Morgunblaðið - 31.12.1959, Side 4
4
MORCUMtT.AÐIÐ
Fimmtudagur 31. des. 1959
— Um Islenzka
nútlmaljóðlist
Frh. af bls. 3.
að „nota allt orkestur málsins".
En um þetta má vitaskuld deita
endalaust. Frá minum bæjardyr-
um séð er það á engan hátt við-
spyma við módernismanum að
grípa til formsatriða sem áður
voru við lýði, heldur sé það oft
á tíðum algerlega í anda hans.
Skal ég -ökstyðja það nokkru nán
ar.
Hugo Friedrich telur eitt af höf
uðein^ennum módernismans vera
það sem hann kallar „Sprach-
mágie“, þ. e. seiður í máli. Er
vel skiljanlegt að svo skuli vera,
því módernisminn er stefna sem
skírskotar að miklu leyti til hins
„djúpsýkkíska" í manninum. Nú
er því þannig varið að hér á landi
hefur verið iðkuð ljóðlist sem að
verulegu leyti er grundvölluð á
„Sprachmagie", þó með öðrum
hætti sé og gekk stundum svo
langt að hún varð takmark í
sjálfri sér, kveðskapurinn varð
merkingarlaus, abstrakt smíði
samhljóma. En formtradisjón okk
ar er fyrst og fremst þ-ssi „mag-
ie“, þ. e. samleikur hljóðstafa,
hrynjandi og ríms. Og sú syntesa
sem ég var að tala um á að vera
fólgin í því að nýta þessa hefð
í þágu hins nýja sem módernism-
inn hefur fært okkur. Skal ég
stuttlega víkja að þessum forms-
atriðum, hverju fyrir sig, og
draga það fram sem mér finnst
jákvætt um þau. 1) Stuðlasetn-
ingin er kynlegt fyrirbæri og ó-
ljóst hvernig til er orðin; hún
getur átt ríkan þátt í að magna
Ijóðformið, auka spennu þess.
Finnst mér þetta koma allskýrt
fram í síðustu Ijóðabók Sigfúsar
Daðasonar, þar sem þrjú síðustu
ljóðin eru stuðluð, hin ekki. 2)
Bundin hrynjandi er engu síður
en hin frjálsa hæf til að túlka
hljóðfall þess tíma sem við lifum
á. Sé henni hnikað til margvís-
lega öðiast hún þann hraða og
þann ómstríða blæ sem einkennir
nútímann, og bezt er túlkað í nú-
tímatónlist, en kom ef til viil
hvergi jafn áþreifanlega í ljós og
í dansi bandaríska balletsins hér
á dögunum. Ekkert íslenzkt skáid
hefur náð þessari hrynjandi fram
í ljóð sín til jafns við Snorra
Hjartarson; má einkum benda á
síðari bók hans, „Á Gniitaheiði".
3) Rími hættir til að breytast úr
hljómfegurð í dauðar romsur, úr
mátulegri prýði í óþarfa flúr,
og óþarfa flúr er ólistrænt í aug-
um nútimamanna, eins og bygg-
ingarlist samtímans sýnir. Lítum
á gott dæmi ofhlæðisins, vísu eft-
ir Jón Maríuskáld: „Mey blíðust
móðir/mæt ágætust sæta/mild af
góðvild/mærin æruskæra/fullvar
náðar/fljóðið rjóða góða/fróm af
ljóma/sóminn óma blóma“ Hví-
lík skelfing, og þó var þetta ny-
tízkulegt á sínum tíma, skáldið
íór hér að eins og myndlistar-
menn á hans dögum þegar þsir
hlóðu margs kyns skrauti á lík-
neskjur heilagrar frúar. En tök-
um vísu Páls Ólafssonar sem
dæmi um magískan kraft rímsins
sé rétt að farið: „Rangá fannst
mér þykkjuþung/þröng mer
sýndi dauðans göng/svangan
vildi svelgja lung/söng í hverri-
jakaspöng.“ Hér er um að ræða
„Sprachmagie" vegna þess að
híjómur orðanna galdrar fram
hug skáldsins, þann stað og þá
stund sem sagt er frá.
Af þessu yfirliti sést að ég álít
að stuðlasetning, bundin hrynj-
andi og rím búi allt yfir jákvæð-
um, eiginleikum sem enn sé hægt
og eigi að nýta í þágu nútíma-
ljóðsins. Ég tel ekki að þetta séu
fomgripir, heldur hjálpartæki
sem standa nútimaskáldinu til
boða og þeim eigi að beita þegar
þau geta á einhvern hátt aukið
gildi kvæðis. Ég álít ekki að
þetta þrennt komi á neinn hát.t
við þeim umbrotatímum sem við
lifum á og ég gat um hér að
framan og sé því ekki fyrir þvi
skáldi sem hyggst túlka þá.
Sicy. A. Magnusson:
Fersk
Ijóðlist
Ég var fenginn til að tala hér
— eða öllu heldur neyddur til
þess — með mjög stuttum fyrir-
vara á langmesta annatíma árs-
ins — fyrir okkur blaðamennina
ekki síður en kaupmennina og
húsmæðurnar. Það sem ég segi
hér í kvöld verðúr því ekki
skipulegt erindi, heldur bara
lauslegt rabb um eitt og annað í
skáldskap. Ég held helzt að
prófessor Sigurður Nordal hafi
stefnt okkur Hannesi hingað sam
an í þeirri von að við færum í
hár saman eða a.m.k. kapprædd-
um um skáldskapinn eins og
þeir Lúther og dr. Eck um guð-
fræðina. En ég er alls ekki viss
um að skoðanir okkar á skáld-
skap séu svo ýkjasundurleitar
þegar um grundvallaratriði ræð-
ir, þó við kunnum að geta deilt
um formið.
Mér skilst að það sé nútíma-
ljóðlist sem hér sé á dagskrá, þó
það hafi raunar ekki staðið í
fundarboðinu. Okkur er sem sagt
haslaður víður völlur og þá er
jafnan heppilegt að velja sér af-
markað svæði. Ég hef áður talað
dálítið um myndsköpun í ljóð-
list hér í Háskólanum og skal
reyna að endurtaka ekki það
sem þá var sagt, en sannleikur-
inn er sá að þessi þáttur verður
alltaf nærtækur þegar rætt er
um efnið. Þess vegna kemst ég
víst ekki hjá að víkja að honum
hér á eftir.
Ég hef stundum verið spurður
hvernig á því standi að ég hall-
ist að orþódoxíu í trúmálum en
atómstefnu í Ijóðlist? Spurningin j
er að vísu dálítið villandi, því
ég hef aldrei talið mig sérstakan
formælanda eða áhanganda atóm
stefnunnar — hvað svo sem hún
nú er — nema ef krafan um
ferska Ijóðlist telst atómstefna.
Spurninguna mætti líka orða
svona: Hvernig er hægt að vera
orþódox í trúmálum en radíkal í
skáldskap? Þegar svo er spurt,
gera menn sér naumast grein
fyrir hvað um er að ræða. —
Orþódoxía og radíkalismi eru
nefnilega í eðli sínu engar and-
stæður. Orþódoxían er ekki ann-
að en viðleitni við að halda fast
við kjarna trúarbragðanna, sem
í tilviki kristindómsins er kenn-
ingar Biblíunnar, frumkristninn-
ar og kirkjunnar á liðnum öld-
um. Þessar kenningar hafa tek-
ið á sig margvísleg form í rás
aldanna, en kjarninn hefur jafn-
an verið sá sami, þangað til líber
alisminn eða nýguðfræðin svo-
nefnda kom til sögunnar og
brenglaði öllu, hrærði saman
húmanisma, heimspeki og trú-
arbrögðum.
Ég lít á radíkalisma í skáld-
skap nákvæmlega sömu augum
og orþódoxíu í trúmálum. Hann
er viðleitni við að varðveita
kjarna ljóðlistarinnar, tilraun til
að greina aðalatriði frá auka-
atriðum, og varna því að formin
skyggi á eða útrými efninu.
Ef við lítum í sjónhendingu
yfir ljóðlist Vesturlanda, segjum
frá Sapfó eða Pindarosi fram á
okkar dag, þá verður fyrir aug-
um einkennilega margbreytileg
mýnd. Formin eru í sífelldri
breytingu og endurnýjun. Nýir
hættir koma til'sögúnnar, nýjar
aðferðir, ný viðhorf óg nýir
„skólar“. En kjarni ljóðsins
virðist jafnan vera sá sami.
Þetta verður jafnljóst ef Iitið er
yfir sögu íslenzkrar ljóðlistar frá
upphafi. Fjölbreytnin er ótrúleg,
og hver er kominn til að segja
hvaða form er íslenzkast, svo
vitnað sé í þetta stöðuga suð um
íslenzka ljóðhefð. Margir halda
því fram að rím sé ómissandi
; þáttur þessarar hefðar, en þeir
sem eitthvað vita um sögu ís-
■Jfc
lenzkrar ljóðagerðar vita líka að
þetta er ekki einu sinni hálfur
sannleikur. Hvað þá um ljóð-
stafi? Þeir hafa verið fylgjunaut
ar íslenzkra Ijóða frá upphafi.
Og þó — eru ekki álitlegar und
antekningar frá þeirri reglu?
Hvað um hinn dýrlega skáld-
skap, danskvæðin? Og er það
ekki vert íhugunar, að Jóhann
Sigurjónsson orti sitt langbezta
ljóð, þegar hann sleppti bæði
rími og ljóðstöfum?
Það er mála sannast að þessir
þættir ljóðsins voru og eru í
fullu gildi, meðan þeir haldast
ferskir og eðlilegir. En þegar
menn fara að apa formin hver
eftir öðrum án þess að gæða þau
fersku lífi, ja þá er verr farið
en heima setið. Það var vissulega
virðingarvert af höfuðskáldum
19. aldar að taka upp þráðinn,
þar sem hann var niður felldur
til forna, og reyna að endurriýja
hina gömlu og góðu hætti, forn-
yrðislag og ljóðahátt. En hvað
gerðist? Skáldin kunnu skil á
ytri einkennum þessara fornu
hátta og töldu sig geta endurlífg
að þá, en þeim sást mörgum
hverjum yfir hið innra eðli
þeirra. Þeir settu nýtt vín á
gamla belgi. Jón Helgason, pró-
fessor í Kaupmannahöfn, bendir
á það í ritgerð sinni „Að yrkja
á íslenzku", hvernig snillingar
á borð við Sveinbjörn Egilsson
og Bjarna Thorarensen mis-
þyrmdu í rauninni fornyrðislagi
með rangri stuðlasetningu. Hann
segir t.d.: „Ennfremur hafa síð-
ari skáld leyft sér það sem með
öllu hefði þótt óhæft á blóma-
skeiði háttarins, að stuðla með
svo umkomulitlum orðum sem
forsetningum og samtengingum".
Það sem ég er að leitast við
að árétta er sú einfalda og aug-
ljósa staðreynd, að gömul form
verða skáldum því aðeins not-
hæf að þau séu runnin þeim í
merg og bein — að túlkun skáld
anna finni hinn eina rétta farveg
í þessum formum. Það gerist að
sjálfsögðu oft, en þau dæmi eru
áreiðanlega jafnmörg eða fleiri,
að eldri form afskræmi eða bein
línis sálgi upprunalegri tjáningu
skáldsins. öll þau firn af kvæð-
Um og kveðlingum sem sett hafa
verið saman á Islandi undir góð-
um og gegnum hefðbundnum
háttum bera því átakanlegt vitni,
hve eltingaleikurinn við hefðina
getur verið áhættusamur.
Við þurfum ekki annað en
fletta upp í úrvali ljóða frá ár-
unum 1944—53, sem gefið var
út í fyrra, til að sannreyna
þetta. í þetta úrval voru tekin
ljóð eftir 43 af þeim 137 höfund-
um sem gefið höfðu út 178 Ijóða-
bækur á þessum tíu árum. Maður
gerir því ráð fyrir að í slíku úr-
vali sé garðurinn hár, svo það
ætti ekki að teljast lítilmann-
legt að ráðast á hann. Og hvað
kemur á daginn? Hér eru tvö
sýnishorn ,valin af mörgum fleiri
sem til greina koma:
H a u s t
Váleg er veðurátt
og vindagari,
loftið haustlegt og hrátt
með skýjafari.
Lítil blóm eiga bágt
í engu vari.
Tré standa blaðlaus og ber
í brekku sinni.
Sjórinn skvettist við sker
1 fjarðarmynni.
Hrollkalt, hrollkalt er mér
í veröldinni.
Undrií
Hann lagði af stað í ferðina,
er ljómaði dagur.
Þá Ijósið skein á vori, á grösin
ung og smá.
í glöðum móðurhuga var hann
fegurri en fagur,
hið fullkomnasta undur, er nokk-
urt auga sá.
Því hvert eitt lítið barn mun það
lán í fyrstu hljóta
að litið sé á það sem hið
fegursta á jörð.
Og fávís verður skipting hins
fagra og þess ljóta.
Þar finnur hver sinn dýrgrip
með lofi og þakkargjörð.
Og vöggugjöf hvers smábarns er
vonin ljósa, bjarta,
sem varpar mjúkum geislum á
það, sem enginn veit,
sú von er ríkust lifir í mildu
móðurhjarta,
og manni litlum skipar í úrvals-
drengja sveit.
Þetta eru sýnishorn úr úrvals-
ljóðum íslendinga á miðri 20.
öld. Af þeim mætti vera Ijóst að
hin margræddu hefðbundnu
einkenni íslenzkra ljóða eru eng-
anveginn einhlít til sæmilegs ár-
angurs í ljóðagerð, og það við-
urkenna auðvitað allir. Hins
vegar finnst mér þetta endalausa
hjal um sérstaka íslenzka ljóð-
hefð nánast hégómi, að öðru leyti
en því að tunga hverrar þjóðar
gefur vitanlega ljóðum ákveðin
einkenni, setur þeim takmörk,
ljær þeim sinn eigin blæ og sitt
sérstæða hljómfall. íslenzk Ijóð
hafa allt annan blæ en spænsk
ljóð eða grísk, en þessi greinar-
munur er sprottinn úr eðli tung-
unnar fremur en sérstökum brag
reglum. Af þessum sökum geta
þýðingar af einu máli á annað
aldrei orðið meira en svipur hjá
sjón, nema um beina endursköp-
un sé að ræða.
Aftur á móti held ég að tala
megi um alþjóðlega hefð í ljóð-
list, ákveðinn kjarna sem ein-
kennt hefur a.m.k. vissa þætti
ljóðagerðar á öllum tímum og í
flestum löndum. Ég undanskil
að sjálfsögðu epísk ljóð, sem í
megindráttum lúta lögmálum
frásagnarinnar, og ýmsar sér-
greinir Ijóðsins, svo sem skop-
kvæði, heimsádeilu og þesshátt-
ar.
Kjarninn sem ég hef í huga er
táknmál ljóðsin*, hinn mynd-
ræni þáttur þess, sem að mínu
viti er uppistaðan í allri góðri
ljóðlist. Þetta táknmál getur ver-
ið með ýmsu móti. Við könnumst
við íslenzkar kenningar til forna
sem voru frumlegt táknmál með-
an þær héldust ferskar. Kín-
verjar hafa eða höfðu sína sér-
stöku tegund af táknmáli sem
reynzt hefur Vesturlandabúum
erfið viðfangs. Og nútímaljóð-
skáld hafa einnig táknmál sem
segja má að sé sérkennilegt fyrir
þessa öld, þó margir nútíðar-
menn eigi erfitt með að lesa úr
því. Kjarninn hefur sem sagt
alltaf verið fyrir hendi, þó hann
hafi tekið á sig margvíslegar
myndir engu síður en kjarni
kristinnar trúar. Það er t.d. at-
hyglisvert að þau ljóðskáld sem
hæst ber í sögunni eru einmitt
skáldin sem áttu ríkasta mynd-
gáfu, skáld eins og Dante, Shak-
espeare og Bjarni Thorarensen,
sem var sérstakur snillingur á
þessu sviði.
Vitanlega hefur táknmál ein-
kennt skáldskap á öllum öldum,
svo það er engin nýlunda að
leggja áherzlu á það nú. En sag-
an sannar að tákn eru eins og
annar gróður, þau vaxa úr sér
og fölna, týna þeim ferskleik
sem þau áttu í öndverðu. Þetta
hefur átt sér stað um allar jarð-
ir, og þess vegna hefur nýsköp-
unin verið einn sterkasti þáttur-
inn í viðleitni allra skálda, sem
eitthvað hefur kveðið að. Um
síðustu aldamót var t.d. ensk
Ijóðlist orðin svo stöðnuð í hefð-
bundnum formum og útþvældu
táknmáli, að frám kom ný hreyf-
ing með margliðað prógramm til
að blása fersku lífi í hana.
Stefnuskrá þessarar hreyfingar,
sem nefndi sig „imagista“, er ei-
lítið brosleg í augum nútíðar-
manna, en húri leiðir í ljós í
hverskonar ógöngur ensk Ijóð-
list var komin. Meginatriðin í
stefnuskrá „imagista“ voru út-
rýming skrúðmáls, óskorað
frelsi í efnisvali, ný hrynjandi,
skýrar táknmyndir og nákvæmni
í orðavali og lýsingum, hnitmið-
un og samþjöppun ljóðsins. Allt
eru þetta atriði sem sjálfsögð
hafa þótt á öllum öldum, þó
tízkustraumar hafi vanrækt sum
þeirra um lengri eða skemmri
tíma, enda er það táknrænt að
„imagistar“ lærðu margt af
fornri kínverskri Ijóðlist.
En er það þá nokkur trygging
fyrir góðri ljóðlist að skáldin
leggi rækt við táknmál og mynd-
sköpun? Það þarf alls ekki að
vera. Auðvitað kemur margt
fleira til greina, t.d. orðfæri,
bygging, hljómfall, og svo ber
þess að gæta að myndir geta
beinlínis stórskemmt ljóð, sé gá-
lauslega með þær farið. Tákn
eru afarviðkvæmir hlutir sem
fara verður með af sérstakri var-
úð. Ég var að skrifa um ljóða-
bók ungs skálds í fyrradag og
skal taka dæmi úr hénni, úr því
dómurinn hefur ekki birzt enn-
þá. Þar er lítið ljóð sem heitir
„Feigð" og er svona:
Sólin mjakast eftir himninum
eins og kista
skreytt gulum og rauðum blóm-
um; og brátt
mun hún sökkva með lík dagsins
í djúpið.
Rísa svo aftur að morgni og
sækja meira.
Hér eyðileggur skáldið Ijóðið
með síðustu línunni, af því hann
misþyrmir líkingunni eða spreng
ir hana. Án síðustu línunnar er
ljóðið heilsteypt og segir allt sem
segja þarf.
Þá geta tákn einnig verið svo
almenns eðlis, að þau segi í
rauninni ekkert sérstakt. Til
dæmis þegar ort er um „hús sann
leikans", „demanta lífsins",
„vængi tímans“, „jóreyk treg-
ans“, „úthaf sálarinnar" og „mar
aldanna“. Tákn ljóðsins eiga að
mínum skilningi að vera sérstæð,
nálæg, þröng — en þau ættu
helzt að hafa víða og margræða
skírskotun.
Ljóðið er ein af mörgum að-
ferðum mannsins til að tjá sig,
ná til annarra með sínar innstu
og dýpstu kenndir og hugsanir.
Það verður því aðeins gert, að
valin séu nákvæmlega þau tákn
sem komast næst því að tjá eða
túlka kenndir skáldsins. Þetta
getur verið meiri vandkvæðum
bundið en menn almennt gera
sér ljóst, því tilveran er nú einu
sinni þannig samansett, að það
er ekki viðlit að segja alla hluti
beinum orðum — og það sem
sagt er beinum orðum verður
tíðum flatt eða beinlínis ósatt.
Við Þórbergur Þórðarson vorum
að karpa um atómskáldskapinn í
fyrri viku, og hann sneri ekki
frá því að fyrir atómskáldum
vekti það eitt að fela hugsunina
eða gera hana sem þokukennd-
asta — þ.e.a.s. ef þau hugsuðu þá
nokkra heila hugsun. Máli sínu
til staðfestingar dró hann fram
jólablað Þjóðviljans og las kafla
úr bréfi eftir Sigfús Daðason þar
sem hann ræðir um skilgreiningu
á nútímaljóðlist. Kaflinn er
svona: „— Hér er kannski tæki-
færi til að minnast á kröfuna
um skorinort ljóð. Ég hef ekker-t
á móti þeirri kröfu sem almennu
stefnumiði. En ég er þess fullviss
að við náum ekki taki á veru-
leikanum með einfaldri hugsum
Nú þarf að vísu skorinort ljóð
ekki að þýða sama sem einföld
hugsun, en hættan mundi vofa
yfir. Sjálfur kýs ég heldur að ná
sem þéttustu taki á veruleikanum
fremur en að hafa 2000 lesendur.
Um „gagnsemi“ skálda kynni að
mega segja: Það getur verið v;
meira virði að hafa djúp áhrif
á 200 lesendur heldur en yfix--
borðsáhrif á 2000. Þetta síðasta)
er ég tilbúinn að taka til at-
hugunar þegar ég hef skilið orð
Kazantsakis: „Ljóðið er hættulegt
af því það nær til svo fárra“.“
Þennan kafla áleit Þórbergur
skýlausa sönnun þess að atóm-
skáldin vildu ekkert fremur en
fela sína fátæklegu hugsun. Hann
sagði að Einar Benediktsson hefði
að vísu stundúm vérið dúnkel,
en maður fékk þó vit í ljóð hans
með því að sitja yfir þeim og
leggja hausinn vel í bleyti.
Ég býst við að sú skoðun sé
nokkuð útbreidd að Þórbergur
hafi lög að mæla um þetta efm.
Framh. á bls. 10.