Morgunblaðið - 06.01.1960, Síða 11

Morgunblaðið - 06.01.1960, Síða 11
Miðvikudagur 6. jan. 1960 MORCVTSBLAÐIÐ 11 Guðmundur Jónsson, skólastjóri Hvanneyri Landbúnað urinn 1959 SAMKVÆMT beiðni Morgun- blaðsins mun ég nú, líkt og sl. ár, gera tilraun til að tína saman nokkur atriði varðandi landbún- aðarmál árið 1959. Samfelld rit- smíð getur þetta þó ekki orðið, enda er margt, sem enn liggur óljóst fyrir um árið, sem leið. Sumar af eftirfarandi upplýsing- um eru frá árinu 1958. Veðrið Segja má, að veðurfar hafi yfir leitt verið hagstætt árið 1959, að því undanskildu, að óþurrkar voru miklir síðari hluta sumars um Suðurland. Hey urðu því hrakin á þeim slóðum og víða minni en í meðallagi. Bústærð Hér verða sýnd nokkur dæmi um heyskap og búfénað á nokkr- um stórum bújörðum hér á landi. Til samanburðar eru tölur frá 1958: Bessastaðir: Taða 2400 hestb. (2400), nautgripir 60 (60), sauð- fé 60 (60), hænsni 900 (900), drátt arvélar 3 (3), kartöflur 40 tn., rófur 200 tn. Vífilsstaðir: Taða 2500 hestb. (2500), nautgripir 86 (86), hross 2 (2), hænsni 250 (250), kartöflur 80 (80), dráttarvélar 3 (3). Blikastaðir: Taða 2300 hestb. (2600), nautgripir 78 (80), hross 6 (6), sauðfé 25 (15), hænsni 300 (200), kartöfiur 15 tn. (40), korn náðist ekki inn vegna óþurrka, nýrækt 1% ha. dráttarvélar 4 (4). — Sámstaðir: Taða 1100 hestb. (1100), nautgripir 19 (23), hross 3 (7), sauðfé 80 (90), kartöflur 130 tn. (190), korn 110 tn., hey- mjöl 13% tonn, frærækt í 5 ha landi, tilraunir gerðar á 6—700 tilraunareitum, dráttarvélar 2 (2). — Gunnarsholt: Taða 7000 hestb. (7000), nautgripir 200 (200), hross 4 (5), sauðfé 500 (450), dráttarvélar 4 (4). Flugvél dreifði tilbúnum áburði á 4—500 ha. svæði og reyndist dreifingin jöfn. Vélin dreifði á 5 m breitt belti hverju sinn og dreifimagnið svar- aði til um 4 tonn af áburði á klst. Holt í Stokkseyrarhreppi: Taða 2500 hestb. (3000), nautgripir 65 (65), hross 12(10), sauðfé 200 (180), hænsni 20 (30), kartöflur 50 tn. (50), rófur 50 tn. (50), ný- rækt 4 ha. (2), dráttarvélar 3 (3). Laugardælir: Taða 6000 hestb. (6000), nautgripir 150 (149), hross 25 (40), hænsni 450 (450), svín 50 (50), kartöflur 40 tn. (40), nýrækt 4 ha. (5), dráttarvélar 3 (3), korn í 1 ha, en var ekki þreskt. Á sæðingarstöðinni í Laugardælum eru 16 kynbóta- naut. Hvanneyri: Taða og hey af flæðiengjum 5000 hestb. (5000), nautgripir 114 (118), hross 12 (19), sauðfé 340 (325), hænsni 65 (75), garðávextir 45 tn. (40), ný- rækt 8 ha. dráttarvélar 9 (11), þar af 1 jarðýta. Tilraunir eru gerðar á um 900 tilraunareitum. Hólar í Hjaltadal: Taða 4900 hestb. (5500), nautgripir 53 (60), hross 70 (72), sauðfé 610 (570), hænsni 30 (50), kartöflur 100 tn. (100), rófur 100, korn þroskaðist ekki, en var í 1 ha., dráttarvélar 6 (6), þar af 1 jarðýta, nýrækt 8 ha. Egilsstaðir á Völlum: Taða 3500 hestb. (3500), nautgripir 62 (62), hross 5 (5), sauðfé 400 (350), 5 gyltur, korn 200 tn. (60), hænsni 50 (50), dráttarvélar 3 (3). Skriðuklaustur: Taða 2000 hest- b. (1400), nautgripir 6 (7), hross 7 (6), sauðfé 720 (700), hænsni 25 (25), kartöflur 30 tn. (50), dráttarvélar 3 (2). Þetta yfirlit sýnir, að heyskap- ur og búfé er mjög likt og árið 1958. Fólksf jöldi í sveitum Hagskýrslur herma, að mann- fjölgun hér á landi sé meiri en í flestum löndum öðrum, þ. e. um og yfir 2% á ári. Þetta kemur þó sveitum landsins ekki til góða, því að árlega eru miklir mann- flutningar úr sveit í kaupstaði og kauptún. Þetta alkunna fyrir- brigði vil ég skýra með örfáum tölum. íbúar í sveitum landsins hafa verið sem hér segir: 1901 um 61 þús. 1910 — 55 — 1920 — 52 — 1930 — 47 — 1940 — 42 — 1950 — 36 — 1960 — 32 — (?) Síðasta talan er að sjálfsögðu áætluð. Frá aldamótum og fram til 1960 má því ætla að fólki í sveitum landsins fækki um ná- lega 30 þús. manns eða tæplega 500 á ári. Þegar svo þar við bæt- ist eðlileg mannfjölgun, þ. e. barnsfæðingar umfram dauðsföll, þá er augljóst, að mannflutning- ar úr sveit þetta tímabil verða, að ég ætla, um 1000 manns á ári. Það skal þó tekið fram, að í sumum tilfellum er hér ekki um mannflutninga að ræða, heldur þéttist byggðin, og sums staðar eru nú talin kauptún, þar sem áður var sveit. Hitt er að vísu líka til, en miklu sjaldgæfara, að kauptún verði að sveit, vegna þess að fólkinu fækkar (Borð- eyri, Haganesvík o. fl.). Tilfærsla fólksins á sér að sjálf sögðu einnig stað milli kauptúna eða kaupstaða. Þannig hefur fólki stórlega fækkað á Stokkseyri, Eyrarbakka, Flatey á Breiðafirði, Seyðisfirði og nokkrum fleiri stöðum miðað við síðustu alda- mót. Garðrækt Hagskýrslur sýna, að árið 1958 var uppskera kartaflna framtal- in 71 þús. tunnur eða 5 þús. tunn- um minni en 1957. Talið er, að nokkuð af framleiðslunni komi ekki til framtals, einkum það, sem notað er heima. Mætti giska á, að þetta næmi um 20 þús. tunn um. Uppskera af kartöflum mun hafa orðið talsvert minni 1959 en 1958, ef til vill nálægt 10 þús. tunnum. Á árinu voru fluttar inn kart- öflur 25,6 þús. tunnur (26,6). Auk þess flutti Grænmetisverzlunin inn hvítkál og rauðkál 183,1 tonn (226), gulrætur 138,2 tonn (25), rauðrófur 76 tonn (32) o. fl. teg. grænmetis. Stofnræktun kartaflna fer fram á vegum Grænmetisverzlunar ríkisins. Er hún fólgin í því, að samið er við einstaka bændur að taka slíka ræktun að sér. Eftir- lit er haft með görðunum yfir sumarið og uppskeran athuguð vandlega. Á því að vera trygging fyrir því, að útsæðið sé hrein. ósýkt og að öllu leyti góð vara. Hins vegar er verð á slíkum út- sæðiskartöflum ekki greitt niður og því mun hærra en á matar- kartöflum. Verðmismunurinn virðist or- saka, að kartöfluframleiðendur sniðganga um of stofnræktaða út sæðið, en kaupa í þess stað óvald- ar kartöflur til útsæðis. Virðist því stofnræktunin ekki ætla að fá þá þýðingu, sem til var ællazt í fyrstu. Sala útsæðis frá Græn- metisverzluninni var sem hér segir: 1958 1959 tunnur tunnur Stofnræktað úts. 824 708 Erlent útsæði 450 500 Þetta er aðeins örlítill hluti af því útsæðismagni, sem árlega er notað í landinu, en það má áætla samtals nálægt 15 þús. tunnum. Grænmetisverzlunin hefur með höndum tilraunir og athuganir með bragðgæði og geymsluþol kartaflna. Hafa þær rannsóknir staðið yfir í 3 ár. Virðast þær benda til þess, að mjög mikill köfnunarefnisskammtur hafi slæm áhrif á bragð og geymslu kartaflanna. Sölufélag garðyrkjumanna hef- ur með höndum sölu á innlendu grænmeti og eggjúm. Umsetning þess á árinu hefur verið: Gróðurhús munu í lok ársins 1959 ná yfir um 9,0 ha lands. Má ætla, að um % hlutar þeirra séu notaðir til ræktunar grænmetis, en % til blómaræktunar. 1 Garðyrkjuskóla ríkisins i Ilveragerði eru í vetur 15 nemend ur. Þar eru um 7000 ferm. undir gleri. Tilraunir eru gei'ðar þar með áburðarþörf jarðvegs í gróð- urhúsum og með afbrigði af ýms- um tegundum garðjurta. Meðal annars voru í sumar ræktaðar sykurrófur í gróðurhúsi með góð- um árangri. Garðyrkjuskólinn býr við frem ur þröngan húsakost, þegar gróð- urhúsin eru fráskilin. Væri hin mesta þörf á því, að þar yrði son, hafa vonir til þess, að úr rætist, áður en langur tími líður. Jarðabætur Ennþá er ekki farið að vinna úr jarðabótaskýrslum fyrir árið 1959, en 1957 og 1958 var gert af styrkhæfum jarða- og húsabótum sem hér segir: byggt að nýju hið fyrsta. Mun skólastjórinn, Unnsteinn Ólafs- Nýrækt, ha..................... Túnasléttur, ha...........•.... Matjurtagarðar, ha............. Grjótnám, m3................... Handgrafnir skurðir, m3 ....... Vélgrafnir skurðir, m3 ........ Lokræsi, m..................... Girðingar, m .................. Þvaggryfjur, alsteyptar, m3 .... Áburðarhús, m3................. Haugstæði, m2 ................. Þurrheyshlöður, m3............. Súgþurrkunarkerfi, m2 .......... Votheyshlöður, m3 ............. Matjurtageymslur, m3........... Jarðabótamenn, tala............ Framlag ríkissjóðs, kr......... Þar af á vélgrafna skurði kr. . Framræsla. Á árinu 1958 voru að verki 50 skurðgröfur, sem grófu alls rúml. 4 millj. rúm- metra. Á árinu 1959 voru starf- ræktar 46 skurðgröfur. Árið 1958 kostaði gröfturinn rétt um 4 kr. á rúmmetra, en 1959 er áætlað, að hann hækki um nálega 20 aura. Tvær gröfur hjá Vélasjóði grófu um 190 þús. m3 hvor og mun það vera met í afköstum. Gröfturinn svarar til þess, að árlega séu fullþurrkaðir 4—5 þús. ha. eða nokkru meira en nýræktinni nemur, enda eru ýms ir bændur farnir að þurrka lönd sín til beitar. Fyrstu skurðgröfumar af þeirri gerð, sem nú eru notaðar, tóku til starfa árið 1942. Til ársloka 1959 eru þær búnar að afkasta 30—31 millj. rúmmetra. Má ætla, að þessar framkvæmdir hafi kost að alls um 96 millj. króna. Lengd skurðanna nemur nálægt 8.000 km. Skurðgröfurnar eiga bráðum 20 ára afmæli hér á landi. Verður þess væntanlega minnzt á verð- ugan hátt með því að gefa út ýtarlega skýrslu um afköst þeirra. Þáttur þeirra í ræktunar- málum okkar er óumdeilanlegur. Eftirspurn eftir vinnu þeirra er ennþá mikil. Ofangreindar tölur um jarða- bætur gefa tilefni til ýmissa at- hugana. Þær sýna t.d., að bændur stækka tún sín árlega um nálega % úr ha. að meðaltali. Ætti sú 1959 9,0 millj. 10,0 millj. (um 300tonn) 220 tonn 26 þús. kassar 51 tonn 18 tonn 44 tonn aukning að gefa af sér tæpt kýr- fóður. Þetta er mjög athyglisvert, einkum þegar borið er saman við önnur lönd. Þar er sums staðar tekið meira land frá bændum í byggingalóðir, vegi, flugvelli o. fl. en ræktað er að nýju. í Dan- mörku er t.d. talið, að frá 1938 hafi það land, sem notað er fyrir framleiðslu landbúnaðarafurða, minnkað um 6600 ha á ári. Túnasléttur eru að mestu horfn ar úr sögunni. Sama er að segja um handgrafna skurði og lokræsi. Handgröfnu skurðirnir svara til þess, að hver bóndi hefði grafið 2,5 rúmmetra árið 1958 og i lok- ræsum er tilsvarandi tala rúml. 2 m. Áburðargeymslurnar svara til þess, að byggt hafi verið fyrir 1958 Sala grænmetis, kr....... 8,5 millj. Sala eggja, kr........... Sala af tómötum ......... 273 tonn Gúrkur.................... 27 þús. kassar Gulrætur.................55,5 tonn Blómkál................... 36 tonn Hvítkál................... 73 tonn Guðmundur Jónsson 1957 3511 139 23 40036 15.845 3.857.311 13.365 593.005 2.440 21.881 400 152.733 20.784 12.786 1.405 3.985 22.490.311,00 1958 3855 129 17 34547 8.43« 4.092.703 11.201 601.342 2.550 19.859 628 158.570 20.660 15.403 1.588 3.954 23.967.449,00 10.569.133,00 ársmykjuna úr rúml. 2000 naut- gripum og heygeymslur voru gerðar yfir um 300 þús. hestb. heys eða að meðaltali um 50 hest- burði á býli. Súgþurrkunarkerfi eru árlega gerð um 20 þús. fermetra. Ætla mætti, að það svaraði tii hlöðu- rúms um 100.000 rúmmetra og svarar til rúmlega þeirrar töðu- aukningar, sem nýræktin á að gefa árlega. Þetta er seinagangur um of. Súgþurrkun má telja ein- hverja þá allra nytsömustu fram- kvæmd, sem bóndi getur gert á jörð sinni. Má víða sjá það í ó- þurrkum, að þeir bændur skera sig úr um heyhirðingu, er hafa súgþurrkun. Og alltaf er hún gagnleg, jafnvel þótt þurrkar séu sæmilegir eða góðir. Ýmsar vélsmiðjur hér á landl framleiða ágæta blásara fyrir súgþurrkun og verkfæraráðunaut ur Búnaðarfélags íslands leið- beinir bændum um gerð kerfanna og lætur þeim í té teikningar yfir þau. Nýlega er farið að veita styrk út á súgþurrkunarkerfi. Tilbúinn áburður f fáum löndum hefur notkun tilbúins áburðar vaxið svo mjög sem hér á landi. Samanburður við önnur lönd fæst þó ekki rétt- ur á þann hátt að miða notkun áburðarins við stærð hins rækt- aða lands. Hér á landi er.nýrækt í stærri mælikvarða en víðast annars staðar. Margir bændur nota verulegan hlut af búfjár- áburðinum í nýrækt, en bera til- búinn ábúfð á tún. Hér á eftir verða sýndar töl- ur um notkun tilbúins áburðar, samkvæmt upplýsingum frá Á- burðarsölu ríkisins, miðað vi3 hrein næringarefni: Köfnunarefni (N2) 7600 t. (7061) Forsfórsýra (P2O5) 3950 t. (3716) Kalí (K2O; > 2270 t. (2182) Tölurnar í sviga sýna notkun- ina árið 1958. Notkun áburðar hefur því aukizt um 5—10%, mið að við 1958. Allur fosfór- og kalíáburður- inn er fluttur inn, en áburðar- verksmiðjan í Gufunesi lét í té um % hluta af köfnunarefnisá- burðinum, eða um 5000 tonn Na, þ. e. um 15000 tonn af Kjarna. Áburðarverksmiðjan er í fram- leiðslu sinni mjög háð framleiðslu raforku, sem ekki hefur verið nægilega mikil hin síðustu ár. Miðað við full afköst getur verk- smiðjan framleitt um 24.000 tonn Framhaid á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.