Morgunblaðið - 24.12.1959, Qupperneq 13
Fimmtudagur 24. des. 1959
MORGVTSBLAÐIÐ
■ -T-Tg-jr—Bw
13
3.
Ur ferðabók Blevkens: Islenzkt landslag og gjósandi eldfjall. — Myndin fylgir hollenzkri útgáfu á ferðabók Blevkens, sem senni-
lega er frá síðustu árum 17. aldar.
Með tímanum urðu ferðabækurnar sann-
að það hefur verið almenn skoð-
un, að á íslandi væri op niður
til Vítis, og að öðru hverju kæmi
eldur upp þaðan og flæddi yfir
landið. Fólk hefðist þarna við í
moldarkofum niður í jörðinni og
lifði þar við fádæma sóðaskap og
ósiðsemi.
Þetta verður til þess, að Arn-
grímur Jónsson hinn lærði, ritar
fyrir aldamótin 1600 bók sína
„Brevis Commentarius de Is-
landia.“ Kom þessi bók út á
latínu í Kaupmannahöfn árið
1593. Var hún næst gefin út í
hinu mikla ferðasögusafni, sem
kennt er við Hakluyt. Kom það
út í London á árunum 1598—
1600. Á ég þann kafla ritsins, sem
fjallar um ísland, bæði á latínu.
og ensku, það er ritgerð Arn-
gríms lærða.
Hér heima á íslandi er þessi
merka ritgerð fyrst gefin út á
Hólum árið 1592, að mig minn-
ir, og þá einnig á latínu. I Kaup-
mannahöfn er hún svo prentuð
árið eftir, eins og fyrr segir.
í þessari ritgerð gefur Arn-
grímur lærði erlend,um þjóðum
margvíslegar upplýsingar um ís-
land. Er óhætt að fullyrða, að þó
hún hafi fyrst og fremst verið
lesin af menntamönnum, þá hafi
orðið að henni verulegt gagn.
Hjá fornbóksala í Uondon
— Hvar fékkst þú ritgerð Arní <
gríms lærða úr fyrstu útgáfu
Hakluýts? j
— Ég fékk hana í fornbóka-
sölu í London árið 1953. Bóksal-
inn sagðist eiga ræfil af fyrstu
útgáfu Hakluyts og þar í reynd-
ustu einmitt vera blaðsíðurnar
515—590, en það er ritgerð Arn-
Framh. á bls. 14. '
sögulegar og merkilegar heimildir
Rætt við Þórð Bjorns-
son logfræðing, sem
safnað liefur erlend-
um ferðabókum
í 20 ár
HINN mikli fjöldi erlendra
ferðahóka, sem gefinn hefur
verið út um ísland, er marg-
víslegur og misjafn að efni og
gæðum. En í þessum hókum
er íslandi og þjóð þess lýst
frá sérstökum sjónarliól, sjón-
arhóli gestsins, hins framandi
manns. I því felst í senn veik-
leiki þeirra og styrkleiki.
Veikleiki vegna ókunnug-
Ieika gestsins, en styrkleiki
vegna hins, að glöggt er gests-
augað. Gestirnir eiga hægara
með að gera samanburð en
hcimafólkið. Kostir og gallar
lands og þjóðar liggja þeim
opnari í augum. En yfirleitt
má segja, að hinar erlendu
ferðabækur um ísland hafi
orðið Iandi og þjóð til góðs.
Þær hafa flutt umheiminum
þá vitneskju um landið, að
hér lifði fámenn menningar-
þjóð í erfiðu landi, sem ætti
sér langa sögu og alls eigi
ómcrka. Sumar af hinum er-
lendu ferðabókum hafa létt
undir í baráttu þjóðarinnar
fyrir sjálfstæði sínu.
Safnaði ferðabókum í 20 ár
Þannig komst Þórður Björns-
son, lögfræðingur, dómari og
bæjarfulltrúi m. a. að orði, þegar
Mbl. hitti hann snöggvast að
máli á jólaföstunni, til þess að
fá fréttir hjá honum af hinu
mikla ferðabókasafni hans. En
hann hefur í um það bil 20 ár
haft það að tómstundaiðju að
safna landfræðilýsingum og
ferðabókum um ísland. Mun
hann nú vera í hópi þeirra Is-
lendinga, sem mest safn á slíkra
bóka.
— Hvar hefur þú komizt yfir
þessar bækur?
— Ég hef fengið þær svo að
segja allar erlendis, flestar í
Englandi, Frakklandi, Hollandi,
á Nor'ðurlöndum og jafnvel suð-
ur á Ítalíu. Yfir flestar þeirra
komst ég í lok síðustu styrjaldar.
Bækur voru þá tiltölulega ódýr-
ar. Menn höfðu um annað meira
að hugsa í stríðslokin úti í Ev
rópu en bækur. Allmargar
ferðabækur hef ég einnig eignazt
með bréfaskriftum við fornbók-
sala víðs vegar í Evrópu. Ferða-
bækur um Island hafa yfirleitt
fyrst og fremst verið gefnar út
í Évrópu og Norður-Ameríku. Ég
skal ekki fullyrða, hve margar
slíkar bækur hafa verið gefnar
út í heiminum. En mér vitanlega
vantar mig ennþá a.m.k. 60—70
bækur af þeim ferðabókum, sem
gefnar hafa verið út um ísland,
fyrr og síðar, og eru þá útgáfur
ótaldar.
Byrjuðu á 15. öld
— Hvaða þjóðir hafa skrifað
flestar ferðabækur um ísland?
— Tvímælalaust Englendingar.
Aðrir í röðinni eru Þjóðverjar,
þá Danir, Frakkar, Svíar, Hol-
lendingar og Norðmenn.
— Frá hvaða tíma eru fyrstu
landfræðibækur eða ferðabækur
um ísland?
— Fljótlega eftir að farið er
að prenta bækur, síðast á 15.
öld, er farið að prenta land-
fræðibækur, m. a. um löndin í
norðri. Þessar bækur eru gefnar
út víðs vegar í Evrópu. Þekkt-
ustu landfræðibækurnar eru
Landafræði Ptolemeusar. — Það
er grísk landafræði með viðeig-
andi viðbótum og skýringum.
Fyrsta útgáfa hennar er gefin út
fyrir 1500. — Síðan kemur landa-
fræði Sebastian Múnster, sem
kom út í mörgum útgáfum á
16. öld. Þá má nefna Norður-
Evrópu-lýsingu Svíans Olaus
Magnus, sem kom út í fyrsta
sinni í Róm árið 1555.
— Er íslands getið í þessum
bókum?
— Já, í þessum landslýsingum
og mörgum öðrum, sem komu út
á 16. öld, er getið lands eða landa
norður í höfum. Stundum er
landið kallað Thule, stundum Is-
land eða Islandia. Þar er jafnvel
getið annarra landa, svo sem
Frieslands eða Estolands.
I þessum bókum, sem ég nú
hefi getið má segja, að Island sé
fyrst nefnt.
Op niður til Vítis!
1 sumum öðrum hinna fyrstu
landfræðirita en þeim sem ég
nefndi nú, eru sagðir hinir furðu-
legustu hlutir um landið. Þar
kemur það t. d. greinilega fram,
Þórður Björnsson með elztu ferðabók sína, Isolarío eftir
Bardone. — Utgefin í Feneyjum 1547.
(Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)