Morgunblaðið - 06.01.1960, Blaðsíða 20
V EÐRIÐ
Sjá veðurkort á bls. 2.
DtjjuuMa
3. tbl. — Miðvikudagur 6. janúar 1960
Landbúnaðurinn '59
Sjá bls. 11.
Tveir slösudust er
Dalarútan valt
Slysið varð á ísuðum vegi i Hafnarskógi
LAUST fyrir hádegi í gær rann
Dalarútan út af veginum við
Hafnarskóg uppi í Borgarfirði og
fór á hliðina. í bílnum voru 16
farþegar. Slösuðust tveir farþeg-
ar nokkuð og tveir aðrir minna.
D—100, sem er 26 manna Ford-
bifreið var á leið vestur í Dali,
en hvasst var og vegurinn flug-
háll. Er bifreiðin kom á móts við
Grjóteyri, rann hún á hálkunni.
Þar er malarkambur og nokkuð
hátt niður og fór bíllinn út af
og hvolfdi.
Hringt var til Akraness og kom
ejúkrabifreið þaðan. Voru tveir
farþegar fluttir á sjúkrahúsið á
Akranesi. Kristín Guðmundsdótt
ir, forstöðukona Húsmæðraskól-
ans á Staðarfelli í Dölum, brák-
aðist á baki og lá í sjúkrahúsinu
í gærkvöldi og unglingspiltur,
Jón Helgason, reyndist vera við-
beinsbrotinn.
Hinir farþegarnir voru fluttir
niður í Borgarnes. Leituðu tveir
farþeganna til læknis, kona sem
hafði snúizt á fæti og önnur, sem
var eitthvað meidd á handlegg.
Gista þeir farþegar sem vilja á
hótelinu í Borgarnesi í nótt og
jafna sig. En á morgun er gert
ráð fyrir að bíll verði sendur til
að flytja þá áfram.
Yfirbygging bifreiðarinnar mun
vera mikið skemmd.
Kl. 1,30 í gær fór trukkur frá
Þ.Þ.Þ. á Akranesi inn í Hafnar-
skóg, rétti bifreiðina við og dró
hana inn að Brekku.
Reykvikingar drukku
360 þús. flöskur af
Coca Cola um jólin
MARGIR munu hafa rekið upp
stór augu, er við birtum tölurn-
ar yfir það magn, sem seldist af
áfengi fyrir jólin og fyrir ára-
mótin. En menn hafa ekki ein-
göngu svalað þorsta sínum í dýr-
um vínum yfir hátíðina. í jóla-
ösinni hafa t.d. verið drukknar
um 360 þús. flöskur af Coca-cola
eða 5—6 flöskur á hvert manns-
barn í Reykjavík, og fengu menn
þó ekki nægju sína, því verk-
smiðjan hafði hvergi nærri við
að framleiða.
Þessi mikla eftirspum byrjaði
viku af desember. Og þó fram-
leiðslan sé 60 flöskur á mínútu
eða 3600 á klst. og stundum hafi
verið unnið til miðnættis fyrir
jólin, hafðist ekki undan og á
Þorláksmessu var ekki ein flaska
til. Hafði þó verið tekin upp
skömmtun í. verzlanirnar. Stanz-
aði ekki síminn í verksmiðjunni
og hringdu kaupmenn og báðu
um meira strax daginn eftir að
afgreitt var til þeirra.
Eftir jólin var aftur hafizt
handa, og hafðist ekki undan eft-
irspurninni fram á gamlársdag.
Nú hefur verksmiðjan gert hlé
á störfum, til að ditta að vélun-
um, enda hvergi nærri hægt að
anna eftirspurninni meðan jóla-
trésskemmtanir barna standa yf-
ir. Búið var áður að taka frá
nokkurt magn til notkunar á
barnaskemmtununum, fyrir þá
sem voru búnir að panta fyrir-
fram.
Sjómaður slasast
í FYRRINÓTT kom þýzki togar-
inn Franz Schau til Neskaupstað-
ar með slasaðan mann. Var það
ungur maður, sem hafði verið að
eiga við neyðarflugeld, er hann
sprakk í hendi hans. — Tættist
höndin í sundur og varð að taka
hana af um úlnlið í sjúkrahúsinu
í þænum.
Brennuvargur
að Laugavegi 1
í GÆRDAG skýrði Magnús
Eggertsson, varðstjóri hjá
rannsóknarlögreglunni, blað-
inu frá því, að öll verksum-
merki í bakhúsinu að Lauga-
vegi 1, þar sem eldur kom
upp á gamlárskvöld, bendi til
Kindur hengdu
sig í fisknetjum
SL. laugardag var lögreglan
kvödd upp að Árbæ, en þar
höfðu krndur festst í fisk-
netjiam. Kom í ljós að tvær
kindurnar höfðu hengt sig í
netjunum og sú þriðja sat
þar föst, aðfram komin.
Á Ártúnshöfða eru fisk-
trönur, þar sem net hengu til
þerris. Höfðu kindurnar, sem
eru eign Braga bónda í Ár-
túnum, flækzt í þeim með
fyrrtöldum afleiðingum. —
Lögreglan gerði eigandanum
aðvart og gekk frá hræun-
Garðax Loftson
Garðar Loftsson er fæddur 23.
september 1920, að Böggvistöðum
í Svarfaðardal í Eyjafirði.
Garðar er að mestu leyti sjálí-
menntaður í málaralistinni. Har.n
hefur stundað ýmiss störf til
lands og sjávar en vinnur nú hja
Kaupfélagi Eyfirðinga á Akur-
eyri.
Garðar hefur haldið nokkrar
sjálfstæðar sýningar á Akureyri
við góða aðsókn, á árunum 1950
til 1955 og einnig tekið þátt í
Eamsýningum frístundamálara.
Myndir eftir hann hafa selst
bæði til Norðurlanda og Amer-
íku.
Myndir eftir hann hafa selzí
nú í glugga Morgunblaðsins eru
flestar nýjar, málaðar í olíu og
með vatnslitum og eru þær allar
til sölu hjá afgreiðsiu blaðsins.
Nýtt flugfélag til að
annast Grænlands-
flug?
KAUPMANNAHÖFN, 5. janúar.
(Einkaskeyti til Mbl.): — Blaðið
Berlingske Tidende segir frá því,
að sérfræðinganefnd eigi að rann
saka þarfir Grænlands ,að því er
flugsamgöngur varðar. Það fari
siðan eftir niðurstöðum þeirrar
rannsóknar, hvort stofnað verði
sérstakt, grænlenzkt flugfélag,
sem væntanlega yrði þá nátengt
SAS.
Þá segir, að frestað hafi verið
um óákveðinn tíma tilraunum
þeim, sem áætlað var að gera
með innanlandsflug í Grænlandi
með eins hreyfils vélum af gerð-
inni DeHavilland Otter. Hafa
heilbrigðisyfirvöldin lagt bann
við, að flugvélar lendi á fjórum
vötnum, við Egedesminde,’ Hol-
steinsborg, Godthab og Juliane-
hab, en drykkjarvatn er tekið úr
stöðuvötnum þessum. Þarna áttu
„tilraunaflugvélarnar-*
að lenda.
þess að innbrot hafi verið
framið í húsið og kveikt í þvi
— á þrem stöðum.
Það er ýmislegt, sem styður
þetta. Þegar að var komið í skrif-
stofu bókbandsins, sem er í litlu
herbergi, höfðu allar skúffur í
því verið teknar úr borðinu og
hvolft úr þeim á gólfið. Borðið
er óskemmt, en ein skúffan hef-
ur orðið fyrir lítils háttar bruna-
skemmdum. Þetta sýnir, að úti-
lokað er að skúffan hafi verið i
borðinu. Þá hafa athuganir leitt
í ljós, að gerð hefur verið tilraun
til þess að' sprengja upp hurð.
Hafa innbrotsmenn eða maður
notað til þess verkfæri, sem voru
í bókbandssalnum. Hurð og staf-
ur bera þessa menjar. Hurðar-
húnninn hefur verið snúinn af
læstri forstofuhurð bókbandsins.
Sennilegt er að þjófurinn haíi
komizt inn í húsið með því að
brjóta upp lélega hurð að kjall-
aranum. Úr honum er opin V;3
upp í vinnusal bókbandsii,..
Eldur hefur komið upp á þrem
stöðum: á gólfinu framan við
skrifstofuherbergið, við lúguna
úr kjallaranum, en aðalbálið hef-
ur verið í vestanverðum bók-
bandssalnum, þar sem eldur hef-
ur verið borinn að ýmiss konar
efni til bókagerðar og hefur þar
orðið mikill eldur.
Þá sagði Magnús Eggertsson, að
eldurinn hafi komizt upp í vinnu-
sal prentmyndagerðarinnar, að
logað hafi upp með niðurfalls-
röri og eldurinn bersýnilega
leynzt við rörið, unz hann gaus
upp aftur.
Rannsóknarlögreglan vill ein-
dregið skora á þá, er kynnu að
hafa orðið varir við mannaferðir
við Laugaveg 1 á gamlárskvöld,
t. d. í portinu framan við húsið,
að gera sér viðvart.
Þessi mynd var tekin nm
borð í veðurathugunarskip-
inu Cumukus í gær. Maður-
inn ,sem er frá Vésmiðjunni
Hamri, er að sjóða til bráða-
birgða í rifuna á kinnungi
skipsins, styrkja bönd og
fleira. Sjá grein á bls. 3.
Brenndist n
sjóðnndi knffi
UM kl. 22 sl. mánudagskvöld var
Jón Þórðarson, 59 ára, starfsmað
ur í eldhúsi flugvallarhótelsins á
Keflavikurflugvelli, að bera sjóð
heitt kaffi í 15 lítra potti og ætl-
aði að hella því á kaffikönnu,
sem er í veitingasalnum.
Efri brún kaffikönnunnar er i
tveggja metra hæð frá gólfi. Steig
Jón því öðrum fæti upp á kassa,
en hinum fætinum í hillu, sem
er undir afgreiðsluborðinu, til
þess að ná að hella á kaffikönn-
una.
Fótur Jóns, sem var í hiUunni
skrikaði til, og við það missti
hann sjóðandi kaffið úr poLUnum
og helltist það yfir fót hans, með
þeim afleiðingum að hann
brenndist allmikið.
Jón kvartaði þó ekki, heldur
fór niður í fatageymslu og klæddi
sig úr blautum fötum sínum. Við
það flettist skinn af fætinum á
nokkuð stóru svæði. Benito Ari-
etta, yfirmaður veitingasölunn-
ar, hafði þá frétt af atburði þess-
um og ók hann Jóni á sjúkrahiís
Varnarliðsins, en þar var gert
að sárum hans. Síðan var Jóni
ekið heim, en hann býr í Kópa-
vogi.
AKRANESI, 5. janúar: ■— Tveir
reknetabátar héðan fengu síld í
nótt, Farsæll um 200 tunnur og
Ver um 150 tunnur. Böðvar og
Sigurvon, sem reru með línu í
nótt, eru komnir að og fiskuðu
frá 7—8 lestir hvor. Þorskurinn
einmitt. er frekar smár en ýsan stór og
I væn. — Oddur.
Londs-
hoppdrættið
DREGIÐ verður 15. jan.
Enn eiga nokkrir eftir að
gera skil. Skrifstofan í
Sjálfstæðishúsinu er op-
in daglega.