Morgunblaðið - 20.12.1959, Page 1

Morgunblaðið - 20.12.1959, Page 1
46. 48 síður, Cuðmundur í. Cuðmundsson kominn heim; Engar tillögur í landhelgisdeilunni Fréttamabur Mbl. ræð/V v/ð rdð- herrann um land- fie/g/, Lloyd, leynd- armál og varnir Islands GUÐMUNDUR í. Guðmunds- son, utanríkisráðherra, kom í gær heim af ráðherrafundi Ræddi við Selwyn Lloyd f upphafi samtalsins var hann minntur á þær fregnir, sem hing- að hafa borizt, um „bráðabirgða- samkomulag í landhelgisdeil- unni“ milli Breta og íslendinga: — Já, ég sá þessar fregnir í brezkum blöðum í Glasgow, sagði Guðm. í. Guðmundsson hinn ró- legasti. — En hafið þér þá heyrt, að brezkir togaraeigendur með sir Farndale Phillips í fararbroddi, hafi hafnað tillögunni um bráða- birgðasamkomulag? — Nei, það hef ég ekki heyrt, Framh. á bls. 23. Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra er formaður stjórnar Sogsvirkjunarinnar. — Hér er ráðherrann að setja af stað vélasamstæðuna í Efra Sogsstöðinni í gærdag. — Sjá bls. 24. — NATO, sem haldinn var í Par- ís. í för með ráðherranum var kona hans. Þegar ráðherra- hjónin stigu út úr vél Flug- Guðmundur f. Guðmundsson, utanríkisráðherra, talar við fréttamenn í gær. félags fslands, sem kom frá Glasgow um fimmleytið, var Hendrik Sv. Björnsson ráðu- neytisstjóri þar fyrir til að taka á móti þeim, ásamt fréttamönnum frá útvarpinu og Morgunblaðinu. Fréttamennirnir báðu um að fá samtal við utanríkisráðherra og var það auðsótt mál. Fyrst þurfti ráðherrann að tala við ráðuneytisstjórann, og ræddust þeir við nokkra stund í einu af skrifstofuherbergjunum í af- greiðslu Flugfélagsins. Að fundi þeirra loknum, kom ráðherrann fram og sagði við blaðamennina: — Má ég bjóða ykkur hér inn, þó ég ráði ekki húsum hér? Síð- an settist hann upp á eitt borðið, kveikti í sinni pípu og kvaðst reiðubúinn að svara þeim spum- ingum, sem fyrir hann yrðu lagðar. Víðtækasta gjaldeyrissvika- Taumlaus fégræðgi og spilling olíufélaga SÍS ENDA þótt því fari víðs fjarri, að lokið sé rannsókn olíumálsins á Keflavíkurflugvelli, er það nú ljóst orðið, að olíufélög SÍS, Hið íslenzka steinolíuhlutafélag og Olíufélagið hf., hafa gerzt sek um víðtækustu gjaldeyrissvik og tollsvik, sem um getur hérlendis. Frá fyrsta þætti þessa lineykslismáls var skýrt í fréttatilkynningu frá rannsóknardómurum málsins hinn 30. október sl. Var þar m. a. skýrt frá því, að þá þegar lægi fyrir fyllilega sannað að HÍS og Olíufélagið hf. hafi heimildarlaust komið sér undan tollgreiðslum á milljóna innflutningi. VlÐTÆK TOLLSVIK 1 þessari fréttatilkynningu er frá því skýrt, að olíufélögin hafi meðal annars komið sér undan tollagreiðslu á eftirfarandi vör- um: ýmis önnur tæki án þess að fá innflutningsleyfi eða greiða af þeim tolla. Gefnar höfðu verið rangar skýrslur varð- andi innflutningsleyfi fyrir ýmiss konar tæki. FRÉTTATILKYNNING NR. 2 1 fyrradag gefa svo rannsókn- ardómarar olíumálsins út nýja fréttatilkynningu um annan þátt rannsókna sinna. Sá þáttur snýst fyrst og fremst um rannsókn á gjaldeyrissvindli olíufélaga SlS á undanförnum árum. Þessi skýrsla sýnir m. a. þetta: HINN LEYNILEGI REIKNINGUR 1) Á árunum 1953 til 1958 hafa oluífélögin stundað stór- felld gjaldeyrissvik. Stofnað- ur ersérstakur leynireikningur í Bandaríkjunum, sem samtals eru Iagðir inn á 216 þúsund dollarar. Á árinu 1953 til maí 1957 voru lagðir reglulega á mánuði 4000 dollarar inn á þennan reikning, eða samtals 192 þúsund dollarar. Greiðsl- ur þessar leggjast niður um eins árs skeið, en hefjast aft- ur í júlí 1958 og héldust út það ár. Greiðslur þessa árs námu samtals 24 þúsund doll- urum, en þær voru færðar til baka á reikningnum í janúar 1959, eftir að dómsrannsókn málsins var hafin. TVEIR REIKNINGAR ÚTBÚNIR 2) Til þess að dylja gjald- eyrissvikin voru útbúnir tveir reikningar. Annar þeirra var 4000 dollurum lægri en hinn, og fór hann í bókhald HÍS. Hinn var sendur til innheimtu í Washington og dollararnir síðan lagðir á hinn leynilcga reikning, sem haldið var vendi Framh. á bls. 2 „Þrjár benzínafgreiðslu-bifreið ir, 11 tengivagnar til afgreiðslu smurningsolíu o. fl. til flugvéla, 20 dælur til afgreiðslu á mótor- bensíni, 19 dælur til afgreiðslu á flugvélaeldsneyti og tvær loft- dælur ásamt mælum. Ennfremur stálpípur, ventlar, lokur, rennslis mælir, slöngur og fleira í neðan- jarðarleiðslukerfi HÍS, vegna flugafgreiðslunnar á Keflavíkur- flugvelli, svo og varahlutir 1 bensíndælur og bifyeiðir, dekka- viðgerðarefni, pípulagningarefni allskonar, krossviður, gólfflísar, 216.703 pund af frostlegi, 350 tunnur af terpentínu, 52.203 pund af ísvarnarefni og jafnvel áfengi“. Þannig var að orði komizt í fréttatilkynningu rannsóknardóm ara olíuhneykslisins hinn 30. okt. sl. Innkaupsverð á meginhluta þessa varnings, sem talinn var upp, er rúmlega 2 millj. og 100 þús. kr. Ekki hafa þó verið reikn- uð innflutningsgjöld af þessum innflutningi. 1 skýrslu rannsóknardómar anna kom það einnig fram, að Olíufélagið hafði flutt inn Fundur æðstu manna austurs og vesturs í apríllok PARÍS, 19. des. Reuter. — Leið- togar f jórveldanna sem hófu ráð- stefnu sína í Paris í morgun á- kváðu í dag að leggja til, að fundur æðstu manna austurs og vesturs verði haldinn í lok apríl- mánaðar. Formælandi leiðtog- anna sagði fréttamönnum, að þeir hefðu allir orðið sammála um þetta. Hins vegar hefði ekki enn verið ákveðið hvaða dag fund- urinn skyldi haldinn, en það yrði gert áður en Krúsjeff yrði send orðsending um ákvörðunina. Leiðtogarnir ræddust við rúma tvo tíma í morgun, og var ákveð- ið að halda annan fund eftir hádegið. Itáðstefnan stendur yfh- í þrjá daga. Þá er haft fyrir satt, að leið- togarnir hafi orðið ásáttir um að sömu ríki skyldu sitja ráðstefnu austurs og vesturs og sátu sams konar ráðstefnu í Genf árið 1955, þ. e. a. s. Bamdaríkin, Bretland, Frakkland og Sovétríkin. Þegar Adenauer fór úr fundarsalnum í morgun, kvaðst hann vera á- nægður með málalokin. Hann mun ekki sitja ráðstefnu aust- urs og vesturs, enda þótt tvö af höfuðmálum hennar verði samein ing Þýzkalands og Berlínarvanda- málið. Opinskáar viðræður Strax eftir fund fjórmenning- anna í morgun átti Eisenhower klukkustundar viðræður við de Gaulle forseta. Blaðafulltrúi Eis- enhowers sagði að viðræðurnar hefðu verið „opinskáar og vin- samlegar". Þær snerust einkum um deilur Frakka og Bandaríkja- manna til Alsírmálsins hjá Sam- einuðu þjóðunum. Eisenhower studdi NATO-sjónarmiðin Blaðafulltrúinn sagði ennfrem ur að viðræður fjórmenninganna í morgun hefðu fyrst og fremst snúizt um Berlín, Þýzkaland og afvopnunarmálin í heild. Það er haft fyrir satt að í viðræðum sín- um við de Gaulle hafi Eisenhow- er lýst yfir fullum stuðningi við þau sjónarmið NATO-ríkjanna að sameina beri herafla bandalags- ins í Evrópu. Hins vegar á de Gaulle að hafa mótmælt því, að Frakkar tefðu fyrir hernaðarlegri uppbyggingu bandalagsins. Fund þeirra Eisenhowers og de Gaulles sátu ekki aðrir en túlk- ar þeirra. Eftir fund þeirra forsetanna sátu þeir hádegisverðarboð ásamt Macmillan, Adenauer og utan- ríkisráðherrum fjórveldanna, þeim Herter, Lloyd, de Murville og von Brentano.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.