Morgunblaðið - 20.12.1959, Page 13

Morgunblaðið - 20.12.1959, Page 13
Sunnudagur 20. des. 1959 MORCUNBLAÐ1Ð 13 una um ákvörðun verðs landbúnaðarvara. REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 19. des. Alvarlegt ágreiningsefni Málþófið á Alþingi á dögunum átti einkum rætur sínar að rekja til þess, að forystumenn Fram- sóknar vildu umfram allt hindra, að Alþingi yrði frestað fyrir 15. desember. Þá áttu bráðabirgðalög in um verð landbúnaðarafurða að renna út og var þess vegna nauðsynlegt, að ný skipan þeirra mála yrði ákveðin ekki síðar en þá. Fyrirætlun Framsóknarbrodd anna var sú, að vekja og viðhalda á Alþingi þvílíkum óróa um mál- ið, að lausn yrði erfið. Mikill hluti ræðuhalda þeirra í málþóf- inu fjallaði um þessi efni og var lagt á það höfuðkapp að koma illu til leiðar, ala á tortryggni og reyna að espa til sundrungar á milli Sjálfstæðismanna og Al- þýðuflokks. Hér var um að ræða aðalá- greiningsefni hinna tveggja stjórnarflokka, og vonuðu Fram- sóknarforingjarnir, að þeim tæk- ist að magna það ósamkomulag svo, að stjórninni yrði að falli. Þeir skeyttu þá engu um, þó að slík sundrung og illindi bitnaði á bændum eða neytendum eða hvorum tveggja. Hitt réði öllu í hugum þeirra, að blása ágreining inn sem mest upp. Þeir létu m. a. stöðug svikabrigsl dynja á Sjálf- stæðismönnum í þeirri fáfengi- legu trú, að á þann veg yrði eðlilegir samningar um málið tor- veldaðir. Farsæl lausn Sj álfstæðismenn létu þessar að- farir Framsóknar ekki á sig fá. Þeir hirtu meira um að leysa sjálfan vandann, en taka þátt í deilum, sem hlutu að auka hann í stað þess að minnka. Sjálfstæð- ismenn og Alþýðuflokksmenn voru staðráðnir í því að beita sér fyrir þeirri lausn, sem báðir gætu staðið að, án þess að brjóta á móti yfirlýsingu msínum og sann- færingu. Lausnin fékkst með samningum milli framleiðenda og neytenda, sem efnt var til af rík- isstjórninni og voru þeir staðfest- ir með nýjum bráðabirgðalögum hinn 15. desember. Bráðabirgðalögiii nýju í málj#fsræðum sínum á Al- þingi fjölyrtu Framsóknarmenn um það, hvílíkt stjórnarfars- hneyksli það væri, ef ríkisstjórn- in gæfi út ný bráðabirgðalög til lausnar málinu. Engin áhrif hafði á æsing þeirra og stóryrði, þó að sýnt væri fram á, að því- lík útgáfa bráðabirgðalaga í þing- hléi væri tvímælalaust heimil og einmitt þeir Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson hefðu á sín- um tíma haft forystu um slíka lagaútgáfu. Þá höfðu þessir tveir heiðursmenn einnig áður fyrri gert sér leik að því, að gefa út bráðabirgðalög, einmitt um verð- lag bæði kjöts og mjólkur jafnvel þó að meginákvæði mjólkurlag- anna ættu ekki að ganga í gildi fyrr en löngu eftir að Alþingi væri saman komið! Stóryrði Framsóknar-broddanna urðu að- eins þeim mun ofsalegri sem bet- ur var sýnt fram á ósamkvæmn- ina í málflutningi þeirra. Há- marki náði hringsnúningur þeirra þó, þegar bráðabirgðalögin voru út gefin hinn 15. desember, því að þá fagnaði Tíminn þeim sem mikl um sigri sínum!- Loforð efnd Mátti þar um segja að á skammri stund skipast veður í lofti. En þá viðurkenndi Tíminn að vísu einnig, að Sjálfstæðis- menn hefðu staðið við allar yfir- lýsingar sínar og loforð til bænda! öll svikabrigsl Framsókn ar reyndust sem sé ástæðulaus, strax og á reyndi. En í stað þess að biðja afsökunar og láta sér hóflegar en áður, þá lét Tíminn svo sem hann hefði mikinn sigur unnið með þessu! Sjálfstæðismenn láta glamur Tímans nú eins og svikabrigslin áður sem vind um eyru þjóta. Fyrir þeim vakti frá upphafi það að finna farsæla lausn þessa mikla vandamáls. Það hefur nú tekizt, þrátt fyrir öll brigslyrði og bægslagang Framsóknar. Bezta sönnun þess að vel hafi tekizt er, að eftir á þakka allir sér lausnina og telja, að með henni hafi sinn málstaður sigrað. Sannleikurinn er auðvitað sá, að ríkisstjórnin veitti happasæla for ystu og lagði landbúnaðarráð- herra, Ingólfur Jónsson, með eðl- legum hætti, mest til mála. Full- trúar bænda og neytenda sýndu hins vegar mikinn samningsvilja | og þroska, sem er sæmdarauki | öllum, er nærri komu og gott lögðu til mála. Ný og betri skipan í hverju er fólgin hin nýja skipan, sem allir segjast nú vera ánægðir með? Eins og menn muna skarst í odda um ákvörðun landbúnaðar- vöruverðsins á sl. hausti vegna • ósamkomulags neytenda og fram leiðenda um heimild framleið- enda til þess að leggja uppbætur á útfluttar afurðir ofan á verð til neytenda innanlands. Um þetta hafði lengi verið deilt, en upp úr blossaði haustið 1958. Neytendur töldu óheimilt að á- kveða verðlagið innanlands með þessum hætti, en bændur töldu sig eiga ótvíræðan rétt til þess. Urðu úr þessu málaferli, sem lykt aði fyrir báðum dómstigum á þann veg, að málstaður bænda varð ofan á. Sameiginleg hætta Án tillits til gildandi lagabók- stafs var hér um flókíð mál að ræða. Ef bændur höfðu ekki þenn an rétt, var að engu gert fyrir- mælið, sem gilt hefur frá 1943 um, að þeir ættu að hafa sam- bærileg kjör við aðrar stéttir, svo sem nánar var til tekið. Hins vegar var hættan á því, að land- búnaðurinn yrði um of byggður upp á gersamlega óarðbærum út- flutningi landbúnaðarvara. Af því gat leitt að of miklar byrðir yrðu lagðar á neytendur innan- lands, enda hlaut þunginn af þeim að leggjast þyngst á þá, sem sízt gætu undir þeim staðið, svo sem barnmargar fjölskyldur. í slíku fyrirkomulagi var fólgin mikil hætta, bæði fyrir neytend- ur og bændur. Yfirvofandi var, að allt verðlagskerfið hryndi til grunna. Einnig varð að hafa í huga, að viss framleiðsla, umfram þarfir innanlandsmarkaðar, er neytendum ekki síður nauðsyn- leg en bændum. Ella gat svo far- ið, að bændur fullnægðu ekki neyzluþörf, einkum á mjólk, nema í beztu árum. Bæði bænd- um og neytendum var þess vegna brýn nauðsyn á að úr þessu vanda máli væri leyst. EðlUeg fram- leiðsluaukning tryggð Málið tókst að leysa á þann veg, að ríkið tæki að sér að greiða útflutningsbætur, er tryggðu bændum sambærilegt verð og á innanlandsmarkaði er, þó með því fororði, að verðmæti útflutnings yrði aldrei meira en 10% af því, sem bændur hverju sinni fá fyrir það, sem selt er innanlands. Með þessu er tryggt, að ef bændur vilja auka fram- leiðslu sína meira en þessu nem- ur, þá gera þeir það á sína eigin áhættu. Greiðslur til þeirra fara því ekki úr góðu hófi, heldur svara til þess, að eðlilegur vöxt- ur landbúnaðarframleiðslu eigi sér stað, og tryggt sé, að nægi- legt verði framleitt af landbún- aðarvörum fyrir landsfólkið sjálft. Teknanna til að standa undir þessum greiðslum er og ekki lengur aflað með því, að stærstu heimilin, þau sem erfið- ast eiga, þurfi að greiða mest, heldur verður fjárins aflað af al- mennum tekjum ríkisins. Byrð- inni er því mun réttlátari jafnað niður en verið hefur hingað til. Enginn efi er á því, að þessi skipan er betri fyrir alla í senn, þjóðarheildina og báða aðila, en sú sem gilt hefur, og er ánægju- legt, að eftir á skuli allir vilja við hana una. Dreifingar- kostnaðurinn Þá ber ekki síður að fagna því, að nú skuli allir vera ásáttir um þá aðild, sem neytendur hafa feng ið um ákvörðun dreifingarkostn- aðar á landbúnaðarvörum. Hing- að til hefur ákvörðunarvaldið um þetta algerléga verið í höndum framleiðenda. Þetta hefði staðizt, ef framleiðendur sjálfir hefðu átt að bera þennan kostnað. En ákvæði laganna voru þvert á móti á þá leið, að neytendur urðu að greiða þennan kostnað. Þeg- ar af þeirri ástæðu var það mjög lagað til þess að vekja tortryggni, að neytendur máttu þarna hvergi nærri koma. Að vísu má deila um áhrifamátt venjulegs verðlags eftirlits. En hér er í raun og veru um einkasölu að ræða. Eft- ir atvikum er hún óhjákvæmi- leg, a. m .k. um verulegan hluta þessara vöru. Þess vegna var það gjörsamlega andstætt réttum rök um, að sá aðilinn, sem ekki átti sjálfur að bera kostnaðinn, tæki um hann ákvörðun, sem hinn er borga átti brúsann hefði ekkert um að segja. Misnotkun leiddi til réttarbóta Þetta braut ekki aðeins á móti eðli málsins, heldur var og kom- ið í ljós, að það leiddi til beinn- ar misbeitingar. Er þar skemmst að minnast viðskipta Kaupfélags Árnesinga og Mjólkurbús Flóa- manna, þeirra viðskipta, sem byggðu upp „stórveldið" á Sel- fossi, svo sem frægt er orðið. Þó að þessi þáttur málsins væri ekki hafður á oddi í sumar, er enginn efi á því, að hann átti ríkan hlut að því, að upp úr slitnaði milli fulltrúa neytenda og framleið- enda um verðlagninguna. í haust þegar bent var á þýðingu þessa atriðis hér í blaðinu, lét Tíminn svo sem um væri að ræða ofsókn á hendur bændum. Enda hefur hingað til ekki mátt heyrast á það minnzt, að koma þessu í rétt- látt horf. Nú tókst hins vegar að finna á þessu þá skipan, sem allir sættu sig við. Ef aðilar koma sér ekki saman, kemur ágreining- ur um þetta, eins og um verð- ákvörðunina að öðru leyti undir yfirdóm. Er það þá hlutlaus em- bættismaður, hagstofustjóri, sem úrslitavaldið hefur. Hér verður grundvallarbreyt- ing, sem mun eyða margháttaðri tortryggni og leiðir til hollari viðskiptahátta. Mikill sis;ur Deilan, sem endaði með þvl, að ekki var hægt að ákveða vöru- verðið með löglegum hætti á sl. hausti, átti sér að sjálfsögðu lang- an aðdraganda. Meinsemdir^ sjáls skipulagsins og misnotkun á því, hlutu að grafa um sig, ef ekki var við gert. Veldur hver á held- ur. Ekki er að efa, að fyrr en nú hefur verið reynt að ráða bót á þessum alvarlegu vanköntum. En hingað til hefur skort hyggilega forystu og víðsýni af hálfu ríkis- stjórnarinnar. Samningsaðilar hafa verið hinir sömu og nú. Breytingin, sem á er orðin, er að forystan í landbúnaðarmálum, sem lengst af hefur verið í hönd- um Framsóknar, er nú komin i hendur Sjálfstæðismanna. Þá tókst á skömmum tíma, jafnskjótt og tóm gafst til, að ráða fram úr vanda, sem áður hafði virzt óleysanlegur. Og lausnin tókst svo vel, að Tíminn á ekki nógu sterk orð til að lýsa því, hversu prýðilega hafi til tekizt. Skvald- ur Tímans um, að Framsókn beri þakkirnar, verður því broslegra, þegar allir sjá, að breytingin til bóta varð þá fyrst, þegar forystu Framsóknar naut ekki lengur við. Samningarvið j útvegsmenn Ánægjuefni er einnig, að rík- isstjórninni skuli hafa tekizt að ná samningum við útvegsmenn um, að þeir hefja útgerð án nokk- urrar stöðvunar, strax upp úr áramótum. Á Alþingi var það einkum Lúðvík Jósefsson, fyrr- verandi sjávarútvegsmálaráðhr., sem fjölyrti um, að stjórninni mundi verða þeir samningar mik- ill ásteitingarsteinn. Lúðvík fór ekki dult með það í útvarpsum- ræðunum á dögunum, hverjar vonir hann tengdi við það, að sú samningsgerð færi út um þúf_ ur. Þær vonir hans hafa nú brostið. Ekki verður um það deilt, að hvorttveggja, lausn deilunnar um verðákvörðun landbúnaðarvara og samningarnir við útvegsmenn, eru mikill sigur fyrir hina nýju ríkisstjórn. Stjórnarinnar bíða raunar meiri vandamál en þessi. En stjórnarandstæðingar höfðu ekki vit til að draga dul á hverjar vonir þeir bundu við það, að henni mundi mistakast í þeim. Kynni svo. að fara, að fleiri hrak- spár stjórnarandstæðinga reynd- ust á sama veg. Meginvandimi eftir Meginvandi efnahagsmálanna er enn óleystur. Stjórnin situr nú með sérfræðingum daglega við það að kanna þau mál öll og und- irbúa tillögur sínar. Þar sem ella ríður mest á því, að menn geri sér fyrst grein fyrir, í hverju vandinn er fólginn. Síðan verð- ur að athuga til hlítar, hvaða úr- ræði komi til greina. Þá verður að bera hin mismuriandi úrræði saman, og loks velja þau, sem hagkvæmust eru fyrir almenning og þjóðarheildina. Þar verður að hafa tvennt í huga, annars veg- ar að jafna byrðum sem réttlát- legast niður og skapa mestar lík- ur fyrir, að hagsæld almennings geti vaxið til frambúðar. Hér er talað um það, að byrð- um þurfi að jafna sem réttlátast niður. Það kemur af því, að allir vita, hvernig sem þeir láta, að það er rétt, sem Þjóðviljinn sagði á dögunum, að „staðreyndir" eru, að íslendingar hafa undanfarin Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.