Morgunblaðið - 31.12.1959, Qupperneq 10
10
MORGVNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 31. des. 1959
— Með Valtý
Framh. af bls. 10
in sem þar voru gefin út. Ég
kom einu sinni til Árósa í
fylgd með föður mínum og
orðaði það við Gunna, hvort
hann vildi ekki koma til Hafn-
ar, en hann tók því fjarri og
sagði með sinum alvörusvip:
„Það getur eitthvað gerzt hér,
á meðan ég verð í burtu! ‘
Ekki held eg hann hafi farið
frá Árósum eftir að hánn
flutti þangað, svo mikill var
áhugi hans á starfinu. Hann
sat mestan hluta dags á kaffi-
húsum og drakk svart kaffi
og hlustaði á kjaftasögur.
Hann var alla tíð mjög sam-
vizkusamur, en hefur þó
áreiðanlega ekki trúað öllum
kjaftasögunum, þó hann hafi
verið kallaður „glaubídas" hér
í Reykjavík. Hann var katt-
þrifinn og sást aldrei gróm á
honum. Hann stangaði svo
myndarlega úr tönnunum að
haft var við orð, að hann hefði
stangað þær allar úr sér.
Steini var allt önnur mann-
gerð, hann var praktískur og
byggði síðar fjölmörg hús á
Akureyri, þar sem hann bjó
til æviloka, m. a. húsið sem
Davíð Stefánsson skáld hefur
búið í.
Pottbrauð í jólagjöf
Af fólki sem ég heyrði tal-
að um á æskuárum mínum
má nefna hjónin á Breiðastöð-
um, sem var næsti bær við
Heiði í Gönguskörðum. Guð-
hún amma hafði þann sið að
baka pottbrauð fyfir heimilis-
fólkið og þótti það mikið
hnossgæti, að minnsta kosti
voru Breiðstaðahjónin þeirrar
skoðunar, að pottbrauðið henn
ar ömmu væri hreinasta sæl-
gæti. Sáu þau brátt að það
væri tilvalin jólagjöf, því sú
saga endurtók sig í mörg ár
að þau gáfu hvort öðru pott-
brauð í jólagjöf.
Ásgeir Sigurðsson, síðar
kaupmaður í Edinborg, var á
Möðruvöllum með frænda sín-
um Jóni Hjaltalín fyrir mitt
minni, en ég man þó eftir vísu-
korni, sem honum var kennt,
um Jón nokkurn Kjartansson,
sem var bóndi í Sponsgerði og
dó á Möðruvöllum. Þar hafði
hann verið mjólkurpóstur,
þ. e. a. s. hann sótti mjólk-
ina til Möðruvalla og fór með
hana heim. Varð mjög brátt
um hann á hlaðinu á Möðru-
völlum, þar sem hann datt og
rotaðist. Var laut á gagnauga
líksins, þegar að var gáð. Vís-
an um Jón er svohljóðandi:
í Sponsgerði á íslandi
býr hertogi,
sem heitir Jón,
er ekkert flón
né grallari,
á eina kú,
vel hirt er sú,
eitt spígelsi,
hefur skegg,
á vangavegg
hjá kýrkjafti.
Punktum finale.
Jón var að mörgu leyti
mjög undarlegur maður, hinn
mesti bókaormur og lá tím-
um saman við lestur uppi á
stofulofti, en þar var tæplega
klofhátt. Margrét kona hans
vann fyrir heimilinu. Hún var
svo flink í höndunum, að ekki
þurfti annað en segja henni,
hve bömin voru stór eða lítil
eftir aldri til þess að hún gæti
sniðið á þau föt. Ásgeir Sig-
urðsson var mikill æringi. Eitt
sinn fór hann frá Akureyri til
Möðruvalla og datt þá í hug
á leiðinni að skemmtilegt
mundi vera að vekja upp á
öllum bæjum í Kræklingahlíð-
inni. En þegar heimilismenn
komu til dyra ,sagði hann
glottandi: „Ég ætlaði bara að
sjá, hve fljót þið væruð til
dyra!“ — og bauð svo góða
nótt. M.
— Um islenzka
nútimaljóðlist
Framh. af bls. 4.
Ég man að einn viðstaddra hafði
strax á takteinum sögu af þekktu
atómskáldi, Jónasi Svafár. Hann
ku hafa setið þungt hugsi við að
setja saman ljóð, en nærstaddir
biðu niðurstöðunnar í ofvæni.
Allt í einu greip skáldið höndum
um höfuð sér, hrópaði angistar-
fullur „Það er komið vit í það.'“
— og lagðist svo fram á hendur
sér snöktandi. Ég sel ekki dýrara
en ég keypti.
En þetta nöldur um vit-leys-
una í atómljóðunum stafar, að
ég held, mest af andlegri meit-
ingartregðu. Menn vilja fá einföld
sannindi, sögð á einfaldan hátt
— og sé reynt að kafa dýpra eða
segja það, sem erfitt er að koma
orðum að, þá er það afgreitt með
axlaypptingu eða gamansögu.
Auðvitað eiga svokölluð atóm-
skáld enganveginn jafnan hlut að
þessu máli — sum þeirra leika
sér með sprettum að endileysum,
eins og t. d. títtnefndur Jónas
Svafár, þó viðleitni hans við að
losa viðjar málsins og beita því á
frumlegan hátt hafi varla verið
tnetin að verðleikum. Hann er
grínskáld með alvarlegt pró-
gramm.
Og það er einmitt þetta sem
verður að gerast: það þarf að
losa um höft máls og bragar-
hátta — segja hlutina með nýj-
um orðum eða a. m. k. nýjum
hætti. Þegar lausungin er svo
komin í algleyming, má búast við
að formin þéttist aftur, finni sér
þrengri farveg um sinn — en
umturnunin verður að koma öðru
hverju ef tungan og skátdskapur-
inn eiga að halda lífi.
Þetta er meiri nauðsyn á ís-
landi en víða annarsstaðar, þ ví
ég hef fyrir satt að íslenzkan sé
eitt steingerðasta mál sem talað
er á byggðu bóli, þrátt fyrir allan
frjómátt sinn. Ykkur hnykkir
kannski við slíkum tíðindum, en
sjáið sennilega hvað ég á við,
þegar þið gerið ykkur grein fyi-
ir hvernig málið er notað af mér
og öðrum. Tókuð þið eftir hvern-
ig ég orðaði síðustu setningu? Að
gera sér grein fyrir einhverju.
Hvernig er þetta orðtak hugsao?
Þið eruð vafalaust ekki á flæði-
skeri stödd með allan ykkar lær-
dóm í íslenzkum fræðum. En
hvað skyldu margir þeirra, sem
nota orðatiltækið dagsdaglega,
hugsa út í hvernig bað er mynd-
að í öndverðu? íslenzkt nútíðar-
mál er fleytifullt að þvílíkum
orðasamböndum sem eru einatt
stuðluð eða rímuð Við tölurr.
um „orð og æði“, „fæði og skæði“
(eða klæði), „gæfu og gengi“.
„veg og vanda“ „röð og reglu“,
„víti til varnaðar“, „gagn og
gaman". Við segjum að „sjón sé
sögu ríkari“ og við „stigum á
stokk og strengjum þess heit“ o.
s. frv. Svo eru önnur orðtæki
sem hvorki eru stuðluð né rím-
uð, en samt blýföst í málinu. Við
ségjum að nú kárni gamanið, að
þetta eða hitt taki út yfir allan
þjófabálk, að nú kasti fyrst tólf-
unum, að nú fyrst taki í hnúk-
ana, að einhver leiki á als oddi
o. s. frv.
Þessi orðtök, sem eru ótrúlega
fjölbreytileg, setja svo sterkan
svip á mál okkar, einkum þó rit-
mál, að nærri liggur að ýmsir
íslenzkir skriffinnar riti ekki lif-
andi mál, heldur hrúgi saman
eintómum steingervingum. Þetta
getur hæglega leitt til þess að
menn hafi ekki lengur stjórn é
stíl sínum og penna. Steingerv-
ingarnir taka, ef svo má segja,
pennann af skriffinninum og
semja sjálfir það sem hann vildi
sagt hafa, ef hann hefur á annað
borð fengið frið fyrir þeim til að
hugsa um það. Þetta hefur í för
með sér dauðan stíl, sljóa hugs-
un og hvimleiðan belging þeirra
sem nota þessi steindjásn eins og
oddborgarar orður og titla.
Nú er ég ekki að prédika út-
þurrkun eldri orðatiltækja úr ís-
lenzku máli. Öðru nær. En það '
þarf að vekja menn til næmara *
skyns á blæbrigði tungunnar og
brýna fyrir þeim nættuna sem
stafar af hugsunarlausri og næst-
um ósjálfráðri noikun fastra
orðtaka, því þau ganga úr sér rg
missa bitið ef sífellt er verið að
sarga með þeim. Margir höfund-
ar hafa sannað að slík orðtök má
nota í nýstárlegum samböndum
þannig að þau verði sem ný.
Mér er tjáð að franska sé með
þeim ósköpum töluð og skril'uð,
að hún eigi ekki til nema eitt
fornfálegt fast orðtak þar sem eitt
orðið er ekki til í öðrum sambönd
um. Ég er hræddur um að því
sé annan veg farið um íslenzk-
una. Og virðast Frakkar hafa
verið vökulli um lifandi og ferskt
mál en mörlandinn.
Með þessum útúrdúr um stein-
gerð orðasambönd vildi ég að-
eins benda á eina ástæðu þess,
að yngri skáld reyna að losa um
málið, gera það einfaldara, lág-
stemmdara, einlægara. Þau hafa
af eðlilegum ástæðum brugðizt
öndverð við háu tónunum og
mælginni í skáldskap eldri kyn-
slóða, sem liggur raunar í landi
ennþá. Mælgin leiddi til verð-
bólgu sem gerði gengisfellingu
málsins óhjákvæmilega, svo tal-
að sé upp á nýmóðins máta.
Hvort sú viðleitni yngri skálda að
finna orðunum rétt gengi leiðir
til dýrtíðar, skal ósogt látið, en
þau gátu í rauninni ekki farið
aðra leið.
Hir.s vegar skal ég verða fyrst-
ur til að játa, að íslenzk nútíma-
ljóðlist er í deigluniu Það verð-
ur jafnan svo á umbrotatímum
að lögð er meiri rækt við einn
þátt en annan, og mér virðast
ungu skáldin leggja mesta á-
herzlu á myndsköpun og einlægt
tungutak, enda var þörfin kann-
ski mest á þeim vettvangi. Aft-
ur á móti væri ekki úr vegi að
huga nánar að byggingu ljóða og
hrynjandi, en það ve’-ður að bíða
betri tíma. Og lýkur þá þessu
sundurlausa rabbi, som ég vona
að vakið hafi margar spurningar,
þó það hafi engum svarað.
— Snoghöj
Framh. af bls. 6.
Þetta eru hörð varnaðarorð.
Þau vekja oss til umhugsunar,
þó oss þyki á einn eða annan
veg um einstök atriði. Þessar
hugsanir, er birtast í ársriti þeirra
lýðháskólamanna, er stofnað hafa
nýjan lýðháskóla á Snoghöj í
Danmörku, mættu verða oss öll-
um, og þá ekki sízt þeim, er nú
eiga að ráða fram úr vrnda þjóð-
arinnar á örlagastund, til árétt-
ingar þeim sannindum, að vér
stöndum á vegamótum á þessum
áramótum engu síður — og e. t
v. enn þá fremur — en nágrannat
vorir í Evrópu suður.
C'Jle&llecýt
nýar
I
Baöker
Rússnesku baðkerin kosta aðeins
kr. 1845.00 með botnventli, vatnslás og
yfirfalls-ventli. Birgðir væntanlegar inn-
Tökum á móti pöntunum.
an skamms. Sýnishorn fyrirliggjandi.
Iflors Troding Company Hf.
Klapparstíg 20 — Sími 1-73-73
Þökk fyrir viðskiptin
á liðna árinu.
Ásgeir Ásgeirsson
verzl. Þingholtsstræti 17.
*rju / ,, /í
ir y^jleoilecjt nýar í '