Morgunblaðið - 05.02.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.02.1960, Blaðsíða 16
16 M OK CTtnt TtL4Ð1Ð Fostudagur 5. febrúar 1960. skal ekki nefna þessa heimsókn framar. En það er aðeins eitt, sem ég vildi gjarnan vita. Aðeins eitt. Jæja, þér viljið ekki koma til okkar, af einhverjum orsök- um, sem skipta mig engu máli. Gott og vel! Gott og vel. — En segið mér nú skýrt og hrein- skilnislega: Hvers vegna eruð þér þá yfirleitt að koma hingað?" Ég var við öllu viðbúinn nema þessarri spurningu. í vandræð- um mínum og til þess að segja eitthvað, stamaði ég: „f»að .. það er mjög einfalt..“ „Oh .. einfalt, segið þér. Gott og vel. Þeim mun betra. Segið mér það þá í fáum orðum“. Og nú voru engin undanbrögð möguleg lengur. Það virtist ein- faldast að segja sannleikann, en ég gerði mér fyllilega ljóst, að ég yrði að gæta allrar varúðar. „Kæra Edith“, byrjaði ég og reyndi að tala sem frjálslegast. „Þér skulið ekki leita að neinum leyndardómsfullum orsökum. — Raunar þekkið þér mig nógu vel til þess að vita, að ég er ekki einn af þeim, sem hugsar mikið um eigin ástæður eðp tilgang. Mér hefur aldrei komið til hug- ar að spyrja sjálfan mig, hvers vegna ég heimsæki þennan eða hinn og hvers vegna mér geðjist vel að þessum, en ekki hinum. .. Raunverulega get ég ekki gef ið yður neina skýringu á því, hvers vegna ég kem hingað allt- af öðru hverju .... aðra en þá, að mér þykir gaman að koma hingað og að mér líður hundrað sinnum betur hér en alls staðar annars staðar. Ég held að ykkur borgurunum hætti við að gera ykkur ranga hugmynd um líf riddaraliðsmannsins, ég held að þið álitið það uppreisnargjarna og fjöruga tilveru, einskonar stöðuga veizlu. En þannig er þessu alls ekki farið og oft er hinn víðfrægi félagsskapur í meira lagi ótraustur. — Þegar nokkrum tylftum manna er beitt fyrir sama vagninum, fer ekki hjá því, að einn togi fastar en annar og þegar um upphefð og aldursrétt er að ræða, er auð- velt að troða þeim um tær, sem fyrir framan mann er. Maður verður að vera varkár í orðum sínum, því að það er aldrei að vita, nema þau kunni að valda vanþóknun á æðri stöðum. Það er alltaf stormur skammt frá landi. Orðið þjónusta er leitt af sögninni að þjóna og sá sem þjónar, er öðrum háður. Og svo kann maður aldrei verulega vel við sig í hermannaskálum eða veitingakrám. Enginn þarfnast manns, engum er annt um mann. Oh, já, maður á stundum einn eða tvo sanna og einlæga vini, en maður nýtur samt aldrei full- komins öryggis. Þegar ég kem hins vegar hingað, þá kasta ég frá mér öllum efasemdum, um leið og ég tek af mér sverðið og þegar ég sit hér og rabba við ykkur þá......“ „Nú .. þá hvað?“ spurði hún óþolinmóð. „Þá .... ja, yður mun eflaust finnast það frekt og ósvífið af mér að tala svo opinskátt .. þá segi ég sjálfum mér, að þið hafið gaman af heimsóknum mínum hingað, að ég eigi hér heima frek ar en nokkurs staðar annars staðar. Þegar ég lít á yður, þá tel ég mér trú um ,að. ..." Ég hikaði ósjálfrátt, en hún greip fram í fyrir mér jafn áköf og áður. — „Nú, að hvað?“ „.... að hérna sé manneskja sem ég sé ekki jafn hræðilega einskis virði og ég er félögum mínum í herdeildinni. Stundum er ég alveg hissa á því, að þér skulið ekki vera orðin leið á mér fyrir löngu. Oft .. þér vitið ekki hvað oft .... hef ég verið hræddur um, að þér mynduð verða þreytt á þessum sífelldu komum mínum hingað .... en þá minnist ég þess, að þér eruð ein í þessu stóra, eyðilega húsi og hafið kannske gaman af því, að fá gesti til að rabba við. Og það er einmitt þetta, skiljið þér, sem veitir mér kjark......Þegar ég finn yður eina, uppi á svölun um eða inni í herberginu yðar, þykir mér vænt um, að ég skyldi hafa komið, svo að þér yrðuð ekki ein allan daginn. Skiljið þér þetta raunverulega ekki?“ En nú skeði nokkuð óvænt. Gráu augun urðu starandi. Það var eins og eitthvað í orðum mín hefði breytt augasteinum þeirra í stein. Hins vegar urðu fingur hennar sífellt eirðarlausari og eirðarlausari. Þeir færðust hvíld arlaust upp og niður eftir arm- bríkum stólsins og tóku fyrst létt en með sívaxandi ákafa, að berja í gljáfægðan viðinn. Munn- urinn var örlítið skældur. „Jú, ég skil“, sagði hún skyndi lega. „Ég skil þetta fyllilega. .. Nú .. nú trúi ég því raunveru- lega, að þér hafið sagt sannleik- ann. Þér hafið útskýrt sjónarmið yðar mjög kurteislega og mjög, mjög mærðarlega. .. Þér segist koma hingað vegna þess að ég sé svo „ein“ — það er með öðrum orðum vegna þess, að ég er bund in við bölvaðan stól. Það er þessvegna sem þér komið hingað á hverjum degi, einungis til þess að leika hinn miskunnsama Sam- verja, aumka yður yfir „veslings sjúka barnið“ — eins og ég býst við að þið kallið mig öll, þegar ég er ekki viðstödd. — Ég veit það, ég veit það. Þér komið bara af meðaumkun. Oh, já, ég trúi yður — til hvers væri líka að neita því nú? Þér eruð einn af þessum svokölluðu „góðu“ mönn um og þér hafið gaman af að láta pabba kalla yður það. „Góðir“ menn af þeirri tegund vorkenna hverjum börðum hundi og hverj um kláðugum ketti — og hví þá ekki bækluðum aumingja eins og mér?“ Hún þagnaði andartak og ég sá að það fór ákafur titringur um allan granna líkamann. „Ég þakka yður kærlega fyrir alla hugulsemina, en ég kæri mig ekkert um vináttu, sem mér er sýnd vegna þess eins að ég er bækluð. .. Nei, þér þurfið ekki að sitja upp neinn undrunarsvip. Auðvitað þykir yður það leitt, að þér skylduð hafa gloprað s'ar.n leikanum út úr yður, að þér skylduð hafa viðurkennt það, að þér kæmuð einungis vegna þess að „ég vekti hjá yður meðaumk- un“, eins og hreingerningakonan orðaði það. — Hún sagði það bara hreinskilnislega og blátt á- fram. Þér orðuðuð það hins veg- ar á miklu „nærgætnari“ hátt, eins og „góðum manni“ sæmir. Þér sögðust koma einungis til þess, að ég þyrfti ekki að sitja hér ein og yfirgefín allan daginn. Þér komið hingað af tómri vork- unnsemi og þér vilduð meira að segja fá hrós og aðdáun fyrir hina náðugu fórn yðar — en því miður verð ég að tilkynna yður það, að ég leyfi engum að fórna sér fyrir mig — og sízt af öllum yður. .. Ég banna yður að gera það. .. Heyrið þér það? Ég banna það. .. Haldið þér raun- verulega að ég kæri mig um, að hafa yður sitjandi hérna hjá mér með „samúðarfullan" upp- | gerðarsvip, eða þessar „nær- gætnu“ samræður? .... Nei, guði sé of, að ég kemst af án ykkar allra. .. Ég kemst vel af ein og hjálparlaust. Og þegar ég get ekki þolað það lengur, þá veit ég hvernig ég að losna við ykkur öll. .. Sko“. Hún rétti skyndilega fram hendina í áttina til mín og sneri lófanum upp. — „Lítið þér bara á þetta ör. Ég gerði eina tilraun, en ég var klaufsk og gat ekki sargað slag- æðina í sundur með bitlausu skærunum mínum og það versta var, að þau komu nógu snemma til að binda um sárið. Annars hefði ég losnað við ykkur öll og þessa óbærilegu meðaumkun ykkar. En næst tekst mér áreið- anlega betur, því er yður óhætt að trúa. Þér skulið ekki ímynda yður, að ég sé algerlega ofurseld ykkur. Ég vildi heldur deyja, en láta vorkenna mér“. Svo rak hún allt í einu upp hlátur og hljóðið var beitt eins og hnífsegg. „Minn ágæti faðir gleymdi einu, þegar hann lét útbúa turninn handa mér. .. Hugmynd hans var ein- faldlega sú ,að ég skyldi hafa fallegt útsýni til að skemmta mér við .. mikið sólskin, og hreint loft, eins og læknirinn fyrirskipaði. En það hvarflaði aldrei að neinum þeirra, hvorki pabba, lækninum né verkfræðingnum, að ég kynni einhvern tíma að nota þessar svalir til annars. .. Takið þér nú bara eftir. .. Hún hafði skyndilega reist sig á fætur og þokað máttförnum líkamanum út að handriðinu, sem hún greip um með báðum höndum. „Þetta eru fjórar—fimm hæðir og fyrir neðan hörð sementsteypa .. það myndi nægja .. og svo er guði fyrir að þakka, að ég hef ennþá nægilegt afl í vöðvunum til að komast yfir handriðið — oh, já, það styrkir vöðvana að nota svona hækjur. .. Aðeins eitt átak — og ég væri laus við ykk- ur öll og þessa bölvaða meðaumk un ykkar. Og þið mynduð öll finna til hugarléttis, pabbi, Ilona og þér — þegar þið væruð laus við þessa hræðilegu byrði og .. sko, þetta væri mjög einfalt. — Maður þyrfti bara að halla sér dálítið út yfir handriðið, svona .. bara svona....“ Þegar hún leit til mín leiftr- andi augum og hallaði sér hættu lega langt út yfir handriðið, spratt ég á fætur í dauðans of- boði og þreif í handlegginn á henni. En hún hörfaði frá mér, eins og eldur hefði brennt hör- und hennar. „Farið þér frá mér“, æpti hún. .. „Hvernig dirfist þér að snerta mig. Farið þér undir eins. Ég má gera hvað sem mér sýnist. Slepp ið þér mér. Sleppið þér mér und- ir eins“. Og þegar ég neitaði að hlýða skipuninni, en reyndi að draga hana með valdi frá handriðinu, sneri hún efri hluta líkamans við og sló mig á kinnina. Og þá gerðist hræðilegur hlutur. Um leið og hún sló til mín, missti hún takið á handriðinu og um leið jafnvægið. Hnén létu ger- samlega undan og enda þótt ég rétti út hendurnar, til þess að verja hana falli, var það of seint. Hún hneig niður og velti um leið borðinu, sem hún hafði árangurs laust reynt að styðja sig við. — Skrautker, diskar, bollar og skeiðar — allt kom þetta glamr andi og skröltandi niður yfir okkur. Stóra bronsbjallan féll með háum dynk niður á gólfið og valt með hvellum hljómi eft- ir svölunum endilöngum. Edith lá samanhnipruð á gólf- inu, brjóstumkennanleg og hjálp arvana, titrandi af reiði og kjökr andi af blygðun. Ég reyndi að lyfta henni á fætur, en hún barði mig frá sér. „Farið þér burtu .. farið þér burtu“, snökti hún. — „Þér eruð dóni, skepna .... “ Og hún baðaði höndunum ofsalega út í loftið, um leið og hún gerði árangurslausa tilraim til að brölta á fætur, án minnar hjálpar. í hvert skipti sem ég reyndi að nálgast hana, til þess að reyna að rétta henni hjálpar hönd, æpti hún að mér í tryll- ingslegri, örvæntingarfullri reiði: „Farið þér burtu. . . Snertið mig ekki. .. Út með yður“. Allt í einu heyrði ég lágt suð að baki okkur, lyftan var að koma upp. Skyndilega hafði bjallan gert nógu mikinn hávaða til að kalla hinn sívakandi og skyldurækna Josef á vettvang. Og á næsta andartaki kom hann inn og flýtti sér, án þess að líta á mig, að taka hina titrandi, snöktandi stúlku upp og bera hana að lyftunni. Á næsta ......epariA yðiAj hlaup á roilli margra vcrzÉunaí OÖMJML ðódUM HltHJM! (^) ■ AusturstraöD '4JÚtvarpiö Föstudagur 5. febrúar 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. 9.10 Veðurfr. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðuregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Mannkynssaga barnanna: „Oli skyggnist aftur í aldir“ eftir Cornelius Moe; XII. og síðasti kafli (Stefán Sigurðsson kennari). 18.50 Framburðarkennsla í spænsku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Svínfellinga saga; III. — sögulok. (Oskar Halldórsson cand. mag.). b) Frásöguþáttur: Fenntar slóðir (Guðmundur L. Friðfinnsson rithöfundur). c) Islenzk tónlist: Lög eftir Arna Björnsson. d) Vísnaþáttur (Sigurður Jónsson frá Haukagili). e) Frásaga: Teflt á tæpasta vað (Þórarinn Grímsson Víkingur). f) Islenzk tónlist: Lög eftir Helga Helgason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestur: „Bónorð Guðmundar", smásaga eftir An frá Ogri (Sól- veig Guðmundsdóttir). 22.25 SKT-lögin: Hljómsveit Oskars Cortes leikur. Söngvarar: Hulda Emilsdóttir og Sigríður Guð- mundsdóttir. 23.00 Dagskrárlok. Laugardagur 6. febrúar 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.00 Laugardagslögin. — (16.00 Frétt- ir og veðurfregnir. 17.00 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins- son). 17.20 Skákþáttur (Baldur Möller). 18.00 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Mamma skilur allt“ eftir Stefán Jónsson; IV. (Höfundur les). 18.55 Frægir söngvarar: Heinrich Schlusnus syngur. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Erindi herra Pim“ eftir Alan Alexander Milne, 1 þýð- ingu Maríu Thorsteinson. — Leik- stjóri: Valur Gíslason. Leikendur: Þorsteinn O. Stephensen, Guð- björg Þorbjarnardóttir, Bryndís Pétursdóttir, Steindór Hjörleifs- son, Indriði Waage, Þóra Borg og Nína Sveinsdóttir. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok. Sirrí, gazt þú fundið nokkuð til að nota í urabúðir -11111 Baldur? Súsanna á stóran klút úr gulu silki, Markús, en ,... Mér þykir það le»ðinlegt. en ég get ekki leyft ykkur að nota þennan kúlt. ^ Hvað þá?!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.