Morgunblaðið - 24.12.1959, Page 24
288. tbl. — Fimmtudaguf 24. desember 1959
Einn kunnasti fiskifræðingur
okkar boðar:
Straumhvðrf
í síldveiðum
Stærri og smærri fiskiskip gsk
stundað síldveiðar nieð flotvorpu
UM hádegisbilið í gær skreið
hér inn á Reykjavíkurhöfn
togarinn Neptúnus. Hefur tog
arinn verið á tilraunaveiðum
með flotvörpu fyrir togara.
Hafa þessum tilraunum stjórn
að Bjarni skipstjóri Ingimars
son á Neptúnusi og Jakob
Jakobsson fiskifræðingur. —
Byrjuðu þeir fyrst að vinna
saman að þessum tilraunum
Jakob Jakobsson
fiskifræðingnr
árið 1956. — Við erum mjög
ánægðir með árangurinn,
sagði Jakob Jakobsson fiski-
fræðingur í samtali við Mbl.
í gær. — Og hann hætti síðan
við: Ég þori að fullyrða að
þessar tilraunir muni valda
straumhvörfum í sögu síld-
veiða íslendinga.
Tilraunirnar
Mér er sjálfum vel ljóst, sagði
Jakob, að hér er sterklega að
orði kveðið. En svo raunhæfur
varð áranigurinn að tilraununum
í þetta skipti, að segja má, að bú
ið sé að leysa vandann við að
stærri og smærri fiskiskip okk-
ar geli stundað síldiveiðar með
flotvörpu. Jafnhliða tilraunun-
um á Neptúnusi voru gerðar til-
raunir með flotvörpur fyrir
minni fiskiskip.
1 þessari tilraunaferð, sem var
önnur á þessu hausti, vorum við
I vikutíma. Er við komum á mið
in og hófum veiði, komu í ljós
ýmsir vankantar á flotvörp-
unni. Það gekk prýðilega að Sá í
hana síld. Vandinn var að kom-
ast hjá því að sprengja vörpuna.
Það var því fyrirsjáanlegt, að
enn þurfti að gera breytingar á
flotvörpunni. Vegna hæfni og
dugnaðar skipshafnarinnar á
Neptúnusi, reyndist mögulegt að
framkvæma veigamiklar breyt-
ingar, sem gjörsamlega réðu. úr-
slitum um veiðihæfni flotvörp-
unnar. En eftir það urðu líka mik
il umskipti. Tog brást ekki hjá
okkur. ' v v - » •
Athuganir okkar leiddiu í ljós
að ef togað var í gegnum 10—15
faðma þykka torfu, komu að jafn
aði í vörpuna 15 tunnur sdldar
á einni einustu mínútu. Þegar
bezt gekk fengum við 160 tunn-
ur eftir 6 mínútna tog, sagði
Jakob Jakobsson.
Spurningunni um það hvað nú
liggi fyrir, svaraði Jakob á þá
leið, að æskilegast væri að hægt
væri að fá togara til áframhald-
andi veiði með flotvörpuna,
helzt út janúar, og svo þyrfti að
hefja veiðar aftur með vörpuna
í marz og april, þegar síldin kem
ur á hrigningarsvæðin. — Næsta
haust er og aðkallandi að hefja
veiðarnar um leið og síldarinnar
verður vart og stefna ber að því
að fá um það sem fyrst fulla vitn
eskju hve langt síldveiðitímabilið
sé. —
I sambandi við veiðitilraunirn
ar með sænsku flotvörpuna á tog
skipinu Hafþór frá Neskaupstað,
sagði Jakób að sýnt væri að síld
veiðar megi stunda með góðum
árangri. Varpan hefur sannað
ágæti sitt. Við þurfum að gera
Bjarni Ingimarsson
skipstjóri
nokkru sterkari vörpu en Svíarn
ir því þeirra er ekki nóg-u sterk
lyrir okkar aðstæður, sagði Jak-
ob Jakobsson að lokum.
Geta má þess, að Neptúnus
landaði 1000 tunníur síldar eftir
þessa veiðiför.
Myndin er tekin af hinni sögulegu athöfn í Marmarahöllinni í Teheran á mánudaginn, þegar írans-
keisari gekk að eiga Farah Diba, sem er þriðja kona hans. Brúðurin var klædd brúðarskarti sem
vó 15 kílógrömm. Samskvæmt venju Múhameðs trúarkvenna svaraði hún ekki játandi fyrr en
presturinn spurði hana í þriðja sinn, hvort hún vildi giftast „konungi konunganna“. Viðstaddir
athöfnina voru ættingjar brúðhjónanna og ýmsir háttsettir embættismenn.
Jólafagnað-
ur Heim-
dallar
S HEIMDALLUR, F.U.S. efnir 5
| til jólafagnaðar í Sjálf-;
\ stæðishúsinu á annan í jólum. s
s Húsið verður opnað kl. 20,30, )
) en lokað kl. 23,30. ■
| Vegna þess að alltaf hafa s
S komizt færri á þessa jólafagn í
S aði Heimdallar en viljað hafa )
) hefur það ráð verið tekið að ^
■ láta engan einstakan hafa s
s fleiri en 4 miða. í
S Aðgöngumiðar verða ekki ■
) teknir frá ,en aðgöngumiða- s
| sala hefst kl. 4 á annan í jól- s
s um í Sjálfstæðishúsinu. )
Slys og ófarir
HELSINKI, 23. des. NTB—FNB.
Fjórir menn á finnska lóðsbátn-
um „Delta“ eru staddir í lífs-
hættu. Báturinn strandaði í dag
nálægt Hangö. Björgunarskip hef
ur þegar verið sent á vettvang
til að reyna að draga „Delta“ af
skerinu, en aðstæður eru mjög
erfiðar vegna veðurofsa og sjó-
gangs. —
TÓKÝÓ, 23. des. — Reuter. —
Atján kolanámumenn, sem lok-
uðust inni í námugöngum á Norð-
ur-Kyusju, suðlægustu eyju Jap
ans, eftir að nokkxar sprenging-
ar áttu sér stað í námunni, eru
nú taldir af. Fjórir námumenn
létu lífið þegar í stað og 17 særð
ust, þegar sprengingarnar urðu.
Námuyfirvöldin hafa farið þess
Thorvaldsson kosinn
flokksforingi í Kanada
í NÝLEGA útkomnu blaði af
Lögberg-Heimskringla er frá því
skýrt, að Gunnar Sólmund.ir
Thorvaldson, senator, hafi verið
kosinn formaður Conservative-
flokksins kanadiska. Var Thor-
valdson kosinn formaður í einu
hljóði á þingi flokksins í Ottawa,
Jólalegf á Siglufirói
Kveikt á jólatré togararnir i heimahöfn
SIGLUFIRÐI, 23. des,— í gær
og í dag hefur verið unnið að
því að koma fyrir jólatrénu,
sem Siglufjarðarbæ barst frá
vinabæ sínum, Herning í Dan-
mörku. Verður kveikt á trénu
kl. 9 í bvöld.
Baldur Eiríksson, formaður
norræna félagsins hér afhendir
tréð fyrir hönd vinabæjarins,
en Sigurjón Sæmundsson, bæj-
arstjóri þakkar. Egill Stefánsson
kaupmaður, danskur ræðismað-
ur hér á staðnum, mun kveikja
á trénu. Lúðrasveit leikur með-
a > á athöfninni stendiur og
kirkjukórinn mun syngja jóla-
sálma.
Hér á Siglufirði hafa menn
skreytt hús sín með mislitum
ljósum að undanfömu. Slíkum
ljósum hefur einnig verið kom-
ið fyrir á sumum söltunarstöðv-
unum og settur það hátíðasvip á
bæinn.
Báðir bæjartogararnir verða í
heimahöfn um jólin. Hafliði los-
aði 130 tonn af fiski til frysting-
ar í dag, en Elliði'kom frá Rvík
í morgun, en þar hefur hann ver-
ið í viðgerð.
Hér er ágætis veður, logn og
frostlaust. Talsverður snjór var
kominn, en allar götur hafa ver-
ið mokaðar. Er mjög jólalegt hér
um að lítast í dag hvað sem verð
ur næstu daga. — Guðjón.
er 2000 fulltrúar sátu.
Thorvaldson er 58 ára, lögfræð-
ingur að menntun og hefur getið
sér góðan orstír á því sviði. Hann
átti sæti í fylkisþinginu í Mani-
toba frá 1941 til 1949, var kosinn
forseti verzlunarráðsins í Winni-
peg 1953 og 1945 og forseti verzl-
unarráðs Kanada 1954 og 1955.
Hann hefur alla ævi verið styrk-
ur stuðningsmaður Conservative
flokksins, og er Difenbaker kom
til valda var Thorvaldson skip-
aður senator.
Gunnar Sólmundur er af ís-
lenzkum foreldrum, en fæddur í
Kanada. Hann hefur verið full-
trúi Kanada í laganefnd Allsherj-
arþings Sameinuðu þjóðanna og
átt þar vinsamleg samskipti við
íslendinga.
Höíiiir prýdd
í GÆR voru ekki mjög mörg skip
inni í Reykjavíkurhöfn, en þau,
sem þar voru, voru ljósum prýdd.
Var Gullfoss mjög fagurlega
skreyttur með jólatré í stafni og
skut. Við togarabryggjurnar lágu
nokkrir togarar, en ljós voru
ekki komin upp á þeim er tíðinda
maður blaðsins leit yfir höfnina
síðdegis í gær. „ ~ - -
á leit við ættingja námumann-
anna 18, að þeir gefi leyfi til að
veita megi vatni inn í námugöng
in til að koma í veg fyrir frek-
ari sprengingar.
RIO DE JANEIRO, 23. des. —
Reuter: Óttazt er að yfir 60
manns hafi látið lífið þegar tvær
flugvélar rákust á í lofti og
steyptust í logum niður í eina af
útborgum Rio de Janeiro. —
Slökkviliðsmenn, hermenn og
lögregla unnu í alla nótt að því
að grafa í rústirnar. Það var far
þegaflugvél með 32 menn innan-
borðs sem rakst á æfingaflugvél
frá hernum nálægt alþjóðaflug-
vellinum við höfuðborgina. All-
ir 1 farþegaflugvélinni létu lifið,
en flugmaður æfingavélarinnar
bjargaði lífinu í fallhlíf. Talið
er að um eða yfir 30 manns hafi
farizt á svæðinu þar sem hin
brennandi flök komu niður. Fjög
ur hús eyðilögðust gersamlega.
Er þetta fjórða stóra flugislysið
í Brazilíu á einu ári.
CATANIA, Sikiley, 23. des. —
Reuter. — Margar gluggarúður
mölbrotnuðu í Catania í morgun
þegar jarðskjálftakippur fór um
borgina, sem. er önnur stærsta
borg Sikileyjar. Fólk flúði í of-
boði út á göturnar, en manntjón
varð ekki, svo vitað sé. Catania
stendur nálægt hínu fornfrægá
eldfjalli Etnu. — Jarðskjólftans
varð einnig vart í Palermó, höf-
uðborg eyjarinnar, og í Sýrá-
kúsu á suðvestanverðri eynni.
LE MANS, Frakklandi, 23. des.:
Reuter: — Franska skáldið
Herve Bazin var lagður inn á
sjúkrahús í dag í dái eftir að
hafa lent í bílslysi. Bazin er bæði
kunnur sem ljóðskáld og skáld-
sagnahöfundur. Hann á sæti í
Concourt-akademíunni.
MANILA, 23. des. Reuter: — Sjó-
ræningjar hafa tekið nokkra kaf-
ara höndum og halda þeim sem
gislum til að þvinga fram lausn-
argjald. Það voru níu kafarar á
Sulu-eyjaklasanum, sem urðu
fyrir árásinni, þegar þeir voru að
kafa eftir fiski. Einn þeirra var
særður hættulega en komst und-
an, meðan félögum hans var
smalað upp í seglskútu sjó-
ræningjanna.