Morgunblaðið - 07.01.1960, Side 6

Morgunblaðið - 07.01.1960, Side 6
6 MORCUTSTtr4ÐIÐ Fimmtudagur 7. jan. 1960 Umfangsmikil skák- keppni fyrirtækja „Júlíus Sesar" verður sýndur í Þjóðleikhúsinu í kvöld. — Myndin er af Rúrik Haraldssyni í hlutverki Brútusar og Jóni Aðils í hlutverki Kassiusar. 460 jbi/s. jólabréf borin Reykvíkingum PÓSTMAGNIÐ, sem póststofan fékk að þ^ssu sinni til meðferðar, var yfirleitt heldur meira en í desember 1958. Þá voru borin út síðustu dagana fyrir jólin um 420 þúsund jólabréf og jólakort, en nú voru jólabréf og kort um 460 þúsund og var mestur hluti þessa póstmagns borinn út dagana 21. til 24. desember, eða sem næst 115 þúsund sendingar á dag. — Aukning útborinna jólabréfa er því nálægt 10%. Það lætur því nærri að hver Reykvíkingur hafi fengið að meðaltali um 7 jólabréf. Útburð póstsins önnuðust 120 menn. Af þeim voru 86 skóla- piltar. Jólabréf og kort, sem ekki var hægt að koma til skila vegna ófullnægjandi utanáskriftar, voru 4700. Af þeim voru 400 bréf án heimilisfangs. Vanskil eru því sem næst 1% af heildar póst- magninu. Póststofan er nú að láta athuga óskilabréfin og mun reyna að koma eins miklu af þeim til skila og unnt er. Umsetning Sparimerkjadeildar í desember: Sala sparimerkja, kr. 1.973.633.- 00. (í des. 1958: kr. 2.206.713.00) Endurgreidd sparimerki, kr. 1.115.493.00. í des. 1958: 1.003.627- 00) Innlögð sparimerki, kr. 1.169.- 061.00. (í des. 1958: kr. 1.126.475,- 00) Laus embætti og ný cmbætti í SÍÐASTA Lögbirtingi er slegið upp embætti á vegum ríkisins. Er um að ræða starf skrifstofu- stjóra Tóbakseinkasölu ríkisins. Er hún laus til umsóknar nú, með umsóknarfresti til 1. febrúar. Nú- verandi skrifstofustjóri Tóbaks- ins er Ari Guðmundsson. Nær hann hámarksaldri ríkisembættis manna næsta sumar. Verður em- bættið veitt frá 1. ágúst næst- komandi. Þá er í sama Lögbirtingi til- kynnt að Hörður Helgason sendi- ráðsritari við Parísar-sendiráðið hafi verið skipaður sendiráðu- nautur frá síðustu áramótum Tilkynnt er og í þessum Lög- birtingi að nokkrar stöður póst- manna við pósthúsið hér í Reykja vík séu lausar til umsóknar. Loks er skýrt frá því að Gull- brand W. Sandgren hafi verið skipaður aðalræðismaður íslands í Gautaborg. Umsetning Ávísanadeildar í desember: Innborgaðar póstávisanir, kr. 3.093.462.46. (I des. 1958: krónur 2.511.000.00) Útborgaðar póstkröfu- og póst- ávísanir, kr. 19.634.675.00. (I des. 1958: kr. 17.103.000.00) Póstmagnið til og frá Reykja- vík reyndist einnig meira nú fyr- ir jólin en í fyrra. Innan sviga eru tölur frá fyrra ári: Til innlendra póststöðva voru sendir 5524 (4822) bréfa-, blaða- og bögglapokar, er voru samtals 108 tn. (105). Frá innlendum póststöðvum bárust 3317 (2460) bréfa- og bögglapokar, 76 tn. (47). Til útlanda voru sendir 1087 (944) bréfa-, blaða- og bögglapokar, 24 tn. (22), en frá útlöndum komu 1994 (1685) bréfa-, blaða- og bögglapokar, samtals 46 tn. (39). Sólkerfið 4.950 millj. óra gamait BERKELEY — Eðlisfræðing- ur við Kaliforníuháskóla, dr. John H. Reynolds, heldur þ\i fram, að sólkerfi vort sé 4. 950.000.000 ára gamalt, og byggir hann athuganir sinar á loftstein, sem féll í Norður- Dakota fyrir 41 ári. Segist hann hafa fundið ald- tjrinn út með því að rannsaka ýmis geislavirk efni í loftstein um Þá komi í Ijós, að steinninn hafi orðið til 350 milljón árum áður en kjarni sólkerfisins fór að myndast. Þessi gerð Ioft steina sé um 4600 millj. ára gömul, en það finnist með því að rannsaka ýmis önnur efni í þeim. Koma tölur þessar heim við þær, sem ýmsir vísindamenn hafa haldið fram til þessa, um aldur sólkerfisins. UM miðjan þennan mánuð verð- ur hleypt af stað skákkeppni milli ýmissa fyrirtækja og stofn- ana í Reykjavík, og er þetta fyr- ir forgöngu Skáksambands ís- lands sem telur að með þessu verði glæddur almennari áhugi fyrir skáklistinni. Hefur sjö manna nefnd haft með höndum undirbúningsstörf. Þetta er sveitarkeppni og skal hver sveit skipuð 4 aðalmönnum og 1—3 til vara. Búast má við mikilli þátttöku, og verður þá sveitunum skipt í riðla, senni- lega sex sveitum í hvern riðil. Kémur þá í hlut hverrar sveitar að keppa við fimm aðrar, og skal keppni þeirri vera lokið fyrir marzlok. Eru sveitirnar sjálfar samningsaðilar um stað og stund fyrir keppnina sín á milli þó inn an vissra tímamarka. Ekki eru neinar skorður settar við fjölda sveita frá einni og sömu stofnun, og má vera að hinar stærstu sendi 3—4 sveitir á vettvang. Þær sveitir, sem efstar verða í hverj- um riðli í vetur mynda A-flokk á næsta ári, B-flokk þær sem öðru sæti ná o.s.frv., þannig að úr því fáist skorið með nokkurri vissu, hvaða stofnun hefur á að skipa beztu sveitinni. Keppt verður um bikara eða önnur slík verðlaun í hverjum flokki, og mun verða leitað til fyrirtækja um gjafir á verðlaunagripum. Ekki er öðrum skákmönnum heimilt að keppa fyrir stofnun en þeim sem taka aðallaun sín þar eða þá eftirlaun fyrir störf í hennar þágu. Fyrir skákina er ætlaður fjög urra stunda hámarkstími, og verður þá ekki um biðskákir að ræða Skal tefla fyrstu 40 leik- ina á þrem klnkkustundum, en síðan ljúka skákinni á einni klst. Sá stigareikningur verður viðhafður, að vinningur yfir sveit gefur af sér 1 stig og jafntefli ,Vz stig svo sem í einstaklings- keppni. Samanlagður vinninga- fjöldi á öllum borðum kemur því aðeins til greina, að tvær eða fleiri sveitir verði jafnar og þurfi því úr að skera um sætið. Þátttökugjald verður 150 krón ur fyrir hverja sveit, og rennur það til greiðslu á skákstjórn, prentun, auglýsingum o.fl. Skák- stjóri er ráðinn Gísli ísleifsson, sem sæti á í stjórn Skáksambands íslands og er þaulkunnugur leik- reglum. Með hbnum verða fjórir menn í yfirstjórn keppninnar. Skákstjórinn tekur við tilkynn- ingum um þátttöku í keppni þess ari fram til næsta föstudagskvöld (8. jan.). Heimasími hans er 11576 en á vinnustað 17490. Bú- izt er við að keppnin geti hafizt um aðra helgi. (Frá undirbúningsnefnd keppninnar). Nýr báturtilÓlafsvíkur ÓLAFSVÍK, 5. jan. — Kl. 9 í morgun kom hingað nýr bátur, Sæfell SH 210. Er þetta 76 lesta bátur, búinn öllum nýtízku sigl- ingartækjum, svo sem radar, azdictækjum o. s. frv. Eigendur eru Guðmundur Jensson, útgerð- armaður, og fleiri. Báturinn er byggður í Trave- munde í Vestur-Þýzkalandi. Skip stjóri á honum heim var Gunnar Valgeirsson úr Reykjavík, stýri- maður Guðmundur Jensson, sem mun verða skipstjóri á honum skufar úr daglegq lífinii * Vitanlega stórvítavert. Óhæfuverkið sem framið var við Tjörnina á nýjársnótt vekur almenna andúð. Hvaða skoðun, sem fólk hefur haft á verkinu sjálfu, virðast allir sammála um að fordæma þann verknað. í fréttaauka í fyrrakvöld gerðu þau Auður Auðuns borg arstjóri menntamála í Reykja- vík, Svavar Guðnason, forseti Bandalags ísl. listamanna og Tómas Guðmundsson, form. Listaverkanefndar, grein fyrir skoðun sinni á þessu máli. Lýstu þau öll andúð sinni á þessum verknaði. Frú Auður Auðuns sagði m. a.: Að grípa til ofbeldisað- gerða eins og hér hafa átt sér stað, er vitanlega stórvítavert. Mat á listaverkum er ærið mis jafnt að því er virðist ekki síð- ur meðal listamannanna sjálfra en almennings. Þetta ólíka mat kemur greinilegast fram, þegar nýjar listastefnur eru að ryðja sér til rúms, og valda svæsnum deilum. Þarf ekki að spyrja hvað yrði ef hinuru óánægðu, og þeir eru á- vallt margir undir slíkum kringumstæðum, tækju sér þá vald til að brjóta niður og bramla afkvæmni hins nýja tjáningarforms. sem þeir ekki fella sig við og hver yrði yfir- leitt þróun lista við slíkar að- stæður? Svavar Guðnason, listmál- ari, hóf mál sitt á þessum orð- um: Það á enginn að hafa rétt til að eyðileggja eitt listaverk, nema höfundur þess. Hafi lista verk verið selt eða komizt I annarra hendur, ætti eigandi þess ekki fremur en aðrir að hafa neinn rétt til að eyði- leggja það nema þá með leyfi höfundar. Höfundur ætti enn- fremur að hafa rétt til að taka verk sín eignarnámi af kaup- anda eða eiganda, honum eðli- lega að skaðlausu fjárhagslega til þess að fyrirfara því, ef það stríðir óbærilega gegn listamannssamvizku hans. Um ráða- eða höfundarréttur lista- manns yfir verki sínu ætti þannig að vera mikið víðtæk- ari en venjuleg eignaheimild. Tómas Guðmundsson, skáld, sagði m. a.: Það er ekki undir neinum kringumstæðum hægt að una því að skoðanamun sé komið á framfæri með þei/n gerræðisfulla hætti, sem hér hefur átt sér stað .... Von- andi leiðir þetta ekki heldur til þess að forráðamenn bæjar- ins sjái sig neydda til að kippa að sér hendinni um kaup á listaverkum til uppsetningar á almannafæri. • Samstillt framvegis, og 1. vélstjóri Bárður Jensson. Hrepptu þeir hið versta veður á leiðinni heim og urðu að leita vars á Shetlandseyjum. Þar sem þeir lágu í hálfan annan sói- arhring vegna veðurs. Úr þvl gekk ferðin vel og reyndist bát- urinn hið prýðilegasfa sjóskip, þó versta veður væri. Ganghraði bátsins er 11 sjó- mílur og er hann búinn 380 ha. Mac dieselvél. Mun hann stunda línuveiðar héðan fyrst um sinn. Ólafsvíkurbúar óska eigendum og skipshöfn til hamingju með skipið. Sex bátar voru á sjó í gær og öfluðu 4—10 lestir. Hrönn var aflahæst. Þeir bátar, sem komnir eru að í dag, eða um helmingiir bátanna, fékk 7—8 lestir. — B. Ó. almenningsálit Samhljóða skoðanir virðast vera almennar í bænum. Eng- an hefi ég hitt sem ekki hefur tekið í sama streng. Almenn- ingsálitið er sem betur fer sam Eirn berast árekstrakærur til lögreglunnar ENN eru umferðardeild rann- sóknarlögreglunnar að berast kærur í sambandi við árekstra og óhöpp er urðu um hátíðarn- ar. Þannig hefur eigandi leigu- mílsins R—1966 leitað til henn- ar vegna skemmda á bílnum. Hafði bíllinn staðið á bílastæði við verzlunina As við Laugaveg- inn um kl. 7 á Þorláksmessu- kvöld. — Meðan bíllinn stóð þar mannlaus var ekið á hann og urðu nokkrar skemmdir á bíln- um. Telur rannsóknarlögreglan sig hafa fengið vitneskju um það að sá sem árekstrinum olli hafi reynt að grafast fyrir um eig- andann, en ekki tekizt það. Eru það eindregin tilmæli hennar til manns þessa að hann gefi sig fram hið fyrsta. Þá lá hjá götulögreglunni í gær dag fyrirskipun um að stöðva bílinn S—425. Hafði hann ekið á grindverk við húsið Sindra við Nesveg og brotið þar niður grind verk og staur. Ekki hafði bílstjór inn skipt sér af þessum verknaði sínum, en nærstaddir tóku niður hjé sér númerið og kærðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.