Morgunblaðið - 08.01.1960, Síða 16

Morgunblaðið - 08.01.1960, Síða 16
16 Htovr.rnvnr 4 niÐ Fðstudagur 8. jan. 1960 l>ar að auki finnst mér það ekk- ert til að dást að. Þegar allt kemur til alls, þá vitum við lækn arnir það öllum öðrum betur, að á úrslitastund hjálpar viðskipta- reikningurinn manni harla lítið. Það sem raunverulega hafði mest áhrif á mig í fari Kantiz, alveg frá byrjun, var hinn ákveðni, óhagganlegi ásetningur hans, að auka þekkingu sína ekki síður en auðinn. Hálfar og heilar nætur í járnbrautarlest- um, hverja tómstund £ vagninum, i gistihúsum, á ferðalögum, las hann og lærði. Hann las allar lögbækur, bæði sem snertu við- skipti og iðnað, til þess að vera sinn eigin málaflutningsmaður. Hann fór á hvert uppboð í Lond- on og París eins og embættisleg ur fornminjasafnari og var fiverjum bankamanni fróðari í verzlunar- og viðskiptamálum. Eðlileg afleiðing þess varð auð- Vitað sú, að viðskipti hans og störf urðu stöðugt meiri og marg víslegri. Frá bændunum hvarf hann til landsetanna, frá landset unum til hinna auðugu stóreigna manna. Brátt var hann farinn að semja um kaup á uppskerum og skógum, byggja verzlunarhús, stofna verzlimarfélög og loks var honum jafnvel tryggður nokfcur herstyrkur. Upp frr því fóru gullspangargleraugun og svarti frakkinn að sjást oftar í biðher- bergjum ráðuneytanna. En jafn- vel nú, þegar eignir hans voru orðnar hálfrar milljónar króna virði, áleit fóik hér um slóðir að hann væri aðeins ómerkilegur umboðsmaður og heilsaði honum enn sem fyrr, með vinsamlegu virðingarleysi, unz hann lét til skarar skríða og breyttist á einu andartafci úr Lammel Kanitz í hr. von Kekesfalva". Condor þagði stundarfcorn. — >yJæja“, sagði hann svo — „það sem ég hef sagt yður fram að þessiu, hef ég heyrt frá öðrum heimildarmanni. Það sem nú tek ur við, hefur hann sjálfur sagt mér. Hann sagði mér það um nóttinia, þegar búið var að sfcera konuna hans upp, meðan við sát um inni í herbergi í sjúkrahús- inu og biðum frá klukkan tíu um 'kvöldið og til dögunar. Og ég get ábyrgzt, að hvert orð er satt, vegna þess að menn Ijúga ekki á slíkum stundum". Condor saup hægt og hugsandi á glasinu sínu, áður en hann kveikti sér í nýjum vindli. Ég held að það hafi verið sá fjórði þetta kvöld og þsssar stanzlausu reykingar vöktu athygli mína og undrun. Mér fór nú að skiljast að hið makindalega og glaðlega gerfi, er hann tók á sig í hlut- verki læknisins, hið hæga málfar 'hans og áberandi kæruleysi, að allt þetta var sérstök aðferð, til þess að geta betur íhugað (og ef til vill athugað) í næði, á meðan. Þrisvar, fjórum sinnum, sugu þykkar og næstum syfjulegar varir hans vindilinn, meðan hann horfði á reykinn með nán- ast draumkenndum áhuga. Svo rauf hann aftur þögnina: „Sagan um það hvernig Leo- p>old, eða Lámmel Kanitz, varð að hr. von Kekesfalva, byrjar í fanþegalest, frá Budapest til Wi- er Enda þótt hann væri nú orð- inn fjörutíu og tveggja ára og tekinn að grána í vöngum, þá var þó vinur okkar enn flestar nætur á ferðalagi. — Hinir nízku spara tímann, ekki síður en pen- ingana — og það er óþarft að taka það fram, að hann ferðaðist alltaf á þriðja farrými. Sem gam all sérfræðingur hafði hann fyr- ir löngu tileinkað sér alveg sér- staka hætti á þessum næturferð um. Fyrst breiddi hann skozfca ábreiðu, sem hann hafði fengið á uppboði, yfir harða trébekkinn. 'Svo bengdi hann hinn ómissandi, svarta írakka upp á snagann, með ýtrustu umhyggju, setti gullspangargleraugun í hylkið, tók gamlan ullarslopp upp úr leð urtöskur — og dró loks húfuna niður fyrir augun, til þess að verja þau fyrir ljósinu. Að öllum þessum undirbúningi loknum, 'kom hann sér fyrir í einhverju klefahorninu, því að hann var fyrir löngu orðinn því vanur, að sofa sitjandi. Leopold litli hafði Teynt það þegar í bernsku, að maður þarfnast ekki rúms á næt urnar, né þægilegra hæginda til að sofa á. En í þetta skiptið sofnaði vin- ur okkar efcki, vegna þess, að það voru þrír menn aðrir auk hans í klefanum og þeir ræddu viðskiptamál. Og þegar menn ræddu viðskiptamál, gat Kanitz ekki annað en hlustað. — Fróð- leiksþorsti hanis hafði ekki minnkað með árunum fremur en ágirndin. Þessir tveir eiginleikar í skapgerð hans urðu ekki að- skildir með nokkru móti. Hann var alveg að festa blund, þegar hann hrökk allt í einu upp með andfælum við það að ein- hver nefndi fjárupphæð. — „Og bugsið þið ykkur bara annað eins. Raunverulega var það . tómum asnaskap, sem þessi 'heppni bjáni fékk extíu þúsund fcrónur í einu höggi....“ Sextíu þúsund krónur? Hvar? 'Hvernig? Kanitz hefði ekki glað- vaknað jafn skyndilega, þó að ís- fcöldu vatni hefði verið skvett framan í hann. Hver hafði feng- ið sextíu þúsund krónur og hvernig? — Það varð hann að fá að vita. Auðvitað gætti hann þess nákvæmlega, að láta ekki þessa þrjá samferðamenn sína fá grun um að hann lægi á hleri. Hann togaði jafnvel húfuqa enn lengra niður á ennið, svo að hún skyggði alveg á augun og lét sem hann svæfi, fast og rólega, en notaði sér hins vegar hvern kipp, sem vagninn tók, til þess að þoka sér nær þeim, svo að hann missti ekki af neinu orði, sem sagt var, þrátt fyrir skrölt- ið í hjólunum. Það kom í ljós, að ungi maður- inn, sem vakið hafði Kanitz svo hastarlega með orðum sínum, var starfsmaður á lögfræðiskrif- stofu í Wien og í reiði sinni yfir hinni undraverðu heppni vinnu- veitanda síns, hélt hann frásögn inni áfram með vaxandi ákafa: „Það kostulega er það, að ná- unginn hefur skemmt og eyði- lagt málið alveg frá byrjun. — Vegna ómerkilegs málareksturs, sem hann fékk í mesta lagi fimmtíu krónur fyrir, kom hann einum degi of seint til Budapest. En á meðan hafði kerlingin látið ginna sig, eins og þurs. — Ailt var klappað og klárt — ómót- mælanleg erfðaskrá beztu vitni frá Sviss, tvö óræk læknisvott- orð um það, að kerlingin hafi ver ið með fullkomlega réttu ráði þegar hún samdi erfðaskrána. — Frændhópurinn og tengdafólkið hefði ekki fengið grænan eyri, þrátt fyrir hneykslisgreinarnar, sem lögfræðing þeirra tókst að koma í kvöldblöðin, og svo ör- uggur var þessi þorskhaus hús- bóndi minn, að hann fór alveg áhyggjulaus aftur til Wien, vegna þess að ekki átti að taka málið fyrir, fyrr en á föstudag. Á meðan kom þessi lævísi þorp- ari, þessi Wiezner málafærslu- maður andstæðinganna í vinar- heimsókn til hennar og sú gamla fékk móðursýkiskast. — „En ég kæri mig alls ekkert um svona mikla peninga. Það eina, sem ég þrái er friður", eftirlíkti hann á einhverri norður-þýzkri mál- lýzku. — „Já, friðinn hefur hún nú fengið og hinir hafa hrifsað til sín þrjá fjórðu hluta af arfin- um. Án þess að bíða þess, að hús bóndi minn kæmi aftur, undirrit aði kerlingarbjáninn málamiðl- un, heimskulegustu málamiðlun, sem nokkurn tíma hefur heyrzt. Hún afsalaði sér fullum helm- ing eigna sinna með einu penna- striki". „Og takið nú eftir því, hr. liðs foringi", sagði Condor og leit til mín um leið — „að undir helm- ing þessarrar refsiræðu sat Ka- nitz kunningi okkar, eins og sam anhnipraður broddgöltur úti í horni, með húfuna dregna niður fyrir augun og fór ekki á mis við eitt einasta orð af því sem sagt var. Honum varð þegar ljóst, hvað um var rætt, þar eð Oros- vár-málið — ég nota annað nafn vegna þess að rétt nafn er of vel þekkt — var um þetta leyti forsíðufrétt allra ungversku dagblaðanna og var raunveru- lega furðulegt mál. Ég ætla að reyna að lýsa því fyrir yður í stuttu máli. Gamla Orosvár greifafrú, sem þegar var orðin alveg ótrúlega auðug, er hún kom frá Ukrainu, hafði lifað sem ekkja í full fjöru tíu og fimm ár. Hún var hörð eins og tinna og grimmlynd sem galdranorn og frá því er tvö einkabörnin hennar höfðu dáið sömu nóttina úr barnaveiki, hat- aði hún af öllu hjarta hvern með lim Orosvár-ættarinnar sem hafði lifað börnin hennar bæði. Og mér virðist trúlegt, að það hafi verið hennar eigin illska og illkvittnislegur vilji hennar til að láta ekki hin óþreyjufullu skyldmenni erfa auðæfi sín, sem hélt svo lengi í henni lífinu. — í hvert skipti sem einhver af venzlamönnum hennar, sem all- ir biðu svo eftirvæntingarfullir eftir þvi að hún hrykki upp-af, kom 1 heimsókn til hennar, neit- aði hún að taka á móti honum og jafnvel hin hjartnæmustu bréf ættingjanna lentu ólesin og ósvöruð í ruslakörfuna. Kenjótt og full af mannhatri eftir lát I , barna sinna og eiginmanns, , dvaldi hún aldrei lengur en einn ! eða tvo mánuði á ári í Kekes- falva og engin lifandi sál heim- sótti hana þar. Hinn tíma ársins var hún á ffækingi um heiminn, j dvaldi með fyrirmannlegum hætti í Nizza og Montreux, klædd lst og afklæddist, lét snyrta hár sitt, hendur og andlit, las fransk ar skáldsögur, keypti ósköpin óll af fötum, gekk frá einni verzl uninni til annarrar, þjarkaði og skammaðist, eins og rússnetsik markaðskerling. Að sjálfsögðu lifði lagsmær hennar, eina mann eskjan sem hún gat þolað í ná- j vist sinni, éngu sældarlífi. Dag- ■ lega varð þeissi vorkunnarverða, kyrrláta manneskja að fóðra, bursta og ganga út með þrpá leið inlega og þefilla stúfhundá, leika á slaghörpu fyrir gamla flónið, lesa fyrir hana í bókum og þola svívirðilegustu kúgun að ósekju. Stundum, þegar gamla frúin hafði drukkið meira af koníaki eða vodka, en hún hafði gott af — en það var vani hennar frá Ukrainu — varð stúlkan, sam- kvæmt góðum heimildum, jafn- . vel að þola högg og líkamsrefs- ingar. Á öllum fínni stöðum í Nizza og Cannes, í Aix las Bains og Montreux, þekktu menn gömlu frúna með glansandi greppatrýnið og litaða hárið sem ] ógnaði sífellt og hótaði þjónun- um, hver sem heyrði, ein.s og yf- irliðþjálfi og gretti sig ósvífnis- .....gparið yður hlaup á milli margra vrrrzla MRUMl ð ÖUUM tfWM! Austurstiæti þérhafið ágöðavonn mirnm HAPPDRÆTTl HÁSKÖLANS — Sirrí, er nokkuð sem ég get — Þínum? Ó, fyrirgefðu Sús- — Ég .íæri — Ég er hrædd um að ég hafi hjálpað þér að iinna í íarangrin- anna, ég hélt þetta væri pokinn til að gera v w aima. ekkert snærL 1 ym mínnm? hans Markúsar? _ aitltvarpiö Föstudagur 8. janúar 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tón» leikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Mannkynssaga barnanna: „Oll skyggnist aftur í aldir" eftir Cornelius Moe; VII. kafli (Stefán Sigurðsson kennari). 18.50 Framburðarkennsla í spænsku. 19.00 Samsöngur: Innlendir og erlend- ir kvartettar syngja. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Gísla saga Súrssonar; VIII. (Oskar HaJl- dórsson kand. mag.). b) Kórsöngur: Kirkjukórar í Eyja fjarðarprófastdæmi syngja. c) Þættir úr Hangárþingi (Þórður Tómasson frá Vallnatúni). d) Vísnaþátturinn (Sigurður Jóns son frá Haukagili). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Erindi: Laos, — land milljón fíla (Heimir Þorleifsson stud. philol), 22.30 I léttum tón: Lög úr söngleikn- um „Hringekjan" eftir Rodgers og Hammerstein (Gordon Mac- Rae, Shirley Jones o. fl. syngja), 23.00 Dagskrárlok. Laugardagur 9. janúar 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.00 Laugardagslögin. — (16.00 Frétt- ir og veðurfregnir. 17.00 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins- son). 17.20 Skákþáttur (Guðmundur Am- laugsson). 18.00 Tónleikar: „Childrens Corner" (I barnaherberginu), sex píanólög eftir Debyssy (Rudolf Firkusny leikur). 13.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Siskó á flækingi" eftir Estrid Ott; XIX, lestur (Pétur Sumarliðason kenn ari). 18.55 Frægir söngvarar: Benjamino Gigli syngur. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Farðu ekki til E1 Kuh- wet" eftir Gunther Eich, í þýð- ingu Aslaugar Arnadóttur. — Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. — 24.00 DagskrárJok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.