Morgunblaðið

Dato
  • forrige månedjanuar 1960næste måned
    mationtofr
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 07.01.1960, Side 1

Morgunblaðið - 07.01.1960, Side 1
20 siöur Fœrey- ingum hannað aðkoma ÞÓRSHÖFN, Fœreyjum, 6. janúar. — Emkaskeyti til Morgunblaösins. FISKIMANNAFÉLAGIÐ í Færeyjum setti meðlim- um sínum í dag blátt bann við því að ráðast á íslenzk fiskiskip áður en fullt sam- komulag hefði náðst við Landssamband íslenzkra út vegsmanna. Landssamband ið býður Fiskimannafélag- inu að gera sams konar samning og í fyrra, en Fiskimannafélagið og fólk í Færeyjum er yfirleitt hrætt um að gengi íslenzku krónunnar verði fellt um mánaðamótin jan.-febr. eða síðar á vertíðinni. Fiskirhannafélagið krefst þess því af Landssambandinu, að það í fyrsta lagi tryggi, að tekjur Færeyinga á íslandi fyr ir gengisfellingu verði yfir- færðar á gamla genginu, enda þótt yfirfærslan fari fram síð- ar. í öðru lagi ,að sendar verði heim til Færeyja mánaðarlega kr. 1.050 fyrir hvern mann. I þriðja lagi: Að færeysku sjómennirnir verði skráðir af skipunum sama daginn og gengisfellingin gengur í gildi svo að þeir geti ráðið því sjálf- ir hvort þeir haldi áfram. Og í fjórða lagi: Að tekjur Færeyinga á íslandi verði út- svarsfríar í öllum bæjum landsins. Landssambandinu voru send ar þessar kröfur í morgun, en svar hefur enn ekki borizt, en það er greinilegt, að félagið Framh. a bls. 19 Rafnkell hvarf með 6 manna áhöfn 15 börn misstu föður sinn ÞAÐ var dapurlegt að koma til Sandgerðis í gærdag. — Var þá öllum ljóst þar, eftir hina ýtarlegu leit af landi, sjó og úr lofti, er ekki bar ár- angur, að enginn hinna sex vösku manna af vélskipinu Rafnkeli hefðu komizt af, er Cyðingahand- tökur í Rúmeníu Vopn fundusf hjá nazistum í Mílanó GENF og RÓM, 6. janúar. alþjóðakirkjurAðið lét í dag í ljós samúð með Gyðingum um allan heim vegna ofsókna, sem víða hefur orðið vart á hend- ur þeim. Innanríkisráðuneytið i Bonn hefur og heitið því, að gera allt, sem í þess valdi stendur til að uppræta ófögnuðinn. ltölsk 32 fórust WASHINGTON, 6. janúar. — Bandarísk flugvél frá National Airlines fórst í nótt á leiðinni frá New York til Maiami á Florida og með henni 32 menn. Flugvélir, var af gerðinni DC-6. fréttastofa flytur þær fréttir í dag frá Búkarest, að miklar handtök- ur Gyðinga hafi átt sér stað í Rúmeníu undanfarna daga. Hafa þeir verið sakaðir um zíonisma. Segir í fréttinni, að handtökurn- ar hafi verið í sambandi við rétt- arhöld yfir 25 Gyðingum, en fyr- ir þeim hópi sé blaðamaður að nafni Efraim Singer. Mennirnir eru sakaðir um „zíonistanjósnir'* í Rúmeníu. * Rúmenía Þá segir ennfremur í fréttinni, að fjórir leikarar af gyðingaætt- um hafi fyrir skemmstu hlotið fangelsisdóma frá sex til tíu ára í Rúmeníu. Voru þeir fundnir Framh. á bls. 19. báturinn fórst í sínum fyrsta róðri á vetrarvertíðinni. Voru þrír þeirra heimilisfeður, er láta eftir sig konur sínar. Og í þcssum mikla mannskaða hafa 15 börn misst feður sína, en — flestir hinna horfnu manna — áttu foreldra á lífi. Mennirnir sem fórust með skipinu eru: Garðar Guðmundsson skip- stjóri, 41 árs. Hann lætur eftir sig konu og 9 börn. Kona hans er Guðrún Ása Eyjólfsdóttir. Eru þrjú börn þeirra fermd. Var Garðar sonur Guðmundar á Rafn kelsstöðum og konu hans Guð- rúnar Jónsdóttur. Björn Antoníusson stýrimaður, Skipasundi 31, þrítugur. Hann var frá Fáskrúðsfirði. Kona hans er Guðrún Mikkelsen og eiga þau tvær dætur, 5 og 2 ára. Móðir Björns, Sigrún Björnsdóttir, var og í heimili þeirra. Vilhjálmur Ásmundsson 1. vél- stjóri, Sandgerði, 33 ára. Hann Eisculiowcr til S-Aineríkii WASHINGTON, 6. janúar. — Eis enhower forseti og kona hans munu fara í heimsókn til S-Am- eríku 23. febrúar nk. Er ferðinni heitið til Brazilíu, Argentínu, Chile og Uraguay segir í tilkynn- ingu frá Hvíta húsinu í dag. lætur eftir sig konu, og tvö börn hið eldra 10 ára en hið yngra 6 mánaða. Kona hans er Gróa Axelsdóttir. Faðir hans er As- mundur bóndi á Kverná í Grund- arfirði. Magnús Berentsson matsveinn, Sandgerði 42 ára. Hann bjó hjá foreldrum sínum Berent Magnús syni og Kristínu Þorsteinsdóttur í Krókskoti. Jón Sveinsson háseti, Sand- gerði 36 ára. Hann lætur eftir sig unnustu, Unni Lárusdóttur og móður átti hann á lífi, Kristínu Guðmundsdóttur, sem hjá honum var. Ólafur Guðmundsson háseti, 36 ára, Sandgerði. Hann var fyr- irvinna aldraðra foreldra sinna, Guðmundar Eyjólfssonar og Guð rúnar Olafsdóttur í Arnarbæli 1 Sandgerði. Leit á sjó hefur verið haldið áfram nær óslitið síðan kunnugt var um að Rafnkeli myndi hafa hlekkzt á. í gærmorgun, strax með birtingu fóru Sandgerðing- Framh. á bls. 2 allik sem vettlingi gatu > valdið við leit að hinum | týndu mönnum af vélskip- \ inu Rafnkeli, veittu aðstoð S sína. Þessi unga stúlka var > á varðbergi uppi í Stafnes- í vita, til þess að fylgjast með S því er úthafsbáran skolaði I upp að ströndinni. í Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. i De Gaulle fer víða Washington og París 6. jan. DE GAULLE mun fara í fjög- urra daga heimsókn til Kanada áður en hann fer í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í lok aprílmánaðar. De Gaulle mun verða gestgjafi Krúsjeffs í Paría síðari hluta marzmánaðar. — Franski forsetinn mun síðan sækja Macmillan heim 5.—8. apríl, í Kanada verður hann 19. — 22. apríl og síðan í Bandaríkj- unum til 25. apríl. Þetta verður fyrsta heimsókn de Gaulle til Bandaríkjanna síðan hann tók við völdum í Frakklandi 1958. Mun hann þannig hafa rætt við Krúsjeff, Macmillan og Eisen- hower áður en stórveldafundur- inn hefst í París í maí. Sprengjurnar flutt- ar til Bretlands LAKENHEATH, Englandi, 6. jan. Fyrsta sveit hinna 75 bandarísku orrustu-sprengiþota, sem flytja á frá Frakklandi til Englands, kom hingað í dag. Flutningar þessir fara fram vegna þess að franska stjórnin neitaði að ljá þotunum stöðvar nema að hún fengi sjálf að ráða yfir kjarnorkuvopnum þeirra. Áætlað er, að kjarnorku- vopnin, sem þessar flugsveitir hafa, séu 12,000 sinnum öflugrl en sprengjan, sem varpað var á Hiroshima. í þessum flutningum á milli bækistöðva flytja þoturn- ar ekki kjarnorkuvopn sín með sér, þau eru flutt á annan hátt. Talið er, að þessi aukning flug- sveita Bandaríkjamanna í Bret- landi auki birgðir þeirra af kjarnavopnuin þar svo, að vetnis- sprengjur þeirra verði um 500 a brezkri grund.

x

Morgunblaðið

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
110
Assigiiaat ilaat:
55339
Aviisini allaaserineqarsimasut nalunaarsornikut:
3
Saqqummersinneqarpoq:
1913-Massakkut
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Saqqummerfia:
Redaktør:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-Massakkut)
Haraldur Johannessen (2009-Massakkut)
Saqqummersitsisoq:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-Massakkut)
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsori:
Ilassut:

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 4. tölublað (07.01.1960)
https://timarit.is/issue/111143

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

4. tölublað (07.01.1960)

Handlinger: