Morgunblaðið - 08.01.1960, Blaðsíða 9
TTöstudagur 8. jan. 1960
MÖTtCTllSnT.iniÐ
9
Fangahjálp
í 10 ár
— Rætt við Osear Clausen
„FANGAHJALPIN á Islandi“ er
mannúðarstofnun, sem lætur lít-
ið yfir sér — en skiptir samt
ómetanlega miklu máli fyrir þau
landsins börn, sem fótaskortur
verður á þröngum vegi réttvís-
innar. Þar með hefur hún vissu-
lega einnig sína þýðingu fyrir
þjóðfélagið í heild, sem fagna
lilýtur hverjum „glötuðum syni“
er aftur fær snúið.
jÞað er sem kunnugt er Oscar
Clausen rithöfundur, sem for-
göngu hafði um stofnun Fanga-
hjáparinnar, og hefur hann frá
upphafi veitt starfseminni for-
stöðu. I tilefni þess, að á síðastl.
ári voru liðin 10 ár, frá því að
hafizt var handa, hefur einn af
tíðindamönnum Mbl. gengið á
fund Oscars og leitað hjá honum
upplýsinga um starfsemina á
þessu tímabili.
— Við urðum að renna dálítið
blint í sjóinn til að byrja með,
sagði hann, þegar tíðindamaður
innti hann eftir því, hvernig
stofnunin hefði slitið barnsskón-
um. — Ekki var um erlendar fyr
irmyndir að ræða, sökum þess,
að hliðstæðar stofnanir í öðrum
löndum eru byggðar á ólíkum
grundvelli. Smám saman varð
okkur þó ljóst, að fyrsta skrefið
varð í flestum tilfellum að stíga
inni í fangelsunum. Þar var nauð
synlegt að stofna til nokkurra
kýnna við fangana og leitast á
þann hátt að komast að raun um,
hvort fangavistin væri þeim ein-
ungis þörf áminning, sem hefði
betrandi áhrif á þá — eða hvort
hún væri líkleg til að valda þeim
sálartjóni og þá kannske varan-
legu.
Hjálpar þeim, sem vilja hjálpa
sér sjálfir
— Hvað var svo tekið til
bragðs, þegar þetta lá ljóst fyrir?
— Þegar niðurstaðan hefur orð
ið sú, að vistin í fangelsinu hefði
ill áhrif á fangann, og við jafn-
framt talið okkur finna inn á það
með nokkurri vissu, að hann hafi
séð sig um hönd, höfum við leit-
að til yfirvaldanna um að fá fang
ann lausan til reynslu. Algjör
forsenda fyrir slíku er að sjálf-
sögðu það, að fanginn hafi ein-
lægan ásetning til að bæta sig,
því til þess að hjálp annarra geti
komið honum að notum, þarf
hann að vilja hjálpa sér sjálfur.
Xil starfa á sjó eða í sveit
— 1 hverju hefur hjálp ykkar
svo verið fólgin, eftir að út var
komið? ,
— Lausnin hefur venjulega
verið bundin því skilyrði, að
fanginn færi í vinnu í fjarlægu
héraði eða til sjós. Fangahjálpin
hefur þá séð um að útvega mönn
um slík störf, sem þeir gætu
gengið að, jafnskjótt og þeir losn-
uðu úr fangelsinu. Ekki er fátítt
að mennirnir hafi verið illa fat-
aðir eða þurfandi fyrir einhvers
konar aðstoð aðra, og hefur þá
verið bætt úr því. Sumir hafa átt
allháar skattskuldir yfir höfði
sér, svo að við borð hefur legið,
að þeim félli strax í byrjun allur
ketill í eld. Við höfum þá mælzt
til þess við hið opinbera, að
skuldir þessar yrðu lækkaðar eða
látnar niður falla. Hefur þessum
beiðnum okkar verið mætt af
miklum skilningi, og skuldabagg-
inn þannig ekki orðið til þess að
leggja mennina að velli á ný. Sitt
hvað fleira mætti nefna í sam-
bandi við þessa hlið starfseminn-
Nær 600 mönmim hjálpað
— Hvað hafa margir notið að-
stoðar Fangahjálpafinnar á þessu
tíu ára tímabili?
— Þeir eru nær 600 talsins, og
lítið eitt yfir 1400 mál af mjög
margvíslegu tagi komu til kasta
Fangahjálparinnar á þessum
fyrsta áratug starfseminnar; 151
fangi var náðaður skilorðisbund-
ið eða fékk reynslulausn úr fang-
elsunum undir eftifliti Fanga-
hjálparinnar, og frestað var
Oscar Clausen
ákærum á hendur 217 ungum
mönnum, sem jafnframt voru úr-
skurðaðir undir umsjón mína.
Alls eru þetta 368 menn, sem ella
hefðu orðið að dúsa á bak við lás
og slá í lengri eða skemmri tma.
Fyrstu sporin erfiðust
— Hvernig hefur svo rætzt úr
mönnum þessum?
— Þeir hafa margir hverjir
reynzt hinir nýtustu hver á sínu
sviði, og störfin bæði til sjávar
og sveita verið hin uppbyggileg-
ustu fyrir þá. Af föngunum 151,
sem ég gat um, féll ekki nema
þriðjungur í sekt í aftur. Og um
unglingana hef ég þá ánægjulegu
sögu að segja að einungis tuttugu
þeirra — eða færri en 10 af
hundraði höfðu orðið brotlegir á
ný í lok 10. starfsársins fyrr á ár
inu. Um hin nýju brot þeirra má
gjarnan skjóta því inn, að nær
helmingurinn var mjög smávægi
legur.
Það er athyglisverð staðreynd,
að þessir fáu piltar, sem orðið
hafa sekir aftur, hafa flestir fall-
ið í afbrotin skömmu eftir að þeir
voru úrskurðaðir undir eftirlitið.
Þetta sýnir glögglega, að þeim er
hættast til að byrja með og þarfn
ast þá mestrar umhyggju. Margir
þeirra hafa látið orð falla í þá
átt, að þeim sé mikil uppörvun í
því að geta snúið sér til Fanga-
hjálparinnar, rætt við forstöðu-
manninn og sótt þangað ráð og
styrk, þegar örðugleikar hafa
steðjað að — en margir piltanna
eiga fáa aðstandendur og búa við
erfiðar heimilisaðstæður.
Mörgum hefur vegnað vel
— Kanntu að nefna einhver
dæmi um það, hvernig föngun-
urn hefur reitt af?
— Já, mörg. Einum man ég t.d.
eftir, sem var dæmdur til fang-
elsisvistar 17 ára gamall. Ég
fékk því framgengt, að hann var
ekki settur inn heldur fór til sjós.
Þar hefur honum gengið ágæt-
lega síðan. Er nú kvæntur og á
3 börn og hefur komið sér upp
ágætu þeimili. Hann hafði nær
90 þúsund króna tekjur árið sem
leið. Annar hefur unnið við
sveitastörí x, nokkur ár og ætlar
næsta vor að hef j a búskap á leigu
jörð. Nýtur hann til þess fyllsta
trausts állra. Þannig mætti lengi
telja. í fyrra var ungur maður
dæmdur til nokkurra ára fangels
isvistar. Átti hann bæði fyrir
konu og börnum að sjá. Innilok-
unin hafði mjög slæm áhrif á
hann og fyrir milligöngu Fanga-
hjálparinnar var hann látinn
laus eftir fáa mánuði. Þessi mað-
ur hefur ekki verið bendlaður
við neitt misjafnt síðan. Á þessu
ári sótti hann um trúnaðarstöðu
og naut til þess meðmæla Fanga-
hjálparinnar. Umsækjendurnir
skiptu tugum — en honum var
veitt staðan. Og það sem mest er
um vert, hann hefur reynzt
traustsins verður, rækt skyldur
sínar með mestu samvizkusemi.
„Hjá góðu fólki“
— Teldir þú heppilegt, að kom
ið yrði á fót dvalarheimili, þar
sem ungir menn yrðu settir til
betrunarvistar?
— Um skeið framan af var ég
þeirrar skoðunar, að stefna bæri
að slíku. En það má ekki gleyma
alveg dæmisögunni um skemmda
eplið. Þó að ekki væri nema einn
svartur í hópnum, gæti hann
komið mörgu slæmu til leiðar.
Eftir því sem é'g hef kynnzt bet-
ur aðstæðum, hef ég fallið frá
þeirri hugmynd, að heppilegt sé
að hafa marga óþroskaða ungl-
inga, sem orðið hefur fótaskortur
á lífsbrautinni, saman á einhvers
konar hæli. Þess vegna hef ég af
sívaxandi sannfæringu fylgt
fram þeirri stefnu, að útvega
þeim ungu mönnum, sem sjálfir
hafa viljað draga sig út úr soll-
inum, vist á góðum góðum heim-
ilum til sveita, einum á hverjum
stað. Hefur þetta reynzt hið far-
sælasta fyrirkomulag, og trúi ég
naumast, að til sé annað sem
betur muni reynast.
Víða hefur vinnukraftur þess-
ara manna bætt úr brýnni þörf.
Sannleikurinn er líka sá, að marg
ir þeirra bænda, sem notið hafa
þessara starfskrafta, hafa leitað
til mín af fyrra bragði síðar og
fremur kosið að njóta minnar
milligöngu en fá menn eftir öðr-
um leiðum. Þetta hefur meðal
annars átt rætur að rekja til
þess, að ég hef lagt mig fram um
að gera þeim fyrirfram sem
gleggsta grein fyrir kostum
mannanna og löstum og í því efni
hvergi dregið neitt undan, svo að
þeir hafa því ekki orðið fyrir
sömu vonbrigðum með þá og
ýmsa aðra vinnumenn sína.
Farsæl lögbót
— Refsilöggjöfinni hefur verið
breytt nokkuð, síðan Fangahjálp-
in tók til starfa. ,
— Já, og það hefur reynzt
mjög farsæl ráðstöfun. Var
snemma árs 1955, að gerðar voru
Keflavík — Nágrenni
GUNNARSBAKARÍ óskar öllum viðskipta-
vinum og öðrum Gleðilegs árs með þökk fyrir
viðskiptin á liðna árinu.
Opna branðbúð í dag á Hafnargötu 34. Ueggjum
áhc'-zlu á nýjar kökur og brauð.
Komið — Skoðið — Reynið.
Gunnarsbakarí
Hafnargötu 34, Keflavík -
Sími 1695.
fyrir forgöngu Bjarna Benedikts
sonar dómsmálaráðherra breyt-
' ingar, sem fela í sér mjög aukna
j mannúð og frjálslyndi gagnvart
| hinum seku. Hika ég ekki við að
telja þetta merkustu endurbót,
sem gerð hefur verið á íslenzkri
refsilöggjöf allt frá setningu
gömlu heghingarlaganna árið
1869. Með þessum nýju löugm
var dómsmálaráðherra m.a. veitt
heimild til að fresta ákæru á
hendur ungum möhnum, þegar
um fyrsta eða minni háttar af-
brot er að ræða. Það er því með
heimild í þesSum lögum, sem
frestað hefur'vérið ákæru á hend
ur ungu mönnunum, sem 1 ég
nefndi áðan. Hefur þetta því þeg
ar reynzt ungu mörgum unglingi
mikilvægt. Það sanna best þær
tölur, sem ég nefndi.
Umfangsmikil starfsemi
— Hvað viít þú svo segjá um
þig, Fangahjálpina og framtíð-
ina
— Starfsemin hefur aukizt mik
ið siðustu árin. Sex fyrstu starfs-
árin voru að meðaltali afgreidd
65 mál á ári, og á árinu 1955—56
voru þau 116, 1956—57 urðu þau
230, 1957—58 fjölgaði þeim enn
í 314 og á síðasta starfsári voru
þau 350, auk smærri mála, sem
ekkert .hefur verið bókað um
Það er því enn margt að vinna
í þessu efni, þó að við á hinn bóg-
inn getum glaðst yfir því, að
ástandið hér má vera mörgum
öðrum þjóðum fyrirmynd, eink-
um að því er unglinga snertir.
Sjálfur vonast ég til að geta sem
lengst haldið áfram að starfa að
þessum málum. Og þess óska ég
einnig, að starfsemi Fangahjálp-
arinnar eigi eftir að verða mörg-
um mönnum til bleSsunar á
ókomnum árum.
Oscar Clausen hefur áður sagt
frá því, að sig hafi allt frá unga
aldri langað til að verða fönguni
og öðrum olnbogabörnum að liði
— énda snemma runnið til rifja
ömurleiki langrar fangavistar og
niðurdrepándi áhrif hennar á
unga menn, fulla af lífsfjöri, sem
hánn.hafði fengið tækifæri til að
kynnást. Sá neisti, sem þannig
kviknaði fyrir meira en hálfri
öld, slokknaði aldrei, þótt atvik-
ih höguðu því svo, að Oscar hefði
ekki aðstöðu til að sinna þessu
áhugamáli sínu að nokkru ráði,
fyrr en Fangahjálpin tók til
starfa fyrir hans forgöngu árið
1949.
Það leynir sér ekki, þegar við
Oscar Clausen er rætt, að hann
gengur til þessara starfa sinna af
sannri gleði og leysir þau af
hendi með samvizkusemi og
festu, sem frekast verður vart
hjá trúverðugum og gamalreynd-
um embættismönnum. En fyrst
og fremst gætir þó í þessu starfi
Oscars þeirra manngæzku, sem
beint hefur fótum hans inn á
þessa göfugu braut. En á henni
inunu margir óska, að hann eigi
enn eftir að ganga mörg spor.
Húsmæðrakennaraskóli
*
Islands
Þeir nemendur, sem ætla sér að sækja matreiðslu-
námskeið Húsmæðrakennaraskóla íslands sem hefst
um miðjan janúar, hafið samband við skólastjórann
hið fyrsta sími 16145 eða 15245.
Vegna forfalla er hægt að bæta við nemendum.
Helga Sigurðardóttir.
Höfum flutt verksmiðju og skrifstofur
vorar að Bolholti 6.
Belgjagerðin
Skjólfatagerðin h.f.
Eins og áður verður
Minnisbók Fjölvíss
„þarfasti þjónninn" í önnum
dagsins. t henni eru hinar
margvíslegustu upplýsingar er
koma munu yður að ómetan-
legu gagni i daglegum störfum.
— Fyrir þá, sem ekki eru kunn-
ugir í bænum er hún alveg ó-
missandi, þar eð í henni eru
kort af einstökum bæjarhverf-
um, sem vandalaust er að rata
eftir.
FJÖLVfS fæst í bókabúðum
um allt land.
ff