Morgunblaðið - 06.01.1960, Page 3
Miðvilíudagur 6. Jan. 1960
ntonnrnvnr 4fíiÐ
3
Var það
kaf-
bátur?
Bráðabirgðaviðgerðinni
á hollenzka veðurathugun-
arskipinu Cumulus mun
ljúka í dag. Hafa járniðn-
aðarmenn frá Hamri verið
við lagfæringu. Þeir höfðu
rétt úr dældinni miklu á
kinnung skipsins með því
að setja á hana þrjá 65
lesta tjakka, en síðan voru
böndin, sem kubbuðust í
sundur við höggið, styrkt
og soðið í rifuna, sem kom
á skipið.
Aðalloftskeytamaðurinn A
skipinu, Kayser að nafni, sem
verið hefur í 10 ár samfleytt á
þessu skipi, sagði að sér hefði
komið til hugar kafbátur, þeg-
ar höggið kom á skipið. —
Rússneskur kafbátur er hugs-
anlegt, víst er það, að höggið
var þannig að það var ekkerí
smávegis rekald sem skipið
lenti á. Veðrið var slæmt, en
við höfum nú oft fengið verra
veður en þennan umrædda
dag. Ég fékk eldskírnina, þeg-
ar á fyrsta úthaldinu. Þá vor-
um við á veðurathugunar-
svæði 300 sjóm. út af Portú-
galsströndum. Ég hefði aldrei
trúað því, hé'lt Kayser áfram.
ef ég hefði ekki séð það sjálf-
ur, að þegar skipið var niðri í
öldudalnum, var hæðin upp á
næsta öldutopp yfir 20 metrari
Hér um borð í skipinu er
i
STAKSTEINAB
Þetta er Aard Visser, skipstjóri á Cumulus, um borð í skipi sínu.
20 metra háar öldur
jafnan töluvert að starfa dags-
daglega. Veðurfæðingar og
loftskeytamenn ganga vaktir,
því aldrei má hlé verða á reglu
legum athugunum og útser.d-
ingum á veðurlýsingum á at-
hugunarsvæðinu og í háloft-
unum fyrir ofan okkur. Við
sendum loftbelgi upp, stund-
um aðeins í :iokkur íúsur.d
1 Ioftskeytasal veðurathugunarskipsins. Þelr'standa við neyðarsendir skipsins, F. Keyser, yfirioft-
skeytamaður, í hvítu peysunni, og yfirsigllngafræðingurinn Zuurmond.
Málmþreytu vart í stéli Caravelle
SAS hefur nú fengið liðlega sex
mánaða reynslu af fyrstu Cara-
velle-þotunum. í þessu sambandi
hefur félagið upplýst, að málm-
þreyta hafi gert vart við sig á
stéli þotanna, margsinnis hafi
verið skipt um stél á öllum þot-
unum ,en ekki hafi enn tekizt að
finna ráð gegn þessu.
Ekkert slys hefur þó hlotizt af
þessum sökum sem kunnugt er,
enda kom gallinn á daginn í tæka
tíð.
Hávaðinn frá hreyflunum veld
ur málmþreytunni. Caravelle er
tveggja hreyfla og þeim er kom-
ið fyrir á búknum aftanverðum,
rétt framan við stélið. Ekki er
talið, að hægt verði að draga svo
mjög úr hávaða hreyflanna að
þannig verði komið í veg fyrir
málmþreytuna. Sérfræðingar
SAS og frönsku verksmiðjanna
sem framleiða Caravelle, hug-
leiða nú hvernig stélið verði end-
urbætt svo að málmþreytan verði
úr sögunni.
Annars lætur SAS mjög vei af
Caravelle og telur þotuna mun
hagkvæmari í rekstri en t.d. DC-
7C, eða sem svarar 20% miðað
við fullhlaðnar vélar.
í sumar hafði SAS fjórar Cara
velle þotur í förum, en síðar
bættust tvær í hópinn. Sex fyrstu
mánuðina fluttu þær 70 þús. far-
þega, en í vor mun félagið verða
búið að fá 12 Caravelle af 17, sem
það hefur pantað.
feta hæð, en á hverjum dtgi
sendum við upp í 22 km hæð
stóra loftbelgi sem senda okk-
ur upplýsingar um veðrið :
háloftunum, um sjálfvirk
senditæki. Við höfum líka san
band við flugvélar komi þær
inn á veðurathugunarsvæðiö
og sendum við þeim ýmsai
upplýsingar varðandi veður-
far, staðsetningar og fleira, er
að gagni má koma. Við send
um líka til landsstöðvanna, t.d.
hingað til Reykjavíkur. Hér
eru margir bráðflinkir lof-
skeytamenn, þú getur sagt
þeim það.
Hér um borð gengur líftð
eðlilega eftir mjög ákveðnum
reglum. Það er skapgerðar-
atriði að vera skipsmaður á
veðurathugunarskipi, er verð-
ur að vera í hafi úti hvernig
sem viðrar allt upp í 38 daga,
— þ. e. a. s. frá því að farið er
úr höfn unz komið er til baka,
stundum í hörðum veðrum,
eins og t. d. á Alfa svæðinu.
Brezka veðurathugunarskipið,
sem leysti okkur af um daginn
hreppti svo mikið fárviðri þa:
að stormurinn sleit og eyði
lagði öll loftnet skipsins, svo
þeir hafa orðið að notast við
neyðarsendinn. Þeir hafa aíit
til alls til þess að lagfæra
skemmdirnar, um leið og veðr
inu slotar.
Hér um borð fá yfirmenn
daglegan skammt af sterku á-
fengi, en undirmenn fá hinu
ágæta hollenzka bjór að vild.
Við getum keypt sjeneverbrús
ann á 33 ísl krónur, — þegar
við erum komnir út fyrir 3
mílurnar. Það er lítið verð,
þegar við það er miðað, að
fyrir nokkrum kvöldum borg-
aði ég 54 krónur fyrir visky-
sjúss á Hótel Borg, sagði
Kayser og hló.
Hagnýting ja *ðhita
á Reykjanesskaga
Tveir af þingmönnum hina
nýja Reykjaneskjördæmis, þeir
Matthías Á. Mathiesen og AlfreS
Gíslason ,lögðu fram á Alþingi i
haust tillögu til þingsályktunar
þess efnis, að ríkissjórnin skuli
láta fram fara ítarlega rannsókn
á jarðhitasvæðunum á Reykja-
nesskaga, m. a. með það fyrir aug
um, að orkulindirnar verði hag-
nýttar til hitaveitu fyrir nær-
liggjandi byggðarlög.
í þingsályktunartillögunni er
einnig lagt til, að Alþingi skori
á ríkisstjórnina, að hún hlutist
til um, að Hafnarfjarðarbær
verði hið bráðasta veitt afnot af
hinum stóra jarðbor, sem stór-
kostlegt hagræði hefur verið að
við jarðboranir hér í Reykjavík,
síðan hann kom til landsins.
Hér er áreiðanlega um mikið
hagsmunamál að ræða, ekki að-
eins fyrir Hafnfirðinga, heldur
fyrir íbúa Reykjanesskagans al-
mennt. Hinn mikli jarðhiti á
þessu svæði er ennþá lítt hag-
nýttur, en allt bendir til þess, að
hann megi nota til margra hluta
og nytsamlegra í þessum lands-
hluta eins og öðrum, þar sem
jarðhiti er fyrir hendi.
Ástæðulaus mannalæti
Siglfirðingur, blað Sjálfstæðis-
manna á Siglufirði, ræðir fyrir
skömmu í forystugrein sinni,
gortskrif Framsóknarmanna um
að flokkur þeirra hafi eflzt stór-
lega í síðustu Alþingiskosning-
um.
Siglfirðingur kemst m.a. að
orði um þetta á þessa leið:
„Ef þessi mannalæti eru borin
saman við þá staðreynd ,að
Framsóknarflokkurinn tapaði
fylgi milli vor og haustkosning-
anna í öllum kjördæmum lands-
ins nema Reykjaneskjördæmi,
má öllum ljóst vera, að blaðið
Einherji gengur enn á svig við
hið sanna og rétta.
Framsóknarflokkurinn tapaði
528 atkvæðum í Norðausturlands
kjördæmi, 115 atkvæðum hér í
Norðvesturlandskjördæmi, 190 at
kvæðum á Austurlandi, 150 at-
kvæðum á Vestfjörðum, 138 at-
kvæðum á Suðurlandi, milli 3—
400 í Reykjavík og tæplega 50
atkvæðum í Vesturlandskjör-
dæmi.
Þannig „efldist" Framsóknar-
flokkurinn í haustkosningunum
og á nú 17 þingmenn af 60 (og
þó fæst atkvæði að meðaltali að
baki hvers þingmanns) en hafði
fyrir 19 af 52“.
Allt í himnalagi!
Sjávarútvegsmálaráðherra
kommúnista í vinstri stjórninni
hefur nú verið fengið það hlut-
verk að halda því fram í Þjóð-
viljanum að allt sé í himnalagi
í islenzkum efnahagsmálum og
engar ráðstafanir þurfi að gera
til viðreisnar. Allt tal um nauð-
syn nýrra ráðstafana í efnahags-
málunum sé þess vegna „árásir"
vondra manna á „alþýðuna".
Þetta er kjarni þess boðskapar,
sem Lúðvík Jósefsson flutti í
Þjóðviljanum um áramótin.
En ef ekkert þarf að gera nú,
og allt má við óbreytt standa frá
því sem var, þegar vinstri stjórn-
in hrökklaðist frá völdum 4. des-
ember 1958, hvernig stóð þá á
því, að þessi merka stjórn sagði
af sér? Hvað var hún að flýja?
Var henni virkilega engin vandi
á höndum? Hversvegna fór hún
þá? Væri ekki reynandi fyrir
Lúðvik Jósefsson að svara þeirri
spurningi’