Morgunblaðið - 24.12.1959, Qupperneq 10
10
MORCVWm.ATHÐ
Fimmtudagur 24. des. 1959
Smásaga eftir Kelvin Lindemann
Þ AÐ var aðfángadagúr jóla. Við
stóðum nokkrar við afgreiðslu-
borðið og vorum að spjalla sam-
an, áður en dagsverkið átti að
hefjast. Ég stjórna leikfanga-
deildinni og er áreiðanlega yngsti
deildarstjórinn í allri verzlun-
inni, og ég er ekki trúlofuð syni
verzlunarstjórans, ef þið haldið
það, því að verzlunarstjórinn
okkar, frú Mikkelsen, á alls eng-
in börn.
Við vorum dálítið þreyttar.
Það er ekki alltaf jafnskemmti-
legt að vera afgreiðslustúlka síð-
ustu dagana fyrir jól.
„Hefirðu lesið síðasta kaflann
af Fórn ástarinnar, Jonna?“
spurði ungfrú Carlsen úr ilm-
vatnsdeildinni.
„Ég?“ sagði ég. „Hvað er Fórn
ástarinnar? Það hljómar eins og
það væri eitt af ilmvötnunum
þínum!“
„Ég hélt þú fylgdist með fram-
haldssögunni", sagði hún. „Nið-
urlagið er í blaðinu í dag“.
„Hvernig endar hún?“ spurði
frú Engelberg úr smávörudeild-
inni, „tók Phyllis saman við
manninn sinn eða unga lávarðinn
Darlington?“
„Hún fór burt frá manninum",
sagði ungfrú Carlsen, „hún og
Darlington lávarður keyptu höll
í Feneyjum — þú veizt, gondóla-
borginni!“
„Bara það hefði verið ég“,
andvarpaði ungfrú Nielsen úr
gólfteppadeildinni, „kærastinn
minn og ég getum ekki einu sinni
fengið tveggja herbergja íbúð“.
„En hvað um barnið?" sagði
frú Engelberg. ,,Ég hætti nefni-
lega að lesa söguna, því að
Phyllis átti þessa yndislegu dótt-
ur — þá hélt ég auðvitað, að
hún myndi verða kyrr hjá rnann-
inum sínum“.
„Það var einmitt það frum-
lega!“ sagði ungfrú Carlsen. „Ast
Phyllisar var svo sterk, að hún
sigraði allt — hún varð að yfir-
gefa manninn sinn, heimili og
barn til að fá þann mann, sem
hún elskaði — þess vegna hét
sagan Fóm ástarinnar!"
„Er það nú spilling?“ sagði "rú
Hansen.
Þetia lét svo alvarlega yr-
um, að við litum allar á hana.
Við höfðum staðið þarna og mas-
að án þess að hugsa nánara út í
það. Frú Hansen roðnaði við
þögnina, sem fylgdi orðum henn-
ar.
ástarin
„Ég á bara við“, sagði hún,
„að þessi Phyllis hefði getað
hugsað sig um, áður en hún
hleypur frá eiginmanni og dótt-
ur. Ef maður hugsar lengra, mun
sá dagur koma, að Phyllis þráir
að sjá barnið sitt og manninn
aftur — og þá er barninu kannski
fyrir beztu, að hún verði áfram
í burtu — að gera það, er fórn
ástarinnar — og ekki að hanga
suður í Feneyjum og þvælast
fram og aftur um borgarsíkin
með einhverri landeyðu!"
Ungfrú Carlsen hló.
„Þér ættuð ekki að taka þetta
svona alvarlega, frú Hansen“,
sagði hún. „Phyllis er þó ekki
annað en sögupersóna! Ef ein-
hver okkar hér næði í góðan
mann, sem vildi eignast börn,
þá myndum við vissulega vera
kyrrar hjá honum og ekki hlaup-
ast burt til Feneyja. Það megið
þér vera viss um! En þess vegna
er einmitt dásamlegt að gera sér
í hugarlund, að það sé til ást,
svo mikil, að hún muni færa
stærstu fó'rnir“.
„Maður mun gjalda þess síð-
ar!“ sagði frú Hansen. Hún fór
að trekkja upp lítinn fugl. Hún
var aðeins aukastúlka, sem hafði
verið ráðin í mína deild fyrir
jólin. Hún var litil og ljóshærð,
líklegast um fertugt. Hún var
bráðsnotur, en það mátti vel sjá,
að hún var ekki eins ung og við
hinar. Þegar hún var sett í mína
deild, var það sjálfsagt vegna
þess, að umsjónarmaðurinn gerði
ráð fyrir, að ekki þyrfti ungar
afgreiðslustúlkur til að koma út
leikföngum fyrir jólin — það
kemur af sjálfu sér.
Frú Hansen talaði aldrei mik-
ið við okkur hinar í deildinni,
en hún var mjög duglegur sölu-
maður, og var einkanlega lagin
að fást við börnin, og það var
mikill kostur í minni deild.
Þegar ég kom niður eftir morg-
unverð, sá ég hana vera að af-
greiða konu, sem klædd var loð-
kápu úr otraskinnum. Konan
heilsáði mér og benti mér að
koma til sín. Þegar ég kom þang-
að, sá ég, að þetta var frú Maja
dag, og það hentaði henni mjög
vel, því að hún hafði enga pen-
inga fyrr en hún fengi kaupið
sitt, þegar lokað yrði.
Hvað átti ég nú að gera? Frú
Hansen hafði verið nógu lengi
hjá okkur til að vita, að frú Tang-
Hansen hafði ekki aðeins mikil
skipti við verzlunina, heldur var
hún einnig vinkona forstjórans,
frú Mikkelsen, og mér fannst það
dálítið undarlegt, að hún skyldi
ekki vilja sleppa gufuvélinni
jafnvel þótt ég hefði gefið henni
loforð fyrir henni.
„Þetta er eina eintakið, sem við
höfum handbært", sagði ég við
frú Tang-Hansen, „en sú, sem
keypti gufuvélina, hefir ekki
borgað hana. Hún lofaði að
hringja hingað, en að því er ég
bezt veit, hefir það ekki orðið, og
úr því að svona stendur á, get-
um við vel selt gufuvélina!"
Ég horfði fast á frú Hansen.
Hún roðnaði, en endurgalt mér
agunaráðið.
„Kaupandinn hefir hringt“,
sagði hún, „og mun sækja gufu-
vélina á umsömdum tíma. En
kanrrski má ég sýna forstjóra-
frúnni eitthvað annað?“
„Nei, það er aðeins gufuvélin,
sem kemur til greina!“ sagði frú
Tang-Hansen. „En hinn kaup-
andinn á kannski dreng líka, sem
er jafnákafur í að eignast gufu-
vélina“.
„Ef til vill“, sagði ég, „hefir
afgreiðslustúlkan misskilið hinn
kaupandann“.
Tang-Hansen, sem er gift Tang-
Hansen forstjóra, sem smíðar
olíuskip.
„Góðan dag, frú Tang-Hansen“,
sagði ég, „er nokkuð, sem ég get
gert fyrir yður?“
„Ja, það var bara þessi gufu-
vél“, sagði hún, „þér vitið, Pét-
ur er svo hrifinn af henni.... “
Pétur er sonur hennar. Hann
er röskur drengur, níu ára. Gufu-
vélin var sú stærsta, sem við
höfðum nokkru sinni haft í deild-
inni, og við höfðum aðeins þetta
eintak. Pétur hafði komið mörg-
um sinnum og skoðað hana. Dag-
inn áður hafði frú Hansen af-
greitt hann, og virtist fara vel á
með þeim, en Pétur hafði haft
það eftir móður sinni, að gufu-
vélina fengi hann alls ekki.
Frú Tang-Hansen brosti til
mín.
„Það er vitlaust af mér“, sagði
hún, „en Pétur fékk mig á sitt
band, og ég lofaði honum því
að fara inn og kaupa gufuvél-
ina. ... “
Frú Hansen leit á mig snögg-
lega.
„Ég var að segja forstjóra-
frúnni, að gufuvélin væri þegar
seld“.
„Og nú ætlaði ég að spyrja yð-
ur, hvort ekki væri hægt að gera
eitthvað í þessu“, sagði frú Tang-
Hansen. „Pétur verður svo óá-
nægður.. ..“
Það var að vissu leyti rétt, að
gufuvélin væri seld. Eftir að
drengurinn hafði komið og sagt,
að hann myndi ekki fá ferlíkið,
kom frú Hansen, sem hafði af-
greitt hann, samstundis til mín
og spurði mig, hvort hún gæti
ekki keypt gufuvélina með venju-
legum afslætti. Hún átti frænda,
sem hana langaði til að gefa
hana. Nú vakti gufuvélin mikla
athygli í minni deild — þegar
hún var í gangi og knúði smjör-
strokka, ljóskastara og hvað eina,
var alltaf fullt hjá okkur, svo
að ég vildi helzt ekki sjá af
henni fyrr en á síðustu stundu.
Ég sagði frú Hansen, að við gæt-
um vel tekið gufuvélina frá
handa henni, en hún gæti ekki
fengið hana fyrr en á aðfanga-
„Hún frú Hansen hérna?“ sagði
frú Tang-Hansen. „Nei, það kem-
ur ekki til mála. Frú Hansen og
Pétur eru góðir vinir, og ég held,
að frú Hansen vilji gera allt til
þess, að Pétur eignist gufuvél-
ina“. Hún brosti til frú Hansen.
„Pétur sagði mér, að hann og
fóstran hans hefðu mætt yður i
Friðriksbergsgarði og þér hefð-
uð gefið honum rjómaís. Það er
ekkert vit!“
Frú Hansen roðnaði og varð
niðurlút. Ég var reglulega reið
við hana. Hvað átti það að þýða
að vera að leika lítinn saklausan
engil! Ég fékk ekki tækifæri til
að segja neitt við hana, því að
fólk streymdi inn, þegar frú
Tang-Hansen var farin.
Þegar ég ætlaði að taka mér
15 mín. kaffihlé um tvöleytið,
mætti ég frú Hansen í fata-
geymslunni við kaffistofuna.
Hún stöðvaði mig og sagði, að
sig langaði til að tala dálítið við
mig.
„Ég veit vel, ungfrú Fischer",
sagði hún auðmjúklega, „að frú
Tang-Hansen verzlar mikið hér
og ég hefi engan rétt til að fá
gufuvélina með afslætti, þegar
hún vill kaupa hana...."
„Nú, þér getið skilið það!“
sagði ég.
„Já“, sagði hún, „en mig lang-
ar svo skelfing mikið til að fá
hana“.
„Hafið þér raunverulega efni
á því?“ sagði ég, því að ég var
alveg öskuvond.
„Nei“, sagði hún, „það hefi ég
ekki, en það er nefnilega sonur
minn, sem ég ætla að gefa
hana!“
„Sonur yðar!“ sagði ég undr-
andi, „ég hélt, að þér væruð
skilin“.
„Það er ég líka, það hefi ég
verið í átta ár. Munið þér, að
við vorum í morgun að tala um
heimskulega skáldsögu, Fórn
ástarinnar?“
„Já, þér sögðuð, aið Phyllis
hefði ekki átt að fara til Fen-
eyja með Darlington lávarði....“
„Já! — Sjáið þér til, ég er
nefnilega sjálf eins konar Phyll
is! Ég fór líka frá manninum
mínum, heimili og barni út af
mikilli ást. Ég fór frá öllu, sem
kona metur annars mest í þess-
um heimi: manni, sem elskar
hana, barni og auðæfum — en
ástin mikla endar ekki í gondól
í Feneyjum. 1 stuttu máli sagt,
það entist tvö ár — þá hljópst
elskhuginn á brott með annarri
—• já, ég skal ekki þreyta yður,
ungfrú Fischer, en nú er ég sem
sé hér, og ég hugsaði mér, að
gufuvélin gæti verið góð gjöf til
drengsins míns“.
„Já, auðvitað11, sagði ég. „Én
ég gat ekki vitað, að þér ætluð-
uð að kaupa gufuvélina handa
yðar eigin syni? Ég er fegin, að
þér sögðuð mér það. Þér hlakkið
líklegast til þess að sjá hann í
kvöld, þegar hann opnar bögg-
ulinn?“
Hún hristi höfuðið.
„Ég verð því miður ekki hjá
honum. Ég hitti hann ekki, hann
er hjá föður sínum. Ég forðast
viljandi að leita þá uppi. Það er
hið minnsta, sem ég get gert fyrir
son minn og föður hans, eins og
ég hefi komið fram við þá. Ég
ætla að senda honum gufuvélina,
og hann fær ekki að vita, hvar
ég er. Sjáið þér, fórn ástarinnar,
það er ekki að fara til Feneyja,
nei, það er vera áfram í burtu,
eftir að maður'er farinn að iðr-
ast. Það er verðið! Og þá hefi
ég að minnsta kosti þá ánægju,
að ég hefi borgað, það sem á að
borga!“
„Ætlið þér þá að vera ein í
kvöld, frú Hansen?" spurði ég.
„Já“, sagði hún.
„Já, en, kæra frú Hansen. Þér
getið þá komið út eftir til mín!
Eg hefi litla íbúð á Amager. For-
eldrar mínir eiga heima á Jót-
landi, og ég get ekki náð til
þeirra...... Ungfrú Carlsen í
snyrtivörudeildinni kemur líka
.... og síðan förum við heim og
búum til mat .... ef þér kærið
yður um, eruð þér velkomin ....
með því skilyrði, að þér hjálpið
líka svolítið til!“
„Hvort ég vil! Ó, kærar þakk-
ir!“ Hún greip hönd mína. „En
hvað þér eruð góð við mig! Ég
vissi, að þér mynduð skilja
mig!“
„Farið nú niður“ ,sagði ég, „og
sendið gufuvélina til sonar yðar
undireins, áður en fleiri óhöpp
verða út af henni! Og svo hitt-
umst við hér uppi um lokunar-
tíma!“
Ég fór inn og fékk mér kaffi-
bolla í snatri og flýtti mér aftur
niður í deildina. Það var svo mik-
ið að gera, að mér gafst ekki tóm
til að skiptast á mörgum orðum
við frú Hansen, en hún gat þó
hvíslað að mér, meðan hún var
að afgreiða, að gufuvélin hefði
verið send af stað til drengsins
hennar.
Þegar við vorum rétt búin a8
loka, og ég var búin að hafa fata-
skipti og var í þann veginn að
fara, kom sendill með þau skila-
boð, að mín væri beðið á for-
stjóraskrifstofunni .... það var
forstjórinn sjálfur, sem vildi
tala við mig.
„Þér verðið að fyrirgefa, að
ég kalla yður hingað einmitt
núna“, sagði frú Mikkelsen, „en
það er af mikilvægu tilefni. Þér
vitið, að Tang-Hansen forstjóra-
frú, vinkona mín, vildi kaupa
gufuvél í yðar deild í dag?“
„Já“, sagði ég.
„En þér vilduð ekki selja henni
hana?“
„Nei“, sagði ég, „hún var seld.
Við héldum henni í deildinni, af
því að hún hændi að viðskipta-
vini“.
„Vitið þér, hver keypti hana?“
Ég þagði andartak. „Það var
ekki viðskiptavinur, sem er van-
ur að verzla hjá okkur“.
„Var það kona?“
„Já“.
„Ég skal segja yður, hvers
vegna ég spyr. Frú Tang-Hansen
og mann hennar langar mikið til
Framh. á bls. 16.