Morgunblaðið - 07.01.1960, Page 3

Morgunblaðið - 07.01.1960, Page 3
Pimmtudagur 7. Jan. 1960 M OTt CTJ W Tt T,A fílD 3 T*íisternak og kona hans. „Hið ómögulega, hér verður það veruleiki. Hið ólýsanlega, hér er fr ^■0 0'0 000 000.00 Pasternak líkaði NÝLEGA fór þýzka leik- húsið í Hamborg sýningar- ferð til Leningrad og Moskvu. Er það í fyrsta skipti að vestur-þýzkt leik- hús heimsækir Sovétríkin, og voru móttökurnar kon- unglegar. Var flokkurinn undir stjórn Gústafs Grund gens, sem nefndur hefur verið töframaður þýzka leiksviðsins. Sýndi flokkurinn sjón- leikinn „ F a u s t “ eftir Goethe, en á nokkuð nýst- árlegan hátt, að því er áhorfendum fannst. Engin leiksviðstjöld voru notuð og inn í orð Goethes var öðru hverju skotið rokk- tóniist. Áhorfendur urðu fyrst þrumulostnir af undrun, síðan hugsandi, en að lok- um svo hrifnir, að leikend- ur höfðu ekki áður fengið aðrar eins undirtektir. Meðal áhorfenda á frum- sýningunni í Moskvu var Boris Pasternak, en hann hefur m. a. þýtt „Faust“ á rússnesku. Færði leikflokk- urinn Pasternak að gjöf eintak af „Faust“ í frum- útgáfu og auk þess sjón- leikinn á hljómplötu. Að leikslokum, þegar sýningargestir voru farnir, sat Pasternak einn eftir með konu sinni í áhorfenda salnum. Þá hripaði hann í flýti niður nokkur orð úr síðasta atriði „Fausts 11“ og sendi þessa kveðju til Grundgens: „Hið ómögulega, hér verður það veruleiki. Hið ólýsanlega, hér er það gjört. B. P.“ Þýzki leikflokkurinn í Moskvu. \00 00000 00 00-0-00 0 0 Vefrarvertíð að hefjast vestra Afli sœmilegur FLATEYRI, 6. jan. Héðan er gerður út einn togari, Gyllir. Á vetrarvertíð verður gerður út einn bátur, mótorbáturinn Ás- björn frá ísafirði. Hann fór í iy rstu legu í gær og aílaði 4 iest- ir. Undanfarnar 3 vertíðir hafa ekki verið gerðir út bátar héðan, *vo að nú er mikill hugur í mönn- um. Hér binda menn miklar vonir við bátaútveg eins og annars staðar á Vestfjörðum. Veður var ágætt um jólin. Barnaballið, sem venjulega er haldið hér á þrettándanum er í fullum gangi. — Baldur ★ HÓLMAVÍK, 6. jan. — Veður var ákaflega gott hér í fyrir hátíðirn- ar og aflabrögð með bezta mót', einkum í desember. Gengu héðan þá tveir þilfarsbátar og öfluðu 3—5 lestir í róðri. Trillubátar voru 4—5 og afli þeirra 2—3 lest- ir að meðaltali. Það þykir gott hér. „Steingrímur trölli“ hefur lagt upp tvisvar sinnum á þessum vetri á Hólmavík og Drangsnesi og aflinn farið í frystihús. Vetrarvertíð er að byrja og ráð gert að gangi héðan 3 línubátar. Búið er að ráða mannskap á þá og ráðgert að þeir fari að byrja. í desember voru betri afla- brögð en verið hefur lengi og þar af leiðandi meiri atvinna í landi. Menn vonast til að þessi afli haldist. Tíðarfar er gott og heilsufar einnig. Fé er létt á fóðrum. Á- ætlunarbíll hefur getað gengið eina ferð í viku í allan vetur. — Fréttaritari. BÍLDUDALUR 6. jan. — Tíð hef- ur verið sæmileg undanfarið, þó snjóað dálítið nema í gær. Vetr- arvertíð er hafin, og tveir bótar farnir að róa, Reynir og Jörund- ur, en afli verið frekar tregur. Þriðji báturinn, Geysir, mun hefja róður fljótlega, en áhöfnin á honum eru mestmegnis færeysk ir sjómenn. Þriðjudaginn 5. jan. kom togar inn Pétur Thorsteinsson frá Fær- eyjum með 15 færeyskar stúlkur og 14 sjómenn ,sem munu starfa hér í vetur. Rækjuveiðin er enn- fremur hafin, en afli frekar treg ur. Utbúin hefur verið matsala fyrir aðkomufólk í Félagsheim- ilinu niðri og sér Suðurfjarða- hreppur um rekstur á því. Mik- 1 Jll hörgull hefur verið á húsnæði fyrir þetta fólk. — Hannes. ★ PATREKSFIRÐI, 6. jan. — Héð- an rær nú einn bátur, Sæborg, en Sigurfari er væntanlegur heim úr viðgerð um miðjan mánuðinn og mun þá hefja róðra. Þá kemur hingað nýr bátur um næstu mánaðamót, Andri, en hann er smíðaður í Danmörku. Hann mun einnig stunda róðra héðan í vet- ur. —■ í Tálknafirði eru gerðir út tveir bátar, Guðmundur á Sveins- eyri og Tálknfirðingur, hvort- tveggja stálbátar. Afli hefur verið hér ágætur að undanförnu. Haustvertíð er hér sjaldgæf en var stunduð nokkuð að þessu sinni. Var aflinn um 185 lestir á bát. Allur sá afli, sem hingað berst er unninn í hraðfrystihúsunum hér og í Tálknafirði. Héðan eru svo sem kunnugt er gerðir út tveir togarar og hafa þeir að undanförnu siglt með afl- ann á erlendan markað, en nú mun því lokið og munu þeir þá leggja upp afla sinn hér. Þegar svo er komið má búast við að hér skorti fólk til vinnu að afl- anum. — Trausti. ★ SUÐUREYRI, 6. jan. — Héðan frá Suðureyri munu 7 bátar róa í vetur. Þegar eru 4 byrjaðir róðra og hefur afli verið sæmi- legur, þetta 4—8 lestir i róðri. í þessum mánuði er væntanlegur hingað nýr bátur frá Danmörku. Þegar vertíð er hafin vantar hér fólk og er von á að hingað komi Færeyingar til vinnu að út- gerðinni. 1 nóvembermánuði var hér Framhald á bls. 19. STAK8TE1IVAR Lausn í Genf Norska blaðið Lofotposte* birti nýlega umraæli fiskimála- ráðherra Noregs um 12 mílna fiskveiðilandhelgina og barst Genfarráðstefnan jafnframt í til milli ráðherrans og blaðsins. Komst ráðherrann þá m.a. aS orði á þessa leið: „Það ' er þá fyrst þar um að segja, af það hefur gert þetta vandamál erfiðara viðfangs, að fiskimenn sjálfir eru klofnir í af- stöðu sinni til þess. Þeir sem veiðar stunda á úthafinu vilja halda núgildandi fiskveiðitak- mörkum, en aðrir fiskimenn krefjast víkkunar þeirra. — Að sjálfsögðu get ég skilið áhyggj- ur úthafsfiskimanna i sambandi við þetta mál, en útvíkkun tak- markanna getur orðið tímabær eigi að síður, hvaða afstöðu sem Noregur tekur á sjóréttarráð- stefnunni i Genf. Það ér t.d. hug- sanlegt að Kanada aðhyllist út- víkkun og verðum við þá að reikna með að fleiri þjóðir, þar á meðal Norðmenn komi i kjöl- farið. Hvað sem öðru líður, verðum við að ganga að því með heilum hug, að reyna að finna lausn á þessu vandamáli á Genfarfund- inum. Ef enginn árangur næst á ráðstefnunni, getur það haft svo víðtæk óheillavænleg áhrif á al- þjóðlegt samstarf, að við renn- um tæpast grun í það nú“. Það er að sjálfsögðu rétt, sem ráðherrann segir, að norskir fiskimenn eru nokkuð klofnir i afstöðu sinni til 12 mílnanna. Óhætt mun þó að fullyrða, að mikill meirihluti þeirra krefjist 12 mílna fiskveiðitakmarka. Aukin íbúðarlán Eins og kunnugt er, hét hln nýja ríkisstjórn því í stefnuyfir- lýsingu sinni, að beita sér fyrir auknum lánveitingum á vegum Húsnæðismálastofnunar ríkisins til íbúðabygginga í landinu. Vinstri stjórnin hafði svikið öll sín loforð í þessum efnum. Á valdatímabili hennar hafði dreg- ið stórkostlega úr starfsemi hinn- ar nýju húsnæðismálastofnunar, sem Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir að sett var á laggirnar, áður en vinstri stjórnin komst til valda. Hefur þessi samdrátt- ' ur á starfsemi veðlánakerfisins haft í för með sér stórkostlegt óhagræði og hrein vandræði fyr- ir mikinn fjölda fólks, sem unnið hefur að því af miklum dugnaði að eignast þak yfir höfuðið. Ríkisstjórnin hefur nú stigiS fyrsta skrefið til þess að bæta úr þessum vandræðum. Hún hef- ur fengið Seðlabankann til þess að veita Húsnæðismálastofnun rikisins 15 milljón króna bráða- birgðalán. Er þegar hafinn undir búningur að úthlutun þessa láns fjár. íbúðarbyggingar og þjóðarhagur Þjóðin verður að sjálfsögðu á hverjum tíma að miða íbúðabygg ingar sínar, eins og aðrar fram- kvæmdir við fjárhagslega getn sína og fjárfestingarmöguleika. Það er áreiðanlega mjög óheppi- legt, að íbúðabyggingar gangi í mjög stórum bylgjum, þannig aS eitt ár séu svo að segja engin íbúðarhús byggð en annað áriS aftur unnið að stórfelldum bygg- ingarframkvæmdum. Hitt er miklu farsælla að þjóðin vinni aS umbótum í húsnæðismálum sín- um sem jafnast frá ári til árs, þannig að fullnægt sé í senn þörf um fólksins fyrir umbætur á ibúðarhúsnæði, sem fyrir er og þörfum vegna fólksfjölgunarinn- ar i landinu. Ber að Ieggja áherzlu á, að þeirri stefnu verði fylgt í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.