Morgunblaðið - 31.12.1959, Page 9

Morgunblaðið - 31.12.1959, Page 9
Fimmtudagur 31. des. 1959 MORCU1SBLAÐ1Ð 9 Grímsa, að ástæðan til þess að hann hefði engan geisla- baug væri sú, að hann stæði lægra en ég: „Það er þá bezt ég fari upp á þúfuna“, sagði Gi-ímsi, og bað mig að fara niður. Það gerði ég, Grímsi gekk upp á þúfuna, en allt kom fyrir ekki. Hann sá engan geislabaug kringum sitt höfuð en minn var á sínum stað! Upp frá þessu fannst mér ég vera miklu merkilegri maður en Grímsi og fór að líta tals- vert stórt á sjálfan mig. Og svo hafði Grímsi ekki heldur séð Guð, en það hafði ég gert: Þegar ég var 7 eða 8 ára, voraði mjög illa í Eyjafirði og harðindi voru mikil. Vorkuld- arnir fóru í taugarnar á mér og ég óttaðist heyleysi. Mér fannst fyrirmyndarbú föður míns mundu bíða hnekki, ef hann yrði heylaus, því ábyrgð artilfinning mín var mikil og hafa það sennilega verið áhrif frá móður minni. Ég vissi, þegar á vorið leið, að Jón Arn- finnsson, bóndi í Dunhaga, hafði hjápað upp á sakirnar og þótti mér það miður. Jón var mikill heyjamaður. Faðir minn og hann voru góðir kunningjar í orði kveðnu, en karlinn var til með að hælast um, ef heylaust varð á Möðru- völlum. Það vissi ég. Dag nokkurn í ljósaskiptunum gerði föl á túnið á Möðruvöll- um. Steini ráðsmaður sagði mér að ég yrði að koma upp að fjárhúsum og hjápa til að reka inn lambféð, því sauð- burður var byrjaður fyrir nokkru. Var ég fús til þess. Steini vissi að ég var vanur að fara mér hægt að öllu ef svo bar undir og var það nauð synlegt, því lömbin urðu að fylgja mæðrum sínum. Hann gekk á með éljum og þótti mér allt í einu sem ég sæi tröppur í élinu og voru þær upplýstar af birtu ofanfrá. 1 efstu tröppunni stóð vængjuð vera og var ég þess fullviss, að þarna væri sjálfur Guð al- máttugur, að horfa yfir sínar jarðnesku lendur. Hann stóð í stigagati himnaríkis og sendi engla til jarðar svo veðrinu slotaði. Ekki get ég betur lýst veru þessari, eins og hún kom mér fyrir sjónir, en með því að benda á guðsveruna í pappírsmynd Muggs ,,Sjöundi dagur í Paradís“, en þá mynd sá ég ekki fyrr en í Kaup- mannahöfn um páskaleytið 1919 heima hjá Guðmundi Thorsteinsson, sem þá hafði nýlokið við hana. Fannst mér þessi „sýn“ fyrirboði þess, að nú mundi harðindunum linna og góðæri taka við. Það varð, því næsta dag slotaði veðrinu og hélzt gott fram á sumar. „Af hverju eru fjöllin blá?“ Þegar ég var drengur, var ég mjög forvitinn og þurfti að fá skýringar á öllu sem fyrir mig bar, og það var eins og ég fengi aldrei svalað fróð- leiksþorsta mínum. A hlaðinu á Möðruvöllum var hóll sem hét Öskuhóll. Ég gekk upp á hann einhverju sinni til þess að litast um og sá þá að fjöllin voru blá í fjarska, einkum Kaldbakur, sem blasti við sjónum í norðri. Þetta var i fyrsta skipti sem ég hafði tekið eftir því að fjöllin voru blá. Mér þótti það allundarlegt og hljóp inn til pabba, því ég vildi fá skýringu á þessu undri. Hann sat við vinnuborð ið sitt og samdi „Flóru“ og var ekkert ánægður yfir því að vera truflaður við verk sitt: „Hvers vegna eru fjöllin blá, pabbi?“ spurði ég. Hann leit upp frá verki sínu og sagði önugur: „Það er eðlilegt. Fjarlægðin gerir fjöllin blá“. „Já, en af hverju?" spurði ég, og vildi fá frekari skýringar, því mér fannst hann hlyti að hafa þær á reiðum höndum, en hann sagði aðeins, að það væri eðlilégt að fjöllin væru blá og með það fór ég út aftur, illa svikinn og snuðaður um svör og skýringar, sem ég þótt ist eiga kröfu á. Um þetta leyti var ég nýbyrjaður að lesa Snorra- Eddu og var næmur á allt það, sem varpaði nýju ljósi á þá heimsmynd, sem ég hafði búið mér til í huganum. Jórunn amma var reið yfir því að ég skyldi vera að lesa Eddu og kenndi pabba um: „Þú ert að afkristna drenginn", sagði hún, „börn eiga ekki að lesa um Óðin“. Hún var mjög trúuð kona. Annað var það, frómt frá sagt, sem var mjög ríkur þátt- ur í fari mínu. Það var sam- úðin. Ég hafði einkennilega djúpa samúð með öllum hlut- um. Þegar ég sá einhvern í bættri treyju, þótti mér treyj- an aumkvunarverð út af fyrir sig.- Líklega hafa þetta verið áhrif frá Ölafi Davíðssyni, sem ekkert aumt mátti sjá. Hann varð því oft fyrir von- brigðum og hafði tilhneiginu til að flýja veruleikann og leita athvarfs í ævintýraheimi sínum. A þessum árum var öll tilveran fyrir, mér lifandi og ósjálfrátt gæddi ég alla hluti lífi. Það hélzt jafnvel til fullorðinsára. Ég vona, og gerist jafnvel svo djarfur að halda ,að þessi samúð mín hafi komið fram í blaða- mennskunni og mótað Morg- unblaðið að einhverju leytL Landið hefur alltaf verið lif- andi vera fyrir mér, og ég hef lagt áherzlu á að græða það skógi til þess að því verði hlýrra í vetrarnepjunni. Staðarhnjúkurinn, sem blasti við beint upp af Möðruvöll- um, var að því er mér fannst holdi gædd vera með manns- andlit. Þótti mér hnjúkurinn skipta hári sínu í miðju eins og sá indæli maður Jónas Jónasson á HrafnagilL VI. Dauðatjöm Þegar við Valtýr töluðum næst saman, hóf hann mál sitt með því að segja mér frá Dauðatjörn: — Nokkrir melhólar eru upp úr sléttu enginu á Möðru- völlum, sem kallaðir eru Neskotshólar, en fyrir austan þá í átt að fjallinu er djúp tjörn sem kölluð var Dauða- tjörn og var mér sagt að var- ast að koma nálægt henni, því menn héldu að hún væri botn- laus. Til sannindamerkis um það var talið fullvíst, að rauð- skjóttur hestur hafði farið niður um ís á tjorninni að vetrarlagi og fundizt nokkru síðar rekinn af sjó á Oddeyri. Til gamans má geta þess að ég sá í huga mínum þennan rauðskjótta hest rekinn á Akureyri og þess vegna man ég eftir litarhætti hans. A þessum árum var hjátrú- in svo megn á Islandi að menn voru alls ekki vanir því að láta náttúrulögmál trufla hug myndaflugið. Ef einhverjum hefði dottið í hug að Dauða- tjörn væri ekki botnlaus, hefði hann verið álitinn óalandi og óferjandi skýjaglópur. Hjónin á HlöÓum Svo snéri Valtýr máli sínu aftur að fólki sem hann hafði kynni af á æskuárum sínum: — Það er bezt að ég segi þér dálítið frá Ölöfu gömlu á Hlöðum og Halldóri manni hennar. Þau voru tíðir gestir á Möðruvöllum og ekki man ég svo langt aftur í tímann, að ég minnist ekki Ólafar á heimilinu. Ég man t.d. vel eftir því, þegar ég sá hana lauga Huldu systur mína, ný- fædda á nýársdag 1897. Hún sat á litlum kistli sem mamma átti og hafði barnið á hnjám sér. Hún var ákaflega hrifin af Huldu. Þegar þetta gerðist var ég tæpra fjögurra ára og þurfti auðvitað að fylgjast með öllu sem fram fór á heim- ilinu, ég tala nú ekki um ef það snerti á einhvern hátt þessa litlu manneskju sem var nýkomin á heimilið og mér var sagt að væri systir mín. Þegar Ólöf hafði laugað Huldu var telpan lögð_ í vöggu sem hún erfði eftir mig, Alla tíð síð an voru þær mjög samrýmdar, Hulda systir mín og Ólöf á Hlöðum, en ég hafði líka ýmislegt af þeirri gömlu góðu konu að segja, enda vorum við miklir mátar alla tíð. Halldór kom alltaf einu sinni í viku að Möðruvöllum til trésmíða og var það góð heimsókn. Ég held að Ólöf hafi ekki komið eins oft, en þó var hún tíður gestur á heim ilinu. Ég hafði gaman af heim- sóknum hennar, því hún var mér alltaf mjög góð og gerði sér far um að skilja mig og hafa náið samband við mig. Þau hjón áttu nokkrar kindur og heyjaði hún handa þeim, því Halldór var heldur lítill búmaður og hafði í öðru að snúast. Ólöf var alltaf ein við störf sín og þó við værum góð- ir vinir, bað hún mig aldrei að hjápa sér. Hún forðaðist að slá á þeim engjum, sem eitt- hvað gagn var í fyrir aðra bændur. Þótti mér undarlegt, hverju hún fékk áorkað, jafn Halldór á Hlöðum veikbyggð og hún var. En hún átti sterkan vilja og var hörð við sjálfa sig og hlífði sér aldrei, ef því var að skipta. Þess vegna hafði hún efni á að vera nokkuð kröfuhörð við aðra, og það var hún. Slægjan hennar var m.a. lautadrög í Moldhaugnahálsinum, eins og hann var alltaf kallaður. Háls þessi er drög úr Vindheima- jökli og sóttist enginn eftir að slá þau nema hún, því þangað höfðu menn yfirleitt ekki er- indi sem erfiði. Einu sinni hitti ég Ólöfu í heyskap ná- lægt Stórhæð, sem er hæð á Moldhaugnahálsi, nálægtMold haugum. Ég var þá á leið til Akureyrar. Hún tók mig að vanda tali, en ég þóttist strax sjá að hún bjó yfir einhverj um leyndardómi, sem hana langaði til að segja mér. Hún lét mig setjast hjá sér, tók utan um axlirnar á mér, horfði á mig döprum augum og sagði hægt og með þunga: „Ég elska föður þinn, Valtýr litli, og hef gert það í mörg ár“. Henni var svo mikið niðri fyrir eftir þessa játningu, að hún kastaði sér niður í lyng- breiðu og grét með þungum ekka. Ég var um fermingu, þegar þétta gerðist, og skildi fullvel, hvað hún var að fara. En viðbrögð mín voru þau ein, að ég kenndi í brjósti um þessa vanyrktu konu, sem hafði farið á mis við ástina og hamingjuna, og ákvað að segja engum frá þessu, en nú er orðið svo langt liðið. Um þetta leyti varð sam- band mitt við Ólöfu æ inni- legra og var ástæðan sú, að ég hafði nokkrar áhyggjur af andlegri velferð minni og þótti fróun í að geta talað við hana um margs konar vanda- mál, sem leituðu á mig. Það var gott að fara í smiðju til hennar, því hún kunni við mörgu ráð. — Um nokkurt skeið þorði ég ekki að líta í spegil. Ólöf skýrði ótta minn á þá leið, að tilveruspursmál mitt hefði gripið mig svo sterkt, eins og hún sagði, að ég þyrði ekki að sjá sjálfan mig í spegli. Hún lét sig hafa það gamla konan, þó skýring- in væri hvorki ljós né einföld. En Þórður Sveinsson læknir sagði mér mörgum árum síð- ar, að þessi hræðsla hafi staf- að af einhverri veiklun og jafnvægisleysi í sálinni. Ég átti einnig erfitt með að vera einn um þetta leyti, jafnvel um hábjartan dag úti í sveit- inni. Tilfinning mín í einver- unni var líkust því sem ég væri að detta ofan í brunn með vatni og gæti aðeins stöðvað mig í fallinu með því að spyrna með höndum og fótum í veggina. Yar ég hald- inn þessum krankleika um nokkurra ára skeið, en þá hvarf hann að mestu leyti. Aldrei andaði köldu til móður minnar frá Ölöfu gömlu og létti hún henni stundum störfin á heimilinu, hjúkraði okkur t.d. báðum þegar við lágum í taugaveiki. Hún fór mjög varlega með leyndarmál sín og lét á engu bera, en þó þykist ég vita að pabba hafi verið kunnugt um tilfinningar hennar. Plokkfiskur úr bakteríum Ég hef minnzt á Hjaltalín gamla áður. Hann bar alla tíð í brjósti umhyggju fyrir mér og var mér góður karlinn. Ég hef skrifað um hann, en þó get ég sagt þér dálitla sögu, sem sýnir hve gamaldags hann var- samanborið við föður minn. Honum fannst allt tal föður míns um bakteríur hreinasta hégilja og til merkis um, hvað hann væri óháður kreddunum um bakteríur, sagði hann eitthvað á þessa leið: „Mér væri alveg sama, þó ég neytti daglega plokk- fisks úr bakteríum, þá myndi það engin áhrif hafa á mig“. Annars var Hjaltalín að mörgu leyti hinn merkasti maður og samstarf þeirra föður míns var með ágætum. Við Grímsi vorum miklir vinir, eins og ég hef sagt þér. Faðir hans hét Sigtryggur Þorsteinsson, búlaus maður í Litla-Dal frammi í Eyjafirði. Hann var greindur maður. Hann bar vatn í skólann. Önn- ur kennslustofan var undir „Kaldadal" sem var svefnloft, og þar sat Sigtryggur, meðan faðir minn kenndi í neðri bekk og hlustaði á hann kenna neðri bekkingum gríska goðafræði með þeim árangri, að hann lærði hana utanbókar og mun hafa haft lítið fyrir því jafn- stálminnugur og hann var. Það kom auðvitað smám saman í Ijós, að Sigtryggur kunni goða fræðina sína og þótti það svo merkilegt að, faðir minn bað Ólaf Davíðsson að yfirheyra hann og ganga nú úr skugga um, hvort kunnátta hans væri jafnmikil og af væri látið. Stóðst Sigtryggur þá raun með miklum ágætum. „Kongress“ Hjónin á Lóni, sem stendur við Hörgárósa, hétu Gunnlaug Gunnlaugsdóttir og Þorsteinn Ólöf á Hlöðum Þorsteinsson. Þau áttu tvo syni Gunnlaug og Þorstein, sem kallaðir voru Gunni og Steini. Það var einlcenni á Lónsheimilinu, að þar fór öllu aftur og búskapnum hrakaði ár frá ári, að minnsta kosti var það skoðun Ragnheiðar, móður Gunnlaugar, sem var vílsöm kona. Hún sagði að þetta væri föst regla á Lóni. Aldrei var gert við neitt og allt látið dankast, en þó þetta væri svona hjá Þorsteini bónda, var hann dugnaðarmað ur og gerði ýmislegt það, sem aðrir hummuðu fram af sér, sá t.d. um flutninga um sveit- ina o.fl. Hann-tók þátt í leit- inni að Ólafi Davíðssyni. Ég skrapp í orlof að Lóni og naut þar mikillar gestrisni. Þorsteinn var stundum við öl og hafði gaman af að slá um sig útlendum orðum, t.d. msui ég eftir því að Pálmi heitinn Hannesson sagði mér að karl- inn hefði talað á lítt skiljan- legu máli, þegar hann var und ir áhrifum áfengis og kallað meri sem hann átti til reiðar „Kongress", hélt að það merkti metfé. Pakkhúsið á Lóni hafði mikið aðdráttarafl fyrir okk- ur krakkana, það var rúm- gott og þar gátum við rólað okkur með ýmsum útbúnaði og höfðum þá stundum yfir að ráða átta manna rólu, eins og kallað var, og voru það burð- arbörur sem tveir menn héldu á milli sín með viðeigandi köðlum, sem festir voru í loft- ið. I þessu pakkhúsi var svo gott pláss, að það minnti einna helst á barnaleikvöll undir þaki. Pakkhúsið var með háu risi og timburþaki, en í of- viðrinu 1900 losnuðu tvær fjal ir úr þakinu og stungust niður í hart hlaðið af svo miklu afli, að fílefldir karlmenn náðu þeim ekki upp með handafli. Er þetta mesta rok sem ég man eftir. Það var 20. septem- ber. Þá fuku mörg hús í sveit- inni en hörmulegt var það, þegar nýtt hús á Árskóg- strönd fauk nokkur hundruð metra út á sjó og ungur pilt- ur hrapaði úr því á leiðinni og rotaðist. Gestrisni þeirra hjóna var einstæð, t. d. man ég eftir því að ég fékk eitt sinn sykraðar pönnukökur i miðdegismat og sagði Þorsteinn við mig um kvöldið að þetta hefði verið sultarmatur sem Gunnlaug hefði skammtað mér að þessu sinni — „en nú skaltu borða vel í kvöld“, bætti hann við, „svo þú verðir ekki svangur í nótt“. Gunni sonur þeirra var ákaflega fínn með sig. Hann fór síðar til Reykjavík- ur og var hér í nokkur ár, en settist að í Danmörku og lézt þar. Hann var blaðamaður í Árósum um skeið og hafði þá sérstöðu að skrifa í öll blöð- Frh. á bls. 9.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.