Morgunblaðið - 24.12.1959, Side 3

Morgunblaðið - 24.12.1959, Side 3
Fimmfudagur 24. des. 1959 MORGUISBLAÐIÐ 3 Emanúel heitir hann, upp úr stallinum eg þig tek, herrann minn inn kæri; þótt öndin mín sé við þig sek. með vísna söng eg vögguna þína hræri. Barns mun ekki bræðin frek; bið eg, þú ligg mér nærri. Nóttin var sú ágæt ein, í allri veröld ljósið skein; það er nú heimsins þrautarmein að þekkja hann ei sem bæri. Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. Ormum sætum eg þig vef, ástarkoss eg syninum gef. Hvað eg þig mildan móðgað hef, minnstu ei á það, kæri. Fjármenn hrepptu fögnuð þann, þeir fundu bæði guð og mann. í lágan stall var lagður hann, þótt lausnari heimsins væri. Umbúð verður engin hér, önnur en sú, þú færðir mér. Hreina trúna að höfði þér fyrir hægan koddann færi . , , * Lofið og dýrð á himnum hátt honum með englum syngjum þrátt: Friður á jörðu og fengin sátt. Fagni því menn sem bæri. Á þig breiðist elskan sæt. Af öllum huga eg syndir græt. Fyrir iðran verður hún mjúk og mæt, miður en þér þó bæri .... í Betlehem vil eg nú víkja þá, vænan svein í stalli sjá, með báðum höndum honum að ná, hvar er eg kemst I færi. Betlehem kallast kirkjan svinn, kórinn held eg stallinn þinn. Því hef eg mig þangað, herra minn, svo heilræðin að þér læri. Skapaðu hjartað hreint í mér, tii herbergis sem sómir þér, saurgan allri síðan ver, svo eg þér gáfur færi. — Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. (Einar prestur Sigurðsson í Eydölum, fæddur 1538). IzuœÉi UOC^CýLU (Kvæði af stallinum Kristi) í Betlehem var það barnið fætt, sem bezt hefir andarsárin grætt, svo hafa englar um það rætt sem endurlausnarinn væri. Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. Þér geri eg ei rúm með grjót né tré, gjarnan læt eg hitt í té. Vil eg mitt hjartað vaggan sé. Vertu nú hér, minn kæri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.