Morgunblaðið - 06.01.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.01.1960, Blaðsíða 2
MORCVNBLAÐ1Ð 2 Yfirvöldin i Vestur-Berlín snúast hart gegn ný-nazistum Einn dœmdur, 17 bíða dóms BONN, London og V-Berlín, J/. jan. — (Reuter-NTB) — EKKERT lát er á hatursher- ferðinni gegn Gyðingum, og enn breiðist hún út. Hafa bor- izt fregnir um Gyðingaandróð ur frá Bretlandi, Ástralíu, Belgíu, Frakklandi, Finn- landi, Grikklandi, Svíþjóð og Ítalíu, auk Vestur-Þýzka- lands. — ★ Yfirvöldin í Vestur-Berlín brugðu við skjótt, fangelsuðu einn ný-nazista, en handtóku 17 aðra. Handtökurnar fóru fram eftir að lögregla gerði húsrann- sóknir á heimilum ný-nazista og í höfðustöðvum félags þeirra, þar sem fundust m. a. nazista-bún- ingar, rýtingar frá Hitlersæsku- félagsskapnum, áróðursræður á segulböndum, auk þess mikið af árásarbæklingum og prentvél. ★ ★ Ungt fólk Þeir 17, sem handteknir voru, eru flestir á aldrinum 19—26 ára, og allir tóku þeir þátt í fundi sl. laugardag, þar sem sungnir voru nazistasöngvar. Til að stuðla að útrýmingu nazistahreyfingarinn. ar í Vestur-Berlín, hefur borgar- stjórnin farið þess á leit við Vest urveldin, að þau heimili vestur- þýzkum dómstóli að banna hreyf inguna í Berlín, en Vesturveldin hafa neitunarrétt í slíkum mál- um. Er ætlunin að banna félagið „Þjóðernis-æska Þýzkalands“ og „Þjóðernisfélag stúdenta“. Þá voru á fundi, þar sem 200 blaða- menn voru samankomnir, gefin upp nöfn, heimilisföng og vinnu- staðir allra þeirra 17, er hand- teknir voru. ★ ★ Fyrsti dómurinn Rolf Wollny, sem handtekinn var í Vestur-Berlín fyrir að mála óhróðursorð og hakakross á hús- veggi, var dæmdur til 10 mánaða fangelsisvistar fyrir „móðgun“ og er þegar tekinn að afplána dóm sinn. Þá var honum gert að greiða allan málskostnað og auk þess auglýsingarkostnað, en sam tökum Gyðinga í V.-Berlín, var heimilað að birta dómsniðurstöð- urnar í auglýsingu. Wollny kvaðst hafa verið drukkinn og sjá eftir gjörðum sínum. — Er þetta fyrsti dómurinn, sem upp er kveðinn í slíku máli, eftir að hatursherferðin gegn Gyðing- um hófst um jólin. ★ ★r Adenauer lýsir viðbjóði Adenauer kanzlari lýsti í dag viðbjóði sínum á árásunum á Gyðinga í Vestur-Þýzkalandi. Til kynnti hann framkvæmdastjóra aðalstjórnar Gyðingasamtaka Þýzkalands, dr Hendrik Van Dam, að allt yrði gert til að finna hina seku og draga þá fyr- ir dóm. Hafði kanzlarinn tilkynnt Van Dam þetta, er Van Dam færði honum afmæliskveðjur frá Gyðingasamtökum Þýzkalands, en Adenauer varð 84 ára í dag. Formanni Kölnardeildar þýzka Ríkisflokksins var sleppt úr haidi á þriðjudagskvöld. Hann var handtekinn um jólin eftir að haka krossar höfðu verið málaðir á samkomustað Gyðinga þar í borg og á minnisvarða, er reistur hafði verið til minningar um fórnardýr nazismans. Vakti þetta talsverða gremju, en yfirvöldin skýrðu frá því að honum hefði aðeins verið sleppt til bráðabirgða, þar sem ekki hafði reynzt unnt að sanna á hann sökina. Víða í Bretlandi hafa verið xnál aðir hakakrossar og óhróður um Gyðinga á húsveggi í mörgum borgum, m. a. í Axminster, þar sem auk hakakrossa var skrifað: „Gröfum Gyðingana", „Heil Hitl- er“ og „Styðjíð brezku nazista- hreyfinguna". ★ Einn handtekinn á ftalía Á ftalíu bar einnig mikið á Gyðingaárásum, og áleit lögregl- an í Róm sennilegt að þar ætti hlut að máli æskulýðsfélagsskap- ur ný-fasista. Þar hafði einn átján ára stúdent verið handtekinn er hanh var að mála hakakrossa á búðarglugga. Þá höfðu einnig nokkrir verið teknir til yfir- heyrslu. f Tórínó hafði meðal annars verið málað hakakross- merki á minnisvarða er reistur var til minningar um ítalska frelsisvini úr síðustu heimsstyrj- öld. En á torgi því, er minnis- varðinn stendur á, voru lík MUsso linis og annarra fazistaforsprakka hengd upp í lok styrjaldarinnar. ir Alþjófflegt samsæri Dómsmálaráðherra ísraels, Pin has Rosen, sagði í þinginu í dag að verið gæti að alþjóðlegt sam- særi stæði á bak við árásimar Hann kvaðst ekki hafa neina sönnun fyrir að svo væri, en eng- in önnur skýring væri á sam- ræmi árásanna í hinum ýmsu löndum. Þá benti hann á að þýzka væri víðast notuð. Hann kvað ár- ásirnar ekki túlka skoðanir ríkis- stjórna viðkomandi landa, né vilja íbúa þeirra. IV^aður ársins 1959 ÞANNIG Ieit kápusíffa bandar- íska vikublaffsins Time út hinn 4. janúar (1. hefti 1960) — og munu menn þar kenna mynd Eisenhowers forseta. — Time hefir þann sið aff velja mann ársins“ um hver áramót og birta í fyrsta hefti, sem út kemur á nýbyrjuffu ári. Maff- ársins er sem sagt Eis- enhower, aff dómi Time. — Árið 1958 hlaut de Gaulle Frakklandsforseti þennan titil, I 1957 var þaff Krjúsjeff, for sætisráffherra Sovétríkjanna. ' í tilefni af valinu nú segir Time, aff þegar Eisenhower hafi lokiff ferff sinni í desem ber sl. hafi hann tvímælalaust veriff bezt þekkti og vinsælasti borgari heimsins. — Time getur ýmissa annarra valda- manna, sem mikið hafa komið viff sögu á sl. ári, og segir m. a. aff Harold Mcmillan, forsætis- ráffherra Bretlands, hafi veriff keppinautur Eisenhowers um titilinn „maður ársins“. I Z' NA /5 hnúiar | SV 50 hnútar ¥: Snjókoma f 06 i X7 Skúrir í£ Þrumur w.s, KutíaskU Zs' Hitaski! H' Hd L * Laiqi -sen —— —3 —T Hlýja loftið náði til Islands HÆÐ suðaustur af írlandi. Sú hæð þokast norðaustur á bóg- inn, var yfir írlandi kl. 20 í gærkvöldi. Lægðin við Suður- Grænland fer norður og grynnist. Á hitaskilunum, sem eru yfir Atlantshafinu, var að myndast smálægð í gærkvöldi rétt sunnan við það, sem sést á kortinu. Hlýjast á kortinu er 12 stiga hiti í Frakklandi og kaldast í Goose Bay, 24 stiga frost. Geta má þess að hlýja loftið yfir austanverðu Atlantshafi, náði í gærkvöldi allt norður yfir ísland og var kl. 20 7 stiga hiti í Vestmannaeyjum. Þá var orðið frostlaust um allt land. Veðurútlit kl. 22 í gær- kvöldi: Yfir Suður-Grænlandi er lægð sem grynnist en hæð yfir Bretlandseyjum. Smálægð um 1200 km suðvestur í hafi á hreyfingu norðaustur. Suð- vesturland og SV-mið: All- hvas eða hvass sunnan, rign- ing eða þokusúld. Faxaflói til Vestfjarða, Faxaflóamið til Vestfjarðamiða, sunnan og suðvestan stinningskaldi, skúr ir. Norðurland til Austfjarða, Norðurlandsmið til Austfjarða miða: Sunnan og suðvestan kaldi, þíðviðri, úrkomulítið. Suðausturland og suðaustur- mið: Allhvass sunnan og suð- vestan, rigning. Miðvikudagur 6. Jan. 1960 „Síðasti fjand- maður Francos" skotinn til bana GERONA, Spáni, 5. jan. Reuter: Hinn frægi skæruliffaforingi og stjórnleysingi, Francisco Sabater sem yfirvöldin á Spáni hafa reynt aff ná á sitt vald í 14 ár, var skotinn til bana á götu í smábæn- um San Celoni, skammt frá Barcelona, í dag. — í gær hafffi hann særzt í átökum viff ríkis- lögregluna, en komst undan. Sabater, sem var 47 ára gam- all, var hinn síðasti þeirra skæru liðaforingja, sem héldu áfram baráttu gegn Franco og stjórn hans eftir að borgarastyrjöldinni lauk 1939, en hann barðist með lýðveldissinnum í styrjöldinni — og stjórnleysingi var hann í skoð- unum frá því að hann var 16 ára gamall. Hefir hann stundum ver- ið nefndum „síðasti“ fjandmað- ur Francos. Eins og fyrr segir, var Sabater særður í vopnaviðskiptum við lögregluna í gær. Það gerðist á búgarði í Banolas, um það bil 17 km héðan. Fjórir félagar hans biðu bana í bardaganum og einn lögreglumaður. Annar lögreglu- maður særðist alvarlega, og Sabater sjálfur hlaut nokkurn á- verka, en komst undan á flótta. Honum tókst að komast upp i Framh. á bls. 19. Lausn verður að fást í Genf — segir Lysö, fiskimálaráðherra Noregs i blaðaviðtali RÉTT fyrir áramótin átti norska blaðið Lofotposten viðtal við Nils Lysö, fiskimálaráðherra Noregs. — Blaðamaðurinn spurði m.a. um álit ráðherrans varðandi 12 mílna fiskveiðilandhelgi við Noreg. — Lysö svaraði: — Það er þá fyrst þar um að segja, að það hefir gert þetta vandamál erfiðara viðfangs, að fiskimenn sjálfir eru klofnir í afstöðu sinni til þess. Þeir, sem veiðar stunda á úthafinu, vilja halda núgildandi fiskveiðitak- mörkum, en aðrir fiskimenn Sæmd Fálkaorðunni Á NÝJÁRSDAG sæmdi forseti íslands að tillögu orðunefndar þessa menn heiðursmerkjum hinn ar íslenzku fálkaorðu: Guðjón Guðmundsson, bónda og hreppstjóra, Eyri, Ingólfsfirði, fyrir félagsmálastörf og búskap. Ekkjufrú Hjaltalínu Guðjónz- dóttur, Núpi, Dýrafirði, riddara- kross, fyrir kennslu- og garð- yrkjustörf. Jón Magnússon, fréttastjóra, ríkisútvarpsins, riddarakross, fyrir embættisstörf og störf að upplýsingamálum. Jón Gauta Pétursson, bónda og oddvita, Gautlöndum, Mývatns- sveit, riddarakross fyrir félags- málastörf og búskap. Kristján L. Gestsson, verzlunar stjóra, Reykjavík, riddarakross, fyrir störf í þágu íþróttamála. Kristján Kristjánsson, borgar- fógeta, Reykjavík, riddarakross fyrir embættisstörf. Kristján Jóhann Kristjánsson, forstjóra, Reykjavík, fyrrv. for- mann Félags islenzkra iðnrek- enda, riddarakross, fyrir störf í þágu íslenzks iðnreksturs. Þorstein Jónsson, kaupfélags- stjóra, Reyðarfirði, riddarakross, ■ fyrir fálagsmálastörf. krefjast víkkunar þeirra. — Að sjálfsögðu get ég skilið áhyggjur úthafsfiskimanna í sambandi við þetta mál, en útvíkkun takmark Afar góðar fisk- sölur erlendis í GÆR seldi togarinn Geir í Grimsby 2303 kitt (146 lestir fyr- ir £ 11.540. Þá seldi Egill Skalla- grímsson í Hull 1843 kitt (117 lestir) fyrir £11.367. Togskipið Margrét frá Siglufirði seldi í gær í Cuxhaven 104 lestir af síld fyrir DM 76.679. Allar eru þessar söi- ur mjög góðar, og sala Egils ein- hver bezta sala íslenzks togara. Landhelgin — Framh. af bls. 1. f fréttinni segir, aff þaff sé útbreidd skoffun hjá opinber- um aðilum í Washington og Ottawa, að almenningsálitiff heiminum sé íslands megin k þessu máli — og aff Macmill- an, forsætisráðherra Bret- lands, sé tekinn aff gera sér ljóst, aff hinar óvægilegu aff- gerffir brezka flotans viff ís- land, séu ekki til þess fallnar aff afla Bretum álits og vin- sælda meffal hinna ungu þjóða heims. — ★ — Þá segir, að góðar heimildir hermi, að Bandaríkjamenn muni leggja til, að þeir og Kanada leggi fram eftirfarandi tillögur í málinu: 1) Almenn takmörkun veiða. 2) Lenging friðunartímabils. 3) Takmörkun á stærð skipa og veiðarfæra. 4) Netamöskvinn verði stækk- aður. 5) Veiðar verði minnkaðar smám saman ár frá ári á hinum umdeildu strand- svæðum. anna getur orðið tímabær eigi að síður, hvaða afstöðu, sem Nor- egur tekur á sjóréttarráðstefn- unni í Genf. — Það er t.d. hugs- anlegt, að Kanada aðhyllist út- víkkun, og verðum við þá aff reikna með, að fleiri þjóðir, þar á meðal Norðmenn, komi í kjöl- farið. Hvaff sem öffru líffur verffum viff aff ganga aff því meff hcilum hug aff reyna aff finna lausn á þessu vandamáli á Genfarfund- inum. Ef enginn árangur næst á ráðstefnunni, getur þaff haft svo vífftæk, óheillavænleg áhrif á al- þjófflegt samstarf, aff viff renn- um tæpast grun í það nú. flndstæðingni íslendingn lætnr nf stnrfi FISHING NEWS segir frá því, aff R. G. R. Wall hafi látið af starfi sem fikimálatjóri Bretlands. Mun hann þó starfa nokkuð áfram I þeirri deild fiskimálaráðuneytis- ins brezka sem fer með alþjóða- samskipti varðandi fiskveiðar og alþjóðaverzlun með fiskafurðir. Mr. Wall kom mjög við sögu á Genfar-ráðstefnunni síðustu um réttarreglur á hafinu og mun hann stjóma öllum aðgerðum Breta á næstu Genfarráðstefnu um landhelgismálin í marz-apríl nk., enda hefur hann skipulagt aðgerðirnar fram að þessu. Mr. Wall hefur starfað mjög lengi að fiskimálum í Bretlandi m. a. verið starfandi við land- búnaðar- og fiskimálaráðuneytið brezka síðan 1933. Við embætti hans sem fiski- I málastjóra tekur Basil Engholm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.