Morgunblaðið - 24.12.1959, Síða 2
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 24. des. 1959
Efni er m.a.:
BLAÐ I.
Forsíðumynd eftir Ólaf K. Magnússon ásamt jólasálmi eftir Matthías
Jochumsson.
Úr vöggukvæði, eftir Einar prest Sigurðsson í Eydölum.
Fagurt jólalag, útsett af Jóni Leifs.
Ágúst í Kansas, ferðaminningar eftir Valdimar Kristinsson, við-
skiptafræðing.
Fórn ástarinnar, smásága eftir Kelvin Lindemann.
Dagskrá útvarpsins um jólin.
Ritstjórnargreinin: Hátíð friðar og kærleika.
Utan úr heimi. Jól í öðrum löndum.
Almenn skoðun að á íslandi væri op niður til Vítis. Sigurður Bjarna-
son ræðir við Þórð Björnsson lögfræðing.
Eitthvað fyrir unglingana ( Björn Bjarnason og Markús Antonsson).
Ferðir strætisvagnanna um jólin.
Verðlaunakrossgáta Morgunblaðsins (Þorbjörn Guðmundsson).
; NA 15 hnúiar SV50hnútar Snjókoma 9 OSi V Skúrir lí Þrumur W.Zi KuUath'/ Hifcski! H HaS 1 L * LaqS |
Bls. 3
— 6:
— 8:
— 10:
— 11:
— 12:
— 13:
— 15
— 17
— 22
BLAÐ II.
Bls. 27: Um Eddukvæðin.
__ 29: Bréf til ungs skálds frá RUke (Hannes Pétursson).
__ 30: Sitthvað um háttatíma í Skotlandi — og whiskylyktina þar (Harald-
ur J. Hamar).
— 31: Samtal við Pétur Ottesen (Sverrir Þórðarson).
— 32: Var Mozart myrtur? (Haukur Eiríksson).
— 34: Ævintýrið Forarpollurinn og himinninn eftir Ingimar Erl. Sigurðsson.
— 34: Áhrifamikið listaverk.
— 36: Fréttagetraun 1959 (Sverrir Þórðarson og Þorsteinn Thorarensen.)
—_39: Kvennaþáttur og Úr kvikmyndaheiminum (Halldóra Gunnarsdóttir).
__ 41: Smásagan Huldumaðurinn eftir Ingimar Erl. Sigurðsson.
— 43: Bridgeþáttur (Axel Einarsson).
— 43: Frásöguþáttur eftir Guðm. L. Friðfinnsson.
—46: Lappnesk galdrasaga (Davíð Áskelsson).
— 47: Skákþáttur (Ingi R. Jóhannsson).
BLAÐ III. , , .
BIs. 50: Með Valtý Stefánss^ni á Möðruvöllum (Matthias Johannessen).
___ 53; Smásagan Baksvipur mannsins eftir Guðm. L. Friðfinnsson.
— 56: Ífígenía (Elín Pálmadóttir).
— 59: Bréf hundadagakóngsins. Samtal við Jóhannes Helga.
— 62: Þrautir og leikir.
Myndavélin bak
v/ð myndavélina
— Kvikmynd er Pétur RÖgnvaldsson
hér
synir
Pétur Rögnvaldsson, kvik-
myndaleikari (Peter Ronson),
kom til landsins kl. 7 í gærmorg
un. Er hann hér aðeins í jólafríi.
Tíðindamaður blaðsins náði
snöggvast tali af Pétri í gær-
kveldi og skýrði hann svo frá,
að kvikmynd sú, er hann lék í,
Leyndardómar Snaefellsjökuls
eða „í iðrum jarðar“, hefði verið
frumsýnd í Nassville á austur-
strönd Bandaríkjanna 4. des. s.l.,
en opnuð til sýningar um öll
Bandaríkin um miðjan mánuð-
inn. Þá er myndin einnig komin
til Lundúna og til S.-Afríku, en
hér á landi verður hún væntan-
lega ekki sýnd fyrr en næsta sum
ar. Mun Pétur verða viðstaddur
fyrstu sýningu hennar hér.
Hingað kom Pétur með kvik-
mynd, sem hann hefur tekið
vestra og kallar: Myndavélin
bak við myndavélina. Getur þar
að líta hin ýmsu tæknilegu atriði
í sambandi við tökuna á Leynd-
ardómum Snæfellsjökuls. Þessa
mynd miun Pétur sýna á Akur-
eyri 26. og 27. des., en síðan í
Keflavík, á Akranesi, Selfossi og
jólin
Miblur onnir við
jólnböggln
MIKLAR annir hafa verið und-
anfarna daga hjá póstafgreiðsl-
unum hér í bænum. Hefur böggla
póststofan lengur opið á kvöldin
en venja er til. Póstbögglasend-
ingunum virðist fjölga ár frá ári,
ekki aðeins héðan og út á land,
heldur og utan af landi hingað
til bæjarins. Einnig hefur mikið
póstmagn farið héðan til Þýzka-
lands og Bandaríkjanna nú fyrir
jólin.
Tollpóststofan fékk í fyrra-
kvöld 100 sékki frá Bretlandi og
Bandaríkjunum með flugvél. Var
verið að skoða þennan varning
í fyrrinótt og síðdegis í gær var
farið að vitja fyrstu sendinganna
og var áformað að hafa opið til
klukkan 7 í gærkvöldi til þess
að auðvelda fólki að nálgast
bögglana, að lokinni vinnu. —
Kenndi ýmissa grasa, svo sem
venja er til, þegar um jólasend-
ingar er að ræða, matvörur, leik-
föng, fatnaður og fleira.
um
loks í Reykjavík. Auk þess hef-
ur hann til sýnis filmur, sem not
aðar voru til að auglýsa Leynd-
ardóma Snæfellsjökuls.
Leyndardómar Snæfellsjökuls
fengu mjög góða dóma vestra að
því er Pétur tjáði okkur og eru
taldir miklir möguleikar á að
hún fái Oscarsverðlaunin fyrir
tæknilegu atriðin, sem þykja af-
bragð.
Pétur Rögnvaldsson mun
hverfa af landi aftur um 5. janú-
ar. Þá heldur hann til náms í
kvikmyndatækni og leiklist við
háskóla í Suður-Californíu, en
einnig mun hann þar vinna að
töku kvikmyndar frá S.-Californ
íu og Hollywood.
Veðurfregnir:
Stillt jólaveður
Á kortinu er merkt lægð-
armiðja 960 mb. skammt vest-
ur af Skotlandsströnd. Um-
hverfis hana er mjög víðáttu-
mikill vindsveipur, sem ræður
veðri á norðanverðu Atlants-
hafi og Vestur-Evrópu. Lægð-
in færist nú lítið úr stað og
fer heldur minnkandi og lítur
því út fyrir að veðurlag muni
haldast með svipuðu móti og
nú er hér á landi, a. m. k.
næstu tvo daga.
Hér á landi var hæg aust-
an átt og bjartviðri um allan
Suðvesturhluta landsins og
einnig í innsveitum á vestan-
verðu Norðurlandi, en á an-
nesjum Norðanlands og á
Austurlandi er skýjað loft
með 2—4 stiga hita og lítils-
háttar rigningu á stöku stað. •
Kl. 18 í gærkvöldi var kald-;
ast í Síðumúla og Blönduósi, S
5 stiga frost. 3 stiga frost var)
í Reykjavík. Hlýjast var á;
Hólum í Hornafirði, 6 stiga s
hiti. |
Um Bretlandseyjar og Frakk '
land mun verða vestlæg átts
með 7—9 stiga hita um jólin.)
í Danmörku og í Suður-Nor- |
egi mun verða SA-átt og þýð- s
viðri, en í Svíþjóð verður suð )
læg átt og hiti um frostmark. ■
Sumstaðar snjókoma um norð s
anveri lnndiðL Yfir Banda- S
ríkjunum og Kanada er mikið ■
háþrýstisvæði og kalt í veðri, (
t. d. norðanátt með 10—12 S
stiga frosti í New York og ■
nágrenni. (
Hvor verðn ship-
in n jólunum
ALLMARGIR sjómenn verða
fjarri heimilum sínum um jólin.
Fara hér á eftir upplýsirigar
skipafélaganna um ferðir skip-
anna.
Eimskipafélag Islands: Trölla-
foss, Dettifoss og Gullfoss verða
í Reykjavík, en Gullfoss fer á
II. jóladag til Hamborgar og
Kaupmannahafnar. Goðafoss er
væntanlegur á aðfangadags-
kvöld til Reykjavíkur, Lagarfoss
er á heimleið frá New York,
væntanlegur 30. des., Fjallfoss er
á leið til Liverpool, Reykjafoss
er í Rotterdam, Tungufoss í
Gautaborg eða á heimleið og Sel-
foss í Finnlandi eða Leningrad.
Skipadeild SÍS: — Dísarfell og
Litlafell verða í Reykjavík og
Hamrafell er væntanlegt á II.
jóladag. Jökulfell er á heimleið
frá Riga, en Helgafell, Hvassafell
og Arnarfell verða í siglingum.
Eimskipafélag Reykjavíkur: —
Askja verður í Reykjavík, en
Katla er á leið frá útlöndum til
Siglufjarðar og Akureyrar, vænt-
anleg mánudag, þriðjudag.
Jöklar: — Vatnajökull er á leið
frá Hull til Rostock, með við-
komu í Antwerpen, Drangajökull
verður í Haifa 27. des., Lang-
jökull er væntanlegur frá New
York 31. des.
Skipaútgerð ríkisins: — Öll
skipin verða í Reykjavík um
jólin nema Þyrill. —
Togararnir: — Samkvæmt
upplýsingum Togaraafgreiðslunn
ar, eru fjórir af átján Reykja-
víkurtogurum í höfn, þ. e. Hval-
fell, Askur, Neptúnus og Úranus.
Jólatrésskemmt-
un á Garði
ANNAN JÓLADAG verður hald
in jólatrésskemmtun að Gamla
Garði fyrir börn stúdenta og
yngri systkin. Skemmtunin hefst
klukkap 3 og stendur til klukkan
sex um eftirmiðdaginn. Margt
verður til skemmtunar, jólasvein
ar munu koma og skemmta börn-
unum með söng o. fl. Hljómsveit
mun leika jólalög. Stúdentar,
munið eftir jólatrésskemmtun-
inni að Gamla Garði á annan í
jólum og kómið með börnin
þangað.
Hvít jól á Húsavík, en
í Vestmanna-
rauð í
eyjum
í GÆR hafði Mbl. samband
við fréttamenn sína á Húsa-
vík og í Vestmannaeyjum og
spurði almæltra tíðinda, en þó
einkum um jólaveðrið og ann
að það sem viðkemur hátíð-
inni og hátíðaundirbúningi.
íslenzkt jólatré
Á Húsavík var sannkallað jóla
veður, að því er fréttaritari blaðs
ins tjáði. Hægviðri var á og fal-
lega hvítt yfir allt, því ljóst að
þar yrðu hvít jól. Fólk hefur
streymt til Húsavíkur undan-
farna daga til að halda jólin þar,
bæði skólafólk og annað fólk
þaðan, sem fer heim í jólaleyfi.
Á Húsavík hefur verið sett
upp íslenzkt jólatré eins og und
anfarin ár. Er það bílstjórafélag
staðarins, sem stendur fyrir
þessu jólatré, sem er gert úr sex
metra háu rekatré; sem einigrein
ar eru bundnar á. Var tréð ljós-
um prýtt og mjög fallegt á að
líta s. 1. mánudag, en þá féll mik
ill snjór í logni á Húsavík. Síð-
an hefur ekki snjóað þar og hiti
var við frostmark í gær.
Sá hvergi snjó
í Vestmannaeyjum var veður
yndislegt í gær, logn og heiður
himinn og hiti um eða undir frost
marki. Þar sá hvergi á hvítan díl
og rauð jól því fyrirsjáanleg. —
Jólaundirbúningur var í fullum
gangi í Eyjum, umferð mikil um
götur og líf í öllu.
Bæjarstjórnin hafði látið setja
upp jólatré á fimm til sex stöð-
um í bænum og voru þau fagur
lega skreytt.
Með nýja vél
frá Danmörku
NESKAUPSTAÐUR, 23. des. — Á
laugardagskvöldið kom v/b Gull-
faxi frá Sönderborg í Danmörku,
en þar var sett í hann ný 330
hestafla Völund-dieselvél. Gekk
báturinn tíu og hálfa mílu á heim
leiðinni. Skipstjóri á Gullfaxa er
Þorleifur Jónsson.
Veður hefur verið ágætt hér að
undanförnu, en í dag brá til Þýð-
viðris. Þó er enn snjór á jörðu.
— Fréttaritari.
Útvarpið um jólin
RÍKISÚTVARPIÐ er í hátíða
búningi um jólin, eins og allt
annað, enda fer ekki illa á því
þar sem meira mun hlustað
á útvarp á jólunum en í nokk-
urn annan tíma. Tíðindamað-
ur Mbl. sneri sér til Vilhjálms
Þ. Gíslasonar, útvarpsstjóra, á
dögunum og innti hann eftir
hvað væri það helzta, sem út-
varpið byði landsmönnum
yfir hátíðarnar og gaf hann
yfirlit yfir það.
Messur
Guðþjónustur skipa að sjálf-
sögðu stórt rúm í jóladagskránni,
Kl. 18 á aðfangadag verður aftari-
söngur í , Dómkirkjunni og jóla-
hugvekja kl. hálfníu um kvöldið.
Kl. 11 á jóladag verður útvarpað
messu frá Laugarneskirkju og frá
Hallgrímskirkju kl. 2 sama dág.
Á annan jóíadag verður útvarpaö
messu í kapellu háskólans.
Tónleikar
Af tónleikum nefndi útvarps-
stjóri fyrst jólatónleika hljóm-
sveitar Ríkisútvarpsins í Dóm-
kirkjunni 29. des. Hans Antolitsch
stjórnar hljómsveitinni, en leikin
verða verk eftir Purcell, Johann
Sebastian Bach, Pachelbel og Jo-
hann Christoph Bach. Einleikar-
ar verða: Dr: Páll ísólfsson, Björn
Ólafsson og Karel Lang. Ein-
söngvari: Sigurveig Hjaitested.
Á aðfangadag leikur dr. Páll
Isólfsson á Dómkirkjuorgelið, en
Snæbjörn Snæbjarnardóttir og
Hjálmar Kjartansson syngja. Það
kvöld verða einnig fluttir kaflar
úr Messíasi Handels, og jólasón-
ata eftir Bach á jóladag.
Söngur
Stefán íslandi syngur á annan
jóladag. Er það áður tekið upp
fyrir útvarpið. Á þriðja í jólurn
syngur Yvette Guy frönsk dægur-
lög og daginn eftir verður þáttur,
er nefnist Nútímatónlist og þar
flutt tvö verk eftir Benjamin
Britten. Á gamlárskvöld verða
sungin gömul alþýðulög.
Leikrit
Jólaleikrit útvarpsins er Cesar
og Kleópatra eftir Shaw, sem
flutt verður í tvennu lagi. Þa
verða leikrit í barnatímunum og
nýtt leikrit verður flutt á jóla-
vöku, sem Ævar Kvaran sér um.
Talað orð
Á slóðum Hafnar-Islendinga,
nefnist samfelld dagskrá, sem út-
varpið gerði út sérstakan leiðang-
ur til að taka upp í Kaupmanna-
höfn. Önnur samfelld dagskrá er
um séra Matthías í Odda.
Skemmtiefni
Af skemmtiefni má nefna þátt-
inn Kátt er uip jólin, Lög ársins,
f gamni og græzkulausri alvöru,
sem Flosi Ólafsson o. fl. sjá um.
Þátturinn Vogun vinnur og tapar
verður fluttur mánudaginn 28.
Jólatrésskemmtun fyrir börn verð
ur í útvarpssal í sambandi við
barnatímana.
Um bækur
Síðasti kaflinn Á bókamarkað-
inum verður fluttur milli jóla og
nýjárs. Verður þar rætt við bóka-
útgefendur, bóksala og gagnrýn-
endur, þá Eyjólf Konráð Jónsson,
Ragnar Jónsson, Sigurð O. Björns
son, Helga Sæmundsson og Sig-
urð A. Magnússon.
Áramót
Á gamlárskvölá flytur forsætis
ráðherra ávarp, en forseti fslands
á nýjársdag. Þá verður á gamlárs
kvöld Annáll ársins og áramóta-
kveðja. Þá verður það nýmæli á
nýjársdag, að fluttar verða
klukknahringingar frá ýmsum
kirkjum landsins, sem teknar
hafa verið á segulband.