Morgunblaðið - 07.01.1960, Blaðsíða 12
12
MORCVTSHLAÐ1Ð
Fímmtudagur 7. jan. 1960
— Iðnaðarmálin
Framh. af bls. 11
Af hálfu Landssambands iðn-
aðarmanna hafa verið gerðar
ítrekaðar tilraunir til þess að fá
leiðréttingu á þessu misrétti, en
það hefur ekki tekist ennþá. Hins
vegar hefur jöfnum höndum ver-
íð unnið að því að fá bæjarfélög
til þess að skipta við innlenda
aðila með yfirbyggingar. Hafa
forráðamenn Reykjavíkurbæjar
sýnt málinu skilning og láta
byggja yfir strætisvagna sína inn
anlands í vaxandi mæli.
Lokamarkinu er aftur á móti
ekki náð, en það er fullkomið jafn
rétti í tollum. Er þess að vænta,
að nú geti orðið breyting hér á
til batnaðar, þar sem nýskipan
efnahagsmálanna er á næsta leiti,
en samfara henni hlýtur að þurfa
að endurskoða tollskrána.
Lánsfjármál
Iðnaðurinn hefur átt við mikla
erfiðleika að etja undanfarin ár
vegna lánsfjárskorts. Aukin verð
bólga krefst aukins fjár, ef unnt
á að vera að viðhalda sömu fram
leiðslu, en auk þess hefur óvit-
urleg skattalöggjöf komið í veg
fyrir fjármagnsmyndun í fyrir-
tækjunum sjálfum. Bönkum
landsins hefur reynzt um megn
að bæta hér úr. eins og þurft
hefði með auknum útlánum, enda
virðist sem aðrir atvinnuvegir en
iðnaðurinn eigi greiðari aðgang
að lánastofnunum.
í þessu sambandi má minna á
það, að Seðlabankinn hefur ekki
enn keypt framleiðslu- og hrá-
efnavíxla iðnfyrirtækja, þótt Al-
þingi hafi samþykkt þingsálykt-
unartillögu þar að lútandi. Hins
vegar eru slíkir víxlar keyptir
af landbúnaðar- og sjávarútvegs-
fyrirtækjum svo milljónatugum
skiptir. Munu endurkeyptir víxl-
ar í Seðlabankanum í ágústlok
hafa numið um 850 millj. kr.
Fyrir skömmu skipaði Gylfi Þ.
Gíslason, viðskiptamálaráðherra,
nefnd til þess að athuga lánamál
iðnfyrirtækja og sérstaklega end
urkaup Seðlabankans á vixlum
með tryggingu í iðnaðarvörum.
í nefndina voru skipaðir: Dr Jó-
hannes Nordal, bankastjóri, for-
maður, Gunnar Vagnsson, stjórn-
arráðsfulltrúi, Sveinn B. Valfells,
forstjóri og Bragi Hannesson,
framkvæmdastjóri.
Nefndin hefur lítíð starfað
vegna þess, hve stutt er síðan
hún var skipuð, en síðar mun
verða skýrt frá störfum hennar.
Iðnaðarbankinn hefur gengt
mjög mikilvægu hlutverki í láns-
fjármálum iðnaðarins. Þó hefur
bankann skort nægilegt fjármagn
til þess að fullnægja síauknum
þörfum iðnaðarins fyrir reksturs-
fé, enda hefur hann ekki fengið
annað fé til starfsemi sinnar auk
stofnfjárinnlaga, en sparifjár-
innlögin ein. Námu sparifjárinn-
lögin í ársbyrjun 68,4 millj. kr.,
en nema nú um þessi áramót um
36 millj. kr.
Á síðastliðnu ári hófust bygg-
ingaframkvæmdir á lóð bankans,
Lækjargötu 10 B. Ber að fagna
þeim áfanga í sögu bankans, því
að hann hefir frá upphafi starfað
í litlu og óhentugu leiguhúsnæði.
Mikilvægt er, að allir þeir, sem
framfæri sitt hafa af iðnaði, legg
ist á eitt að efla Iðnaðarbankann.
Með því móti gera þeir bankan-
um auðveldara að sinna sínu ætl-
unarverki um leið og þeir auka
afkomuöryggi sitt.
Efling Iðnlánasjóðs hefur jafn-
an verið áhugamál iðnaðarmanna,
enda hafa verið samþykktar á-
lyktanir þar að lútandi á undan-
förnum Iðnþingum.
Iðnlánasjóður var stofnaður
með lögum nr. 12/1935, og sam-
kvæmt þeim lagði ríkissjóður
íram til hans árin 1936—1941 kr.
25.000,00 á ári. Árið 1942 var fram
lag ríkissjóðs hækkað upp í kr.
65.000,00 á ári og var það óbreytt
til ársins 1947, en þá var fram-
lagið hækkað upp í kr. 300.000,00
á ári samkvæmt nýjum lögum um
sjóðinn nr. 67/1946. Á fjárlögum
1955 var framlagið hækkað upp
í kr. 450.000,00 og loks árið 1957 i
í kr. 1.450.000,00 og hefur svo
verið síðan.
Framlög ríkissjóðs öll árin hafa
því samtals numið kr. 8.072.450,00.
Með hliðsjón af framansögðu
gefur auga leið, hve vanmegnug-
ur Iðnlánasjóður er að gegna því
hlutverki, sem honum er ætlað
þ. e. að vera stofnlánasjóður iðn-
aðarins í landinu.
Á Alþingi hafa komið fram
frumvörp þess efnis, að Iðnlána-
sjóður fái í sinn hlut helming
gjalds af innlendum tollvöruteg-
undum Flutningsmenn hafa ver-
ið alþingismennirnir Magnús
Jónsson og Jóhann Hafstein.
Hefði mál þetta náð fram að
ganga, fengi Iðnlánasjóður 5—6
millj. kr. í sinn hlut á þessu ári.
Skipasmiðastöðvar og dráttar-
brautir hafa átt við mikla erfið-
leika að etja vegna lánsfjárskorts.
Staðreyndin er sú, að stærri bát-
ar verða ekki smiðaðir innan-
lands, nema einhver lánastofnun
sé til, sem telji sér skylt að stuðla
að innlendri skipasmíði með
verulegum lánum.
í byrjun síðastliðins árs var
óskað eftir fyrirgreiðslu sjávar-
útvegsmálaráðherra í þessu efni,
þar sem fyrirsjáanlegt var, að
ina og óska eftir tilnefningu um
menn í nefndina frá eftirtöidum
Reykjavíkurbæ, Vinnuveitenda-
aðilum: Landssambandi iðnaðar-
manna, Húsameistara ríkisi.is,
sambandi fslands, Meistarasam-
bandi byggingamanna, Verkfræð-
ingafélagi íslands, Arkitektafé-
lagi íslands og Lagadeild Há-
skólans.
Fulltrúi Landssambandsins í
nefndinni hefur verið tilnefndur
og er það Björgvin Frederiksen,
forseti Landssambands iðnaðar-
manna.
Hefur þvi náðst merkur áfangi
í þessu máli með skjótum hætti
og er vonandi, að framnaldið
verði á sama veg.
Samstarfsnefndir
Að tilstuðlan Iðnaðarmálastofn
unar fslands fór nefnd skipuð
fulltrúum vinnuveitenda og laun-
þega til Danmerkur og Noregs
síðastliðið vor í þeim tilgangi
að kynna sér störf samvinnu-
nefnda launþega og vinnuveit-
enda í þessum löndum. Af hálfu
Landssambands iðnaðarmanna
fór forséti þess, Björgvin Fred-
eriksen, för þessa.
í áðurnefndum löndum hafa
iðnaðarmanna úr gulli.
Ur stjórn Landssambands iðn-
aðarmanna átti að ganga Einar
Gíslason málarameistari, en hann
var einróma endurkjörinn. Aðrir
í stjórn eru: Björgvin Frederik-
sen, vélsm.m. forseti, Guðmund-
ur Halldórsson, húsasm.m., Tóm-
as Vigfússon, húsasm.m. og Vig-
fús Sigurðsson, húsasm.m.
Bygging iðnaðarhúsa
Á síðastliðnu vori komu fram
tillögur frá skipulagsdeild Reykja
vikurbæjar um byggingu 6 iðn-
aðarhúsa við Grensásveg milli
Miklubrautar og Suðurlands-
brautar. Skyldi stærð hvers húss
vera 1680 ferm., en samaniagður
gólfflötur hvers húss 5040 ferm.,
og allra húsanna 30.240 ferm.
Aðdragandinn að þessum tillög
um ér sá, að samtÖk iðnaðarins
höfðu óskað eftir því við bæjar-
yfirvöldin að reynt yrði að finna
heppilega lausn á byggingalóða-
þörf iðnaðarins. Brugðust bæjar-
yfirvöldin vel við þessum óskum
og lögðu til, að skipuð yrði nefnd
iðnaðarmanna og iðnrekenda til
þess að gera tillögur þar að lút-
andi. Tilnefndi Landssambandið
húsasmíðameistarana Guðmund
Langferðabílar yfirbyggðir hjá Bilasmiðjunni.
nýsmíði myndi Ieggjast niður að
óbreyttum aðstæðum.
Þetta varð til þess, að skipuð
var nefnd til þess að semja reglu-
gerð um lög Fiskveiðasjóðs ís-
lands með sérstöku tilliti til skipa
smíða innanlands. í nefndinni á
Vigfús Sigurðsson sæti af hálfu
Félags ísl. dráttarbrautaeigenda.
Nefndin mun bráðlega ljúka
störfum, og er þess að vænta,
að eitthvað muni rofa til í láns-
fjármálum til nýsmíða.
Útboð og tilboð
Á síðastliðnu ári hefur verið
unnið að því, að settar yrðu regl-
ur um útboð og tilboð. Eins og
oft hefur komið í Ijós er nauðsyn-
legt, að til séu reglur, sem gildi
um þessi efni.
Félag löggiltra rafvirkjameist-
ara hefur beitt sér mjög fyrir
framgangi þessa máls og m.a.
skrifað ýmsum félagssamtökum
um reynslu rafvirkjameistara af
lægstu tilboðunum. Bréf þetta er
mjög ítarlegt og má heimfæra
upp á fleiri iðnir. í bréfinu er
skýrt frá því, að ábyrgir aðilar,
sem reikna tilboð samvizkusam-
lega og gert ráð fyrir að þurfa
að standa við tilboð sín, hljóti
yfirleitt ekki verkin.
Það gefur auga leið í hvilíkt
óefni er komið bæði fyrir verk-
sala og verkkaupa, ef verksali
getur ekki lokið verki vegna ó-
raunhæfs tilboðs. Þess vegna er
mikils um vert, að unnt sé að
girða fyrir ábyrgðarleysi í þess-
um málum.
Landssamband iðnaðarmanna
hefur aflað upplýsinga um skip-
an útboða og tilboða í nágranna-
löndunum og sést af þeim, að
fastmótaðar reglur gilda um
þessi efni víðast hvar.
Á síðasta Iðnþingi var óskað
eftir því við Iðnaðarmálaráð-
herra, að skipuð yrði nefnd til
þess að semja reglur um útboð
og tilboð. Skömmu eftir Iðnþmg-
ið barst svo bréf frá ráðuneytinu,
þar sem skýrt er frá því, að rað-
herra hafi ákveðið að skipa nelnd
samstarfsnefndimar innt af
hendi mikið starf við efnahags-
uppbyggingu eftirstríðsáranna.
Þær eru vettvangur samvinnu,
ráðgjafar og gagnkvæmra upplýs
inga. Meðal þeirra mála, sem þær
fjalla um er hagkvæmur rekstur,
skipulagning vinnunnar, vél-
tækni, efnissparnaður og öryggi
á vinnustað.
Það leikur ekki á tveim tung-
um, að við íslendingar getum
margt af frændum okkar lært í
þessu efni, enda er það einróma
álit þeirra nefndarmanna, sem
áttu þess kost að kynnast starf-
semi samvinnunefndanna. Forseti
Landssambandsins, Björgvin
Frederiksen, sagði m.a. um sam-
starfsnefndirnar á síðasta Iðn-
þingi: Þetta form hefur gefizt
öllum frjálsum þjóðum sérstak-
lega vel og bre:ðist ört út efíir
síðustu heimsstyrjöld.
Þess vegna ber að fagna því,
að fram skuli komin á Alþingi
þingsályktunartillaga þess efnis,
að ríkisstjórninni skuli falið að
kanna, hvort grundvöllur sé fyrir
samstarfsnefndum launþega og
vinnuveitenda innan einstakra
fyrirtækja. Flutningsmaður er
Pétur Sigurðsson, alþm.
21. Iðnþing íslendinga
Iðnþing var háð í Reykjavík
dagana 30. sept. — 3. okt. sl. Á
málaskrá voru þessi mákUpptaka
nýrra sambandsfélaga nýjar iðn-
greinar, Iðnlánasjóður, skatta-
mál, iðnfræðsla, útboð, Iðnaðar-
bankinn, söluskattur og útflutn-
ingssjóðsgjald, iðnskýrslur, skipu
lagsmál Landssambandsins, inn-
flutningur iðnaðarvara og -vinnu
og brot á iðnlöggjöfinni og með-
ferð slíkra mála.
Samþykktir voru gerðar í þess-
um málum og sendar hlutaðeig-
andi aðilum. Iðnþingið sátu um
70 fulltrúar víðsvegar að af land-
inu.
Iðnþingið samþykkti að sæma
Guðmund J. Sigurðsson, vélsmiða
meistara, Þingeyri, heiðursmerxi
Halldðrsson og Tómas Vigfússon
í nefndina, er síðan vann að skipu
lagi þessara mála með þeim ár-
angri, sem nú er fram kominn.
Síðan skipulagsuppdrættirnir
voru lagðir fram, hefur verið rætt
um eignar og rekstrarfyrirkomu-
lag húsanna við iðnrekendur, og
hafa þeir Guðmundur Halldórs-
son, Grímur Bjarnason, Snæbjörn
G. Jónsson og Tryggvi Gíslason
tekið þátt í þeim viðræðum af
Landssambandsins hálfu.
Á þessu stigi málsins er ekki
unnt að segja, hver muni verða
framgangur málsins en hins veg-
ar eru allir, sem þörf hafa fyrir
iðnaðarhúsnæði hvattir til þess
að kynna sér skipulagsuppdrætt-
ina. Á Norðurlöndum hafa verið
byggð iðnaðarhús eins og hér er
greint frá og gefið góða raun.
Þannig hafa iðnfyrirtæki sem
ekki hefðu á eigin spítur getað
fullkomnað sinn ytri aðbúnað,
fengið ákjósanlegt húsrými.
Söfnun iðnminja
Á 5. Iðnþingi íslendinga sem
háð var á ísafirði 1939, fluttu þeir
Sveinbjörn Jónsson og Arngrím-
ur Fr. Bjarnason tillögu, þar sem
stjórn Landssambands iðnaðar-
manna er hvött til þess að beita
sér fyrir söfnun iðnminja.
Málið var þegar tekið föstum
tökum og í samvinnu við Iðnað-
armannafélagið í Reykjavík var
kosin nefnd, sem annast skyldi
framkvæmd málsins. í nefndinni
hafa starfað Sveinbjörn Jónsson,
húsasm.m., sem verið hefur for-
maður nefndarinnar frá upphafi,
Björn Rögnvaldsson, húsasm.m.,
Guðbjörn Guðmundsson, prentm.,
Guðjón Scheving, málaram., Guð-
mundur H. Guðmundsson, húsg.-
sm.m., Jón Vigfússon, húsasm.m.,
Jónas Sólmundsson, húsg.sm.m.,
Matthías Jónsson, húsasm.m. og
Vigfús Friðriksson, ljósm.sm.m.
Samtímis Iðnþingi síðastliðið
haust var haldin sýning á mun-
um þeim, sem safnast hafa og
kom þá í ljós, að nefndin hefur
unnið mikið og heilladrjúgt starf.
Er þess að vænta, að iðnaðar-
menn veiti nefndinni aðstoð sína
við áframhaldandi söfnun iðn-
minja, svo að unnt verði að koma
upp veglegu Iðnminjasafni.
Innlend skipasmíði
Innlend skipasmíði varð að
sæta því um árabil að greiða að-
flutningsgjöld af efni til nýsmíða,
samtímis því sem bátar voru flutt
ir inn tollfrjálsir. Vegna langrar
baráttu samtaka iðnaðarmanna
tókst loks að fá leiðréttingu þess-
ara mála á þann veg, að aðflutn-
ingsgjöld og söluskattur af efni
til nýsmíða var endurgreiddur.
Hins vegar hefur minna kveðið
að innlendri skipasmíði síðustu
árin en æskilegt og nauðsynlegt
væri þrátt fyrir endurgreiðslurn-
ir. Veldur þar um skortur á láns-
fé Óhugsandi er eins og sköttun
fyrirtækja er háttað nú, að drátt-
arbrautir og skipasmíðastöðvar
geti byggt báta fyrir eigið fé. Þess
vegna er innlend nýsmíði báta
algjörlega háð fyrirgreiðslu lána-
stofnana.
í byrjun síðastliðins árs var
átt viðtal við Emil Jónsson,
sjávarútvegsmálaráðherra, um
málefni dráttarbrautanna. Var
þess óskað, að leitazt yrði við að
hálfu hins opinbera að auka ný-
smíði fiskibáta innanlands m.a.
með hækkun á endurgreiðslum
aðflutningsgjalda í samræmi við
hækkanir þessara gjalda síðustu
árin og aðstaða dráttarbrautanna
til lánsfjáröflunar yrði bætt.
Brást ráðherrann vel við þess-
ari málaleitan, og skömmu síðar
voru endurgreiðslur hækkaðar
verulega. Á öðrum stað er skýrt
frá framvindu lánsfjármálanna.
Meðal annars vegna þessara að
gerða eru horfur á því, að inn-
lend skipasmíði aukist á næst-
unni. Ýmsar stöðvar, sem ekki
hafa byggt báta í nokkur ár, eru
nú að hefja undirbúning að ný-
smíði.
Á síðastliðnu ári voru byggðir
bátar innanlands, sem nér segir:
tala rúml.br.
ísafirði .. 1 65
Akureyri .. 1 70
Hafnarfirði .... .. 3 30
5 165
Auk þess, sem hér hefur verið
talið, hafa verið smíðaðir nokkrir
nótabátar innanlands og smærri
bátar.
Nú eru í smíðum í Hafnarfirði
einn bátur 70 rúmlestir br. og
tveir 11 rúml. br., á ísafirði einn
bátur 65 rúml. br., á Akureyri
einn bátur 70 rúml. br. og annar
25 rúml. br. og í Neskaupstað einn
bátur 70 rúml. br.
Enginn dregur í efa, að nauð-
synlegt sé að fyrir hendi sé að-
staða í landinu til skipaviðgerða.
Hinu hafa margir ekki enn gert
sér grein fyrir, að til þess að unnt
sé að annast viðhald bátaflotans,
þurfa dráttarbrautirnar að ann-
ast nýsmíði. Þetta á rætur sínar
að rekja til þess, að viðgerðir
báta eru tímabundnar og alger
rekstrarstöðvun ákveðinn tíma
árs orsakar það, að menn fást
ekki til þess að sinna svo ótryggri
atvinnu, þegar betra býðst. Ný-
smíði er því nauðsynleg til þess
að stuðla að stöðugum rekstri.
Starfandi menn í skipavið-
gerða- og skipasmíðaiðnaðinum
voru fyrir skömmu samtals 332.
Lokaorð
Iðnaðurinn hefur seinni árin
tekið við allri aukningu vinnu-
afls í landinu, enda er nú svo
komið, að hann er sá atvinnuveg-
ur, sem nálægt 40% þjóðarinnar
hefur lífsframfæri sitt af. Þrátt
fyrir það fer því fjarri, að iðn-
aðinum séu búin sömu starfs-
og vaxtarskilyrði og landbúnaði
og sjávarútvegi. Þannig þarf iðn-
aðurinn að selja framleiðslu sína
í samkeppni við erlendan iðnað,
sem býr við lægra verðlag, greiða
hærri tolla af ýmsum framleiðslu
tækjum sínum, rekstrar- og efni-
vörum en hinir atvinnuvegirnir,
auk þess sem hann hefur hlotið
Framh. á bls. 19.