Morgunblaðið - 07.01.1960, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 7. jan. 1960
MOKCTIWRLAÐIÐ
11
Iðnaðarmálin 195
eftir Braga Hannesson fram-
kvæmdastjóra Landssambands
iðnaðarmanna
MJÖG er erfitt að segja fyrir um
heildarþróun iðnaðarins árið 1959
þar sem ekki hefur ennþá tekizt
að koma fastri skipan á söfnun
iðnskýrslna, og þar af leiðandi
eru mjög takmarkaðar upplýs-
ingar fyrirliggjandi um iðnaðar-
framleiðsluna á árinu. Þó er ljóst,
að um nokkurn samdrátt hefur
verið að ræða í einstaka iðngrein-
um eins og t. d. í nýsmíði í skipa-
smíðaiðnaði og í byggingariðnaði.
Reykjavík var lokið við smíði
á 740 íbúðum að meðalstærð 356
rúmm., en um 1145 íbúðir eru í
smíðum. Á árinu 1958 var hins
vegar lokið við smíði á um 900
íbúðum að meðalstærð 358 rúmm.
og þá voru í smíðum 1243 íbúðir.
Yfirleitt hafa iðnaðarmenn haft
næga atvinnu á árinu, þótt nokk-
uð sé það misjafnt eftir iðngrein-
um og landshlutum. Mest hefur
atvinnan verið suðvestanlands.
Iðnfyrirtækin hafa átt við tölu
verða erfiðleika að etja einkum
vegna lánsfjárerfiðleika og hrá-
efnaskorts. Óviturleg skattalög-
gjöf kemur í veg fyrir, að iðn-
fyrirtæki geti lagt sér sjálft til
nægilegt rekstrarfé, og er því
starfsemi þeirra mjög háð fyrir-
greiðslu lánastofnana, en sú fyr-
irgreiðsla hefur engan veginn
verið eins og skyldi. Auk þess
hefur innheimta opinberra gjalda
eins og söluskatts og útflutnings-
sjóðsgjalds leitt til mikillar mis-
mununar, gert samkeppnisaðstöð-
una ójafna og reynst dragbítur
eðlilegri og heilbrigðri þróun í
iðnaði. Á árinu var tekið upp það
nýmæli að gera áætlun um hrá-
efnainnflutning, og er það vissu-
lega spor í rétta átt.
Fyrir skömmu var tekin í notk-
un raforkustöðin við Efra-Sog.
Er það merkur áfangi fyrir iðn-
aðárstarfsemina í landinu.
Hér á eftir verður gerð grein
fyrir helztu hagsmuna- og áhuga
málum iðnaðarins, sem unnið
hefur verið að á árinu, og greint
frá framvindu þeirra.
Iðnfræðsla.
Samtök iðnaðarmanna hafa
löngum haft forgöngu um það,
að iðnfræðslan væri bætt og auk-
in. Þessi barátta hefur líka borið
góðan árangur, þótt margt sé
ógert enn, enda krefst aukin
tækniþróun aukinnar og hag-
kvæmari iðnfræðslu.
í þessu sambandi má benda á
það, að Iðnskólinn í Reykjavílt
hefur að undanförnu annazt verk
lega kennslu í nokkrum iðnum
með góðum árangri. Að dómi
allra, sem kunnugir eru iðr,-
fræðslu, er hér um mjöð þýð-
ingarmikið mál að ræða, enda
hafa þær þjóðir, sem okkur eru
næstar og skyldastar, sett á stofn
verknámsskóla hjá sér fyrir iðn-
nema. Er því nauðsynlegt, að Iðn-
skólanum í Reykjavík sé séð fyrir
fjármagni til þess að stækka skóla
húsið, svo að þessi þáttur iðn-
fræðslunnar geti þróast á eðli-
legan hátt og þurfi ekki að sitja
á hakanum vegna húsnæðisleysis
Auk þess verður að stefna að
því, að fleiri iðnskólar geti tekið
upp verknámskennslu.
Heildartala iðnnema á náms-
samningni árið 1958 var 1624, en
um áramótin voru iðnemar á
námssamningi 1645.
Að undanförnu hefur starfað
nefnd skipuð af Iðnaðarmálaráð-
herra til þess að semja reglu-
gerð um framhaldsfræðslu iðn-
aðarmanna við Iðnskólann í
Reykjavík. í nefndinni eiga sæti:
Sigurður Ingimundarson, for-
maður, Björgvin Frederiksen,
Óskar Hallgrímsson, Tómas Vig-
fússon og Þór Sandholt.
Hér er um mjög þýðingarmik-
ið mál að ræða fyrir iðnaðar-
menn, enda hefur landssamband
■iðnaðarmanna lagt mikið kapp á
framgang þess. Aukin þekking,
einkum og sér í lagi á viðskipta-
málum og ýmsu því, sem lýtur að
stjórn atvinnufyrirtækja, er nauð
synleg fyrir iðnaðarmenn eins og
málum er nú háttað, ef tryggja
á það, að þeir geti í framtíðinni
haldið áfram að vera sjálfstæðir
atvinnurekendur og stjórnað fyr-
irtækjum sínum sjálfir.
Meistaraprófsnefnd mun senni-
lega ljúka störfum á næstunni
og gera grein fyrir tillögum sín-
um um kennslutilhögun. Þá er
lokasporið eftir, en það er fram-
haldsfræðsla fyrir iðnaðarmenn,
sem vilja afla sér meistararétt-
inda hér eftir.
Skatta- og útsvarsmál.
Samtök atvinnuveganna hafa
haft með sér sanfstarf í því skyni
að leitast við að koma fram end-
urskoðun á skatta- og útsvars-
löggjöfinni. Mikið hefur verið
unnið í þessu máli, en árangurinn
hefur ekki orðið sem erfiðið.
4 árinu 1959 var þó gerð breyt-
ing á skattalögunum á þann veg,
að fyrirtæki skyldu greiða ákveð-
inn hundraðshluta tekna í skatt í
stað stighækkandi skatts áður.
Þótt hér sé um spor í rétta átt
að ræða, þá þarfnast núverandi
löggjöf um skatta og útsvar á fyr-
irtæki gagngerðrar endurskoðun-
ar, þar sem leitast verði við að
samræma skattlagningu ríkis og
sveitarfélaga og jafna samkeppn-
isaðstöðu fyrirtækja með mis-
munandi rekstrarform.
Samtök atvinnuveganna höfðu
forgöngu um það að vernda rétt
félagsmanna sinna, sem svo-
nefndur stóreignaskattur var á
lagður. í þessu skyni hafa verið
höfðuð nokkur mál, þar sem gildi
ýmsra þátta stóeignaskattslag-
anna hafa verið borin undir dóm-
stólana. Þýðingarmesti árangur-
inn, sem náðst hefur með þessum
málarekstri, er sá, að Hæstiréttur
taldi reglur laganna um skattmat
á eign hluthafa í hlutafélagi ósam
rýmanlegar 67. gr. stjómarskrár-
innar umfriðhelgieignarréttarins.
Á grundvelli þessa Hæstaréttar-
dóms hefur ríkisskattanefnd sam-
ið sérstakar reglur, sem fylgja
ber í öllum megin atriðum við
skattmat hlutabréfa samkvæmt
stóreignaskattslögunum. Samkv.
útreikningi Skattstofunnar í
Reykjavík á skattgjaldi af hluta
bréfaeign eftir þessum reglum,
hefur skatturinn lækkað mjög
mikið. Er heildarupphæðin nú 73
millj. kr., en var upphaflega 130
millj.
Leiðrétting hefur fengist á fleiri
þáttum stóreignaskattsins, sem
hér er ekki rúm til að rekja, en
fullvíst má telja, að heildarupp-
hæðin muni enn lækka.
Sölnskattur og útflutnings-
sjóðsgjald.
Á síðustu Iðnþingum hafa ver-
ið samþykktar ályktanir, þar sem
óskað hefur verið endurskoðun-
ar á ákvæðum um söluskatt og
útflutningssjóðsgjald. Því miður
hefur engin leiðrétting fengist á
þessu, þrátt fyrir ítrekaðar óskxr
þar að lútandi. Þvert á móti
hefur misrétti það, sem fylgt het-
ur söluskattinum, veiið aukið.
Plaststýrishús á 40 Iesta fiskibáti. Nýjung I innlendri iðnaðarframleiðslu.
Bragi Hannesson
Má í því sambandi minna á það,
að r~20. gr. laga nr. 86/1956 um
útflutningssjóð o. fl. var lögfest
að greiða skyldi sérstakt gjald
6% af sölu og veltu annarri en
smásölu, og vinnu og þjónustu
látinni í té af iðnaðarmönnum,
iðnfyrirtækjum o. fl. skv. 22. gr.
b-lið laga nr. 100/1948, sbr. lög
nr. 96/1956. Ennfremur skyldi
3% söluskattur haldast óbreytt-
ur.
Samkvæmt þessu ber iðnaðar-
mönnum og iðnfyrirtækjum að
greiða 9% gjald af efnivörum sín-
um, samtímis því sem smásölu-
verzlanir, sem selja samskonar
vörur, losna við að greiða þetta
gjald. Þannig hefur þessu verið
háttað fram til þessa.
Á síðasta Iðnþingi gerði for-
seti Landssambands iðnaðar-
manna, Björgvin Frederiksen,
grein fyrir afstöðu samtakanna
til þessara mála og mælti m. a.
á þessa leið:
„Eitt er það mál, sem ekki verð
ur komizt hjá að nefna á þessu
Iðnþingi frekar en svo ótal mörg-
um öðrum, en það er hinn ill-
ræmdi söluskattur og útflutnings
sjóðsgjald, sem lagzt hefur með
síauknum þunga á alla vinnu,
þjónustu og efnisvörur, sem iðn-
fyrirtæki láta í té.
Reynslan af þessari skatt-
heimtu he'fur sýnt, að hið herfi-
legasta misrétti hefur skapazt og
samkeppnisaðstaða hefur truflast
vegna þess, að fyrirtækjum ber
að greiða skattinn af vinnu og
efni, en sams konar efni er hægt
að kaupa hjá efnissölum, sem
ekki eru söluskattsskyldir. Engm
skilji orð mín svo, að iðnaðar-
menn séu að mótmæla því, að
ríkissjóður þurfi eins og nú er
ástatt þennan tekjustofn. Það er
ekki það, sem um er deilt, heldur
innheimta hann um leið og að-
flutningsgjöld eru greidd. Þessi
skattheimtuaðferð hefur valdið
spillingu í viðskiptum, sem aðai-
lega kemur til af því, að þeir vísu
menn, sem upphaflega settu þessi
lög, hafa aldrei áttað sig á hversu
flókið mál það er að framkvæma
þessa tegund skattheimtu án þes»
að af hljótist misrétti og spill-
ing. í dag eru dæmin svo mörg
og óskemmtileg, að krefjast verð
ur þess, að álagningu og inn-
heimtu skattsins verði- tafarlaust
breytt, þar til hann verður aí-
numinn með öllu“.
í síðastliðnum mánuði urðu
nokkrar umræður opinberlega
um söluskattinn. Lýsti Gunnar
Thoroddsen, fjármálaráðherra,
því yfir við það tækifæri, að verið
væri að endurskoða ákvæðin um
skattinn í ráðuneytinu. Er þvl
þess að vænta, að bráðlega verði
kunnugt, hverig þessum málum
verður skipað í næstu framtíð.
Yfirbyggingar á langferðavagna.
Ein þeirra iðngreina, sem orðið
hafa að búa við tollamisrétti, er
bifreiðasmíðaiðnin. Þannig þarf
að greiða af efni til yfirbygginga
14% innflutningssjóðsgjald og
10% Veiðtoll, auk 9% söluskatta
og útflutningssjóðsgjalds. Hinj
vegar á að greiða 30% toll af inn-
fluttum yfirbyggingum á lang-
ferðavagna, en heimilt er að
lækka hann niður í 10%, og hcf-
ur það verið gert fram að þessu
Framh. á bls. 12