Morgunblaðið - 07.01.1960, Síða 20
VEDRID
Sjá veðurkort á bls. 2.
Iðnaðurinn 1959
Sjá bls. 11.
Stofnuð nefnd til endur
heimt ísl. handrita
í GÆR hélt nýstofnuð nefnd, sem
vinna á undir forystu ríkisstjórn-
arinnar að endurheimt íslenzkra
handrita frá Danmörku, sinn
fyrsta fund. Var próf. Einar Ól.
Sveinsson kjörinn formaður
nefndarinnar.
Nefndina skipa 5 menn, próf.
Borunin n
Beykjum
mistókst
■■■■MHmammml,
Einar Ól. Sveinsson, tilnefndur
af Heimspekideild Háskólans,
próf. Alexander Jóhannesson.
fyrrv. háskólarektor, tilnefndur
af Sjálfstæðisflokknum, Kristinn
E. Andrésson, fyrrv. alþingismsð
ur, tilnefndur af Alþýðubanda-
laginu, Sigurður Ólason, til-
nefndur af Framsóknarflokkn-
um, og 'Stefán Pétursson, þjóð-
skjalavörður, tilnefndur af Al-
þýðuflokknum.
Nefndin kaus sér í gær formann,
próf. Einár Ólaf Sveinsson, eins
og áður er getið. Varaformaður
var kjörinn próf. Alexander Jó-
hannesson, ritari Stefán Péturs-
son og gjaldkeri Kristinn Andrés-
son.
20 bátar gerðir út
frá Hafnarf. í vetur
STÓRI borinn hefur að undan-
förnu verið hafður á Reykjum i
Mosfellssveit, þar sem reynt var
að bora eftir heitu vatni. Borað
var niður á 1370 m dýpi og voru
niðurstöðumælingar gerðar 3.
jan. Gunnar Böðvarsson gaf blað-
inu þær upplýsingar í gær, að
borun þarna hefði mistekizt. Hit-
inn var ekki orðinn það hár á
þessu dýpi að það hvetti til áfram
haldandi borunar. Verður stóri
borinn nú fluttur í bæinn.
Verður hann nú settur á mót
Sigtúns og Laugarnesvegar, þar
sem dýpkuð verður hola, sem áð-
ur hefur verið boruð þar.
Kom mcð látmn
maim
PATREKSFIRÐI, 6. jan. — Hing
að kom í gær þýzkur togari með
látinn mann. Var það 1. vélstjóri
á skipinu. Varð hann bráðkvadd
ur í hafi og er gert ráð fyrir að
banamein hans hafi annað hvort
verið heilablóðfall eða hjarta-
bilun. Lík mannsins var sett hér
á land og biður það flutnings til
Þýzkalands. — Trausti.
Keilir íékk
148 þús. mörk
HAFNARFIRÐI. — Togarinn
Keilir seldi síldarfarm í Bremer-
haven í Þýzkalandi í gær og
fékk ágætt verð fyrir hann. Voru
það 256 lestir, sem seldist á 148
þúsund mörk. 37 lestir af aflan-
um reyndist skemmt eða of smátt
fyrir markaðinn og fór það í
bræðslu.
Síld þessari var skipað um
borð í Keili hér við bryggju síð-
ustu daga fyrir jól, og komu bát-
ar úr ýmsum verstöðvum með
hana. — Hafa nokkrir togarar
selt nokkurt magn af síld — á-
samt fiskafla sínum — í Þýzka-
landi, og hefir jafnan fengizt
mjög gott verð fyrir hana.
— G. E.
IIM kl. 21.50 í gærkvöldi sendi
slökkviliðið sjúkrabifreið upp að
Brúariandi í Mosfellssveit til
þess að sækja slasaða konu og
dreng. Voru þau flutt á Slysa-
varðstofuna.
Nánari tildrög slyss þessa munu
þau, að er álfabrennan, sem hald-
in var í gærkvöldi að Hlégarði,
var á enda var gífurleg umferð
bæði bíla og fólks á veginum við
Lokað kl. 1
á laugardögum
Á LAUGARDAGINN kemur
breytist lokunartími sölubúða á
þann veg, að lokað verður kl. 13.
Verður svo til 30. apríl. Jafn-
framt verður opið á föstudögum
til kl. 19.
Óskilahjól
Hér getur að líta um 70—80
hjól, sem eru í vörzlu rann-
sóknarlögreglmnnar á Frí-
kirkjuvegi 11. Þetta eru allt
óskilahjól, sem hafa fundist
hingað og þangað í bænum.
Auk hjólanna kennir ýmissa
grasa í geymslu lögreglunn-
ar, sumra mjög verðmætra.
Má þar til nefna úr og fatn-
að. Þá fannst heill strangi
af fataefni fyrir jólin og hef-
ir hann ekki verið sóttur enn-
þá. Auk þess er svo allskonar
smádót sem of langt yrði upp
að telja.
Lögreglan lætur þess getið
að furðu litið sé hirt um
þessa muni eins og sjá má af
hjólamergðinni.
Ekkert af munum þeim,
sem þarna eru, munu vera
eldri í vörzlu lögreglunnar
en tveggja ára. Árlega er
haldið uppboð á velflestum
þeim munum, sem þarna
safnast fyrir. Mjög verðmæt-
ir hlutir eru þó geymdir
lengur.
EFTIR helgina hlánaði og var
á mánudag ákaflega hált á göt
um Reykjavíkur. Áttu vegfar-
Brúarland. — Varnarliðsbifreið
kom á móti konunni og drengn-
um, sem er 7 ára að aldri, og ók
á þau. Konan, Ólöf Helgadóttir,
Bjargarstöðum í Mosfellssveit,
mun hafa fótbrotnað og drengur-
inn, Gunnar Benediktsson, skadd-
ast innvortis og var talið að flytja
þyrfti hann í sjúkrahús.
HAFNARFIRÐI. — Nú eru allir
síldarbátarnir hættir veiðum,
enda búið að fiska upp í samn-
inga. Þó mun einn bátur, Fiska-
endur víða erfitt með að fóta
sig á götunum.
Af þessum sökum munu
margir hafa fengið skell. Hef-
ur blaðið fregnað að aldrei
fyrr hafi verið bundið um
jafn mörg beinbrot á Slysa-
varðstofunni frá því hún var
opnuð. Hafi starfsfólk hennar
fengið til meðferðar 41 nýtt
beinbrot á þessum eina degi
og sé það algert met í sögu
stofnunarinnar.
Nýr dekkbátur
AKRANESI, 6. jan. — Á gaml-
ársdag var keyptur hingað dekk-
bátur, 10 tonna að stærð og heitir
hann Síldin. Eigendur eru þrír
ungir menn hér í bænum.
Flestir trillubátaeigendur hér
eru búnir að setja upp báta sína.
— Oddur.
klettur, enn vera að, og fékk
hann um 300 tunnur í fyrradag.
Var sú síld söltuð. — í vetur
verða gerðir út um 20 bátar, en
það er svipuð tala og í fyrra.
Verða stærstu bátarnir í útilegu,
og er Fákur farinn í fyrsta róð-
urinn. Hinir bátarnir munu hefja
róðra næstu daga.
Talsvert mun enn vanta á að
fullráðið sé á bátana, en þó er
útlitið allmiklu betra en í fyrra.
Hafa verið nokkur brögð að því ]
upp á síðkastið að menn hafi
farið af togurunum yfir á bát-
ana ,og er það talið stafa af afla- |
leysi hjá hinum fyrrnefndu. Þá i
mun verða reynt að fá Færey-
inga í þau pláss, sem enn vantar
í.
Á morgun er Röðull væntan-
legur hingað með fullfermi af
karfa, en aflann fékk hann á
Nýfundnalandsmiðum á rúmum
tveimur sólarhringum. Aðrir tog-
arar héðan hafa verið að veiðum
fyrir vestan land undanfarið, en
aflabrögð verið treg. Hafa tog-
arar þar yfirleitt vart náð meira
en 100—130 tonnum á hálfum
mánuði. Það, sem bætt hefir þó
upp aflatregðuna, er hversu á-
gætt verð hefir fengizt fyrir afl-
ann á erlendum markaði, einkum
í Englandi. — G.E.
Tveir
sniðugir
London, 6. jan. (Reuter).
MAÐUR gelti og hundur tal-
aði í Bretlandi í dag. Maður-
inn, sem er 65 ára, hefur ver-
ið geltandi öðru hvoru síðan
hann var barn í skóla, þar sem
hann var neyddur til að nota
hægri höndina í stað þeirrar
vinstri.
Læknir mannsins sagði að
honum hefði versnað mjg mik
ið síðustu 18 mánuðina. Hann
hafði fengið óstöðvandi gelt-
köst með 10 mínútna millibili
og gert samverkamenn sína
svo hrædda, að hann varð að
hætta vinnu sinni.
Hundurinn er 3 ára og heitir
Corky. Hann hefur þegar náð
miklum vinsældum í sjón-
varpiiuu. Fyrir um það bil
fjórum mánuðum kom hann
til eigenda sinna og sagði með
rámum róm „góðan morgun“.
Uppáhaldssetning hans er:
„Ég er sniðugur". Þessa setn-
ingu margsagði hann á blaða-
mannafundi á heimili sínu í
Drighlington í Yorkshire. —
Hundurinn talandi vakti lengi
frameftir í fyrrinótt við að
tala inn á plötu kveðju til
amerískra hunda.
Orðsending hans til þeirra
■rar: „Ég er sniðugur hundiur.
Bless, bless“.
Kona og drengur
slasast við Hlégarð
41 beinbrot
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmms\