Morgunblaðið - 31.12.1959, Page 6

Morgunblaðið - 31.12.1959, Page 6
6 MORCVTSItLAÐtÐ Fimmtudagur 31. des. 1959 Á NÝJÁRI er hollt að svipast um og aftur, og að horfa fram. Hvar erum vér á vegi staddir? Á þessu nýjári erum vér íslendingar á vegamótum staddir fremur en endranær; vér erum að vakna til vitundar um áhættusaman dans á hengiflugsbrún; það er að vakna með oss hrollur við veg- arlokum. Endist hann oss að hugrekki til þess að snúa inn á nýjar brautir? Vér svipumst um — og horfum innar, könnum sjálfa oss, erfðir vorar og eðli: Hver er ég? Og vér horfum utar, til nágranna og umhverfis. Hefir oss gleymzt, að vér eigum sam- ferðamenn? Evrópa og Norður- lönd — hvað hugsa menn á þeira slóðum? Mér barst upp í hendurnar á aðfangadag ritgerðasafn aii- merkilegt, sem fjallar um efni, sem hollt er að hugleiða á nýjári. Ritgerðirnar eru eftir danska, sænska, finnska og norska menntamenn, gefið út á vegum lýðháskólahreyfingar Norður- landa, einkum þó lýðháskólans í Snoghöj í Danmörku, og nefnist „Norðurlönd og Evrópa“. Meðal ritstjóra er Bent Koch, ritstjóri, sem kunnur er hér á landi. Ritið fjallar allt um evrópsk viðhorf frá sjónarmiði kristinna lífsvið- horfa og varpa ritgerðirnar ijósi á hina ýmsu þætti evrópskra vandamála í dag. ★ ★ ★ Hvernig myndi dæmigerður fulltrúi evrópskrar lífsafstöðu á líðandi stund vera álitum? — spyr Folke Wirén, rektor, í rit- gerð sinni, „Kristendomen och Evropa“. Hann sýnir af þessu tiL- efni margbreytni lífsviðhorfanna, en svarar spurningunni óbeint með því að lýsa lífi franskrar konu, sem átti þau örlög, að líf hennar endurspeglar örlög Evrópu síðari árin. Simone Weil fæddist í París árið 1909, dóttir læknis af Gyðingaættum, en ólst upp án trúaráhrifa. Hún lagði stund á stærðfræði og klassísk mál, varð lektor í grísku og heim- speki. Hún var altekin af þjóð- félagsvandamálum atvinnuleysis- áranna eftir fyrra stríð, gerðist kommúnisti og gaf sig lausn vandamálanna á vald út frá þeim meginsjónarmiðum. En svo tók hún nýja stefnu: Talaði ekki lengur um vandamálin, upplifðu þau heldur. Hún sagði starfi sínu lausu og gjörðist verksmiðju- verkakona í bílaverksmiðjum Jörgen Bukdahl, rithöfundur. Renaults. Þar lifði hún yfirborðs- mennsku véliðnaðarins en mann- legt samfélag og hugrekki, er risti dýpra. Þegar spænska borg- arastyrjöldin braust út, gerðist hún sjálfboðaliði í röðum rauð- liða. En þar beið hún skipbrot á pólitískri trú sinni. Dag einn átti að leiða mann fyrir byssukjaft- ana fyrir þær sakir einar, að hann var prestur. Henni tókst að leysa manninn, sagðist sjálf fús að deyja í hans stað. Á þessum árum mætti Simone Weil kristindómn- um. Hún kynntist honum meðal bænda og fiskimanna, uppgötv- aði að einhver verðmæti fólust undir yfirborði lífsins, er risií dýpra en ytri skipulagsbreyting- ar, sem hún hafði áður trúað á. Hún hóf leit að hinu sanna undir yfirborði hlutanna, hóf að þrá trúarreynsluna. En henni fannst Þórir Kr. Þórðason prófessor: Snoghöj og nýja árið að léti hún skírast, yfirgæfi hún þá, sem fyrir utan stæðu. Hún var á báðum áttum, þegar heims- styrjöldin síðari brauzt út. Naz- istar ofsóttu hana; hún flúði til Ameríku. Samvizkan knúði hana samt til Evrópu á ný, á vígvöil mannlegra örlaga. í Englandi gekk hún í frönsku andspyrnu- hreyfinguna og var falið verkefni að vinna. Hún lézt árið 1943 af sulti og berklum, 34 ára gömlu. Sá kristindómur, sem Simone Weil fann, var að leita ekki heldur að verða fundinn; að finn- ast af þeim Guði, sem stígur niður til mannanna, Að stíga niður, niður til hinna aumustu, var náðin. „Náðin er lögmál nið- urstigningarinnar“, segir Simone Weil. „Að Iúta er að rísa. Hið andlega þyngdarlögmál lætur oss falla upp í móti“. Camus Rótleysi og kvíði varð hlut- skipti hinna ungu menntamanna Evrópu, segir Wirén í ritgerð sinni. Þennan vanda leitaðist existentialisminn við að leysa með því að gera rótleysið og kvíð ann að sjálfu lögmáli lífsins. Existentialisminn tók upp hinar kristnu meginreglur frelsi og athöfn í viðureigninni við líf, sem hafði engan tilgang, ekk- ert markmið. Hann sigldi frarn hjá yfirborðsmennskunni með því að gjörast and.félagslegur. En margir ungir menntamenn yfir- gáfu existentialismann eftir að hafa gefið sig honum á vald um hríð; þeir börðust fram til ann- arra lífsviðhorfa, sem nær standa kristnum viðhorfum. Dæmi þessa telur Wirén hinn kunna franska nóbelshöfund Albert Camus vera. Camus óls upp í Algier og fylgd ist frá æskudögum með frelsis- hreyfingu norðurafríkumanna gegn Frökkum. Hann átti kristna móður og lagði mikla stund á lestur rita Ágústins kirkjuföður. Hann gerðist þó snemma krist- indómnum afhuga, varð komm- únisti um hríð, en síðar sagði hann skilið við þá stefnu og gerð- ist þá virkur þátttakandi and- spyrnuhreyfingarinnar. í bókum sínum lýsir Camus hinni rótlausu marmeskju Evrópu, segir Wirén. Engin verðmæti eru til. Hann yfirgaf samt hina existentialísku mannlífstúlkun, — hetjur síðari bóka hans uppgötva gildi mann- legs samfélags. Þar er að finna hin eiginlegu verðmæti lífsins, í mannlegri tryggð. En jafnframt segir til sín hin hulda gáta alís lífs: Er maðurinn reynir að fullna sig á ýmsa vegu, traðkar hann um leið á smælingjanum. Allir menn eru sekir. Það er samfélag hinna seku manna, sem hefur gildi. Og með því að niðurlægja sjálfan sig til hjálpar smælingjanum, finnur maðurinn lífsgildið. Að niður- lægja sjálfan sig er að upp- hefja sig. Þetta var einnig prédikun Simone Weil. — Hér kafa hinir evrópsku hugsuðir niður á klöpp- ina, segir Wirén. Og þessi klöpp er kristin trú og lífsskoðun, sem byggist einmitt á þessu sama, að guðstrú viðbættri. Wirén tekur annað dæmi um neyðarkall Evrópu. Rithöfundur- inn Stig Dagermann, sem að- hyllzt hefir freudíska lífstúlkun, segir orsök allrar örvæntingar manns vera þá, að „vera ekki séður af Guði“, og „að hvíla ekki í hjarta Sköpunarinnar“. Edda og Evrópa Evrópsk menning var, um vest- anvexða og norðanverða álfuna, ein órofa heild á miðöldum. Við siðbótarhreyfinguna rofnaði heild in og hin nýja Evrópa varð tiL Viðhorf nútímans hljóta að mót- ast að nokkru af þessari stað- reynd. Rithöfundurinn Jörgen Bukdahl skrifar í þessu sam- bandi skemmtilega grein um menningartengslin er liggja við rætur miðaldabókmenntanna nor rænu, og þó einkum íslenzkra miðaldabókmennta. Hann sýnir fram á tengsl eddukvæðanna við opinberunarrit miðaldanna, er aftur byggðu á hinum svokölluou opinberunarbókmenntum forn- aldar, bæði Opinberun Jóhann- esar og öðrum opinberunarritum, er ekki hlutu inngögnu í hið kristna ritsafn, Biblíui.a. Próf. Regin Prenter. Hann telur óbein tengsl vera á milli Kalevala ljóðanna finnsku og eddukvæðanna, og á milli beggja og hinna al- mennu kristnu mennta Evrópu á miðöldum. Ritgerð hans, „Det universelt- kristelige mönster í nordisk folke liv“, er holl hugvekja um tengsl vorrar eigin íslenzku menningar við meginlandið, tengsl, sem minna oss á, að örlög vor og ör- lög Evrópu verða ekki að skilin. Siðbótin og frelsi Evrópu Evrópsk miðaldamenning var grundvölluð á þrem máttarstoð- um: rómverskum rétti, grískum vísindum og kristnum arfi. Sú nýjung, sem kristindómurinn flutti hinni grísk-rómversku menningarsamsteypu, var kenn- ingin um óskorað gildi einstakl- ingsins, segir rektor Wirén í rit- gjörð sinni. Þótt ekki væri geng- ið í berhögg við þjóðfélagsskipan þeirra tíma (hún er óhaggan- leg), var hið andlega frelsi boð- að. Þrællinn varð í fyrsta sinn frjáls maður, enda þótt enn væri hann vistfastur. Hann varð andlega frjáls, er hann fékk fulla hlutdeild í mann- legu samfélagi hins kristna safnaðar. Rit Ágústíns kirkjuföður um borgríki Guðs var frumleg til- raun um ríkisskipan á grundvelli kristinnar túrar. Draumur hans rættist að nokkru í hinu kristna miðaldaríki páfa og keisara, en gekk þó ekki eftir nema að nokkru, því að samruni hins ver- aldlega og hins andlega valds gjörði bitlaus bæði sverðin, páf- ans og keisarans. Siðbótin gjörði hér skarð í múrinn, rauf samninginn, sem gert höfðu kirkjan og ríkið. Sá atburður og merking hans er efni prófessors Rcgins Prenters: „Re- formationen og Frihedens Evropa“. Við siðbót losnuðu heil lands- svæði úr tengslum við keisara jafnt sem páfa. Lönd og lýðir hlutu sjálfstæði, er tímar liðu. Það var þó önnur örlagarík- ari bylting, er átti sér stað en þessi. Hið „veraldlega“ svið lífsins var leyst undan drottn- un hins „andlega“ sviðs. Hér var gengið í berhögg við meg- inreglu, sem miðaldarikið og miðaldamenningin grundvöll- uðust á. Að kenningu rómversku kirkj- unnar var „heimurinn“ því til hindrunar, að maðurinn næði þvi marki að líta Guð í upphafn- ingu hans. Að vísu var heimur- inn skapaður af Guði. En hann varð samt að „helgast“; hin nátt- úrlega veröld varð að „vígjast“ til þess að hún stæði ekki í veg- inum fyrir mannlegri heill. Sakramentið er mynd af þessari helgun hinnar náttúrlegu ver- aldar. Sakramentið er hluti nátt- úrunnar þar til það helgast, og miðlar það þá manninum yfir- náttúrlegum kröftum. Veröldin, veraldarlífið er samt ekki, þrátt fyrir helgun sína, annað en bið- salur. Þar er manninum ekki búinn staður. Heimili hans er ekki veröldin. Heimili hans er á himnum og þangað stefnir hann. Lúther og aðrir siðbótarmenn afneita þessari hugsun að fullu og öllu, segir Prenter. Þeir afneita henni út frá megin- sjónarmiðum sínum á Guði og mannium. Bylting Lúthers Heimurinn er sköpun Guðs og Guð hefur sett manninn í þenn- an heim. Heimurinn er því ekki fótakefli mannsins heldur synd- in. Fyrirgefning syndanna af náð Guðs einni saman og réttlætingu af trúnni einni gerir manninum það kleyft að lifa í heiminum, „að lifa veraldlega í trú á Guð ‘. Maðurinn er settur í þennan heim til þess að þjóna þar Guði og náunga sinum („köllunin"). í þessari skoðun er frumkjarni byltingarinnar fólginn. „Heimur- inn“ er leystur undan valdi hins „andlega". Lög og réttur verða að „náttúrlegum" fyrirbærum. Hver maður getur skilið lögin, þarf ekki vald kirkjunnar til að túlka þau. Enginn getur þó sett lög, sem ekki er yfirvald. En skynsemin ein nægir til þess að skilja þau. Hér er af stað fann skriðan mikla, sem að lokum velti öllu því, sem hin kristna miðalda- menning einnar Evrópu byggðist á. Valdi páfa og keisara var hnekkt, Stéttir risu smám saman til meira valds og áhrifa; það fór að vakna athafnalíf, sem áður var drepið í dróma drottnunar hins kaþólska keisaradæmis. Frelsishreyfingar álfunnar, efnahagsleg viðreisn og marg- vísleg framrás málefna álf- unnar á síðari öldum eiga hér rætur sinar. Þessi þróun er nefnd einu nefni sekularisering á erlendu máli og mætti nefna afhelgun á íslenzku. Vébönd veraldarlífsins eru brostin, maðurinn lifir lífi sínu án íhlutunar helgivaldsins. Það boðaði bæði illt og gott. Byltingin og nútíminn Lúther sjáifum, segir próf. Prenter, voru ekki fyllilega ljósar hinar margþættu afleiðingar þess arar byltingar. Hann gerðist aft- urhaldssamur eftir bændastríðið: hann sá, í hverja hættu var stefnt, er svipt var burt viðjum páfa og keisara. Eftir menn Lút- hers sáu ekki heldur hvert stefna átti, ef halda skyldi til beinnar áttar frá leiðarmerkjum vegar- upphafsins. Þeir gengu í nýtt samband við ríkið, sem að vísu var frábrugðið hinu rómversk- kaþólska bandalagi, er Lúther reis gegn, en þó engu betra. Þeir gerðu lúthersku kirkjuna að rík- iskirkju og glötuðu að nokkru uppgötvun Lúthers. Þar með var að ýmsu leyti fjöður dregin yfir hið persónulega eðli trúarinnar (frelsið) og hina persónulegu ábyrgð frelsisins. Þetta kom eink um skýrt í ljós á tímum einveld- isins á Norðurlöndurr, en er þó fjarri lagi, að lútherskar rikis- kirkjur nútímans hafi séð sig um hönd. Evrópa varð frjáls við siðbót, segir próf. Prenter. En Evrópa neytti frelsisins til þess að segja smám saman skilið við kirkju og kristindóm víða. Þessa telur hann áhættuna við frelsishugsjónin. Eining hinnar rómversk-kaþólsku Evrópu rofn- aði við siðbót, segir hann. En ný Evrópa varð til: Evrópa frels- isins. Að minnsta kosti sköpuð- ust henni skilyrðin. Hún hefur samt einatt notað frelsið til frarri- dráttar sérhagsmunum stétta, er troða á þeim, sem veikari eru. Prenter segir að lokum: Ena er langt í land, þar til Evrópa verði frjáls, þ. e. þar til linni pólitískri þvingun og stéttaþving- un. Norðurlönd mættu gjarna vísa veginn fram á við Vér bú- um saman, menn af öllum flokk- um og skoðunum, búum saman sem manneskjur. Kristur er sann- leikurinn, sannleikurinn tapar oft í heimi stjórnmálanna. — en vinnur samt. Kristindómurinn vinnur ekki fyrir sjálfan sig. Ella er hann ekki sannur kristindóm- ur. Hann vinnur fyrir frelsi mannsins. Tæknin og valdið Síðasta grein ritsins, sem hér gefst rúm að geta um, er eftir finnska prestinn Sven Sorthan, og nefnist hún „Den skapande tro Och den ökonomiska och politiska várklighet". í stuttu máli er efni hennar það, að frelsi Evrópu stendur nú mest hætta af tækni. Sú tækni er ógnar frelsi einstaklingsins er tækni hagfræð- innar og tækni stjórnmálanna. Hann getur bókar kunns ensks hagfræðings, Barböru Ward, „Evrópa á vegamótum", þar sem hún minnir á, að einhlítasta lexía sögunnar sé sú staðreynd, að kristin- dómur og lýðræði hafi tvinn- ast svo náið á Vesturlöndum, að ef annað sé frá hinu skilið, hjóti það að visna og verða að engu. Bent Koch, ritstjóri. Hún telur einnig að Evrópa hafi yfirgefið andlegan grund- völl sinn. Hin skapandi trú hafi hjaðnað. Og þar sem engin er trúin, segir hún, skortir fram- sýnina, hugarsýnina, er vísað geti veginn. Tækni stjórnmálanna, snýst um valdið, og frelsið glatast. Tækni hagfræðinnar snýst um verðlag, laun og skatta, og maðurinn sjálfur vill gleymast. Hér eru í raun og veru ný trúarbrögð á ferðinni, segir Sorthan, og guðinn heitir Valúta. Verði stjómmálin og efnahags- málin látin lúta lögum tækninnar einnar saman, er gengið 1 ber- högg við hið æðsta lögmál alls mannlegs lífs, lögmál frelsis og ábyrgðar. Maðurinn verður ekki lengur mennskur einstaklingur, heldur vélmenni, robot. Framh. á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.