Morgunblaðið - 24.12.1959, Page 17
Fimmtuaagur 24. des. 1959
MORCVTSBLAÐIÐ
17
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 12.
ítalía: Hátíðahöldin hefjast á að-
fangadag með miklum skrúð-
göngum til kirknanna í Róm, sem
allar fyllast um miðnætti. Menn
hlýða þar á messur, sem standa
fram í morgunsárið. Margir fara
frá einni kirkjunni til annarrar,
til þess að heyra sem flesta
söngva. í heimsstyrjöldinni síðari
tóku margir Italir þann sið eftir
Þjóðverjum, að hafa jólatré, og
breiðist hann ört út.
★
Grikkland: Þótt Grikkir séu grísk
kaþólskrar trúar, halda þeir jóla-
hátíð 25. des., en ekki 6. janúar.
Sú breyting varð þegar Grikkir
hurfu frá Júlíanska tímatalinu og
tóku upp hið Gregoríanska árið
1923. Margir Grikkir í Aþenu
hafa tekið upp vestræna jólasiði,
en í sveitum er haldið við ýmiss
konar gömlum venjum.
★
Kýpur: í fyrsta sinn í fjögur ár
fá Kýpurbúar að njóta jólagleð-
innar, án þess að eiga yfir höfði
sér bardaga, sprengingar, fjölda-
handtökur og útgöngubönn. —
Munu þeir halda jól í samræmi
við trúarbrögð hvers þjóðarbrots.
★
Spánn: Jólahátíð Spánverja er
hátíð heimilanna eins og svo víða.
Flestir hefja hátíðina á aðfanga-
dagskvöld. Þá er mikið etið og
enn meira drukkið og allir
skemmta sér þar til dagur renn-
ur. Áætlað er, að í Madrid drekki
hver íbúi Vi flösku af einhvers
konar víni, mest léttum vínteg-
undum.
IV. Trúin sterkari
en kommúnisminn
Austur-Evrópurikin: — f komm
únistaríkjunum hefur svo verið
undanfarin ár, að jólin hafa
verið bannfærð. Nú er svo
að sjá, sem stjórnarvöldin séu að
láta undan siga fyrir vilja og
trúarbrögðum fólksins, og er það
vissulega gleðilegt.
t Austur-Þýzkalandi virðast
jólin ætla að verða líflegri en
undanfarin ár. Yfirvöldin hafa
gert sitthvað til þess að hafa
auknar neyzluvörur í verzlunum,
jafnvel verða þar nú nýir ávext-
ir, sem eru sjaldgæf sjón austur
þar. Meira verður um skemmt-
anir fyrir börn og fullorðna.
Sama er að segja um Rúmeníu.
Jólin þar virðast aftur ætla að
verða gleðihátíð, en áður hefur
verið bannað að skreyta tré ljós-
um og gjöfum, og stjórnin reynt
að strika algerlega út öll hátíða-
höld í sambandi við þessa trúar-
hátíð. Síðan 1957 hefur þó verið
leyft að selja jólatré undir nafn-
inu vetrartré.
íbúar Rúmeníu eru sambland
af ýmsum trúflokkum, og í sam-
ræmi við það byrja hátíðahöldin
6. des., sem er dagur heilags
Nikulásar, en hann er jólasveinn
kaþólskra manna. Þau enda með
jólum grísk-kaþólskra, sem eru
frá 6. til 9. janúar.
Kirkjur eru allar fullar á þess-
um tíma, enda þótt stjórnarvöld-
um sé það mjög á móti skapi.
í Búlgaríu eru jólin ekki merkt
á almanökum, og kommúnista-
stjórnin hefur reynt að færa há-
tíðahöldin yfir á áramótin. Meiri-
hluti þjóðarinnar heldur þó jól
sín leynilega, samkvæmt grísk-
kaþólska tímatalinu, 6. til 9.
janúar.
Þá eru allar kirkjur fylltar, og
í sveitum höggva bændur viðar-
boli og láta á elda sína. Fyrir
þetta geta menn fengið refsingu,
þar sem bannað er að höggva
trén. Þegar viðarbolirnir eru
komnir á eldana, telja heima-
menn neistana, sem fljúga upp
í skorsteinana. Því fleiri neistar,
þeim mun betra verður komandi
ár.
í Júgóslavíu er jóladagur ekki
viðurkenndur, og er ætlazt til að
menn mæti til vinnu þann dag,
eins og aðra daga. Engu að síður
halda að minnsta kosti % hlutar
þjóðarinnar jólin hátíðleg, hver
eftir sínum trúarbragðavenjum.
er í heiðri haldinn í mörgum
sveitaþorpum, að öll fjölskyldan
leikur einhver húsdýr. Á það að
tákna fjárhúsið, þar sem Kristur
fæddist. Faðirinn galar eins og
hani, móðirin leikur hænu og
börnin herma eftir kúm, kindum
og kjúklingum.
Nú virðist sem jól í Ungverja-
landi verði skemmtilegri og há-
tíðlegri en mörg undanfarin ár.
Ríkisstjórnin hefur flutt inn
nýja ávexti og ýmiss konar
neyzluvörur frá Vesturlöndum,
til þess að lífga upp á hátíðina.
Allir halda hátíð, en kommúnist-
ar halda ekki trúarhátíð, heldur
kalla þeir jólin nú Hátíð greni-
trjánna og í stað heilags Nikulás
ar hafa þeir náunga, sem nefnist
Vetur gamli.
V. Babföt
og bjarndýrasteik
Brazilía: í 30 stiga hita skreyta
Brazilíubúar búðarglugga sína og
setja upp jólatré með gervisnjó.
Menn ferðast mikið á þessum
tíma, því að brazilíumenn eiga
yfirleitt stórar fjölskyldur, sem
reyna að koma saman,
ef mögulegt er, til þess að halda
jólin hátíðleg. Brazilíumenn eru
kaþólskir og byrja alls staðar há
tíðina á messum um miðnætti á
aðfangadagskvöld.
★
Argentína: — Jólin í Argentínu
marka byrjun sumarleyfatíma-
bilsins og vinsælustu jólagjafirn-
ar eru ýmiskonar sumarfatnaður
eða baðföt. í borgunum
miklir hitar, því hásumar er, og
koma rafmagnsviftur í stað hita
veitunnar okkar.
★
Alaska: — Jólamaturinn er
margbreytilegur í Alaska.
borgunum er aðallega borðuð
Kanada-gæs, hreindýrasteik eða
elgur, en í afskekktari bæjum
selur eða villibráð. En í Point
Barrow koma Eskimóarnir sam-
an til að borða bjarndýrasteik
eða hrátt, frosið kjöt.
VI. Gervisnjór
Ghana: Tímabilið milli jóla og
páska er hið heitasta í Ghana.
Mikill hluti íbúanna dvelst á
baðströndum um jólin. Þeir, sem
eru kristnir, fara í kirkju, og s
eftir skiptast þeir á gjöfum, sem
tekið hafa upp þann hátt Evrópu-
búa og Ameríkumanna. Eingöngu
hægt að hafa gervijólatré og
gervisnjó, því að lifandi tré
skrælna strax í hinum mikla hita.
★
Suður-Afríka: — Fyrir mörgum
árum var innleiddur nýr jóla-
siður í Jóhannesarborg, sem
breiðzt hefur út til flestra borga
Suður-Afríku. Er hann nefndur
„Sálmar við kertaljós". Á opnum
svæðum, eins og til dæmis við
Dýragarðstjörnina í Jóhannesar-
borg, safnast saman hundruð
barna úr kirkjukórum borgarinn-
ar, halda á logandi kertum og
syngja jólasálma, meðan leiknar
eru myndir úr sögunni um
Betlehem. 1 ár mun svo stórum
vélknúnum sleða verða ekið að
uppljómuðu jólatré, sem þar
stendur. Borgarbúar lesta síðan
sleðann jólagjöfum, sem dreift
verður meðal fátækra barna. í
fyrra söfnuðust þarna þrír vöru-
bílfarmar af gjöfum.
Þar sem jóladagur er oft heit-
asti dagur ársins, leita margir
borgarbúar til fjaiia eða á bað-
strendurnar.
VII. Grenitrjám
stolid úr görðum
Ástralía: Einkennandi fyrir undir
búning jólahátíðar í ár er hin
góða afkoma manna í Ástralíu.
Hugsa kaupmenn því gott til jól-
anna.
Þrátt fyrir hitann (ca. 37 stig),
beinast skreytingar í þá átt að
minna á vetur. Gervisnjór er not-
aður í ríkum mæli, bæði í glugg-
um verzlana og á trjám.
Á aðfangadagskvöld safnast
Ferð/r strœfisvagnanna um jólin
STRÆTISVAGNAR Reykjavík-
ur bjóða bæjarbúum að vanda
frítt far með vögnunum á að-
fangadagskvöld jóla. Ekið verður
sem hér segir þá og aðra daga um
hátíðarnar:
Þorláksmessa:
Ekið til kl. 1.00 eftir miðnætti.
Aðfangadagur jóla:
Ekið á öllum leiðum til kl.
17.30. —
ATH. — Á eftirtöldum átta
leiðum verður ekið án fargjalds,
sem hér segir:
Leið 13. Hraðferð — Kleppur:
Kl. 17.55, 18.25, 18.55, 19.25,
21.55, 22.25, 22.55, 23.25.
Leið 15. Hraðferð — Vogar:
Kl. 17.45, 18.15, 18.45, 19.15,
21.45, 22.15, 22.45, 23.15.
Leið 17. Hraðferð — Austur-
bær-Vesturbaer:
Kl. 17.50, 18.20, 18.50, 19.20,
21.50, 22.20, 22.50, 23.20.
Leið 18. Hraðferð — Bústaða-
hverfi:
Kl. 18.00, 18.30, 19.00, 19.30,
22.00, 22.30, 23.00, 23.30.
Leið 2. Seltjarnarnes:
Kl. 18.32, 19.32, 22.32, 23.32.
Leið 5. Skerjafjörður:
Kl. 18.00, 19.00, 22.00, 23.00.
Blesugróf — Rafstöð — Selás'
— Smálönd:
Kl. 18.30, 22.30.
Leið 22. Austurhverfi:
Kl. 17.45, 18.15, 18.45, 19.15,
21.45, 22.15, 22.45, 23.15.
★
Jóladagúr: Ekið frá kl. 14—24.
Annar jóladaður: Ekið frá kl.
9—1 e. m.
Gamlársdagur: Ekið til kl.
17.30.
Nýársdagur: Ekið frá kl. 14
—24.
Lækjarbotnar:
Aðfangadagur jóla: Síðasta
ferð kl. 16.30.
Jóladagur: Ekið kl. 14 — 15.15
— 17.15 — 19.15 — 21.15 — 23.15.
Annar jóladagur: Ekið kl. 9 —
10.15 — 13.15 — 15.15 — 17.15 —
19.15 — 21.15 og 0.15.
Gamlársdagur: Síðasta ferð
kl. 16.30.
Nýársdagur: Ekið kl. 14 —
15.15 — 17.15 — 19.15 — 21.15
— 23.15.
Sérstök athygli skal vakin á
því, að á aðfangadagskvöld verð-
ur ca 2 klst. hlé á akstri enda
eru taldar upp allar þær ferðir,
sem farnar verða, og aðrar ekki'.
HAFNARFJÖRÐUR
Ferðir Hafnarfjarðarvagna
verða sem hér segir:
Aðfangadagur: Síðustu ferðir
kl. 5 síðd.
Jóladagur: Ferðir hefjast kl.
14 og verða til kl. 24.30.
Annar jóladagur: Ferðir hefj-
ast kl. 10 og verða til kl. 24.30.
Gamlársdagur: Síðustu ferðir
kl. 5 síðd.
Nýjársdagur: Ferðir verða frá
kl. 14—24.30.
KÓPAVOGUR
Strætisvagnar Kópavogs:
Aðfangadagur: Ekið eins og
venjulega til kl. 17.30. Eftir þann
tíma verða hringferðir um Kópa-
vog á klukkutíma fresti frá kl.
18—22.
Jóladagur: Akstur hefst kl. 14
og verður ekið eins og venjulega
til kl. 24.
Annar jóladagur: Ekið frá kl.
10 f. h. — 0.30.
Gamlársdagur: Ekið eins og
venjulega til kl. 17.30.
Nýjársdagur: Ferðir frá kl.
i 14 til 24.
Það er gamall siður, sem enn «menn saman í almenningsgörðum.
aðalborganna og syngja jóla-
sálma við kertaljós.
★
Nýja-Sjáland: Sumarið er á há-
marki á þessum tíma og er því
um margt að velja til skemmtun-
ar. Menn geta farið í allskyns
ferðalög, ef þá fýsir að komast úr
ys og þys stórborganna Evrópsk-
ir innflytjendur hafa sett tölu-
verðan svip á jólasiði. Þar gegna
jólatré t. d. miklu hlutverki, og á
vissurn stöðum getur enginn, sem
á grenitré í garði sínum, verið
viss um áð halda því þar óáreittu.
Ljósmyndastofa Þórarins Sigurðssonar
Það tilkynnist öllum hér með að ég hefi selt Þóri H. Óskars-
arssyni ljósmyndastofu mína. — Viðskiptavinum mínum
öllum þakka ég fyrir næguleg viðskipti og vænti þess að
þeir lti hinn nýja eiganua njóta viðskiptanna áfram. Sér-
staka athýgli vil ég vekja á því að allar þær filmur er ég
hefi tekið á undanförnum árum eru nú í eigu hins nýja
eiganda og ber öllum viðkomandi að snúa sér til hans ef
óskað er eftir eftirpöntunum.
Reykjavík, 22. desember 1959.
Virðingarfyllst
Þórarinn Sigurðsson.
Ljósmyndastofa Þórir H. Óskarssonar
Samkvæmt ofanrituðu hefi ég keypt ljósmyndastofu Þór-
arins Sigurðsson. Myndi mér því vera sönn nægja af því að
mega skipta við hans fyrrverandi viðskiptavin. Mun ég
starfa á Svipuðum grundvelli og Þórarinn þ.e. annast allar
myndatökur utan stofu, sem sem heimamyndir, samkvæm-
ismyndir o. m. fl. Aherzla verður lögð á fljóta og vandaða
afgreiðslu.
Reykjavík, 22. desember
Þórir H. Óskarsson, ljósmyndari.
Um jólin
Myndatökur í heimahúsum
Pöntunum veitt móttaka í síma 11367
Þórir H. Óskarsson, ljósmyndar,
Kvisthaga 3. — Sími 11367, Reykjavík.
Tilkynning
Vegna vaxtareikninga verða sparisjóðsdeildir bank-
anna í Reykjavík lokaðar miðvikudag og fimmtudag
30. og 31. desember 1959.
Auk þess verða afgreiðslur aðalbankanna og úti-
búanna í Reykjavík lokaðar laugardginn 2. janaúr
1960.
Athygli skal vakin á því að víxlar, sem falla í
gjalddaga 30. desember verða afsagðir fimmtudag-
inn 31. desember, séu þeir eigi greiddir eða fram-
lengdir fyrir lokunartíma bankanna þann dag.
LANDSBANKI ISLANDS
BÚNAÐARBANKI ISLANDS
tJTVEGSBANKI ÍSLANDS
IÐNAÐARBANKI SLANDS H.F.