Morgunblaðið - 06.01.1960, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.01.1960, Blaðsíða 19
19 Miðvikudagur 6. Jan. 1960 MORGVWBLAÐ1Ð — Utan úr heimi Framh. af bls. 10 ♦ Bing svitnar á einninu Bing forstjóri bölvaði dálítið, en lét það annars gott heita — og hringdi til Karls Liebl. En — hann sagðist vera hás og gaeti því ekki sungið, a.m.k. ekki allt hlut verkið. Bing svitnaði á enninu — og sagði aftur ljótt, sem þó er ekki hans vandi. Svo greip hann síðasta hálmstráið, Albert Da Costa — en hann var ekki sér- lega bjartsýnn, því að söngvar- inn hafði verið veikur um skeið. Da Costa virtist hins vegar hinn brattasti og sagðist búast við að geta tekið við hlutverkinu ■— mundi hringja aftur, þegar hann hefði prófað röddina hjá þjálf- ara sínum. Brúnin lyftist á for- stjórnanum, og hann beið óþreyjufullur eftir að heyra aft- ur frá söngvaranum. — Og kl. 4 um daginn hringdi Da Costa, hafði verið hjá kennara sínum — og gengið illa. Hann kvaðst ekki treysta sér til að syngja hið erf- iðá hlutverk Tristans svo illa fyrirkallaður sem hann væri. — Og nú féll Bing forstjóra allur ketill í eld. Hann settist niður með þreytu í hverri taug og horði fram á eyðilagt kvöld í Metropolitan — og allan áheyr- endaskarann, sem nú yrði fyrir sárum vonbrigðum. ♦ Óvenjuleg sýning En skyndilega skaut hugmynd upp í þreyttum heila forstjórans: — Enginn hinna þriggja söngv- ara hafði verið alvarlega veikur. Það hafði reyndar aldrei gerzt í sögu óperunnar, að þrír menn kæmu fram í sama hlutverki í einni sýningu, en stundum kem- ur fyrir að tveir skipta með sér hlutverki — og hvað var þá verra, að þeir væru þrír? — Rundolf Bing spartt á fætur og hafði á ný samband við alla „Tristanana“ sína, skýrði þeim frá hugmynd sinni og fékk þá til að gangast inn á að syngja sinn þáttinn hver. Og sýningin hófst á tilsettum tíma. — Rudolf Bing gekk fram fyrir tjaldið og ávarpaði áheyr- endur: — Herrar mínir og frúr, sagði hann, — ungfrú Nilsson er ekkert að vanbúnaði, hún er í sínu bezta „formi“ eins og áður — en við erum ekki eins heppnir með „Tristánana“. okkar. Þeir eru lausir, allir þrír! — Síðan sagði hann áheyrendum fyrr- greinda sögu í stuttu máli — og ræðu hans var tekið með léttum hlátri og lófataki. Kvöldinu var borgið — og óperugestir skemmtu sér prýðilega á þessari óvenjulegu sýningu, hefðu ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af henni. Þessi tilbreyting vakti einnig mikla kátínu að tjaldbaki, eins og nærri má geta. Ýmsir voru reyndar dálítið taugaóstyrk ir, en allt gekk slysalaust. ★ Þess má loks geta, að New York-búar mega eiga von á að heyra og-sjá hina nýju óperu- gyðju sína, Birgit Nilsson, í fleiri hlutverkum áður en langt líður, þ.á.m. Fidelo og Hollendingnum fljúgandi. Franco — Framh. af bls. 2. járnbrautalest við Fornells, ógn- aði lestarstjóranum með byssu og skipaði honum að aka viðstöðu- laust til Barcelona. Þegar lest- in varð að stanza í San Celoni, vegna þess að önnur lest var þar fyrir, hljóp Sabater út á götuna, en þar voru þá lögreglumenn fyr ir. Hann reyndi að komast inn í næsta hús, en var umsvifalaust skotinn til bana. Járnbrautarslys á Italiu 75 manns fórust — 124 slösuðust Milanó, 5. jan. (Reuter). JÁRNBRAUTARLEST, sem var að flytja um 500 verkamenn frá Sondrio í ölpunum til Milanó í dag, fór út af sporinu í allkrappri beygju, valt niður háan bakka og rakst af afli miklu á verk- smiðjuhús. Einn vagninn tókst á loft og lenti á þaki verksmiðjunn r Uthlutuii fatnaðar til fátæhra ÚTHLUTAÐ verður notuðum fatnaði til þess að sauma upp úr, á fimmtudag og föstudag 7. og 8. þessa mánaðar, að Túngötu 2, milli kl. 2—6. Mæðrastyrksnefnd, Vetrarhjálpin. ar. Dimm þoka var á, er slysið varð. 15 fórust í þessu járnbraut- arslysi, sem er eitt hið mesta, sem orðið hefir á Ítalíu á seinni árum. — Alls særðust 124 í slysinu, og voru 76 þeirra fluttir í sjúkrahús, margir mjög mikið slasaðir. Eins og fyrr segir, fór lestin út af sporinu á beygju, rétt áður en farið skyldi yfir bráðabirgða- brú við Monza, skammt fyrir ut- an Milanó. í þessari beygju og á brúninni gilti hámarkshraði — 6 mílur á klst. Orsök slyssins er helzt talin sú, að ökumaður- inn hafði ekið hraðar en löglegt var — a.m.k. sýndi sjálfritandi mælir í stjórnklefanum, að lest- in hefði farið með 55 mílna hraða um það leyti, sem slysið varð. — Ökumaðurinn var meðal þeirra, er fórust. Jólatrésskemmtun Glímufélagsins Ármanns verður haldin í Sjálfstæð- ishúsinu, fimmtudaginn 7. jan. kl. 3,45 s.d. Skemmtiatriði — Margir jólasveinar — Kvikmyndir o. fl. Aðgöngumiðar eru seldir í skrifstofu félagsins, íþróttahúsinu. — Sími 1-33-56 frá kl. 5—7 daglega. Ennfremur í Sportvöruverzluninni Hellas og Bóka- búðum Lárusar Blöndals. Glímufélagið Ármann. I) n g I i n g a vantar til blaðburða í eftirtalin hverfi: Seltjarnarnes, vestari hluta Nesveg og Granaskjól Sörlaskjól, Háteigsveg Barðavogur — má senda tnðtmblaMto Sími 22480. Hjartanlega þakka ég ættingjum og viinum sem minnt- ust mín á sjötugsafmæli mínu 21. des. með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Oktavía S. Jóhannesdóttir. Jarðarför konunnar minnar, LOVÍSU SIGURRÓSAR EINARSDÓTTUR Bjarnarstíg 11, fer fram frá Fossvogskirkju kl. 1,30, fimmtudaginn 7. janúar. Gústaf Guðjónsson og börn Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar ÞÓRUNNAR BJÖRNSDÓTTUR frá Seli. Börn hennar. Eiginmaður minn GlSLI GOTTSKÁLKSSON kennari og verkstjóri frá Sólheimagerði Skagafirði, andaðist í Landsspítalanum 4. þessa mánaðar. Jarðar- för ákveðin síðar. Fyrir mína hönd og barnanna. Lína Jóhannsdóttir. Bróðir okkar VALDEMAR SIGURÐSSON lézt 4. þ.m. í Bæjarsjúkrahúsinu. Fyrir hönd okkar systkinanna. Guðrún Sigurðardóttir, Flókagötu 10. Móðir okkar ÓLÖF BJÖRNSDÓTTIR lézt að morgni 5. janúar. Sigríður Axelsdóttir, Soffía Axelsdóttir, Ketill Axelsson. Móðir okkar MARTA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR andaðist á Landakotsspítala 4. janúar 1960. Anna Arnadóttir, Þorgerður Arnadóttir, Helgi Árnason. . Jarðarför SIGURÐAR BJARNASONAR frá Hraunási fer fram frá Stóraáskirkju fimmtudaginn 7. janúar kL 2 eftir hádegi. Vandamenn Faðir minn BENEDIKT K. BENÓNÍSSON Grundarstíg 11, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 7. janúar kl. 14. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Blindrafélagið Grundarstíg 11. Athöfninni verður útvarpað. Helga Benediktsdóttir. Föðursystir mín DAGBJÖRT JÓNASDÓTTIR verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni Hafnarfirði föstu- daginn 8. jan. kl. 2 e.h. Emilía Jónasdóttir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekn- ingu við andlát og jarðarför eiginmanns míns JÓNS RÖGNVALDSSONAR Skrúð Reykholtsdal. Sérstaklega þakka ég nágrönnum mínum og öðrum, sem veittu mér mikla aðstoð. Guð blessi ykkur öll. Fyrir mína hönd og barna okkar. Anna Sigfúsdóttir. Hjartans þakklæti tii allra er auðsýndu samúð og vináttu við andlát og jarðarför systur minnar SIGURBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR Einnig vil ég þakka þeim mörgu vinum hennar, er auð- sýndu hlýju og vináttu í hennar garð á liðnum árum. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Jónína Guðmundsdóttir. Mínar inniiegustu þakkir vil ég flytja öllum þeim, sem auðsýndu mér samúð við andlát og jarðarför eigin- manns míns SIGURJÓNS KRISTINSSONAR Þakka ég börnum og tengdasonum mikla aðstoð og hjálp. Skipstjóra og skipshöfn allri á B.v. Kaldbak fyrir hinn fagra minningarskjöld. Sérstaklega þakka ég Útgerðarfélagi Akureyrar fyrir þann mikla heiður, er þeir sýndu hinum látna með því að kosta útför hans að öllu leyti. Guð blessi ykkur öll. Margrét R. Þorsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.