Morgunblaðið - 17.11.1959, Page 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Þrlðjudagur 17. n<5v. 1959
l?<eff um fríverzlun og
fríhöfn á íslandi
Fundur Félags íslenzkra stórkaupmanna
Ríkisútvarpið gengst fyrir
Handel hljómleikum í kvöld
200 ára dánarminning hins mikla
tónskálds
ÞEGAR þýzka tónskáldið Georg
Friedrich Hándel dó í London
14. apríl 1759, nú fyrir rúmum
200 árum, sögðu eftirmæli um
hann:
„Hann var ekki annan daginn
harðstjóri og hinn daginn þræll,
ekki sitt á hvað: umvandari eða
smjaðrari. Sjálfstæði sínu hélt
hann óskertu, þegar aðrir hefðu
gengizt upp við að vera þýlynd-
ir. Hann var gjafmildur, líka
þegar efni hans voru af skornum
skammti“.
Þessar óhagganlegu lyndiseink
txnnir Hándels, samfara hug-
myndaauðlegð, traustri þekk-
ingu og þrjózkufullri atorku,
gerðu hann í sögu Evrópu að
fyrsta tónskáldi, sem spannaði
allan heiminn. Hann er fyrsti
„universalisti“ tónlistarinnar,
eins og síðar einnig Beethoven,
og lyftir þar með, ásamt Bach,
barok-stefnunni á hæsta stig
heimsviðurkenningar.
Þetta stórvirki vinnur Hándel
með svo fábrotnum listgripum,
að undrun sætir. Allar ítalskar
óperur hans, 39 að tölu, bera þess
ljósan vott, að nýjungar leynast
þar fáar, en formið er allt hnit-
miðað og samþjappað, einskis er
vant og engu ofaukið.
Með óratóríum sínum varð
Hándel vinsælasti kompónisti
Englands, en í London var hann
búsettur í 48 ár samfleytt. Minna
má á Messías og Júdas Makka-
beus. Hér skirrist hann ekki við
að taka algengustu alþýðustef til
meðferðar, jafnvel brot úr götu-
vísum iðnsveina. — Þannig er
músík Hándels heimsmál, sem
öllum er skiljanlegt. Það er ofur
einfalt mál, en sterkt í sniðum,
skýrt og gagnhugsað. Þetta vissi
Beethoven manna bezt, er hann
sagði:
„Hándel skarar fram úr öllum.
Hann er meistari meistaranna.
Leitið hans og lærið að skrifa
stórfenglega á óbrotinn hátt“.
Og þessi orð eiga enn erindi
til nútímans, sem er að glata
sjálfum sér í gönuhlaupum eftir
oft og einatt fánýtum og form-
lausum nýstárleik. Óslökkvandi
lífsþróttur Hándels er enn óbrost
inn. —
Hljómleikarnir í Dómkirkj-
unni, sem haldnir verða í kvöld,
þriðjudag kl. 9, á vegum Ríkis-
útvarpsins, gefa góða mynd af
þessum krafti og hugarfjöri
Hándels. Þar verða fluttir þrír
konsertar barok-meistarans,
óperuforleikur og tvær óperu-
og óratoríu-aríur.
Hans Antolitsch stjórnar
Hljómsveit ríkisútvarpsins í öll-
um viðfangsefnum, en Páll Isólfs-
son minnist 200. ártíðar Hándels
með ávarpi og leikur einnig sóló-
hlutverkið í orgelkonsert í B-
dúr op. 4. Þá spilar Jón Sen ein-
leik á bratz í h-moll-konsert
Hándels og Kristinn Hallsson
syngur hinar kunnu aríur úr
óperunni Xerxes, Largo, og óra-
tóríunni Messías, Hví æða þjóð-
irnar?
Hljómleikarnir hefjast á óperu-
forleiknum Agrippina, sem
Hándel samdi 25 ára gamall í
um málið
LAUGARDAGINN 14. nðv. sl.
var haldinn almennur félags-
fundur í Félagi íslenzkra stór-
kaupmanna, sem byrjaði með
borðhaldi í Tjarnarcafé.
Fundurinn hófst með ávarpi
formanns félagsins, Kristjáns G.
Gíslason. Skýrði hann meðal
annars nokkuð frá stjórnarstörf-
um frá því er síðasti aðalfundur
var haldinn. Bað hann síðar Egil
Guttormsson um að taka við
fundarstjórn.
Þá flutti dr. Jóhannes Nordal,
bankastjóri, erindi um hin nýju
viðhorf, er skapazt hafa í frí-
verzlunarmálum Evrópu og áhrif
þeirra á að stöðu íslands og svar-
aði síðan fyrirspurnum. Mun er-
indi bankastjórans rakið nokkuð
hér á eftir.
Viðhorfin í fríverzlunarmálum
Evrópu
í upphafi máls síns minntist
Jóhannes Nordal á það, að nú
væri um það bil or liðið siðan
slitnaði upp úr viðræðum um
Friverzlunarsvæði Evrópu. Hefðu
þar rekizt á hagsmunir landanna
sex, er stóðu að hinum sameigin-
Venezia. Þessi ópera var hans
fyrsta frægðarafrek. Og að lok-
um leikur hljómsveitin 5. Con-
certo grosso op. 6 í D-dúr.
Nútíminn gerir æ meira til
þess að vekja verk Hándels úr
gleymsku. JVÍerkasta framlagið
mun vera Hándel-félagið í fæð-
ingarborginni, Halle. Það gengst
síðan 1952 árlega fyrir miklum
Hándel-hátíðahöldum þar í borg.
Það er því mikið fagnaðarefni,
að Ríkisútvarpið skuli efna til
sérstakra Hándel-hljómleika á
þessu minningarári og heiðra
þannig það tónskáld í Evrópu,
sem á sínum tíma sameinaði það
þrennt: að vera allra manna
stórbrotnastur, alþýðlegastur og
listfengastur.
Dr. H. H.
lega markaði, og annarra landa
innan Efnhagssamvinnustofnun-
ar Evrópu. Mest hefði þó staðið á
stóru þjóðunum, einkum Frökk-
um. Fljótlega eftir þetta var
farið að tala um, að löndin utan
sexveldasamtakanna (þ. e. hins
smeiginlega markaðar) þyrftu
eitthvað að gera til þess að vega
upp á móti þeim óhagstæðu á-
hrifum, er hann hefði á utanríkis-
viðskipti þeirra. Svíar munu
fyrstir hafa komið með ákveðnar
hugmyndir um stofnun fríverzl-
unarsvæðis í þessu skyni.
f sumar og haust hafa svo far-
ið fram í Svíþjóð viðræður sjö
ríkja um þetta mál. Þessi sjö ríki
eru Bretland, Svíþjóð, Danmörk,
Noregur, Austurríki, Sviss og
Portúgal. Utan við umræðurnar
stóðu, auk sexveldanna, fjögur
ríki innan Efnahagssamvinnu-
stofnunarinnar, þ. e. ísland, ír-
land, Grikkland og Tyrkland og
reyndar Spánn líka, sem nú er
orðinn aðili að Efnahagssam-
vinnustofnuninni. Þessi fjögur
ríki höfðu öll farið fram á, að fá
ýmsar undanþágur, þegar umræð
ur fóru fram um stóra fríverzlun-
arsvæðið, og löndunum sjö mun
hafa þótt iítill tími til stefnu og
því væri ekki hægt að hafa þessi
lönd með, a. m. k. í fyrstu. Finnar
fengu að hafa áheyrnarfulltrúa á
fundinum í Svíþjóð og virtust
hafa hug á einhvers konar aðild
að sjöveldabandalaginu, en nú
þegar það er að verða að veru-
leika, hafa Finnar ákveðið að
standa utan við að sinni.
Um áðurnefnd 4 lönd er það að
segja, að Grikkland og Tyrkland
hafa farið fram á að tengjast sex-
veldabandalaginu á einhvern hátt
og er líklegt að svo verði. írland
skiptir að langmestu leyti við
Bretland og nýtur sérstakra kjara
í þeim viðskiptum og því munu
írar hafa takmarkaðan áhuga á
að taka þátt í viðskiptabandalög-
um.
Eftir er þá aðeins ísland, sem
ekki er enn vitað hvaða stefnu
mun taka.
Vestur-Evrópa er þannig að
skiptast í tvær efnahagsdeildir.
Sjöveldabandalagið er fyrst og
skrifar úr.
dqgiega lifinu
]
• „Hotel De Gink“
Velvakanda hefur borizt eft-
irfarandi bréf frá stúlku á
Kef la víkurflug velli:
Kæri Velvakandi: Það hefur
mikið verið rætt um Kefla-
víkurflugvöll í íslenzkum dag-
blöðum undanfarnar vikur og
má vera að sumum þyki nóg
komið af því. Samt sem áður
langar mig til að bæta dálitlu
við þau skrif.
Eins og allir vita eru margir
fslendingar sem vinna hjá
hernum og miklum hluta
þeirra sér herinn fyrir hús-
næði. Staður sá, sem íslenzku
stúlkurnar búa, heitir Hotel
De Gink, og um þann stað lang
ar mig til að ræða.
Við erum milli 30—40 stúlk-
ur, sem búum þar. „Ginkur-
inn“, eins og hann er kallaður,
er staðsettur utan vallarins,
rétt hjá íslenzku lögreglustöð-
inni þannig að það er langt að
fara upp á völl og þó enn
lengra í Keflavík.
Nú eru vinnusamningar okk
ar þannig, að herinn er skyld-
aður að flytja okkur til og frá
vinnu sem þeir og gera, en —.
Við megum hvergi verzla inni
á vellinum að undanteknu því
að mega kaupa mat á Flug-
vallarhótelinu, en sá matur er
bæði dýr og vondur, og eins
megum við borða í einum her-
messanum, en sá staður er
langt út úr og ferðir þangað
óhægar fyrir okkur. Svo þar
af leiðandi þurfum við oft að
fara til Keflavíkur, bæði til
matarkaupa og ýmissa erinda,
t. d. í þvottahús, efnalaug, til
skósmiðs o. s. frv.
•^2^dmajerðir
Svo nú mætti ætla að ferðir
væru frá Hótel Gink niður í
Keflavík, en svo er ekki.
Annað hvort verðum við að
taka leigubíla, sem enginn hef-
ur efni á til lengdar, eða við
getum tekið áætlunarbílinn
upp á völl, bíðum þar í hálf-
tíma eftir bíl sem fer niður í
Keflavík, og ef við getum þá
lokið erindi okkar á 15 mínút-
um, náum við í bíl aftur upp
á völl, bíðum aftur í hálftíma
og fáum þá bíl niður á Gink.
Ef hins vegar við getum ekki
lokið erindi okkar á þessum 15
mínútum, verðum við að bíða
annan klukkutíma eftir ferð
upp á völl. Sem sagt, það tek-
ur okkur 2Vz tíma að komast
fram og til baka fyrir 15 min.
tíma til að verzla og verðum
við að skipta fjórum sinnum
um bíl.
• Nóg virðist a£ bílum
Sl. ár höfðu þeir ferðir beint
frá Ginknum í Keflavík, en
það var tekið af.
Eins er með ferðir frá Ginkn
um upp á völl. Það hefur verið
ein ferð á hverri klst, en nú
er verið að smáfækka þeim og
er ótrúlegt að það sé vegna
vöntunar á starfsfólki eða á bíl
um, þar sem nógir virðast vera
til að senda innan vallar, t. d.
fer bíll á hverri klst. út í svo-
kallað „Gek Reck“, en það er
staður þar sem fólk getur farið
á hjólaskauta, spilað tennis
o. s. frv., sem sagt eingöngu til
skemmtunar.
Ég vona að þú komir þessu
á framfæri fyrir okkur, það
virðist oft lagað ýmislegt eftir
að miimzt hefur verið á það í
blöðunum.
Virðingarfyllst,
„Stúlka á Kef la vikurf lugvelli".
fremst myndað til að ná sem bezt
um samningum við sexveldin, m.
a. til þess að mynda grundvöli-
inn að stærra fríverzlunarsvæði.
Engin líkindi virðast þó fyrir
því, að á næstunni takist að sam
eina þessi bandalög.
Þó að fslendingar verði ekki
þátttakendur í þessum bandalög-
um núna, þá þarf það ekki aS
hafa illar afleiðingar, þegar
yfir lengri tíma er litið. Aðal-
atriðið er, að nú sé notað tæki-
færið til þess að ráða fram úr
þeim efnahagsörðugleikum, sem
þjóðin á við að etja. Fyrst og
fremst þarf gengisskráningin að
verða raunhæf og jafnvægi að
komast á í viðskiptunum við út-
lönd. Án þessara aðgerða þýðir
ekki að hugsa til samstöðu með
þjóðum Vestur-Evrópu í við-
skiptamálum, en ef vel tekst til
ættum við ekki að þurfa að yera
lengi utan gátta.
Stofnsetning fríhafnar.
Síðasta atriðið á dagskránni
var erindi, er Gunnar Ásgeirs-
son stórkaupmaður flutti um
fríhöfn eða tollvörugeymslu, sem
lengi hefur verið unnið að, að
koma á fót hér á landi, m. a.
af Verzlunarráði íslands. Hefur
Gunnar átt sæti í stjórnskipaðri
nefnd, sem undanfarið hefur fjall
að um þetta mál. Skýrði hann
bæði hvemig málið stæði nú og
ræddi um hinn margvíslega hagn
að, sem hafa mætti af fríhöfn eða
tollvörugeymslu. í þessu sam-
bandi talaði hann um eftirfarandi
atriði:
Nauðsynlegt er að afla laga-
heimildar, þar sem ríkisvaldinu
yrði gert að útvega nauðsynlegt
húsnæði til starfrækslu toll-
geymslu, sem það ræki eða sem
það heimilaði einstaklingum, eða
félöug þeirra, að reka. SömU
leiðis kemur til mála að heimila
einstaklingum eða félögum þeirra
að eiga eða leigja húsnæði, sem
notað yrði sem tollgeymsla, er
gæti verið rekin af því opinbera
eða einstaklingum undir eftirliti
tollyfirvaldanna.
í hugtakinu tollvörugeymsla
yrði að felast möguleiki á „tran-
sitlager". — Hagnaðurinn gæli
komið fram á ýman hátt:
1) Innkaup gætu farið fram í
stærri stíl en verið hefur, en
það hefði í för með sér hag-
kvæmari kaup.
2) Innkaup í stærri stíl myndu
stuðla að þvi, að öruggari
birgðir væru til í landinu.
3) Tollvörugeymsla ætti að auka
möguleikana á að hagnýta
betur vöruskiptaverzlumna
við clearing-löndin.
4) Skipafloti landsmanna gæti
að miklu leyti flutt núverandi
erlend innkaup sín heim og
þannig flutt hingað þann verzl
unarágóða, sem er samfara
þessum viðskiptum. Sömu-
leiðis skapaði slík geymsla
möguleika til sölu á varningi
til erlendra skipa og flugvéla.
5) Sá möguleiki er og fyrir hendi,
að erlendir framleiðendur
vildu iga hér vörur í „kon-
signation". Væru slíkar vör-
ur þess vegna stöðugt fyrir
hendi, án þess að binda þyrftí
gjaldeyri í þeim langt fram 1
tímann. Myndi þetta og
minnka þörí fyrirtækja fyrir
rekstrarfé.
6) Ekki má gleyma því, að milli
landaflug til og frá landinu,
og ekki hvað sízt með við-
komu hér á landi, er mjög
mikið. Er ekki óeðlilegt að
gera ráð fyrir, að þessir flutn
ingar gætu orðið frekari
tekjulind en nú er, ef hægt
væri að selja millilandaflug-
vélum úr tollgeymslu ýmsar
neyzluvörur, sem vélar þess-
ar selja farþegunum.
Af þessari upptalningu er ljóst,
að mér er um mjög mikilvægt
mál að ræða, sem þyrfti að koma
sem fyrst til framkvæmda.
vk.