Morgunblaðið - 07.01.1960, Síða 8
8
m o n c Tiis n r .4 ð 1 ð
Fimmtudagur 7. jan. 1960
Ofurlítið um
Ingimar Berg
I
?
V
1
I
I
1
I
I
1
1
I
I
I
jl
1
ÞAÐ leikur tæplega vafi á
því að sá kvikmyndagerð-
armaður, sem mesta at-
hygli vekur um þessar
mundir, er Svíinn Ingmar
Bergman. — Kvikmyndir
hans, sem á undanförnum
árum hafa verið lofaðar af
vandlátum gagnrýnendum
og hlotið verðlaun á kvik-
myndahátíðum, eru ekki
lengur einungis kynlegir
kvistir í augum almenn-
ings. Myndir hans eru nú
sýndar við góða aðsókn
víða í stórborgum Evrópu.
Við íslendingar erum ofur-
lítið að byrja að kynnast
myndum Bergmans. Fyrst
kom „Undur lífsins“, sem
Bæjarbíó í Hafnarfirði
I
Ingrmar Bergman við kvik-
myndun, ásamt Hovs Hallar.
Hann notar yfirleitt sömu
leikara í mynd eftir mynd.
sýndi, og síðan „Sjöunda
innsiglið" í Tjarnarbíó og
á sýningarskrá Filmíu í
vetur eru a. m. k. tvær
myndir.
Að baki þessum kvikmynd-
um þykjast margir sjá „spá-
mann vorra tíma“. En hver er
hann? Ingmar Bergman hefur
forðast alla auglýsingu á
sjálfum sér og nær aldrei leyft
að teknar væru af sér myndir
til birtingar. Ekki alls fyrir
löngu átti þó franskur blaða-
maður viðtal við hann og kom
þar fram ýmislegt um mann-
inn sjálfan, sem e. t. v. getur
varpað ljósi á kvikmyndagerð
hans.
Kynntist viðfangsefninu
í barnæsku
Ingmar Bergman er fædd-
ur á gömlu prestssetri í há-
skólabænum Uppsala í Sví-
þjóð árið 1918. Svarti krossinn
á útihurð prestssetursins gef-
ur aðkomumönnum strax til
kynna, að þar breytir tíminn
engu. Strax 5 ára gamall hafði
Ingmar litli gert sér ljóst að
faðir hans var frábrugðinn
öðrum mönnum. Þegar hann
fór út, þá var um líf eða dauða
að ræða, og þegar hann var
heima, þá talaði hann um guð
eða djöfulinn. Faðirinn var
prestur, samvizkusamur og
vammlaus prestur. Honum
var þetta þá strax fullljóst
sjálfum og var ákveðinn i að
verða hirðprestur. 25 árum
síðar var sr. Bergman líka
skipaður prestur konungsfjöl-
skyldunnar í_Stokkhólmi. —
Móðir Ingmars var alveg eins
og prestkonur eiga að vera.
Hún sá allt, vissi allt, skipu-
lagði allt, án þess nokkurn
tíma að gera glappaskot. En
það var í rauninni ekkert ást-
ríki milli föðurins og móður-
innar, sem bæði voru metorða-
gjörn og drottnunargjörn.
Þannig kynntist Ingmar strax
á sjötta ári viðfangsefninu i
framtíðarverk sín, sem fjalla
um guð og djöfulinn, lífið og
dauðann, harmleik hjóna-
bandsins og ömurlega ein-
manakennd mannverunnar. —
Viðfangsefnið breytist ekki.
Til allrar hamingju bjó
amma drengsins ekki langt
frá. Hjá henni kynntist hann
hinni hlið konunnar. Þar var
að finna gæði, ánægju og
skjól. Og hjá henni var hægt
að láta sig dreyma. í stóra,
gamla húsinu hennar voru
húsgögn í barokstíl, skrítnar
höggmyndir, marglit glugga-
gler, stór klukka, full af alls
kyns hlutum sem hreyfast, og
gaslampar með krystalkrón-
um, sem varpa kynlegum
skuggum. Þar var meira að
segja málmstunga, sem sýndi
stóra skurðinn í Feneyjum og
torg heilags Markúsar. Eitt
kvöldið meðan Ingmar var að
horfa á þessa mynd, byrjaði
vinkona ömmu hans að leika
gamlan vals á píanóið í næsta
herbergi. Og meðan sól og
skuggar skiptust á í herberg-
inu, fór vatnið í skurðinum
allt í einu að renna, dúfurnar
flugu upp af torginu, fólkið
hreyfðist og talaði án þess að
segja nokkuð og klukkna-
hljómurinn barst ekki lengur
frá kirkjunni í nágrenninu,
þar sem brúðkaup fór fram,
Ingmar Bergman er nýkvæntur pianóleikaranum Kebi LarteL
nýja kjóla á leikbrúðurnar og
Ingmar setti sitt fyrsta verk
á svið fyrir hóp af félögum
sínum, sem hvorki skildu upp
né niður í því. Það var leikrit
eftir Strindberg.
Áður hafði bróðir hans
eignast skuggamyndavél, sem
Ingmar fékk hjá honum fyrir
alla tindátana sína. Hann safn-
sem e.t.v.
varpar Ijósi á
kvikmyndir
hans
aði sér fyrir filmum, til að
sýna í henni. Brátt fann hann
ráð til að ná glanshúðinni af
filmunum og teikna á óvarðar
filmurnar sínar fyrstu mynd-
ir. Enginn skilur hvað hann er
að fara. Þó er þetta alltaf sama
ömurlega sagan um föður og
móður, sem vilja svo gjarnan
láta sér þykja vænt hvoru um
annað, en tekst það ekki, og
sagan um Ingmar litla, inni-
lokaðan í þessari hræðilegu
veröld.
— Nú hef ég allt aðra af-
stöðu gagnvart foreldrum
mínum. Nú er ég þeim þakk-
látur fyrir að hafa fengið mér
einhvern ís til að brjóta, segir
Ingmar Bergman í viðtalinu
við franska blaðamanninn.
maður með alpahúfu dregna
niður að eyrum, alltof langa
handleggi, framstandandi
tennur og í alltof stuttum síð-
buxum. Enginn veit neitt um
hann, en allt í einu fréttist það
að hann sé að setja á svið
Dauðadansinn eftir Strindberg
í einu leikhúsinu. En leikur-
inn gengur ekki nema nokkra
daga.
Dag nokkurn kemur merk-
ur maður 1 heimsókn í krárn-
ar í Gamla Stan. Það er kvik-
myndaframleiðandinn C a r 1 -
Anders Dymbling. Þetta er
ríkur maður, en auðæfin ein
nægja honum ekki. Honum er
Ijóst að í velmegun sinni er
Svíþjóð farin að framleiða
kvikmyndir eins og vélar til
að prenta seðla. Hann minnist
með trega þess tíma, þegar
kvikmyndaframleiðendur á
Norðurlöndum stóðu fremstir
í fylkingu, á dögum Stillers,
sem gerði Gretu Garbo fræga
og hafði mikil áhrif á banda-
ríska kvikmyndagerð, Sjö-
ströms, sem gerði m. a. Öku-
sveininn, og Dreyers, sem
gerði Jeanne d’Arc. Hann bað
Bergman um að stjórna mynd
fyrir sig. Það varð sú fyrsta af
fjölmörgum svo miklum tap-
myndum, að þær áttu fáar
sér líkar. En framleiðandinn
var skarpskyggn. Þannig var
upphafið.
Síðan eru mörg ár. Kvik-
myndir Bergmans hafa ekki
breyzt mikið að efni og anda,
en kvikmyndagestir virðast
hafa tekið talsverðum breyt-
ingum. Nú vilja menn um all-
an heim sjá kvikmyndir hans.
Flestum er þó kunnugt um
hvað hver mynd er líkleg
að fjalla — þennan eilífa
lífsleiða, sem aðeins hefur auk
izt við nienringu nútímans og
um hið eilífa móteitur gegn
honum, ástina.
Konur og ástir
Ástir og konur koma ætíð
fyrir í verkum Bergmans, ems
og í lífi hans. Árið 1940 hvarf
hann skyndilega úr kunningia
hópnum í Gan.la stan. Nan-
ustu vinir hans fengu að vita
að hann hafði kvænzt dans-
mey í kabaretti, Elsie Fisher.
Brátt var óþekkta dansmærin
orðin ein af stjörnunum á vin-
sælasta skemmtistað Stokk-
hólmsborgar og hún tók að
semja dansa, sem færðu henni
frægð. Það hvíldi jafn mikli
leynd yfir skilnaði þeirra
hjóna eins og giftingunni. Allt
1 einu opnaði Elsie bezta dans-
skóla borgarinnar og Ingmar
fór sína leið. í stríðslok kvænt
ist hann í annað sinn, Ellen
Bergman. Hún var einnig leik-
stjóri og þau störfuðu saman.
En brátt skildu þau, án nokk-
urrar skýringar. Þá var Ellen
orðin leikstjóri við leikhúsið
í Karlstad. Þriðja hjónaband
Bergmans fór eins. Þriðia
kona hans var Gun Gro't,
blaðamaður við Aahlen Aeker
lund. I þessum þremur hjóna-
böndum fæddust 6 börn. Elzta
dóttirin, sem er 15 ára, hefur
í hyggju að snúa sér að leik-
list.
Og 1. september sl. gekk
Ingmar Bergman í fjórða sinn
í hjónaband. Kona hans er pi-
anóleikarinn Kaebi LarteL
Hún er flóttamaður frá Eist-
landi frá því á stríðsárunum,
og nú orðin þekkt á Norður-
löndum, einkum fyrir píanó-
leik í sjónvarpi, þar sem núr
spjallar jafnframt um tónlist-
ina og útskýrir verkin. Þau
Bergman vinna nú saman að
stuttri kvikmynd um Chac-
onne eftir Hándel. Hún leikur
verkið og tónlistinni fylgja svo
myndir úr kirkjum í Svíþjóð,
sem Bergman tekur.
I
8
1
1
I
§
H
I
I
i
I
s
1
s
I
1
I
I
I
i§
8
9
I
|
m
m
m
%
1
9
|
I
f
*8
I'
1
I
1
I
I
I
I
Mólmþreytan og Caravelle
Úr myndinni „Jarðarberjagarðurinn". Hinn gamli, frægi
leikari Victor Sjöström, sem nú mun liggja banaleguna í
sjúkrahúsi í Stokkhólmi, og ung, sænsk leikkona.
heldur frá myndinni. Tónlist- Eintómar tapmyndir í upphafl
in snart vatnið, sem dúfurnar Nú hlaupum við yfir langt
tóku að ýfa með vængjum sín- árabil og hittum Ingmar Berg-
um.... man aftur árið 1940 í Stokk-
hólmi. Þá á Evrópa í stríði við
Rispaði myndir á filmurnar Hitler, en Svíþjóð stendur ut-
Þar með var framtíðarstarf an við. í Gamla Stan reikar
Ingmars ráðið. Strax í barn- hópur ungs fólks milli bjór-
æsku óskaði hans einskis ann- stofanna á kvöldin. Öll eru
ars af tilverunni en að fá að þessi urígmenni að dunda við
vera „draumahöfundur“, eins nám, öll eru þau álíka reikul
og hann orðar það sjálfur. í ráði og þau halda því fram
Þegar hann fann gamalt brúðu að þau séu „samvizka" Sví-
leikhús á háaloftinu hjá þjóðar. Eftir dauða Ijóðskálds-
ömmu sinni, 12 ára gamall, ins Stills Dagermans, tekur
saumaði systir hans í laumi forustuna í flokknum ungur
■ 0 -0 .0 i
1 GÆR var getið um það í frétt
hér í blaðinu, að málmþreytu
hefði orðið vart í stéli Caravelle.
þotunnar, sem a. m. k. SAS og
Air France hafa nú tekið í notk-
un. Barst blaðinu í gær ósk um
frekari skýringu á þessu fyrir-
brigði, málmþreytunni.
Ekki er svo ýkjalangt síðan
málmþreytan svonefnda var
mjög til umræðu. Það var í sam-
bandi við slysin, sem urðu á
fyrstu Comet-þotum Breta, en
þeir smíðuðu fyrstir stórar far-
þega-þotur. Eftir að nokkrar þot-
ur höfðu farizt voru Cometurnar
kyrrsettar og við mjög nákvæma
rannsókn kom í ljós, að um málm
þreytu var að ræða, sem m.a.
- íí-jbjiM* orsakaðist af tíðum loftþrýst-
ingsbreytingum, því þoturnar
fljúga býsna hátt, en eru loft-
þéttar og halda svo til sama
þrýstingi innanborðs hversu hátt
sem flogið er. Mergurinn máls-
ins er sá, að málmurinn eltist,
þreytist vegna tíðra breytinga á
þrýstingi og hitastigi — svo og
hristingi eða „vibration" frá
hreyflunum. Og ef einhver ákveð
inn hluti eða flötur flugvélarinn-
ar er sérstaklega veikur fyrir
þreytist hann þar til hann læt-
ur undan.
Fróður maður tjáði okkur, að
hverflarnir í hreyflum Caravell«
snerust 7,800 snúninga á mínútu
og aldrei yrði með öllu hægt að
koma í veg fyrir „vibration“ frá
slíkum snúningshraða. Og senni-
legast þykir mönnum, að einmitt
þessi hristingur frá hreyflunum
rétt framan við stélið valdi málm
þreytunni í stélinu.