Morgunblaðið - 06.01.1960, Side 16

Morgunblaðið - 06.01.1960, Side 16
16 MORCVJSBtAÐÍÐ Miðvikudagur 6. Jan. 1960 oimm bafa verið svo harðlyndir og btulir. — Já, mér geðjast jafnvel ekki að því, að sjá þá verða góð- gjarna og vingjarnlega svona allt í einu. Að sjálfsögðu hef ég nú lengi ætlað mér að fram- Jrværna nákvæma rannsókn á þonum, en ég treysti mér bara ekki fyllilega til þess. Hamingj- an góða, ef það yrði til þess að koma þeirri hugmynd í kollinn á honum, að hann væri veikur pg að hann kynni að deyja og skilja barnið sitt eftir sem ósjálf bjarga aumingja — ég má ekki einu sinni hugsa til þess. Hann grefur undan sinni eigin heilsu ineð þessum sífelldu heilabrot- um og þessarri áköfu óþolin- mæði. .. f>ér misskilduð mig vissulega, hr. liðsforingi. .. >að er ekki Edith, heldur hann, sem er mitt mesta áhyggjuefni. .. Ég er hræddur um að gamli maður- Inn eigi skammt eftir ólifað". Ég var sem skelfingu lostinn. Mig hafði aldrei dreymt um slíka þiuti. Ég var tuttugu og fimm ára gamall og ég hafði aldrei séð neinn mér nákominn deyja. Þess vegna átti ég í fyrstu erfitt með að hugsa mér það, að maður sem fcg hafði einmitt rétt nýskeð lalað við, borðað og drukkið með, kynni næsta morgun að liggja kaldur og stirðnaður í rúminu sínu. Ég fékk líka sáran fting í hjartað og skildi þá fyrst »ð mér var farið að þykja inni- Vega vænt um gamla manninn. „Þetta er hræðilegt", sagði ég Voks alveg frá mér numinn. — .Alveg hræðilegt. Jafn tíginn, |afn göfugur, jafn góðhjartaður maður og hann er — og — fyrsti raunverulegi ungverski aðals- 'caðunnn sem ég hef kynnzt". Og nú skeður undarlegur at- burður. Condor stanzaði svo ^kyndilega, að óg nam einnig ósjálfrátt staðar. Hann starði á mig og dró andann djúpt að sér nokkrum sinnum, áður en hann spurði með óblandinni undrun í rómnum: „Aðalsmaður? .. Raunveru- legur ungverskur aðalsmaður? .. Kekesfalva? .. Afsakið, hr. liðsforingi .. en er yður alvara? .. Meinið þér þetta í raun og veru .. þetta sem þér sögðuð um að hann væri sannur ungverskur aðalsmaður?" Ég skildi ekki fyllilega spurn- ingu hans, en mig grunaði, að ég hefði sagt eitthvað mjög kjánalegt. Þess vegna svaraði ég vandræðalega: „Ég get aðeins dæmt eftir minni eigin persónulegu reynslu og í framkomu sinni og viðmóti við mig, hefur hr. von Kekes- falva alltaf verið mjög kurteis og vingjarnlegur. Við í herdeild inni höfum alltaf heyrt talað um ungverska aðalsmenn sem sér- staklega hrokafulla. .. En .. ég .. ég hef aldrei kynnzt vingjarn legri manni. Ég .. ég“. Ég þagn aði vegna þess að ég fann að Con dor hélt áfram að stara á mig. Það glampaði á kringlótta and- litið hans í tunglsbirtunni og aug un, sem ég sá aðeins ógreinilega bak við nefklömbrurnar, virtust hafa stæfckað um allan helming. Og þetta hafði þau óhugnanlegu áhrif á mig, að mér fannst ég vera spriklandi skordýr undir mjög sterkri smásjá. Það hefði verið hverjum vegfaranda undar leg sjón að sjá okkur standa þarna úti á miðjum veginum og stara hver á annan. En svo laut Condor höfði, gekk af stað og tautaði fyrir munni sér: „Þér eruð sannarlega .. undar legur náungi, ef mér leyfist að taka svo til orða. — Ég segi það hreint ekki í niðrandi merkingu. En þetta er mjög undarlegt, verð ið þér að viðurkenna, mjög svo undarlegt. .. Mér er sagt að þér hafið verið tíður gestur í húsinu undanfarnar vikur. Og það sem meira er, þér eigið heima í lítilli borg, sannkallaðri hænsnastíu — Ah----- og þér teljið Kekesfalva eitt- hvert stórmenni. Ætlið þér að halda því fram í alvöru, að þér hafið aldrei heyrt félaga yðar gefa það í skyn .. ja, ég vil ekki segja með niðrandi orðum .. að bezt væri að tala sem minnst um aðalsmennsku hans?“ „Nei“, sagði ég ákveðið og fann nú að ég var að byrja að verða reiður (það er ekki skemmtilegt að láta kalla sig „undarlegan" og „skrítinn"). „Ég er hræddur um að ég hafi ekki heyrt neitt slíkt. Ég hef aldrei talað um hr. von Kekesfalva við nokkurn mann“. „Undarlegt", tautaði Condor. „Mjög undarlegt. Ég hélt alltaf að hann væri að ýkja, þegar hann lýsti yður. Og ég get eins vel sagt yður það hreinskilnis- lega, að ég tortryggði dálítið þennan ákafa hans. .. Ég átti bágt með að trúa því, að þér hefðuð einungis farið þangað vegna þessarra fyrstu smávægi- legu mistaka og svo aftur og aft- ur af einskærri meðaumkun og vináttu. Þér vitið ekki, hvað gamli maðurinn er óskaplega hafður a ðféþúfu og ég hafði ákveðið að komast að því, hvað það raunverulega væri, sem drægi yður þangað. Ég hugsaði með mér, að ef hann væri ekki — ja, hvernig á ég að koma orð- um að því á kurteisislegan hátt — mjög undirhyggjufullur ung- ur maður, sem ætlaði að hagn- ast á gamla manninum, þá hlyti hann að vera mjög ungur, því að það er aðeins á mjög unga menn sem hið raunalega og hættulega hefur svo mikil áhrif. Þessi eðlis hvöt mjög ungra manna reynist venjulega á rökum reist og þér hafið áreiðanlega komizt á rétta slóð. .. Kekesfalva er raunveru- lega mjög sérkennilegur maður. Mér er fyllilega kunnugt um allt, sem hægt er að segja honum til hnjóðs og mér virðist, ef mér leyfist að segja svo, dálítið skringilegt að heyra yður tala xim hann sem aðalsmann. En, yð- ur er óhætt að trúa manni, sem þekkir hann betur en nokkur annar — þér þurfið alls ekki að blygðast yðar fyrir það, að hafa sýnt honum og aumingja barn- inu svo mikla vináttu. Þér þurf ið ekkj að láta neitt, sem aðrir hafður að féþúfu og ég haíði af því á að nokkru leyti við þann viðkvæma, einlæga og hjarta- hlýja mann, sem Kekesfalva er í dag“. Condor hafði haldið áfram göngunni, án þess að líta á mig, meðan hann sagði allt þetta. Það var fyrst eftir nokkra stund, að hann fór aftur að ganga hægar. Ég fann að hann var að velta einhverju fyrir sér og vildi ekki trufla hann. Við gengum svo áfram, samhliða í fjórar eða fimm mínútur, í algerri þögn. — Vagn kom akandi á móti okkur og við urðum að víkja til hliðar. Ökumaðurinn starði forvitnis- lega á þessa undarlegu tvímenn- Inga, liðsforingjann og stutta, feita manninn með gleraugun, sem gengu hlið við hlið og stein- þegjandi eftir þjóðveginum, svo siðia kvölds. Við létum vagninn fara fram hjá okkur og svo sneri Condor sér allt í einu að mér: „Heyrið þér, hr. liðsforingi. — Hálfgerðir hiutir og hálf-sagðar sögur eru alltaf til ills. Allt hið illa í heiminum má rekja til Aálf velgjunnar. Kannske er ég nú þegar búinn að segja of mikið og sizt af öllu vildi ég verða til þess að rugla yður í yðar góða hugsun arhætti. Hins vegar hef ég vakið forvitni yðar það mikið, að þér getið ekki stillt yður um að leita upplýsinga hjá öðrum og því mið ur hef ég fulla ástæðu til að ótt- ast, að þær upplýsingar yrðu ekki neitt sérlega réttar eða sann leikanum samkvæmar. Og svo er það líka hverjum manni óbæri legt, að heimsækja það fólk að staðaldri, sem hann veit ekki hvert er. Sennilega ættuð þér ekki jafn hægt með það að fara þangað aftur, þegar ég hef í al- gerðu hugsunarleysi æst forvitni yðar og óróa. Ef yður fýsir því að heyra eitthvað meira um vin okkar, er ég fús til að svala þeirri löngun yðar eftir megni“. „Að sjálfsögðu langar mig til þess“. Condor leit á úrið sitt. — „Tutt ugu mínútur gengin í tólf. Við höfum enn næstum tvær klukku stundir til umráða. Lestin mín fer ekki fyrr en klukkan tuttugu mínútur gengin í tvö. En ég held að vegurinn hérna sé ekki góður vettvangur fyrir slíkar samræð- ur. Kannske þekkið þér einhvern kyrrlátan stað, þar sem menn geta talað saman í ró og næði?“ Ég bugsaði mig um: „Ég held að „Tiroler Weinstube" í Erzherz og Friedriohstrasse sé bezti stað urinn. Þar geta menn setið alger lega ótruflaðir í litlum stúkum". „Ágætt. Það er einmitt tilval- inn staður fyrir okkur“, svaraði hann og greikkaði enn einu sinni sporið. Fleira töluðumst við ekki við, á leiðinni eftir þjóðveginum. — Brátt sáust fyrstu húsaraðir borg arinnar til beggja hliða við okk- ur, í björtu tunglsljósinu og til allrar heppni varð enginn af kunningjum mínum á leið okk- ar, þegar við gengum eftir íátt- auðum götunum. Af einhverj- um orsökum, sem ég gat ekki gert mér grein fyrir, hefði mér þótt það óþægilegt að verða spurður spjörunum út um þenn- an félaga minn, næsta morgun. Allt frá því að ég flæktist í þessu undarlega neti, hafði ég gætt þess vel að halda þeim þráðum vel leyndum, sem hefðu getað vís að leiðina inn í það völundar- hús, sem ég fann að var að tæla Hann vann / mig inn á nýja og leyndardóms- fulla villistigu. „Tiroler Weinstube" var lítill | og viðkunnanlegur veitingastað- j ur. sem ekki naut allt of góðs álits. Það stóð á afviknum ötað, við gamla, hlykkjótta hliðargötu, annars eða þriðja flokks gisti- hús, sem var mjög vinsælt meðal okkar liðsforingjanna, vegna hinnar nærgætnu gleymsku dyra varðarins, sem af ásettu ráði vanrækti að ónáða gestina með hinni lögboðnu bókun og „krá- setningu, jafnvel þá, sem komu um miðjan dag og báðu um her- bergi með tvíbreiðu rúmi — »g það um hábjartan daginn. Önn- , ur trygging fyrir því að dvalar- I sbundir gestanna, hvort sem þær ! ástastundir voru margar eða fá- ar, skyldu ekki komast í hámæli, var hið hagkvrema fyrirkomulag, þar sem maður þurfti ekki að nota hinn áberandi inngang, (lítil borg hefur þúsund augu) til þess að komast í ástahreiður sitt uppi á lofti, heldur gat áhættulaust gengið upp stigann í veitingastofunni og þannig náð hinu leynilega takmarki sínu, óséður. Hins vegar voru Terlan- er- og Muskateller-vínin, sem á boðstólum voru í hinni vafasömu litlu veitingastofu, óaðfinnanleg og á hverju kvöldi sátu borgar- búar hinir ánægðustu við sterku tréborðin, með glöein fyrir fram an sig og ræddu með meiri eða minni ákafa um hin venjulegu málefni borgarinnar eða heims- ins. Meðfram öllum veggjunum, hornréttu, hversdagslegu stof- unni, sem eingöngu var dvalar- staður hinna heiðarlegu drykkju manna, er komu þangað í þeim eina tilgangi að njóta vínsins og sameiginlegs félagsskapar, var röð af hinum svokölluðu „stúk- um“, aðskildum með þykkum og hljóðheldum milliveggjum, sem voru óhóflega skreyttar með brennimerkjum og blautyrðum. Þung og efnismikil tjöld lokuðu þessum stúkum svo algerlega, að t þær hefðu alveg eins vel mátt t kallast „chambres separées" og að nokkru leyti hefði það líka verið réttnefni. Þegar liðsfor- ingja úr herdeildinni fýsti að skemmta sér stundarkorn með HASKOLANS a k ú Broddgölturinn hefur ekki nag-1 .... Ef þú vildir ná í snæri í að það mikið af þessari ár, Sirrí. [ ferðapokanum mínum. .... held ég að ég geti gert við hana. — Allt í lagi, Markús. — Þetta hlýtur að vera ferða- poki Markúsar. . . . . : gporið yðt*r hiaup á railli mar gra vcrzlana! «ot fíÍM) O/tOUM! Austurstrseti aitltvarpiö Miðvikudagur 6. janúar (I»rettándinn) 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 ,,Við vinnuna44: Tónleikar af plötum. 15.00—16.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Barnatími: a) Utvarpssagan: ..Siskó á flæk- ingi" eftir Estrid Ott; XVIII. kennari). Pétur Sumarliðason, kennari. b) Islenzkar þjóðsögur og ævin- týri. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Þrettándavaka: Islenzkar þjóðsögur og þjóðlög. — Gils Guðmundsson rithöfund- ur tekur saman dagskrána. 21.30 Framhaldsleikritið: „Umhverfis jorðina á 80 dögum", gert eftir samnefndri skáldsögu Jules Verne; IX. kafli. Þýðandi: Þórð- ur Harðarson. — Leikstjóri Flosi Olafsson. Leikendur: Hóbert Arn- finnsson, Erlingur Gíslason, Har- aldur Björnsson, Þorsteinn O. Stepensen, Ævar R. Kvaran, Ein- ar Guðmundsson, Brynja Bene- diktsdóttir og Eyvindur Erlends- son. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 ,,Eg dansa út öll jól“: a) Vinsælir revíusöngvar frá gamalli tíð: Jónas Jónassoa kynnir; Nína Sveinsdóttir, Her- mann Guðmundsson og Lárug Ingólfsson syngja; Tage Möller og hljómsveit hans leika. b) Danslög, þ. á. m. leikur hljóm- sveit Svavars Gests. 24 00 Tladslfrárlnk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.