Morgunblaðið - 07.01.1960, Side 13

Morgunblaðið - 07.01.1960, Side 13
Fimmtudagur 7. Jan. 1960 M O *? r rrw n r 4 njo 13 I svölum sæ á jr ■ r nyjars- dag MEÐALSMANNSÆVI er tal- in vera liðlega 30 ár hér á landi, eða svo var til skamms tíma talið. Litlu lengri en sú meðalævi er „ævi íþróttanna" á Islandi, sem keppnisgrein. T. d. var það 1909 á Þjóðhátíð- inni að fyrsta sundkeppni fór hér fram .Og á fyrsta degi þessa nýbyrjaða árs voru 50 ár liðin frá því að eitt hinna sögulega íþróttamóta, sem hér hafa verið haldin fór fram í íyrsta sinn. Það var hið svo- nefnda Nýárssund. Nýársdagsmorguninn árið 1910 rann upp bjartur af jan- úarmorgni að • vera og veður var fremur stillt. Þennan dag röðuðu menn sér á gömlu Steinbryggj una, sem var fram an við Pósthússtræti. Rás- merki var gefið og þeir steyptu sér í kaldan sjóin, fimmmenningarnir. Það var synt af bryggjunni í vestur- átt 50 m vegalengd. Það var dálítil alda, en sundmennirn- ir klufu þær, keppnin var jöfn og skemmtileg og fólk hafði hópazt saman niður við bryggjuna til að sjá þessa garpa, sem létu það ekki á sig fá að steypa sér í kaldan sæinn á morgni hins nýbyrj- aða árs og þreyta kapp saman í íþrótt íþróttanna — sund- listinni. Þessir menn unnu íþróttun- um mikið og vel. Það hefur áreiðanlega snortið hugi margra dirfska, þor og hreysti þessara garpa, sem klæddir einum sundbol kepptu þarna um hávetur. Dirfska þeirra og hreysti tengdist í hugum fólks ins við íþróttirnar — íþróttirn ar voru eitthvað sem „stældu þor og efldu kraft“. Þessir garpar höfðu ekki kvatt gamla árið við glaum og gleði í sölum Bakkusar, en þeir heilsuðu hressir og glaðir nýju ári með íþróttaþraut, sem fáir myndu fást til að leika eftir þeim nú á dögum. En hverjir voru þessir fimm garpar sem þarna riðu á vað- ið? Fyrstan skal þeirra frægast- an telja formann ísl. íþrótta- hreyfingar um áratugi, for- seta ÍSÍ, Ben. B. Waage. Þá var þar Sigurjón Pétursson, glímukappi frá Álafossi, Guð- mundur Kr. Guðmundsson, nú fulltrúa hjá Olíufélaginu, Sigurjón Sigurðsson, nú verzl Unarstjóri hjá Alafossi í Þing- holtsstræti og Stefán Ölafs- son vélstjóri. ★ Á regnvotri gangstétt Aust- ursstrætis 50 árum eftir þessa sundraun mætti ég Sigurjóni Hin sögulega mynd tekin á nýársdag 1910 — fyrir 50 árum. Þátttakendur í fyrsta Nýárssundinu f. v. Sigurjón Sigurðssen, Guðmundur Kr. Guðmundsson, Stefán Ólafsson, sigurvegari, Sigurjón Pélursson frá Álafossi og Benedikt G. Waage. Fyrár 50 áruvn verzlunarstjóra í Alafossi og hann minntist á þetta merkis. afmæli Nýjárssundsins. Eg bað hann að segja mér söguna alla en svarið var: — Talaðu við Bennó. Hann veit þetta allt miklu betur en ég. — Og Benedikt Waage mundi söguna vel eins og flest það er á hans langa íþrótta- ferli hefur drifið. Hann rifjaði upp söguna um Nýjársdagsmorguninn, sem getið var hér að framan og sagði svo: — Það var Sigurjón á'Ala- fossi, sem var upphafsmaður- inn að þessu ævintýrlega sund móti. Hann hafði fengið Guð- jón Sigurðsson úrsmið og skartgripasala til að gefa silf- urbikar til að lceppa um. Og á gamlársdag 1909 hitti hann mig og sagði. „Þú verður með í sundinu á morgun af Steinbryggjunni“. Þeim ágæta dreng og drengskaparmanni, sem Sigurjón á Alafossi var, gat ég ekki neitað um neitt, sem íþróttir varðaði. Hann hafði á þeim tíma unnið þeim svo heils hugar og sýnt svo óbilandi áhuga — og unnið mörg afrek. Hann var sann- kallaður áhugamaður. ★ Og við stungum okkur í kvikuna ,hélt Benedikt áfram. Mér þótti illt að synda nyrzt- ur — þar var kvikan mest. En þetta tókst mjög vel. Stefán Ólafsson frá Fúlutjörn varð sigurvegari. Tími hans var um 48 sek., að mig minnir. Ég náði öðru sæti, en Sigurjón Sigurðsson því þriðja. Allir syntum við bringusund. Stef- an var frábær bringusunds- maður, einn sá bezti er ég hefi séð. Á eftir var sagt að hann hefði unnið, af því að hann bjó svo nærri Laugunum, og ætti því hægt um vik til æfinga. Og svo hlupum við aftur upp í Edinborgarpakkhúsið og verðlaunaafhending fór fram. Guðmundur Björnsson landlæknir stillti sér upp í pakkhússdyrum Edinborgar- verzlunar. Það stóð þá fyrir ofan Steinbryggjuna — stórt og mikið hús. Hann hélt sköru lega ræðu; mæltist vel að vanda. Hann hvatti unga menn til íþróttaiðkana. Hann taldi það engum ofraun, sem heilbrigður væri, að synda í svölum sjó. Margt fleira sagði hann athyglisvert. Hinir mörgu áhorfendur fögnuðu okkur sundmönnun- um ákaflega og þó sérstaklega sigurvegaranum er Guðm. Björnsson afhenti honum silf- urbikarinn. Við hinir hyltum hann einnig, því engin var betur að sigri kominn. Fleiri voru verðlaunin ekki, því þá var ekki í tízku að veita 2. og 3. verðlaun. En við eigum allir minninguna um þetta fyrsta Nýjárssund — og hún verður jafngömul okkur. ★ — Var ekki hryssingslega kalt í sjónum á Nýjársdag? — Jú víst var það. Sjávar- hiti var oftast um frostmark, en hlýjast minnir mig að hafi verið um 2,5 gráðúr á Celsius. — En séð frá því, var þá ekki þetta sund hið mesfa glapræði og hættulegt þátttak- endum? — Það má ef til vill segja. En aðaltakmarkið er og sjálf- — ocf nú 010*0100*^0 sagt, að allir iðki sund í sjó og margir taki þátt í kappsund- um. En þau eiga að fara fram á sumrin, þegar sjór er hlýrri og allir geta NOTAÐ SJÓINN OG SÓLSKINIÐ. Ég minnist þess, að þegar ég var ritstjóri Þróttar sem íþróttafélag Reykjavíkur gaf út um árabil, drap ég nokkrum sinnum á nauðsyn þess að kappsundin væru háð á sumr- in, þegar sjór er hlýjastur og helzt sól á lofti. Slíkt eykur tvímælalaust heilbrigði og hréysti hvers einasta manns. Og þetta hafa margir gert sér til gagns og gleði. Þegar sundskálinn í örfiris- ey var byggður, hófust sumar- sundin og kappsundin þar reglulega. Var þá búið að stofna Sundfélag Reykjavíkur, en þegar fyrsta Nýjárssundið fór fram, var hér ekki sérstakt sundfélag, en Ármann, ÍR og KR höfðu sund á stefnuskrá sinni. — Hvað urðu Nýjárssundin mörg? — Þau urðu 10. Flestir vor j keppendur 10 talsins en fæstir munu þeir hafa verið 4. Ég minnist margra gamalla sund- félaga minna þó ég tæki að- eins einu sinni þátt í Nýjár- sundinu vegna þess, að ég var á móti kappsundi í sjó að vetr- arlagi. Minnist ég Stefáns Ól- afssonar, Sigurjónanna beggja, Jóns Tómassonar, Guðm. Kr. Guðmundssonar Snæbjarna.r Ólafssonar, Þorkels Ólafsson- ar og Sigurðar Þorsteinssonar auk margra fleiri og skulu síð- astir, en síztir þó, taldir bræð- urnir Erlingur, Jón og Ólafur synir Páls Erlingssonar. Þeír voru afburðasundmenn og á þeim bar langsamlega mest í Nýjárssundinu sem og á öðr- um sundmótum siðar. Spor þeirra og föður þeirra munu lengi sjást í sundsögu íslands. Erlingur t. d. kenndi mörg- um af þeim sem þátt tóku í Nýjárssundinu. Hann kynnti hér skriðsund og kenndi það. Allir þátttakendurnir höfðu meiri og minni æfingu í sundi í sjó. Sumir stunduðu sjávar- sund allt árið aðrir fram á haustin og mættu þó í Nýjárs- sundið. En aldrei kom slys f>r ir og engum mun hafa orðið meint af. Menn voru j sjónum 2—3 m)n. Sundið sjálft tók innan við mínútu, en þegaé menn höfðu náð markannunni 50 m frá bryggjunni, var ekki um annað að ræða en synda til baka og komast á land i bryggjunni. — Ég sé í gömlum blöðum áð ræður voru jafnan haldnar við verðlaunaafhendingu. — Já, og það voru alltaf snjallir ræðuskörungar, eina og t. d. Guðmundur Björnsson landlæknir, Bjarni; frá Vogx, Benedikt Sveinsson alþm. og fleiri. Hafði þetta mikla þýð- ingu fyrir sundíþróltina og í- þróttirnajf í heild. Þjóðkunnir menn hvÖttu almenning til að iðka íþróttir og þá einkum sund, þessa lífsnauðsynlegu íþrótt, ságði Benedikt G. Waage að lokum. ★ Grein þessi hófst með tilvttn un til skammrar inannsævL Ástæðan var sú að mennirnir, sem fyrir 50 árum þreyttu sund eru að einum undan- skildum sérlega glæsilegir menn á velli, léttir í lund og spengilegir, þó þeir hú séu um og yfir sjötugt, Einn er í val- inn fallinn, upphafsmaðurinn Sigurjón á Álafossi Það er víst, að bæði Nýjárssundið og almenn íþróttaiðkun þessara manna, hefur aðeins háft góð áhrif á heilsu þeirra og lí!. Því má við bæta að aðeins einn annar en Sigurjón, af öll- um er þátt tóku í sundinu er fallinn frá; hinir eru á lífí og hafa ætíð verið við beztu heilsu. Fræknasti Nýjárssundmaður inn, Erlingur Pálsson, er oftast bar sigur úr býtum í sundun- um setti metið 33,2 sekúndur og hreppti bikarana til eignar, hefur það enn fynr reglu að fara gönguferðir cg dýfa sér í svalan sæ. Ein regla hans — og sú sem hann viil aldrei af láta — er að fara í sjóinn á Nýjársdag. Hann nef- ur því verið trúr „nýjárshug- sjóninni", sem Sigurjón á Ála- fossi barðist fyrir og kom í framkvæmd á nýjársdag fyrir 50 ánim. A. St Á nýársdag nú voru 50 ár síðan þá. Þá hittust fjórir þátttak- endanna og tók Jón Kaldal þá þessa mynd. Stefán Ólafsson situr, en frá vinstri standa Sigurjón Sigurðsson, Guðm. Kr. og Benedikt Waage. Þeir bera sjötíu árin sín vel þessir frum- herjar iþróttanna. Hinn 5. Sigurjón á Álafossi er í valinn fallinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.