Morgunblaðið - 08.01.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.01.1960, Blaðsíða 3
Föstudagur 8. jan. 1960 MORCVNBLAÐIÐ 3 ÞRETTÁNDAKVÖLD ,var nokkrum blaðamönnum boðið á dansleik í Breiðfirðingabúð. Þar var margt um manninn, unglingar á öllum aldri, sem snerust hver í kringum annan allt hvað af tók. Framkvæmdastjóri Breið- firðingabúðar og gestgjafi heitir Sigmar Pétursson, og hefur hann starfað þar í 15 mánuði. Sigmar fékk þá hug- mynd, að halda dansleik, þar sem konur skyldu skrýðast Óftast að Norðmenn færi út landhelgina peysufötum. Fyrsti peysufata- dansleikurinn var haldinn 1. desember sl. og var þessi ann- ar í röðinni. Hinn þriðji á ár- inu er fyrirhugaður á Konu- daginn, og síðan hyggst Sig- mar halda þessa þrjá peysu- fatadansleiki á hverju ári, ef þátttaka verður góð. Aðspurður kvaðst Sigmar hafa mikinn áhuga á að styðja að notkun íslenzka búnings- ins með ungum stúlkum, hon- um finnst hann mjög fallegur ' á_ þeim stúlkum, er þarna væru en flétturnar vantaði auðvitað. Þær stúlkur, sem komu á peysufötum voru gestir húss- ins þetta kvöld. Var skemmti- legt að sjá íslenzku peysu- fötin sveiflast innan um þykk mohairpiis og peysur eða flegna ballkjóla. • Danssalurinn var fallega skreyttur og lýsing öll hin rómantízkasta. Hljómsveit Árna Isleifssonar lék fyrir dansinum og 17 ára stúlka Sigrún Ragnarsdóttir, söng. Greinilegt er að sömu ungl- ingarnir koma þarna oft, því að allir virðast þekkja Sig- mar. Rétt í því að blaðam. Mbl. ætlaði að fara að spyrja Sig- mar spjörunum úr um rekstur Gautaborg, 7. janúar. Einlcaskeyti til Mbl. „GÖTEBORGS Posten“ greinir svo frá í dag, að rækjuveiðar Svía undan nyrðra Bohusléni mundu rýrna um sem svarar 6 milljónum sænskra króna árlega, ef Norðmenn færðu fiskveiði- landhelgi sina út í 12 mílur. Ef Danmörk færði sín fiskveiðitak- mörk hins vegar út í 12 mílur minnkuðu fiskveiðar Svía undan syðra Bohusléni og Hallandi um 80%. Aberandi skaði Athuganir þessar eru gerðar af vestur-sænska sjómannasam- bandinu og talsmaður þess, Aberg, lætur svo um mælt, að Svíar gætu ekki þolað þann skaða, sem hlytist af útfærzlu fiskveiðitakmarka Noregs og Danmerkur. HVAÐ GERA DANIR OG NORÐMENN Aberg segir ennfremur, að á þessu ári muni margt gerast í landhelgismálunum, en samt ekki fyrr en eftir Genfarráðstefnuna í marz. Hann segir, að sjómanna- sambandið hafi með alþjóðasam- böndum sínum fengið örugga vitneskju um það, að margir séu reiðubúnir til að miðla málum. Mikil óró ríkir hér vegna há- værra radda meðal sjómanna . Norður og Vestur-Noregi um að norska ríkisstjórnin lýsi nú þeg- ar yfir tólf mílna landhelgi. Enn- fremur sé ekki vitað hvað Danir geri, ef önnur lönd færðu út land helgina. EF GENFARRÁÐSTEFNAN FER ÚT UM ÞÚFUR . . . Síðan segir Aberg, að ls- lendingar hafi fært Iandhelgi sína út eftir hina árangurs- lausu ráðstefnu í Genf. En fari næsta ráðstefna í Genf líka út um þúfur telur Aberg, að Norðmönnum og fleiri þjóð um finnist sem þeim sé í sjálfs vald sett hvort þær færi land- helgina út í tólf mílur. Þess vegna vilja margir reyna að miðla heldur málum. En Svíar eiga í fleiri erfiðleik- um. Fríverzlunarsamningur ríkj- anna sjö gerir Svíum erfitt fyrir með fisksölu. Lán til fiskibáta- kaupa eru líka af mjög skornum skammti, ríkislánið 15% og af- ganginn verða sjómennirnir sjólf- ir að greiða. í Svíþjóð eru aðeins 15 þús. menn, sem stunda sjómennsku á fiskiskipum. En þeir, sem muna stríðið muna líka hve sá litli hóp- ur var mikilsverður við fæðu- öflun fyrir þjóðina, sagði Aberg. hússins, kom ung Ijóshærð gyðja aðvífandi og bauð hon- um upp í dans. Hvað var nú til ráða- Hófst upp hörð tog- streita milli skyldurækni gest gjafans og annarra mannlegra eiginleika og só blaðam. sér vissulega ekki fært annað en ýta undir hina síðarnefndu. Breiðfirðingabúð rúmar al’s um 275 manns, uppi og niðri og gömlu dansarnir eru allt- af þrisvar í viku. Þá er sér- stakur stjórnandi, Helgi Ey- steinsson, sem stjórnar hve- nær stúlkur og hvenær piltar skuli bjóða upp og hvað dansa skuli. Ánægjulegt var að sjá, hvað ungu stúlkurnar voru ófeimn- ar við að bjóða herrunum upp. Greinilegt var að menn skemmtu sér hið bezta, flest- ir virtust dansa hvern ein- asta dans. Breiðfirðingabúð hefur ekki vínveitingaleyfi og kvaðst Sigmar ekki kæra sig um að fá það, — því að þetta fólk er á þeim aldri, sagði hann, — að betra er að halda því frá áfengi, ef mögulegt er, og fæst ir virðast sakna þess. Menn koma hingað til að dansa — og ég hef yfirleitt verið afar heppinn. Krúnurakstur kvenna ræddur í Kóreuþingi SEOUL, SuSur-Kóreu, 7. janúar. (Reuter). — Lögreglan í Suður- Kóreu hefur óskað formlega eft- ii því við yfirstjórn bandaríska hersins, að gerðar verði viðeig- andi ráiðstafanir varðandi her- mennina, sem krúnurökuðu tvær vændiskonur sl. laugardag. 0 Loforðið afturkallað Bandarísku herstjórnin kveðst Góðar saingöngur í Borgarfirði AKRANESI, 7. jan. — í dag hafði ég tal af Guðmundi Jónssyni bónda á Þorgautsstöðum í Hvít- ársíðu. Sagði hann samgöngur hafa verið ágætar í héraðinu, þar sem af væri þessum vetri. Harðindi gerði nokkra daga um og upp úr nýjárinu, en sjórinn er að hverfa og aftur kominn góð tíð og þíðviðri. Tíðinni fylgdi hálka á vegum. — Oddur. vera að rannsaka hvort McHenry kapteinn, sem er stjórnandi skrið drekasveitar, hafi fyrirskipað raksturinn eftir að konurnar laumuðust inn í herbúðirnar. Þá liefur herstjórnin afturkallað lof- orð McHenry’s um að hver sá er handtaki vændiskonu í herbúð- unum, fái að launum þriggja daga orlof. 1 bréfi kóreönsku iögreglunn- ar til bandaríska hersins, er tek. ið fram að lögreglan óttist að við- burðurinn muni verulega skaða vinsamlega samvinnu hersins og lögreglunnar. Búizt er við að atburður þessi verði ræddur í kóreanska þing- inu, þegar það kemur aftur sam- an n.k. sunnudag. Chung Joon, þingmaður óháðra, kvaðst mundui leggja til að ríkisstjórnin tæki málið alvarlegum tökum til að fyrirbyggja að atburðurinn end- urtaki sig. Tveir ráðherrar hafa lýst því yfir, að ríkisstjórnin muni ekki nota sér þennan at- burð til að knýja fram samninga við Bandaríkjastjórn um réttindi hermannanna. En það eru fleiri ofbeldisstefn- ur til í heiminum en nazisminn. Meðal lýðræðissinnaðra manna um heim allan er það almenn skoðun, að nazisminn og komm- únisminn séu eitt og hið sama. ' Báðar stefnurnar fyrirlíta og fótum troða mannhelgi og lýð- réttindi. Varla verður á milli greint, hverjir hafa framið hroða legri hryðjuverk, nazistar í Þýzka landi eða kommúnistar í Rúss- landi. Ve*rndarar brasks og spillingar f áratugi hafa Framsóknar- menn reynt að telja þjóðinni trú um, að höfuðtakmark stjórnmáia- baráttu þeirra væri hagstæð verzl un fyrir almenning og heilbrigt viðskiptalíf. En með hverju ár- inu, sem liðið hefur, hefur það orðið augljósara að þetta er inn- antómt skrum og blekking. Það hefur þvert á móti sannazt á leið toga Framsóknarflokksins að þ iir hafa ekki hikað við að gerast verndarar mesta brasks og spill- ingar, sem um getur í sögu is- lenzkrar verzlunar. Einn af for- stjórum SÍS hélt því t. d. fram á aðalfundi Sambandsins sl. sumar, að rannsóknir i hinu svokallaða olíumáli á hendur dótturfyrir- tækja SÍS væru ofsókn á hendur samvinnumönnum. Hann lét sig hafa það að fullyrða, að eitt helzta ákæruatriðið í málinu væri sala á einum kassa af frostlegi suður á Keflavíkurflugvelli! Svona bíræfnir og forhertir eru forystumenn SÍS, þegar um er að ræða stórfellt gróðabrask fyr- irtækja þeirra. Vissu ekki um neitt! Þessir sömu menn halda því líka fram, eftir að rannsókn olíu- málsins hefur leitt í ljós hrikaleg gjaldeyrissvik og botnlausa óreiðu oliufélaga SÍS, að form.nn félaganna og forstjórar SÍS, hafi ekki vitað hið allra minnsta um það, sem var að gerast innan þessara fyrirtækja þeirra! Það sætir vissulega engri furðu, þótt almenningur í landinu undrist slíka óskammfeilni. Rannsóknin heldur áfram Hin víðtæka og umsvifamikl rannsókn olíumálsins heldu áfram. Ekki er ólíklegt að henn verði lokið á miðju þessu ári, eð; ef til vill fyrr. Þá verður ai sjálfsögðu tekin ákvörðun un það, hverjir skuli sæta ákærun og dregnir til dóms. En vitanlegj kemur ekkert annað til greina ei að þar sæti allir þeir ábyrgð, sen ábyrgð bera á þeim fjölþætti afbrotum og botnlausu spillingu sem ranusókn málsins hefur leit í ljós. Nazisminn og kommún- isminn eru eitt Árásir nýnazista á Gyðinga undanfarið víðsvegar um heim, hafa rifjað upp minningar um margvísleg glæpaverk nazismans á blómaskeiði hans. Ennþá eru of- beldis og ódæðisverk nazista- og fasistastjórnanna í Þýzkalandi og Ítalíu stórum hluta mann- kynsins í fersku minni. Meðal þeirra þjóða, sem urðu fyrir því óláni að lúta stjórn þessara flokka, mega þeir nú heita ger- samlega fylgislausir og fyrirlitn- ir. í Vestur-Þýzkalandi er naz- istaflokkurinn bannaður. En ör- lítill öfgðaflokkur hefur þó tekið að sér hlutverk hans. En hann er gersamiega fylgislaus meðal þýzku þjóðarinnar. STAKSTEINAB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.