Morgunblaðið - 07.01.1960, Qupperneq 16
16
MORCUNTtlAÐIÐ
Fimmtudagur 7. jan. 1960
OfiSEM
nokkrum stúlkum frá Wien, án
þess að til þeirra sæist, fengu
þeir eina þessa stúku lánaða til
afnota og jafnvel ofurstinn okk-
ar, sem venjulega krafðist hins
strangasta aga, hafði skýlaust
hælt þessarri skynsamlegu var-
úðarráðstöfun, þar sem borgurun
um var varnað að sjá of mikið af
ástafari liðsforingja hans. Æðsta
boðorð þessarrar stofnunar var
þar að auki: þagmælska. Sam-
kvæmt skipun eigandans, ein-
hvers hr. Ferleitners, var þjón-
ustustúlkunum stranglega bann-
að að gera svo mikið sem lyfta
hinum helgu tjöldum, án þess að
ræskja sig fyrst hátt og sköru-
lega, eða trufla hr. liðsforingjann
á annan hátt, nema því aðeins
að á þær hefði verið kallað með
bjölluhringingum. Þannig var
virðing hersins og lauslæti varið
með aðdáanlegu móti.
Það hefði ekki ofj verið hægt
að skrá það í annála litlu knæp-
unnar, að viðskiptavinir hefðu
notað eina stúkuna til þess eins,
að tala saman ótruflaðir og í
næði. En ég vissi, að það myndi
verða mjög óþægilegt fyrir okk-
ur báða, að verða fyrir ónæði af
kveðjum eða forvitni liðsforingj
anna, félaga minna, eða að þurfa
allt í einu að spretta á fætur í
kveðjusikyni, við komu einhvers
yfirforingjans. Mér fannst það
nógu bölvað, að þurfa að ganga
1 gegnum veitingastofuna í fylgd
með þessum ókunnuga, undar-
lega manni. — Hvílíkt stórflóð
háðs og spottyrða myndi ekki
steypaist yfir mig á morgun, ef
eimhver kunnugur sæi mig
hverfa inn í eina stúkuna með
dr. Condor. — En jafnskjótt og
ég leit inn í stofuna, sá ég mér
til mikils hugarléttis, að hún var
eins mannlaus og slíkur staður
er ávallt í mánaðarlokin í lítilli
setuliðsborg. Enginn maður úr
herdeildinni okkar var þar sýni-
legur og allar stúlkurnar stóðu
okkur til boða.
Til þess að hindra það, að
þjónustustúlkan kæmi aftur og
truflaði okkur, pantaði Condor
umsvifalaust tvo lítra af hvít-
víni, borgaði þá þegar og gaf
þjónustustúlkunni svo ríflegt
þjórfé, að hún kom ekki upp
nokkru orði, en starði þakklát-
um undrunaraugum á hinn gjöf-
ula gest og hvarf svo fyrir fullt
og allt. Tjaldið féll og það var
aðeins mjög veikur ómur af
hlátri og orðum, sem barst öðru
hverju inn til okkar frá borðun-
um frammi í stofunni. Við vor-
um alveg innsiglaðir og öruggir
í litla klefanum okkar.
Condor hellti víni í stóru, stilk
löngu glösin og ég dró það af hik
andi hreyfingum hans, að hann
myndi vera með hugann við allt
það, sem hann ætlaði að segja
mér (og ef til vill líka það, sem
hann ætlaði að þegja yfir). Þeg-
ar hann leit loks á mig, var syfju
legi makindasvipurinn, sem hafði
ert mig svo mjög fyrr um kvöld
ið, horfinn með öllu. Nú var til-
lit hans einbeitt og alvarlegt.
„Það er þá líka bezt að byrja
á byrjuninni og þurrka vin okk-
ar, hr. Lajos von Kekesfalva
fyrst um sinn út af myndinni,
því að þegar saga mín hefst, er
er.ginn slikur maður til. Þá voru
ekki til neinir auðugir jarðeig-
endur í síðum, svörtum frökkum
með gullspangargleraugu, eng-
inn ungverskur aðalsmaður. Þá
var aðeins til í fátæklegu þorpi
á ungversk-slóvakisku landa-
mærunum ungur Gyðingadreng-
ur, Leopold Kanitz að nafni,
venjulega kallaður, ef ég man
rétt, Lömmel Kanitz“.
Ég hlýt að hafa tekið viðbragð
eða sýnt undrun mína á einhvern
aman hátt, því að ég hafði átt
von á öllu öðru en þessu. En
Condor brosti aðeins og hélt
áfram frásögn sinni:
„Já, Kanitz — Leopold Kanitz
hét hann. Það var ekki fyrr en
löngu seinna, sem það var klætt
ungverskum búningi og skreytt
með aðalstitli. Þér hafið senni-
lega ekki tekið þá staðreynd með
í reikninginn, að maður mikilla
áhrifa og góðra sambanda, sem
dvalið hefur lengi hér á landi,
getur tekið á sig nýtt gerfi, lát-
ið gera nafn sitt ungverskt og
jafnvel stundum hlotið aðalsnafn
bót. Það er varla hægt að vænta
þess, að ungur maður eins og þér
viti það og þar að auki hefur
mikið vatn runnið til sjávar, sið-
an þessi drenghnokki, þessi
hvassyrti, brögðótti Gyðinga-
strákur, gætti hesta og vagna
barndanna, meðan þeir sátu að
drykkju í kránni, eða bar körfur
ir.arkaðskvennanna fyrir hand-
fylli af kartöfl.um.
Faðir Kekesfalva, eða réttara
sagt, faðir Kantiz, var sem sagt
ekkert stórmenni, heldur bláfá-
tækur veitingamaður í lítilli
drykkjarkrá skammt utan við
borgina. Skógarhöggsmenn og
vagnstjórar skruppu þangað inn,
kvölds og morgna, til þess að hita
sér á einu eða tveimur glösum af
Kontus chowska, fyrir eða eftir
ökuferð í hinu nístandi karpat-
iska frosti. Stundum steig hinn
sterki drykkur' þeim helzt til ört
til höfuðs. Þá brutu þeir stóla
og glös og það var í einni slíkri
rimmu, sem faðir Kantiz fékk
banahögg sitt. Nokkrir bændur,
sem komið höfðu ölvaðir frá
markaðinum, lentu í áflog og þeg
ar Kantiz gamli reyndi að ganga
á milli, til þess að bjarga hinum
fáu hússmunum sínum frá eyði-
leggingu, þeytti einn áflogasegg
urinn, stór og luralegur vagn-
stjóri, honum svo hrottalega út í
eitt stofuhornið, að hann lá þar
hljóðandi og mátti sig vart
hræra. Eftir það gekk blóð upp
úr honum og ári síðar dó hann í
sjúkrahúsi. Hann lét ekki eftir
sig neina peninga og ekkjan, sem
var kjarkmikil og dugleg kona,
vann fyrir sér og litla drengn-
um sínum, með þvotti og ljósmóð
urstörfum. Þess á milli fór hún
í söluferðir og bar þá Leopold
varning hennar á bakinu. Auk
þess vann hann sér inn aura, hve
nær sem honum bauðst tækifæri
til slíks, fór sendiferðir fyrir
kaupmanninn og bar skilaboð
frá einu þorpi til annars. Á þeim
aldri, þegar önnur börn léku aér
að glerkúlum, vissi hann hvað
allir hlutir kostuðu, hvar og
hvernig maður keypti og seldi og
hvernig maður fór að því að gera
sig gagnlegau og ómisisandi. Þar
að auki vannst honum tími til
að afla sér nokkurrar fræðslu.
Presturinn kenndi honum að lesa
og skrifa og honum gekk svo vel,
að þegar hann var þrettán ára,
gat hann hjálpað málafærslu-
manni sem skrifari, þegar svo
bar undir og samið skattaskýrsl-
ur og skrifað reikninga fyrir
smásalana. Og öldungar safnað-
arins struku skeggið með viður-
kenningarsvip og spáðu því, að
einhvern tíma yrði drengurinn
sá arna að miklum manni.
Hvernig honum tókst að fara
úr slóvakiska þorpinu og til
Wien, veit ég ekki. En þegar
hann á tuttugasta aldursárinu
skaut upp kollinum hérna í hér-
aðinu, var hann orðinn umboðs-
maður fyrir vel metið tryggingðr
félag, en fékkst auk þess við
fjölmörg minni háttar störf. —
Hann varð það, sem-í Gallíu
kallast „Faktor", maður, sem
verzlar með allt, er milligöngu-
maður í öllu og brúar alls stað-
ar djúpið milli framboðs og eftir
spurnar.
I fyrstu umbáru menn hann,
en brátt var farið að taka eftir
'honum og jafnvel þarfnast hans,
vegna þess að hann kunni skil
á öllu og þekkti allt. Yæri ti)l
dæmis ekkja að reyna að koma
dóttur sinni í hjónaband, þá tók
hann þegar að sér hlutverk hjú-
skaparmiðlarans. Þegar einhver
hafði hug á að flytjast til Amer-
íku og þarfnaðist upplýsinga vg
tilskilinna pappíra, gat Leopold
bætt úr því. Auk þess keypti
hann gamlan fatnað, úr og klukk
ur, forngripi, hafði skipti á jarð
eignurn, varningi og hestum. Og
þegar einhver liðsforinginn
þurfti nauðsynlega á láni að
halda, gat Leopold alltaf útveg-
að það. Hann jók bæði þekkingu
sína og starfssvið með ári hverju.
Með slíkiri atorku og þraut-
segju er hægt að græða á öllu.
En verulegur auður fæst ekki,
nema sem árangur af sérstöku
sambandi milli tekna og út-
gjalda, milli gróða og eyðslu. —
Annað atriðið, sem stuðlaði að
uppgangi Kanitz, vinar okkar,
var þetta: í öll þessi ár eyddi
raiKiðl
TfietuA <i-cvrnaA
HAPPDJIÆTTI
HÁSKOLANS
hann sama sem engu, nema hvað
j hann sá fyrir heilum hópi ætt-
, ingja og styrkti bróður sinn til
1 náms. Það eina sem hann keypti
, ‘handa sjálfum sér var svartur
. frakki og gullspangarglefaugun,
sem þér hafið nú þegar kynnst
sjálfur, en það var einmitt þeirra
vegna, sem litið var á hann sem
„menntamann" meðal bændtanna.
Er. löngu eftir að hann var orð-
inn auðugur maður, hélt hann
samt áfram að þykjast vera
óbreyttur umboðsmaður, því að
„umboðsmaður“ er dásamlegt
orð, við skápa, sem getur hulið
margar syndir. Og undir henni
fól Kekesfalva fyrst og fremst þá
staðreynd, að hann var ekki leng
ur milligöngumaður, heldur at-
vinnuveitandi og auðmaður Hon
um virtist það margfalt þýðing-
armeira og réttara, að verða rík
ur, en að vera álitinn ríkur (eins
og hann hefði Iesið hinn vituir-
lega viðbæti Schopenhauers um
það, hvað maður er eða þykist
aðeins vera).
Sú staðreynd, að maður sem
er allt í senn, iðinn, hygginn og
sparsamur, muni fyrr eða síðar
verða auðugur, virðist mér svo
augljós, að hún þarfnist engra
heimspekilegra hugleiðinga og
......Pparió yðcu hiaup
Ö milli margra vrjrzkLna!
UÖttWöl
tttWH!
AusturstræCi
Skáldið otf mamma litla
1) Ah, já . . .
2) ... nú er ég búin að máta
alla — og byrjuð aftur ...
3) ... því þetta er skórinn
sem ég mátaði fyrst.
a
r
k
ú
á
Ég finn ekkert snæri í ferða- I poka Markúsar . . . ha . . . hvað i Hvaða not hefur Markús fyrir I Sirrí, finnurðu nokkuð skemmti
i er þetta? * þetta lýsandi gula silki? 1
I legt í pokanum mínum?
gillltvarpiö
Fimmtudagur 7. janúar
—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleikar.
— 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar.
— 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tón-
leikar).
Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og veðurfregnir.)
i—14.00 ,,A frívaktinni", sjómanna
þáttur (Guðrún Erlendsdóttir).
—16.30 Miðdegisútvarp (16.00 Frétt
ir og veðurfregnir).
Fyrir yngstu hlustendurna (Mar-
grét Gunnarsdóttir).
Framburðarkennsla í frönsku.
Tónleikar: Operettulög.
Tilkynningar.
Fréttir.
Erindi: Ur skuldasafni íslenzkrar
uppeldisþjónustu (Högni Egils-
son kennari).
Ensk þjóðlög: Jennifer Vyvyen
syngur með undirleik Ernest
Lush.
Upplestur: Ingimar Erlendur Sig-
urðsson les frumort ljóð.
Einleikur á píanó (Asgeir Bein-
teinsson):
a) Krómatís fantasía og fúga eftir
Bach.
b) Sónata í E-dúr (K330) eftir
Mozart.
Fréttir og veðurfregnir.
Smásaga vikunnar: „Kien Yang"
eftir Sjen Siuan Yu (Séra Sig-
urður Einarsson þýðir og les).
Sinfóníutónleikar: Sinfónía í d-
moll eftir César Franck. (NBC-
sinfóníuhljómsveitin leikur undir
stjórn Guidos Cantellis).
Dagskrárlok.
12.00
12.50
15.00
18.30
18.50
19.00
19.35
20.00
20.30
20.55
21.15
21.30
22.00
22.10
22.40
23.25
Föstudagur 8. janúar
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleikar.
— 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar.
— 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tón-
leikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00
Fréttir og veðurfregnir).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Mannkynssaga barnanna: „Oli
skyggnist aftur í aldir“ eftir
Cornelius Moe; VII. kafli (Stefán
Sigurðsson kennari).
18.50 Framburðarkennsla í spænsku.
19.00 Samsöngur: Innlendir og erlend-
ir kvartettar syngja.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Kvöldvaka:
a) Lestur fornrita: Gísla saga
Súrssonar; VIII. (Oskar Hall-
dórsson kand. mag.).
b) Kórsöngur: Kirkjukórar í Eyja
fjarðarprófastdæmi syngja.
c) Þættir úr Rangárþingi (Þ»órður
Tómasson frá Vallnatúni).
d) Vísnaþátturinn (Sigurður Jóns
son frá Haukagili).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Erindi: Laos, — land milljón fíla
(Heimir Þorleifsson stud. philol).
22.30 I léttum tón: Lög úr söngleikn-
um ,,Hringekjan“ eftir Rodgers
og Hammerstein (Gordon Mac-
Rae, Shirley Jones o. fl. syngja).
23.00 Dagskrárlok