Morgunblaðið - 24.12.1959, Síða 14
14
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 24. des. 1959
kom í fyrsta skipti út í Feneyjum árið 1528. Þórður Björnsson á útgáfu af henni frá árinu 1547.
— Viðtal við
Þórð Björnsson
Framh. af bls. 13.
gríms lærða, sem er þannig 75
blaðsíður á latínu og ensku.
— Hvað borgaðirðu svo fyrir
ritgerðina?
— Aðeins 3 sterlingspund og
10 shillinga. Það var einstök
heppni, að ég skyldi rekast á
þessi slitur af fyrstu útgáfu
Hakluyts. Allt ritið, sem er í
þremur stórum bindum, mundi
kannski kosta um eða yfir þús-
und sterlingspund í dag.
Við sama tækifæri fékk ég
einnig í London enska útgáfu af
ferðabók Ditmar Blefkens. Var
sú útgáfa prentuð í London árið
1625, en sú bók kom fyrst út á
latinu í Hollandi árið 1607. Þá
útgáfu á ég því miður ekki, en
3eða 4 íslendingar munu hafa
hana í fórum sínum. Ferðabók
Blevkens er eins og kunnugt er
alræmdust erlendra ferðabóka
um ísland. Varð hún til þess, að
Arngrímur lærði ritaði svarbók
við henni, sem kom út nokkrum
árum síðar.
Þrátt fyrir hin merku skrif
Amgríms lærða halda furðusög-
ur um ísland í erlendum bókum
áfram. Sem dæmi um það
má nefna ferðabók Martiniere,
sem kom út í fyrsta skipti
í París árið ,1671. Sú bók kom
út á næstu árum í fjölmörgum
útgáfum á mörgum tungumálum.
Á ég 7 útgáfur af henni, þar á
meðal þrjár fyrstu útgáfurnar á
frönsku.
Martiniere segist hafa tekið
land á suðurströnd íslands laust
eftir miðja 17. öld. Hins vegar
■hafa sumir dregið það í efa, að
hann hafi nokkurn tímann kom-
ið hingað til lands. Svipuðu máli
gegnir raunar um Blefken. Hafa
sumir dregið mjög í efa að hann
hafi nokkurn tímann komið til
íslands.
Dónalegir og villimannlegir
Martiniere segir í bók sinni, að
íslendingar búi í hellum, sem
þeir hafi höggvið í klettana.
Klæði sín geri þeir úr hampi eða
líni, en sumir séu þó í selskinns-
fötum og snúi hárin út. Aðal-
atvinna þeirra sé fiskveiðar. ís-
lendingar séu dónalegir og villi-
mannalegir og flestir göldróttir.
Þeir tilbiðji djöfulinn, sem þeir
kalla „kobalde“ og ber hann oft
fyrir þá í mannsmynd. Þeir eigi
líka goð, illa tálguð úr tré, en
það sýni þeir sjaldan, því þeir
séu hræddir um, að lútersku
prestarnir, sem séu að reyna að
frelsa þá úr klóm djöfulsins,
muni taka það af þeim og brjóta
það. Þeir hafi líka þjónustuanda,
er þjóni þeim dyggilega, og segi
þeim fyrir óorðna hluti. Andarn-
ir veki þá þegar gott er veður á
morgnana, svo þeir komist tím-
anlega á sjóinn til fiskveiða. En
þá verði þeir að bölva ógurlega.
Því meir, sem þeir blóta, því
betur fiska þeir.
Selja vind til byrjar
Islendingar séu svo göldróttir
að þeir geti sagt aðkomumönn-
um, hvað gerist heima hjá þeim
í fjarlægum löndum og þeir selji
vind til byrjar hverjum þeim sem
hafa vill. Einu sinni hafi nokkrir
íslendingar setið á fiskimiðum
ekki langt frá Hekíu og um sama
leyti var stórorusta einhvers
staðar í Evrópu. Þá sáu hinir
íslenzku fiskimenn að púkarnir í
Heklu höfðu nóg að starfa. Þeir
voru ó sífelldum ferðum fram og
aftur og báru sálirnar á bakinu
inn í Heklu eins og býflugur bera
hunangið á fótum sér inn í bý-
flugnabúin.
Þessa lýsingu Martinieres á fs-
landi og íslendingum tekur Þor-
valdur Thoroddsen upp í land-
fræðisögu íslands, en þar getur
hann fjölmargra bóka, sem út-
lendingar hafa ritað um ísland.
Sannsögulegar frásagnir
— En verða ekki ferðasögur
frá íslandi áreiðanlegri með tím-
anum?
— Jú, segja má, að næstu ís-
landslýsingar séu frásagnir, sem
hafðar eru eftir verzlunarmönn-
um og fiskimönnum, sem sann-
anlega hafa komið til íslands. Má
þar nefna tvær bækur sérstak-
lega. Önnur þeirra heitir „Salt
and fishery“ eftir John Collins.
Er hún gefin út í London árið
1682. Þar er byggt á frásögnum
7 nafngreindra enskra skipstjóra
hins konunglega brezkra fisk-
veiðifélags. Einn kafli hennar er
um ísland. Eftir atvikum er þar
sæmilega trúverðuglega farið
með staðreyndir. Er sýnilegt, að
Collins kannast við rit Arngríms
lærða. Vitnar hann jafnvel í þau.
Bókin er í raun og veru leið-
beiningarit fyrir fiskimenn, til
dæmis um það, hvernig fisk eigi
að salta og sjóða. Einnig ræðir
hann um fiskimiðin við
ísland, og hvers konar fólk búi
í landinu, stjórnarfar þess og lífs-
hætti. Enginn rógur eða furðu-
sagnir eru í þessari bók um ís-
land. Er hún mjög fágæt. Mér
vitanlega á ég eina eintakið, sem
til er af henni hérlendis.
Hin bókin er um fiskveiðar við
Grænland eftir Hollendinginn
Zorgdrager. í henni er lítill kafli
um ísland, ásamt mynd af
gjósandi hverum. Bókin er fyrst
gefin út í Hollandi árið 1720.
Báðar þessar síðastnefndu bækur
eru augljóslega alls ekki ritaðar
til að segja furðusögur af land-
inu, heldur til hins að veita al-
menna fræðslu og upplýsingar
um þetta fjarlæga eyland.
Borgarstjórinn í Hamborg
og Horrebow
— Gengur svo þróunin í þessa
átt framvegis?
— Já, en þó er þess að geta, að
nokkrum árum síðar, eða árið
1746 kom út í Hamborg bókin
„Fréttir frá íslandi og Græn-
landi“ eftir Jóhann Anderson,
borgarstjóra í Hamborg. í hénni
gætir marga missagna um fsland.
Var það til þess, að Daninn Niels
Horrebow ritaði bók um ísland,
sem kom út í fyrsta sinn í Kaup-
mannahöfn árið 1752. Tekur hann
sér þar fyrir hendur að svara
hreinlega lið fyrir lið bók borg-
arstjórans í Hamborg. Var bók
Horrebow sú bezta sem kom-
komið hafði út um ísland til
þess tíma. Var hún þýdd á
frönsku, þýzku, hollen?ku og
ensku og kom því fyrir margra
sjónir.
í ensku útgáfu þessarar bókar
er kafli, sem varð þekktur víða
um hinn enskumælandi heim. í
honum var aðeins þessi eina setn-
ing:
„Engir snákar nokkurrar teg-
undar finnast á öllu íslandi".
Var þetta 72. kafli bókarinnar.
Þótti hann sérkennilegur vegna
þess, hversu stuttur og snubbótt-
ur hann var.
Ferðabók von Troil
Árið 1772 kemur svo út í Sór-
ey í Danmörku hin merka ferða-
bók Eggerts Ólafssonar og Bjarna
Pálssonar um ísland. Kom hún
fyrst út á dönsku, en var síðan
þýdd á þýzku og frönsku. Út-
dráttur var gerður af henni á
ensku. Er hún mikið og merkilegt
rit.
Síðan ber að minnast ferðar,
sem Englendingurinn Sir Joseph
Banks stóð fyrir hingað til lands
árið 1772. Meðal þeirra, sem tóku
þátt í því ferðalagi, var Svíinn
Uno von Troil. Hann ritaði bók
á sænsku um ísland og kom hún
út í Uppsölum árið 1777. Bók
þessi er rituð í bréfsformi. Fjall-
ar hvert bréf um vissa þætti í
lifnaðarháttum fslendinga, auk
þess sem í þeim felst lýsingar á
landinu. Má segja, að það sé
fyrsta ferðabók útlendings um fs-
land, sem er hreinlega sannsögu-
leg. Er það góð bók og merkilegt
heimildarrit. í henni eru einnig
ágætar myndir. Þessi bók var
þýdd á heimsmálin og var því
vel þekkt.
Áhugi Englendinga eykst
Rétt á eftir bók von Troils kem-
ur svo út í Kaupmannahöfn á
dönsku ferðabók íslendingsins
Olavs Olavius. Hét hún „ökono-
misk resje“ um Island. Þessi
bók var þýdd á þýzku.
Þegar hér er komið sögu eru
fyrir hendi þrjár ágætar íslands-
lýsingar á heimsmálunum. í
fyrsta lagi ferðabók Eggerts og
Bjarna, í öðru lagi bók Svíans
von Troils og í þriðja lagi ferða-
bók íslendingsins Olav Olavius.
Þegar komið er fram í byrjun
19. aldar, þá gerist það, að áhugi
Englendinga fer mjög að aukast
á íslandi. Koma nú út á skömm-
um tíma í Bretlandi þrjú stórrit
um ísland. Er það í fyrsta lagi
ferðabók George Mackenzie, sem
kemur út í Edinborg árið 1811,
í öðru lagi ferðabók Williams
Hookers, sem kemur út í Yar-
mouth 1811 og í þriðja lagi ferða
bók Ebeneser Hendersons í Edin-
borg árið 1818.
Þessar bækur koma út í fleiri
útgáfum og Mackenzie bókin er
prýdd forkunar fögrum teikn-
ingum. f þessum ensku ferðabók-
um um ísland bryddir á skemmti
legum þjóðlífslýsingum, sem nú
orðið hafa mikið menningarsögu-
legt gildi.
Þess má geta að Hooker var
hér á landi á sama tíma og Jör-
undur Hundadagakonungur. Get-
ur hann Jörundar og byltingar
hans í viðauka við bók sína.
íburðarmesta ritið um ísland
Á 19. öld eru fjölda margar
ferðabækur ritaðar um ísland.
Fyrst og fremst eru það brezkir
skemmtiferðamenn, sem sigla
hingað oft á snekkjum sínum og
rita bækur um ferðina. Þekktast-
ur þeirra er Dufferin lávarður,
sem ritaði mjög skemmtilega
bók um ferð sína. Hefur hún
komið út í fjölda útgáfum, og m-
a. verið þýdd á íslenzku eins og
ferðabók Henderson.
Þessar ensku ferðabækur eru
margar mjög lipurlega skrifaðar.
Er þar getið manna og viðburða
úr daglegu lífi þjóðarinnar og oft
eru þær prýddar góðum mynd-
um.
Á 19. öld komu hingað einnig
margir Frakkar og eru Paul
Gaimard og Napoleon keisara-
frændi þeirra þekktastir. Gaim-
ard kom hingað sem fyrirliði
fjölda vísinda og fræðimanna.
Rituðu þeir mikið verk um land
og þjóð í átta stórum bindum.
Auk þess teiknuðu þeir fjölda
mynda frá íslandi. Voru hátt á
annað hundrað þeirra gefnar út
í þremur stórum bindum.
Þetta verk kom út í París árin
1838—1852 og er áreiðanlega
íburðarmesta rit sem komið hef-
ur nokkru sinni út um ísland.
Kvæði Jónasar
Jónas Hallgrímsson orkti eins
og kunnugt er fagurt kvæði til
Gáimards, er íslenzkir stúdentar
fögnuðu komu hans til Hafnar
eftir íslandsferðina. Hófst hið
fagra kvæði Jónasar eins og
kunnugt er á þessari vísu:
Þú stóðst á tindi Heklu hám
og horfðir yfir landið fríða,
þar sem um grænar
grundir líða,
skínandi ár að legi blám,
en Loki bundinn beiðígrjótum,
bjargstuddum
undir jökulrótum,
— „Þótti þér ekki ísland þá
yfirbragðsmikið til að sjá?“
Er óhætt að fullyrða, að
kvæði Jónasar á ríkan þátt
í þeim vinsældum, sem Gaimard
og menn hans öðluðust hér á-
landi.
Vísindalegur tilgangur
— En hafa ekki Þjóðverjar
einnig skrifað töluvert af ferða-
bókum um ísland?
— Jú, á 19. öld fara Þjóðverjar
einnig að koma hingað og rita
bækur um ferðir sínar. Tilgangur
þeirra var yfirleitt vísindaleg-
ur. Bera bækur þeirra þess
merki.
Nokkrir Danir hafa einnig ritað
endurminningar sínar um dvöl
sína hér á landi. Þá ber og að
geta þess, að eftir miðja 19. öld
koma nokkrir Bandaríkjamenn
hingað, sem rituðu léttar og
skemmtilegar ferðabækur frá ís-
landi.
Endurminningar hermanna
— Hvecnig reiðir svo þessari
bókmenntagrein af á 20. öldinni?
— Á 20. öldinni er haldið á-
fram að skrifa og gefa ús ferða-
bækur um ísland. En gildi þeirra
er mjög misjafnt, enda viðhorfin
orðin allt önnur en áður. Sér-
kennilegur flokkur erlendra
ferðabóka um ísland á þessari
öld, eru endurminningar her-
manna og hershöfðingja frá dvöl-
inni hér í síðari heimsstyrjöld-
inni. Flestar þeirra bóka eru
enskar, en einnig nokkrar ame-
rískar. Bakgrunnur þeirra er að
sjálfsögðu ísland stríðsáranna,
eins og hermönnunum kom það
fyrir sjónir, Reykjavík borg ljósa
og alsnægta, fsland land storma
og vegleysa, þjóðin fámálug og
innhverf, stúlkurnar fallegar og
glæsilegar.
Heillandi lesefni
— Hvaða bók af hinum er-
lendu ferðabókum þínum þykir
þér vænzt um?
— Ég held að það sé frásögn
af sjóslysi, er enska skipið Jean
fórst fyrir norðan ísland árið
1826. Um 40 skipverjar af því
komust lífs af við illan leik til
Grímseyjar. Rak þá þangað á
björgunarbátunum. Dvöldust þeir
í Grímsey í nokkra daga og siðar
um tveggja mánaða skeið á Akur-
eyri. Bók þessi er mjög fágæt.
Hún er prentuð í Aberdeen árið
1826. Höfundur hennar var skips-
læknirinn. Er frásögn hans mjög
skemmtileg. Greinir hann frá því
fólki, er hann kynntist á fslandi,
m.a. þeim Grími Jónssyni amt-
manni á Möðruvöllum og Gunn-
laugi Briem, langa langafa mín-
um. Einnig minnist hann kynna
sinna við Baldvin Einarsson, sem
þá var sýsluskrifari á Akureyri.
Var Baldvin Einarsson samskipa
skipbrotsmönnum til Shetlands-
eyja.
Ferðabækur eru heillandi les-
efni, segir Þórður Björnsson að
lokum. Þrátt fyrir ýkjur og mis-
sagnir sumra þeirra bregða þær
þó upp merkilegum myndum frá
liðnum tíma.
Við óskurn öllum nemendum okkar gleðilegra jóla
og farsœls komandi árs!
Einar Pálsson, Baldur Ingólfsson,
Hjálmar Ólafsson, Ingi Jóhannesson.
Glœdelig jul og et godt nyt&r!
Edith Gudmundson
Felices Navidades y prospero
Ana Nuevo!
Pedro Riba
S Novym Godom!
Tomas
We Wish a Merry Christmas and a Tlappy New Year
to all our pupils!
Leo Munro, Glenn Eyford,
Philip Morris, May Newman.
Per tutt molti auguri per il Natale e per l’anno
nuovo!
Ange Francioni
Joyeux NoCl et bonne année vous souhaite votre
nouveau projesseur de frangais!
Ein fröhliches Weihnachtsfest wiinschen Ihnen
Margaret Arent und Heinrich Beck
Vér óskum öllum nemendum vorum, fyrr og síðar,
gleðilegra jóla!
WáLiLólinn Wi
imæ
S.Bj.