Guðmundsson Áttræður í dag: Eiís Jónsson, kaupm. ólst þar upp hjá foreldrum sín- um fram yfir fermingaraldur. Þá var hann tvo vetur við nám í Flensborg og síðar í Menntaskól- anum í Reykjavík ,en veiktist af berklum og varð að hverfa frá námi, þegar komið var að prófi fimmta bekkjar. Varð það ærin raun unglingi og sár vonbrigði. En Jón var snemma harðger mað ur og lét ekki bugast. Hann sigr- aðist á berklaveikinni á næstu misserum og las undir stúdents- próf utan skóla. Af prófi varð þó ekki, því að aðrar annir kölluðu að. Á þessum árum hóf Jón kennslustörf í Vestmannaeyjum, en réðst svo til bæjarfógetans þar og var fulltrúi hans um ára- bil. Jón lagði þó kennslustörf aldrei alveg á hilluna, og árin 1930—’33 kenndi hann j íþrótta- skólanum í Haukadal. Vorið 1934 lauk hann kennaraprófi og gerði kennslu að lífsstarfi sínu. Kenndi næsta ár í Gagnfræðaskóla Siglu fjarðar. Næsta áratuginn var Jón skólastjóri á Hólmavík, en flutt- ist þá til Kópavogs og síðar Reykjavíkur og kenndi í Mið- bæjarskólanum til æviloka. Jón Kristgeirsson var óvenju- lega duglegur maður, að hverju sem hann gekk, fullur af starfs- orku og lífsþrótti. Var hann ó- þreytandi í leit að leiðum og að- ferðum, er að gagni mættu koma í starfi hans, og varð vinnudag- urinn því oft æðilangur. Mun margur nemandinn minnast hans með einlægri þökk. Veturinn 1954—’55 ferðaðist Jón um Banda ríkin og Kanada og kynnti sér skólamál þar. Ritaði hann margt fróðlegt um þá ferð. Jón tók alla tíð mikinn þátt í félagsmálum, eins og eðlilegt var um svo dugmikinn mann og fé- lgaslyndan. Var hann hvatamað- ur að stofnun Framfarafélags Kópavogs og fyrsti formaður þess. Þá átti hann lengi sæti í stjórn Stéttarfélags barnakenn- ara í Reykjavík, í stjórn Bygg- ingafélags kennara og nú síðast í stjórn Sambands ísl. barnakenn ara frá 1956 til æviloka. Þeir, sem með honum unnu, minnast ein- stakrar ósérhlífni hans og vilja til að ráða hverju máli svo til lykta, að allir mættu vel una. Jón kvæntist árið 1936 Krist- ínu Tómasdóttur frá Hólmavík, og lifir hún mann sinn ásamt nítján ára dóttur, Guðnýju, sem nú er við nám { 6. bekk Mennta- skólans í Reykjavík, og tíu ára syni, Ágústi Þór. Jón var gæfumaður, þótt oft blési á móti, einkum á fyrri ár- um. Hann átti góða konu og mannvænleg börn. Að störfum sínum gekk hann glaður og heill ELÍS Jónsson er Austfirðingur að ætt og uppruna, fæddur að Firði í Seyðisfirði, 20. október 1879, sonur Jóns Sigurðssonar bónda þar og konu hans, Guðnýjar Bjarnadóttur, Einarssonar, bónda að Ásgeirsstöðum í Eiðaþinghá. Elis er kominn af traustum ætt- um, bæði af Fljótsdalshéraði og úr fjörðum, höfðingsbændum og kjarnakonum. Fimmtán ára að aldri byrjaði hann að vinna við Johansens- verzlun á Seyðisfirði, „Norsku verzlunina“ sem kölluð var, og vann þar í 10 ár, við verzlunar- störf og bókhald, af slíkri trú- mennsku og dugnaði, að honum var falið að veita forstöðu verzl- uninni „Framtíðin" á Vopnafirði, árið 1903, því aldagömul og sterk „Örum og Wullfs-verzl- un“ var þar fyrir og því við ramman reip að draga. Elís varð fljótt vinsæll þar í héraði, enda stjórnaði hann verzluninni með rausn og mynd- arskap og hlóðust því bráðlega á hann trúnaðarstörf, svo sem safn- aðar- og skólanefndarstörf o. fl. Verzlun Framtíðarinnar á Vopnafirði stjórnaði Elís til árs- ins 1913, en flutti þá til Djúpa- vogs, til þess að taka við verzlun Framtíðarinnar þar, sem einnig var umfangsmikil og stjórnaði hann henni til 1924. Einnig rak hann þar útgerð í félagi við menn þar á staðnum. Þar voru honum vegna vin- sælda og dugnaðar einnig fahn trúnaðarstörf í þágu hrepps og kirkj u. Árið 1902 kvæntist Elís Jóns- son konu sinni, Guðlaugu Eiríks- dóttur, frá Hoffelli í Nesjum, myndar- og ágætiskonu, enda var heimili þeirra bæði á Vopnafirði og Djúpavogi þekkt um allt Austurland fyrir myndarskap og gestrisni. Það mun ekki of mælt, að á Djúpavogi hafi jafnan í haust- og vorkauptíð verið fleiri gestir á heimili þeirra en húsrými leyfði, en allt komst af og var þá oft glatt á hjalla, þó þröngt væri set- inn bekkurinn og sannaðist þar hið fornkveðna, að, þar sem er hjartarúm þar er einnig húsrúm. Frá Djúpavogi flutti Elís að Reynistað á Skildinganesi við Skerjafjörð og bjó þar búi sínu um sex ára skeið. Var hann þar einnig hrepps- nefndaroddviti og umboðsmaður sýslumanns við skipakomur. Eftir að Elís hætti búskap á Reynistað, en það mun hafa verið um 1930, hefur hann rekið eigin verzlun, fyrst í Skildinganesi, en síðar á Kirkjuteigi 5 hér í bæ. Umboðsmaður Happdrættis Há skóla íslands hefur hann verið síðan það var stofnað, eða í 25 ái. Hann sér og um verzlun sína enn, þrátt fyrir háan aldur. Elís Jónsson ér prúðmenni í hvívetna, fríður sýnum og vekur traust og virðingu hvar sem hann fer. Þau hjón eiga tvær dætur, Guðnýju og Halldóru, og eina fósturdóttur, Díönu Karlsdóttur; allar giftar frúr í Reykjavík. Að endingu óska ég afmælis- barninu til hamingju með dagmn og framtíðina. Finnur Jónsson, Afthagafélag Akraness Vekur athygli félaga sinna á leiksýningu leikfélags Akraness í „Blíðu og stríðu“ í Iðnó föstudagskvöld- ið 23. þ.m. kl. 8. Aðgöngumiða má panta í síma 35890 milli kl. 5 og7. STJÓRNIN Veitingastofan — ísbar Til sölu af sérstökum ástæðum er veitingastofa við aðalverzlunargötu bæjarins. Verð og greiðsluskil- málar geta orðið hagkvæmir ef samið er strax. FASTEIGNASALA Áka Jakobssonar og Kristjáns Eiríksonar Sölumaður: Ólafur Ásgeirsson. Laugavegi 27. Sími 14226 og frá 19—20,30 34087. Til sölu 4ra herbergja íbúð við Hvassaleiti tilbúin undir tréverk. — Nánari upplýsingar gefur: MÁLFLUTNIN GSSKRIFSTOF A Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar & Guðmundar Péturssonar. Aðalstræti 6, III. hæð Símar: 1-2002, 1-3202 og 1-3602. Laus staBa Sjúkrahúslæknisstaða við Héraðssjúkrahús Skag- firðinga á Sauðárkróki er laus til umsóknar. Óskað er, að umsækjendur séu viðurkenndir sér- fræðingar í handlækningum eða hafi sérstaka æf- ingu á því sviði. Umsóknir sendist landlækni fyrir 31. des. n.k. Sauðárkróki, 25 sept. 1959. F. h. sjúkrahúsnefndar. Jóh. Salberg Guðmundsson Allt á sama stað IMýkomið í Ford Lítið inn. Eflaust eigum við það sem vantar í bílinn Áklæði til í miklu úrvali. Allt í kveikjuna straumlokur, ljósasamlokur. kAAAAAÁAAAAAAAAAA Ferodo-bremsuborðar bremsudælur og viðgerðarsett. Stimplar stimpilhringir ventlar, gormar pakkningar stangalegur höfuðlegur Demparar (Gabríel) hjólalegur spindilboltar stýrisendar IlAAAAAAAAAAAAAÁAAAAAAA Vatnsdælur viftureimar AAA 'AAAAAi A AAAAAAAAAAJ Plastáklæði tauáklæði Þéttikantur F y r i r veturinn frostlögur snjókeðjur vatnskassa- hreinsir og þéttir. Hljóðkútar Kúplingsdiskar AAAAAAAAAAAAAAA Bremsuvökvi bón hreinsilögur ventlaslípi ventlamassi AAA iAAWAAAAAAl rafgeymar rafmagnsvír háspennuvír kertagúmmí DAGLEGA NÝJAR VÖRUR Egill Vilhjálmsson hf. Laugavegi 118. — Sími 22240 Sendiráð Band aríkjanna vill selja nokkrar notaðar RITVÉLAR (Royal Underwood og Remington Rand) E i n n i g ÞVOTTAVÉL og ÞURRKARAR (Westhinghouse) Til sýnis í sendiráðinu frá kl. 1—6 e.h. n.k. miðvikud. og fimmtud. Tekið verður við tilboðum til 29. okt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.