Morgunblaðið - 08.01.1960, Side 8
8
MORCVHBLAÐ1Ð
Föstudagur 8. jan. 1960
EFST: Þegar þessi mynd var tekin af Pp Yi, var hann #ex ára — en
keisari yfir 400 milljónum Kínverja. — í MIÐJU: Árið 1933 gerðu
Japanar hann að leppkeisara sínum í Mansjúríu. — NEÐST: 1 14
ár hefur Pu Yi setið í fangelsi kínverskra kommúnista.
KÍNVERSKA kommúnistastjórn-
in tilkynnir að hún hafi náðað
33 „stríðsglæpamenn“ og 12 þús-
und „gagnbyltingarmenn og
venjulega glæpamenn" og leyst
þá úr fangelsum. Neðstur á list-
anum yfir þá sem hafa verið
gefnar upp sakir er einstakling-
ur sem nefnist: Aison Ghiorroh
Pu Yi, keisari leppríkisins Man-
sjúkúó.
Fáir menn hafa lifað jafn ó-
gæfusama og undarlega ævi sem
Pu Yi. Hann var síðasti keisari
hinnar miklu Mansjú-ættar, sem
ríkti hafði yfir Kína í nærri
þrjár aldir. Hann var lítill dreng-
ur aðeins þriggja ára, er honum
var lyft í drekahásætið í Peking.
Það gerðist 1909 og stóð hin vold-
uga og ráðríka ekkjudrottning á
bak við þá ákvörðun. Sjálf hélt
hún um stjórnartaumana.
—♦—
Þegar Pu Yi var sjö ára afsal-
aði hann sér kórónunni. Barnið
hafði að «jálfsögðu ekkert vit á
slíkri ákvúrðun, en þetta var lið-
ur í valdastreitu nokkurra hirð-
manna gegn ekkjudrottningunni.
Aftur varð hann keisari 1917, en
aðeins í 8 daga. Þá afsalaði hann
sér völdum í Kína á ný. Árið
1934 gerðu Japanir hann í þriðja
sinn að keisara, að þessu sinni
þó ekki í öllu Kína, heldur í
norðausturhéraðinu Mansjúríu.
Þar stofnuðu Japanir leppríkið
Mansjúkúó og gerðu hinn fyrr-
verandi keisara Kína, að valda-
lausu peði í hásætisstól. Segir nú
ekki af honum í mörg ár, unz
rússneski herinn sótti inn í Man-
sjúríu í lok seinni heimsstyrj-
aldarinnar, sumarið 1945. Rúss-
ar handtóku keisarann og fram-
seldu hann kínverska kommún-
istahernum. Eftir það ríkti þögn
um nafn keisarans, þar til fyrir
nokkrum mánuðum, að kínversku
kommúnistarnir upplýstu að
hann sæti í fangelsi, en væri
orðinn nýr og betri maður. M. a.
leyfðú þeir útlendum blaðamönn-
um að tala við hann.
—♦—
Og nú er það upplýst fyrir
nokkrum dögum, að Pu Yi síð-
asti keisari Kína hafi svo mjög
bætt ráð sitt í fangelsum kín-
verskra kommúnista, að honum
hafi verið veitt frelsi og muni
hann nú fá að lifa lífi sínu sem
óbreyttur borgari Kína.
Kínverska kommúnistastjómin
skýrir frá því, að Pu Yi hafi not-
ið svo góðrar uppfræðslu í fang-
elsunum, að hann sé ekki lengur
afturhaldssinni, heldur sanntrú-
aður marxisti. Sömu meðferð, þ.
e. hinn svokallaða heilaþvott hafa
allir hinir 33 „stríðsglæpamenn“
hlotið áður en þeim er sleppt úr
haldi. Engin nánari skýring er gef
in á þessum fullkomnu uppeldis-
aðferðum. Einstaka sinnum
Ijóstra kínversku blöðin því þó
upp í hverju betrunin er fólgin.
Sýna það eftirfarandi setningar
úr þeim:
—♦ —
„Gagnbyltingar-glæpamaður
í Hunan-fylki var dæmdur í
rangelsi 1951. Meðan hann
vann betrunarvinnu ljóstraði
hann upp um dvalarstað 100
sérstakra sendiboða fjand-
mannanna og kom upp um
kjarnann í afturhaldsöflun-
um“.
-♦-
„Gagnbyltingarmaður í Kir-
in var dæmdur í 10 ára fang-
elsi árið 1951. í betrunarvinn-
unni iðraðist hann glæpa sinna
og hann lét ekki við það sitja
að játa eigin afbrot, heldur
ljóstraði hann upp um 20 aðra
gagnbyltingarmenn og aðra
glæpamenn, sem voru í fel-
um“,
—♦ —
„Eftirlitsnefndin í „Járn-
smiðjunni Nýtt líf“ (en það er
járnbræðsla þar sem afbrota-
menn læra með vinnusemi að
byrja nýtt líf) ræddí hundrað
sinnum á aðeins einu missiri
við afbrotamanninn Liu Chi-
en, þar sem hún skýrði fyrir
honum stefnu ríkisstjórnarinn
ar og grófst fyrir og kannaði
orsakirnar fyrir afturhalds-
sömum hugsunarhætti hans.
Þannig tókst við þolinmóða
kennslu að fá Liu Chien til
að sjá að sér. Hann ljóstraði
upp um og fordæmdi 123 sér-
staka sendiboða fjandmann-
anna“.
-♦ -
Ef til vill er engin þörf á frek-
ari skýringum, en það má telja
ólíklegt að Pu Yi fyrrverandi keis
ari í Kína hafi nokkra leynda
þrá, eftir 14 ára fangavist hjá
kommúnistum, til að verða keis-
ari í Kína á ný.
(Observer. — Öll réttindi
áskilin).
íðast
keis-
arinn
af Kína
Eftir Dennis
Bloodworth
I
Björn Guð-
mundsson
Minningarorð
Fæddur 25. maí 1870
Dáinn 1. jan. 1960
ÞÓTT dimmt sé yfir um þessar
mundir, — dagarnir 'stuttir og
næturnar langar, þá vakna þó
eigi síður vorhugsanir í sál, þeg-
ar litið er yfir lífsferil Björns
Guðmundssonar frá Vesturkoti á
Skeiðum. Hanri var einn þeirra,
sem ávallt flutti með sér birtu
í bæinn, hvar sem hann fór. Heið-
ríkja bjó í svip háns og sál. Hann
var sólargeisli i lífi samferða-
manna sinna.
Björn fæddist að Álfsstöðum
á Skeiðum hinn 25. maí árið
1870. Foreldrar hans voru hjónin
Guðmundur Guðmund^sjn og
Þorbjörg Eiríksdóttir. Systkinia
urðu 10 alls, og eru þau nú öil
látin, nema Sigríður, yngsta syst-
irin, sem býr á Selfossi. Björn
ólst upp hjá foreldrum sínum til
11 ára aldurs, en þá leystist heim
ilið upp vegna veikinda föður
hans. Fór hánn þá í fóstur til
frænda síns, Gísla Vigfússonar,
bónda að Syðri-Brúnavöllum á
Skeiðum og konu hans, Vilborg-
ar Jónsdóttur. Hjá þeim ólst
hann upp og dvaldist þar til 24
ára aldurs. — Alla ævi sína var
Björn þakklátúr fyrir það að
lenda á slíkum stað. Þar naut
hann alla tíma hins bezta atlætis
Frændi hans var fræðaþulur
mesti, — og drengurinn var nám-
fús mjög og opinn fyrir hvers
konar fróðleik. Og það sem eitt
sinn var numið, geymdist, en
gleymdist eigi.
Um skólalærdóm var eigi að
ræða, en presturinn, sem fermdi
Björn, lét þau orð falla, að þessi
drengur hefði hæfileika til að
læra.
Þegar Björn var 24 ára, hvarf
hann að heiman frá Syðri-Brúna-
völlum. Nokkur næstu árin var
hann lausamaður á ýmsum stöð-
um, — m.a. á Stokkseyri. Þar
veiktist hann svo hastarlega, að
hann var að mestu leyti rúm-
liggjandi sjúklingur næstu 2 ár-
in. Fyrst lá hann á Stokkseyri,
en hvarf síðan aftur til sinnar
heimabyggðar. Þegar hann tók
nokkuð að hressast fór hann að
Árhrauni á Skeiðum, til Eiríks
bróður síns, sem þá var nýbyrj-
aður að búa. Þar mætti Björn
hamingju lífs síns í líki þeirrar
konu, er síðar varð hans æviföru-
nautur. Hún hét Ingibjörg Ás-
mundsdóttir frá Stóru-Völlum i
Bárðardal. Var hún um þessar
mundir vinnukona hjá bróður
sínum, er bjó að Árhrauni í tví-
býli við Eirík, bróður Björns,
Þau giftu sig hinn 5. júlí árið
1901 og bjuggu lengstaf í Vestur-
koti á Skeiðum. Hjónaband þeirra
var frábærlega farsælt og ham-
ingjuríkt. Gagnkvæm virðing,
ást og traust voru þeir horn-
steinar, sem þar var byggt á.
Einn sonur fæddist þeim, and-
vana, og önnur börn eignuðust
þau eigi. En þrjú fósturbörn ólu
þau upp. Einar Ásgeirsson, verk-
stjóra í Reykjavík, systurson
Fratnh. á bls 19.