Morgunblaðið - 24.12.1959, Side 6
6
MORCVNBLAÐtÐ
Fimmfudagur 24. des. 1959
jóíctíc
ClCý
í sálmasöngbók
þeirri, sem íslenzka
þjóðkirkjan notar nú
og útgeÆin er 1936 og
ljósprentuð í 2. út-
gáfu 1948, er eitt lag,
sem nefnist „Það ald-
in út er sprungið“.
Sem höfundur stend-
ur Michael Pratorius,
1609. Þetta er þó
ekki rétt, þar sem
lagið er gamalt and-
legt þjóðlag, upp-
runnið úr Rínarhér-
uðum sem þýzkt-
katólskt trúarlag. —
Hins vegar þekkir
nútíminn einna helzt
Michael Praetorius
fyrir listilega útsetn-
ingu hans á þessu
eina kirkjunnar lagi.
Praetorius var fædd-
ur 1571, og hann
gerði manna mest af
því að auðga pró-
testantiskan kirkju-
söng með nýjum út-
setningum á allra
tíma sálmalögum. —
Stærsta verk hans
á þessu s iði er
„Musae Sioniae", list
gyðjur Sions, er út
kom 1605—10, í níu
bindum, eitt helgað
hverri listgyðju. Og
í sjötta bindi er jóla-
lagið okkar um
„ljúfa liljurós". Alls
eru í þessu verki
eru í þessu verki 1244
kirkjulegir söngvar.
Og er það mikið
þrekvirki, framlag
borið uppi af hug-
sjón og eldmóði heitt
trúaðs organista og
hljómleikastj. í Frankfurt við Od-
er, Gröningen, Wolfenbúttel Dres
den og Halle. — (Það má geta
þess, að lag okkar „Allt eins og
blómstrið eina“, sem hét í Grall-
aranum „Dagur í austri öllu“, er
I
W'mí-Í
3
A_. J-i i l_l'Ú __í_____JA J jJL, .
‘r ,Í1
y
X 3
r,
-4-
=e
ri
4--
-3Z
-Q-'
tv*-
/f ý dj’tJhbr hs^ ■
Copyright 1959 by Jón Leiís, Reykjavík.
gotneska marg-röddunarstíls 13.
aldar út frá Notre-Dame-skólan-
um og Búrgúnd.
Það er þessi „ars-autiqua“~
svipur, sem leitt hefur Jón Leifs
til að gera laginu nýjan og þó
a(di
Ln út er ópnmai
í
Matthías Jochumsson pýddi d sínum tíma gömlu þjóövís-
una, og fer fyrra erindiö hér d eftir („Þaö oldin út er
s-prungiÖ“), en síöara erindiö („Þú Ijúfa liljurósin") frum-
samdi skáldiö aö mestu leyti:
Þaö aldin út er sprungiö
og ilmar sólu mót,
sem fyrr var fagurt sungiö
af fríöri Jesse rót,
og blómstriö pað á prótt
að veita vor og yndi
um vetrar miöja nótt.
Þú Ijúfa liljurósin,
sem lífgar heliö kalt,
og kveikir kœrleiksljósin
og krýnir lífiö allt!
Ó, Guö og maöur: greiö
oss veg frá öllu illu
svo yfirvinnum deyö.
leggja á það þenna mælikvarða
13. aldar. Þeir tímar sýna, þrátt
fyrir vissan skort á auðugum
hljómskiptum, ró og tign, ásamt
festu og innilegum einfaldleik.
Það er þessi hreinleiki hugans,
sem oft er kenndur við norrænt
eðli, þessi „natúralismi", sem
samsvarar laginu bezt. Og upp
úr þeim jarðvegi mun það upp-
haflega vaxið.
22, — 12 1959.
Dr. Hallgrímur Helgason.
Leikfélag Akraness sýnir á þriðja jóladag barnaleikritið „Hans
og Grétu“, og mun sýna það nokkrum sinnum eftir hátíðina
fyrir börn á Akranesi. Leiknum stjórnar frú Sólnún Ingadóttir.
Neitað um skilnaö
til að kvænast
LONDON 22. des.: — Jarlinn af
Shrewsbury, sem aðstoðaði við
krýningar Elísabetar drottningar
1953 og föður hennar 1937, er af
einni fremstu ætt Bretlands, sem
meðal annars aðstoðaði við að
brenna Heilaga Jóhönnu og háls-
höggva Maríu Stuart. Hann
kveðst nú eftir umfangsmikil
málaferli, ekki skilja lögin.
Jarlinn, sem skírður er hávirðu
legur John George Charles Henry
Alton Alexander Chetwynd Chet
wynd-Talbot, og er 21. jarlinn af
Shrewsbury, sagðist óska eftir að
kvænast dökkhærðri konu, sem
verið hefði ás'tkona hans í 18 ár.
,,En ég býst við að konan mín
veiti mér aldrei skilnað," bætti
hann við.
Þrátt fyrir játningu jarlsins, og
þrátt fyrir 17 daga réttarhöld
(sem kostuðu um 18 þúsund sterl.
ingspund) neitaði dómarinn hjón
unum um skilnað. En réttarhöld-
in sannfærðu dómarann um að
eiginkonan hafði átt vingott við
heimiliskennarann, sem er helm-
ingi yngri en hún. Jarlinn var
samt ánægður með réttarhöldin,
þar sem þau „hreinsuðu andrúms
loftið“ fyrir hann og hina fertugu
Aileen Mortlock, sem varð ást-
kona hans þegar hún var 22 ára
gömul skrifstofustúlka í ráðu-
neyti á stríðsárunum, en hann
var kapteinn í stórskotaliðinu
með aðsetur í London.
Aileen Mortlock sagðist vera
fegin að þessi leyndartími væri
nú liðinn, því hann hefði verið
hræðilegur. Hún sagðist jafnvel
stundum hafa hugsað um að gift-
ast einhverjum öðrum, og meira
að segja einu sinni hafa trúlofazt,
en unnustinn hafi þá látist úr
hjartabilun.
líka í þessu stærðarsafni Prae-
toriusar).
Fram á daga Praetoriusar
hafði sálmalag mótmælenda ver-
ið borið uppi af samgildum anda
safnaðarins, en nú brýzt fram
áköf persónutilfinning einstaks
manns. En þetta var viðhorf
hans til guðs og heimsins: ein-
staklingsmikillæti barok-tímans.
Sálmasöngbók okkar gerir
þessu ekki fyllilega skil. Hún
noterar takttegundina, 4/4 en
lætur samt skiptast á fjór- og
sex-skiptan takt við þýðingu
Matthíasar Joehumssonar. Þar
að auki máir hún út synkópískt
misgengi hjá Praetoriusi, sem þó
má deila um, hvort upprunalega
hafi íalizl í þjóðlaginu. Blær
þess er allur forn; fimmundin í
lagbyrjun er sterk uppistaða og
eldri búning. í rauninni er lagið
fágætt sambland af hörku raun-
veruleikans á kaldri miskunnar-
lausri vetrarnótt og blíðu vonar-
innar um betra líf framundan.
Þessu reynir Jón Leifs að ná
fram annars vegar með hörðum
en tærum kvint- og kvart-hljóm-
um, hins vegar með fullskipuð-
um þríhljómum með þýðum þrí-
undum, sextarkorðum og sjöund-
a -hljómum. Lífsvonin glæðist
ekki sízt við áttundarrisið í 10.
takti í hendingarlok. („Upp
skaltu á kjöl klífa“, liggur örv-
andi í tónferðinni). Og á norræn
an hátt fellir Jón Leifs þetta inni
hald í samfelldan fimm-skiptan
takt, sem innbyrðis er bæði jafn
og ójafn í senn (3x2 eða 2x3).
Enginn vafi er á því, að lagið
gæti bent aftur tíl hins fyrstaspeglast I nýju ljósi við að
• Jólin hringd inn
Jólaönnunum er senn lokið
og jólin verða hringd inn
klukkan sex í dag. Þá er lokið
löngu og erfiðu striti jólaund-
irbúnings, sem kostað hefur
marga húsmóðurina vöku-
nætur og erilsama daga. Ein-
hver kynni að spyrja hvort
þetta strit sé ekki allt unnið
fyrir gíg og leiði aðeins til
þess, að fólk fari á mis við
hina einu sönnu jólagleði, sem
það geti ekki notið vegna
þreytu og svefnleysis. Því er
til að svara, að jólin væru
engin jól, ef ekki væri jóla-
undirbúningurinn og allt erf-
iðið og áhyggjurnar. Einmht
stritið, vökurnar og spennan í
jólaönnunum stuðla að því að
gera jólin svo gleðirík og eft-
irminnileg, sem þau eru. Allt
þetta amstur stefnir að einu
marki og er hér sem víðac
að það er ánægjuríkast, sem
mest er fyrir haft. Því ber
okkur að þakka þeim, sem
mest hafa á sig lagt við jóla-
undirbúninginn, eljusömum
húsmæðrum og mæðrum, sem
lagt hafa nótt við dag til að
gera sér og sínu fólki hátíð-
ina ánægjulega. Þeirra starf
er of oft of lítils metið.
• „Ég boða yður
mikinn fögnuð“
Jólin höldum við hátíðleg
til minningar um fæðingu
frelsara vors, Jesú Krists. —
„Sjá ég boða yður mikinn
fögnuð“, sagði engillinn við
hjarðmennina, sem fyrstir
manna fengu vitneskju um
fæðingu frelsarans.
skrifar úr
daglega íifinu
dauðlegur maður geti öðlazt
hlutdeild í eilífu guðssamfé-
lagi og orðið hluttakandi í
gæðum ósýnileg heims. Skil-
yrðin eru iðrun eða endurfæð-
ing og trú, barnsleg trú bljúgs
hugar.
Kjarninn
Þennan sama fagnaðarboð-
skap flytja boðberar Krists og
kirkju hans okkur á sérhverj-
um jólum og sá, sem ekki nær
að meðtaka hann, fer á mis
við hina sönnu gleði jólanna.
Kjarni þess boðskapar er, að
og umbúðirnar
Þessi kjarni jólaboðskapar-
ins vill oft gleymast nútíma-
manninum ekki sízt vegna
þess, hve viðamiklar umbúðir
jólahátíðarinnar eru orðnar.
Jólagjafir eru oft gefnar
meira af skyldurækni og
venju en beint til að gleðja
viðtakanda og andlegur boð-
skapur jólanna verður stund-
um að lúta í lægra haldi fyrir
steiktri gæs. Fjarri fer því, að
Velvakandi sé því mótfallinn,
að menn skiptist á jólagjöfum
og neyti góðs matar á jólum.
En gjafir og góður matur mega
ekki skipa öndvegið á þessari
hátíð. Umbúðirnar mega ekki
hylja kjarnann. Tilvera allra
lífvera í náttúrunnar ríki
byggist á því, að frækjarninn
sprengi hýðið af sér og skjóti
rótum. Kjarni jólahátíðarinn-
ar ber í sér fræ eilífs lífs.
Velvakandi óskar öllum les-
endum sínum
GLEÐILEGRA JÓLA