Morgunblaðið - 20.12.1959, Síða 3

Morgunblaðið - 20.12.1959, Síða 3
Sunnudagur 20. des. 1959 MORGUNRLAÐ1Ð 3 Sr. Óskar J. Þorláksson: Ljósadýrðin í skammdeginu i. Jesus sagði: Ég er ljós heims- ins, hver sem íylgir mér mun ekki ganga í myrkrinu held- ur hafa ljós lífsins. (Jóh. 8.12) JÓLAUNDIRBÚNINGURINN ■tendur nú sem hæst og eru að- eins nokkrir dagar til jóla. Hvar sem vér lítum sjáum vér merki jólanna. Göturnar eru skreyttar með marglitum ljósum, jólatré hafa verið sett upp á torgum víðs vegar um bæinn, og búðarglugg- ar eru alls staðar uppljómaðir og margskonar varningur er á boðstóium. Vér gleymum skammdeginu í allri ljósadýrðinni. Stundum finnst oss að allur þessi jólaundir búningur snúist fullmikið um ver aldlega hluti. Margir eru kvíð- andi, að þeir hafi ekki nóg fjár- ráð til þess að fylgjast með tízk- unni, hvað snertir jólagjafir, því að nú er svo komið, að jólagjafir þykja ekki góðar, nema þær kosti töluvert og vandast málið fyrir þeim, sem lítið fé hafa handa i milli. Vér þyrftum að gera jólaundir- búninginn einfaldari en nú er, þvi margir eru svo þreyttir, eftir jólaannirnar, einkum húsmæð- urnar, að þær njóta varla jólanna, þegar þau koma. Jólin eru í raun og veru hátíð hinnar einföldu barnslegu gleði, og áreiðanlega njóta menn jói- anna bezt, þar sem þau eru hald- in á einfaldan hátt, og þar sem lögð er áherzla á það að sjálfur boðskapur jólanna nái til manns- hjartans. Jólin eiga að vera heimilishá- tíð, þar sem allir sameinist í því að gera hátíðina ánægjulega fyr- ir alla á heimilinu. Því miður vill það oft við brenna, að t. d. áfeng- isnautn einstakra heimilismanna um jólin, hefur orðið til þess að eyðileggja heimilisgleðina og varpa skugga á jólahátíðina. Þeir sem áfengis neyta, ættu, að minnsta kosti, að láta það vera um jólin og hugsa meira um á- nægju heimilisins en sína eigin stundargleði. II. Hin mikla ljósadýrð í sam- bandi við jólin gæti verið tákn- ræn fyrir boðskap jólanna. Við rekum burt myrkrið með því að kveikja æ fleiri og fleiri Ijós, og skammdegið leggur- á flótta. Lengi vel var kuldinn og myrkrið versti óvinur íslenzku þjóðarinn- ar, en nú er svo komið, að fólk í kaupstöðum, að minnsta kosti, þekkir varla kulda né myrkur. En vér þekkjum ýmis vanda- mál, sem fylgja mannlífinu, og því er ekki að neita, að mörg af þessum vandamálum varpa skuggum yfir lífið og inn í sálir einstaklinganna. Það eru því mið- ur ekki allir, sem geta tekið á móti jólunum með gleði í hjarta, það er eins og þeir finni meira til erfiðleikanna, þegar allt er upp- Jjómað af jólabirtu. Þá er gott að hugsa um orð Jesu sjálfs: Ég er ljós heimsins, hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa Ijós lífsins." Vér eigum umfram allt, að opna sálir vorar fyrir þessari birtu, þá munu dapurlegar hugsanir hverfa úr sál vorri, og vér munum smám saman komast að raun um að hinn sanni tilgangur lífsins er að elska Guð og þjóna honum. í ljósadýrð skammdegisins end urspeglast raunverulega sá heim- ur, sem vér þráum, heimur birtu, gleði og friðar, og þess kærleika, sem einn megnar að græða mein mannlífsins. En þegar vér búum oss undir jólin, megum vér gjarnan minn- ast þess, að til þess að skapa bjartari og betri heim verðum véi sjálf að leggja eitthvað af mörk- um, — já, það bezta, sem vér eig- um til. Áður fyrr var það siður, að hver heimilismaður fékk, að minnsta kosti, eina jólagjöf, það var jólakerti. Venjulegast var ekki of mikil birta í gömlu bað- stofunum, en þegar allir heimilis- menn kveiktu á kertunum sínum á jólanótt, þá varð svo bjart í baðstofunni, að hún varð eins og töfrahöllin í ævintýrunum, og ennþá eru gömlu fólki þessar minningar alveg ógleymanlegar. Ef vér högum vorum jóla- undirbúningi þannig, að vér get- um lagt af mörkum eitthvað gott til jólagleðinnar á heimilum vor- um og félagslífi, þá verður hátíð- in oss til gleði og uppbyggingar, þá eignumst vér minningar, sem verma hjörtum þegar árin líða. Ó. J. Þ. Rabbað við dr PALL ISÖLFSSON I MORGUNLEIKFIMI NÚ ERU stóru brandajól og margar messur í Dómkirjunni, eins og í öðrum kirkjum lands ins: — Páll þarf líklega að spila mikið á næstunni, sagði einn af blaðamönnunum. Og þessi setning varð tilefni eft- irfarandi samtals, sem við átt- um við dr. Pál ísólfsson. Við fórum heim á Víðimel til hans í býtið í gær og þegar við kom um, sat hann þar og var að hlusta á morgunleikfimina. Ljósmyndarinn hitti hann einn ig í Dómkirkjunni, þar sem hann var að æfa með kórnum og eru báðar þessar myndir birtar með rabbinu. Þegar morgunleikfiminni var lokið. skutum við fyrstu spurning- unni að dr. Páli: —Er ekki mikið að gera hjá þér, núna fyrir jólin? — Ég hef alltaf mikið að gera, byrja daginn snemma, hlusta á andagtina í útvarpinu og morgunleikfimina og svo hefst vinnan. — Já, við sjáum að þú hlust ar á morgunleikfimina, en heyrðu: Tekurðu nokkurn tímann þátt í henni? .— Já, það geri ég. Ég sezt í þægilegasta stólinn, sem til er á heimilinu, og hlusta og sé í anda allt þetta spriklandi — Hvenær spilaðirðu fyrst á jólum? — Ég man það ekki ná- kvæmlega, en það var hjá föð ur mínum á Stokkseyri, þ.e.a. s. ég spilaði preludíu og post. ludíu. Annars hef ég senni- lega spilað á um það bil 40 jól- um. Þetta eru 21. jólin í Dóm- kirkjunni, og það er margs að minnast í löngu starfi. Ég um morgunleikfimi og jólamessurnar fólk og skemmti mér ágæt- lega. Leikfimin verður sál- ræn með þessari aðferð. En hér er allt sálrænt, eins og þið vitið. — En við ætluðum að spyrja þig um allar jólamessurnar. Þurfa þær ekki mikinn undir- búning? — Jú, vissulega. En dóm- kórinn er svo vel skipaður, að auðvelt er að æfa með honum og mjög ánægjulegt. minnist allra þeirra góðu söng bræðra og systra, sem horfn- ir eru. — En minnisstæðustu jólin hver eru þau? — Því er erfitt að svara. Máske eru það bernskujólin. Faðir minn tók mig ævinlega með sér á æfingar í Stokks- eyrarkirkju, þegar ég var barn. Söngurinn og ljósin í kristalsh j álmunum er u mér allt af minnisstæð. Þá var mikið músíklíf, bæði á Stokkseyri og Eyrarbakka. Jón föðurbróð ir minn var organleikari við Eyrarbakkakirkju og hann lét fyrstur allra syngja hina til- komumiklu hátíðasöngva séra Bjarna Þorsteinssonar. Síðan breiddust þeir út um allt land ið og eru nú sungnir víðast hvar. — Finnst þér jólin hafa breytzt mikið frá því þú varst drengur? — Já, jólin hafa fengið á sig allt annan svip upp á síð- kastið, en þau höfðu áður. Þá byrjuðu jólin á jólunum. Nú virðist mér þau byrja löngu fyrr með öllum jólaskreyting- unum og logandi jólatrjám um allan bæinn. Þetta finnst mér ekki gott, að vísu ekki af versta tagi, en þó slæmt, vegna þess að sjálf jólahelgin verður ekki sú sama og áður. Jólin hafa verið kölluð hátíð barnanna. Nú mætti eins vel kalla þau hátíð bókanna, allt snýst um bækur. En nú eru Brandajól og margar messur Framh. á bls. 22. DÓMKÓRINN — Fyrir miðju er Páll tsólfsson og Ragnar Björnsson aðstoðarorganleikari Dómkirkjunnar. —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.