Alþýðublaðið - 06.11.1929, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.11.1929, Blaðsíða 4
4 s». ÞýÐUBLAÐfÐ Dýrf kveðin vfsa. Bragarhátturinn er Afdráttur (aldýr, vatnsfeld sléttubönd). H-ljóðin s-kælast; k-veikir k-völ k-víða r-ellin s-langa. Þessi vísa er um ellina og er þannig ort, að seinni parturinn kemur úr orðunum fyrir aftan böndin í fyrri partinum. Nú væri . gaman, að ungu hagyrðingamir vildu yrkja hliðstæða visu urp æskuna með sama bragarhætti. G. Erá Borgarnesi. FB., 6. nóv. Frá Borgarnesi er simað: Slátrun er nú að mestu lokið hér og mun hafa verið slátrað yfir 30 000 fjár. Uppmoksturinn við uppfylling- una hefir gengið nokkuð hægt vegna ógæfta. Sennilega yrði dýpkuninni lokið á tveimur til premur vikum, ef sæmilega viðr- aði. Uppfyllingunni er lokið beggja megin við brúna yfir Brákarsund og er nú unnið að sprengingum á eyjunni, þar sem vegurinn á að liggja að uppfyllingunni. Er vegarlagningin yfir eyjuna mjög erfið. Heiisufar er sæmilegt í hér- aðinu. Uftn ©|s weglm®. FRÓN í kvöld kl. 8 V*. Kosníng og innsetning embættismanna. Næturiæknir er i nótt Björn Gunnlaugsson, Laufásvegi 16, simi 325, Sjómannafélag Reykjavíkur heldur fund annað kvöld kl. 8 í alpýðuhúsinu Iðnó, uppi. Félagar!' Fjölmennið! Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum kl. 4 og 50 min. í dag og er logtíminn til kl. 7 V* i fvrramálið. Eftir pað er ljóstíminn frá kl. 4 og 20 mín, síðdegis til kl. 8 og 5 mín. að morgni fram til fimtudags í næstu viku. „Hrekkir Scapins1' verða leiknir í kvöld kl. 814. Málverkasýning a Akureyri. Frá Akureyri er FB. símað: Freymóður Jóhannesson hefir haft hér málverkasýningu. Var hún opin prjá daga. Um fimm hundruð manna sótti sýninguna og er það mesta aðsókn á mál- verkasýningu hér, sem dæmi eru til. Mesta athygli vakti málverk af Önnu Borg leikkonu. — Leik- ritið „Tveir heimar“ eftir Jón Björnsson verður sýnt um miðbik næstu viku. „Zeppelin greifi.“ Myndir af loftskipinu fræga geta menn séð í sýnikassa Al- þýðublaðsins. Hlutaveita verkakvennafélagsins „Fram- sóknar“ verður í K. R.-húsinu á sunnudaginn kemur. Á hlutavelt- una hefir nú þegar safnast mikið af góðum munum og er fullvíst, að þetta verður happadrjúg hlutavelta. Ágóðinn af henni rennur . í styrktarsjóð fé- lagsins. Allir þeir, sem ætla sér að gefa muni á hlutaveltuna og styrkja með því gott málefni, eru beðnir að koma þeim í K. R.- húsið kl. 2—6 á iaugardag. Hjónaefni. S. 1. laugardag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Svanlaug Pét- ursdóttir (Zóphóníassonar), Vega- mótastíg 7, og Ólafur Þórðarson, bóndi á Bjarnastöðum í Hvítár- síðu. Skipafréttir „Goðafoss“ koni í gærkveldi frá útlöndum. „ísland“ fer utan kl. 8 í kvöld. Hluíavelta Göðtemplara. í morgun höfðu ekki fleiri af happdrættismununum gengið út, heldur en saumavélin, sem frá vár skýrt í gær. Nr. á hinum vinningunum eru: 51 og 3932 tannlækningarnar (fyrir 100 kr. hvor) og 456 smálest af kolum. Munanna sé vitjað til Soffíu Heil- mann, Laufásvegi 52, sími 485. Farfuglafundur verður haldinn annað kvöld kl. 8V2 í Kaupþingssalnum í Eim- skipafélagshúsinu. Þar verður minst Jóns biskups Arasonar, sem hálshöggvinn var í Skálholti þenna dag 1550. Einnig verður skýrt frá ályktunum síðasta sam- bandsþings U. M. F. 1. viðvíkj- andi alþingishátíðinni og þátt- töku ungmennafélaga í henni. — Síðar á fundinum verður böggla- uppboð og fleira til skemtunar. — Allir ungmennafélagar, sem í borginni dvelja, eru velkomnir á fundinn. Lyftan verður í gangj til kl. 9, svo að enginn þarf að ganga stigana, nem nógu snemma kemur. Húsinu verður lokað kl. 10. Veðrlð. Kl. 8 í morgun var 4 stiga hiti til 1 stigs frost, 3 stiga hiti í Reykjavík. Útlit hér um síóðir í dag og nótt: Hvöss vestan- og norövestan-átt. Skúra- og élja- veður. — Hriðarveðtír á Vest- fjörðum og Norðurlandi. Merkileg erfðaskrá. Fyrir nokkru andaðist efnuð Stálskautar Og járnskautar, allar stærðir. Divanar til sölu með sér« stðku taskifærisverði. Grund» arstig 10, kjallaranum. Brauð frá Alþýðubrauðgerðinni eru seld á Laugavegi 23. Vald. Poulsen, Klappaistíg 29. SM 24 arta«ás ©r feesst Mnnið, að fjölbreyttasta úr- valiið af veggmyndum og apor- öskjurömmum en áFreyjugötu 11, slmi 2105. Sokkar. Sokkar. Sobkar frá prjónastofunni Malin eru ís- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. Mikil verðlækkun á gervitöraíB- um. — Til viðtals kl. 10—5, sím 447. Sophy Bjarnarson, Vestus- götu 1-7. Byiiingln í Rásslandi eftir Ste- fán Pétursson dr. pbil. „SmWur en ég nefndur“, eftir Upton Sinclair. Ragnar E. Kvaia* þýddi og skrifaði eftirmála. Kommúnista-ávarpid eftir Karl M&rx og Friedrich Engels. Bylting og thald úr „Bréfi tii Láru". kona, Ensom að nafni, í borg- inni Christchurch (Kristskirkju) á Nýja-Sjálandi. I erfðaskrá sinni gaf hún uppeldismálafélagi verkamanna þar í borg 500 pund sterling (meira en 10 þúsund krónur), sem skyldi sérstaklega varið til að koma á fót öflugrj kenslu í esperanto. Jafnframt setti hún það skilyrði, að þessj esperantokensla færi jafnan fram á þeim tíma árs, sem von væri um mesta áðsókn og mest not, án tillits til þess, hvort það félli saman við venjulegan skólatíma, Skrífstofa mæðrastyrksnefndar- innar er opnuð aftur. Hún er í Guð- skepifélagshúsinu uppi, opin kl. 4—6 virka daga. Nefndin vinnur að því að safna upplýsingum, sem komið geti að haldi til þess að knýja fram löggjöf um mæðrastyrki og ekknastyrki, svo að einstæðiar mæður þurfi ekkj að fara á vonarvöl með börn sín. Hefir nefndin þegar fengið upplýsingar víðs vegar að af landinu og er nú að safna þeim hér í Reykjavík. Einnig gefur hún einstæðum mæírum, sem til hennar leita, ýmsar leiðbeiningar, lögfræðilegar upplýsingar o. s, frv., svo sem kostur er á. MUNIÐ: Ef vkkur vanÉar hás- gögn Dý og vðnduð — einoig noteð — þá kotaið á fornsðlom. V&tusstíg 3, sliai 1738. m Síl¥®FfIS|ÍiS 8, SlMl 1284* ftsSsar að séir al<fi koisai' fs3iklí’a?iti£pL:oai» ts.fs, kvo 8<6>n bréS, SdfíJifi'iáfirm kvittanir o. «. ©g sí* vicr.nató lljistl og vid réttu vorði Veírarfrakkar, fjölbreyttastir, beztir, ódýrastir. S. Jóhaimesdóttiir, Soffíubúð, Autturstræti, (bdöt á möti Landsba»vkanumþ ^erzlið yið 'y'ikar. Vörur Við Vægu Verði. Vetrarkápnr, i tm | Hápnkantar Telpakjálar frá 5 kr. stk. allskonar o. m. 11. i 5 MaitMMnr liemsdóttir, Laugavegi 23. Ritstíóri og ábyrgðarmaðw 1 Haraldur Gmftmundsson. AJ&ýttapa&afenig^Btt a

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.