Morgunblaðið - 07.01.1960, Qupperneq 1
20 siöur
Fœrey-
ingum
hannað
aðkoma
ÞÓRSHÖFN, Fœreyjum,
6. janúar. — Emkaskeyti
til Morgunblaösins.
FISKIMANNAFÉLAGIÐ
í Færeyjum setti meðlim-
um sínum í dag blátt bann
við því að ráðast á íslenzk
fiskiskip áður en fullt sam-
komulag hefði náðst við
Landssamband íslenzkra út
vegsmanna. Landssamband
ið býður Fiskimannafélag-
inu að gera sams konar
samning og í fyrra, en
Fiskimannafélagið og fólk
í Færeyjum er yfirleitt
hrætt um að gengi íslenzku
krónunnar verði fellt um
mánaðamótin jan.-febr. eða
síðar á vertíðinni.
Fiskirhannafélagið krefst
þess því af Landssambandinu,
að það í fyrsta lagi tryggi, að
tekjur Færeyinga á íslandi fyr
ir gengisfellingu verði yfir-
færðar á gamla genginu, enda
þótt yfirfærslan fari fram síð-
ar.
í öðru lagi ,að sendar verði
heim til Færeyja mánaðarlega
kr. 1.050 fyrir hvern mann.
I þriðja lagi: Að færeysku
sjómennirnir verði skráðir af
skipunum sama daginn og
gengisfellingin gengur í gildi
svo að þeir geti ráðið því sjálf-
ir hvort þeir haldi áfram.
Og í fjórða lagi: Að tekjur
Færeyinga á íslandi verði út-
svarsfríar í öllum bæjum
landsins.
Landssambandinu voru send
ar þessar kröfur í morgun, en
svar hefur enn ekki borizt, en
það er greinilegt, að félagið
Framh. a bls. 19
Rafnkell hvarf með 6
manna áhöfn
15 börn misstu föður sinn
ÞAÐ var dapurlegt að koma
til Sandgerðis í gærdag. —
Var þá öllum ljóst þar, eftir
hina ýtarlegu leit af landi,
sjó og úr lofti, er ekki bar ár-
angur, að enginn hinna sex
vösku manna af vélskipinu
Rafnkeli hefðu komizt af, er
Cyðingahand-
tökur í Rúmeníu
Vopn fundusf hjá nazistum í Mílanó
GENF og RÓM, 6. janúar.
alþjóðakirkjurAðið lét í
dag í ljós samúð með Gyðingum
um allan heim vegna ofsókna,
sem víða hefur orðið vart á hend-
ur þeim. Innanríkisráðuneytið i
Bonn hefur og heitið því, að gera
allt, sem í þess valdi stendur til
að uppræta ófögnuðinn. ltölsk
32 fórust
WASHINGTON, 6. janúar. —
Bandarísk flugvél frá National
Airlines fórst í nótt á leiðinni frá
New York til Maiami á Florida
og með henni 32 menn. Flugvélir,
var af gerðinni DC-6.
fréttastofa flytur þær fréttir í dag
frá Búkarest, að miklar handtök-
ur Gyðinga hafi átt sér stað í
Rúmeníu undanfarna daga. Hafa
þeir verið sakaðir um zíonisma.
Segir í fréttinni, að handtökurn-
ar hafi verið í sambandi við rétt-
arhöld yfir 25 Gyðingum, en fyr-
ir þeim hópi sé blaðamaður að
nafni Efraim Singer. Mennirnir
eru sakaðir um „zíonistanjósnir'*
í Rúmeníu.
* Rúmenía
Þá segir ennfremur í fréttinni,
að fjórir leikarar af gyðingaætt-
um hafi fyrir skemmstu hlotið
fangelsisdóma frá sex til tíu ára
í Rúmeníu. Voru þeir fundnir
Framh. á bls. 19.
báturinn fórst í sínum fyrsta
róðri á vetrarvertíðinni. Voru
þrír þeirra heimilisfeður, er
láta eftir sig konur sínar. Og
í þcssum mikla mannskaða
hafa 15 börn misst feður sína,
en — flestir hinna horfnu
manna — áttu foreldra á lífi.
Mennirnir sem fórust með
skipinu eru:
Garðar Guðmundsson skip-
stjóri, 41 árs. Hann lætur eftir
sig konu og 9 börn. Kona hans er
Guðrún Ása Eyjólfsdóttir. Eru
þrjú börn þeirra fermd. Var
Garðar sonur Guðmundar á Rafn
kelsstöðum og konu hans Guð-
rúnar Jónsdóttur.
Björn Antoníusson stýrimaður,
Skipasundi 31, þrítugur. Hann
var frá Fáskrúðsfirði. Kona hans
er Guðrún Mikkelsen og eiga þau
tvær dætur, 5 og 2 ára. Móðir
Björns, Sigrún Björnsdóttir, var
og í heimili þeirra.
Vilhjálmur Ásmundsson 1. vél-
stjóri, Sandgerði, 33 ára. Hann
Eisculiowcr
til S-Aineríkii
WASHINGTON, 6. janúar. — Eis
enhower forseti og kona hans
munu fara í heimsókn til S-Am-
eríku 23. febrúar nk. Er ferðinni
heitið til Brazilíu, Argentínu,
Chile og Uraguay segir í tilkynn-
ingu frá Hvíta húsinu í dag.
lætur eftir sig konu, og tvö börn
hið eldra 10 ára en hið yngra 6
mánaða. Kona hans er Gróa
Axelsdóttir. Faðir hans er As-
mundur bóndi á Kverná í Grund-
arfirði.
Magnús Berentsson matsveinn,
Sandgerði 42 ára. Hann bjó hjá
foreldrum sínum Berent Magnús
syni og Kristínu Þorsteinsdóttur
í Krókskoti.
Jón Sveinsson háseti, Sand-
gerði 36 ára. Hann lætur eftir sig
unnustu, Unni Lárusdóttur og
móður átti hann á lífi, Kristínu
Guðmundsdóttur, sem hjá honum
var.
Ólafur Guðmundsson háseti,
36 ára, Sandgerði. Hann var fyr-
irvinna aldraðra foreldra sinna,
Guðmundar Eyjólfssonar og Guð
rúnar Olafsdóttur í Arnarbæli 1
Sandgerði.
Leit á sjó hefur verið haldið
áfram nær óslitið síðan kunnugt
var um að Rafnkeli myndi hafa
hlekkzt á. í gærmorgun, strax
með birtingu fóru Sandgerðing-
Framh. á bls. 2
allik sem vettlingi gatu >
valdið við leit að hinum |
týndu mönnum af vélskip- \
inu Rafnkeli, veittu aðstoð S
sína. Þessi unga stúlka var >
á varðbergi uppi í Stafnes- í
vita, til þess að fylgjast með S
því er úthafsbáran skolaði I
upp að ströndinni. í
Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. i
De Gaulle
fer víða
Washington og París 6. jan.
DE GAULLE mun fara í fjög-
urra daga heimsókn til Kanada
áður en hann fer í opinbera
heimsókn til Bandaríkjanna í lok
aprílmánaðar. De Gaulle mun
verða gestgjafi Krúsjeffs í Paría
síðari hluta marzmánaðar. —
Franski forsetinn mun síðan
sækja Macmillan heim 5.—8.
apríl, í Kanada verður hann 19.
— 22. apríl og síðan í Bandaríkj-
unum til 25. apríl. Þetta verður
fyrsta heimsókn de Gaulle til
Bandaríkjanna síðan hann tók
við völdum í Frakklandi 1958.
Mun hann þannig hafa rætt við
Krúsjeff, Macmillan og Eisen-
hower áður en stórveldafundur-
inn hefst í París í maí.
Sprengjurnar flutt-
ar til Bretlands
LAKENHEATH, Englandi, 6. jan.
Fyrsta sveit hinna 75 bandarísku
orrustu-sprengiþota, sem flytja á
frá Frakklandi til Englands, kom
hingað í dag. Flutningar þessir
fara fram vegna þess að franska
stjórnin neitaði að ljá þotunum
stöðvar nema að hún fengi sjálf
að ráða yfir kjarnorkuvopnum
þeirra. Áætlað er, að kjarnorku-
vopnin, sem þessar flugsveitir
hafa, séu 12,000 sinnum öflugrl
en sprengjan, sem varpað var á
Hiroshima. í þessum flutningum
á milli bækistöðva flytja þoturn-
ar ekki kjarnorkuvopn sín með
sér, þau eru flutt á annan hátt.
Talið er, að þessi aukning flug-
sveita Bandaríkjamanna í Bret-
landi auki birgðir þeirra af
kjarnavopnuin þar svo, að vetnis-
sprengjur þeirra verði um 500 a
brezkri grund.