Morgunblaðið - 05.02.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.02.1960, Blaðsíða 3
Fostúdagur 5. fetrrúar 1960. Mnvrrrwn r a n i f> 3 Mikojan lyftir ljúffengu kokkteilglasi á Keflavíkurflugvelli í gær. IHikojan á Keflavíkurvelfii: Er fiskur í kokkteilnum? ÞAÐ á vel við að eiga sam- tal við Guðjón á Eyri og Mikojan í sama blaði. Báð- ir eru allheimaríkir í sínu héraði, þó með ólíkum hætti sé. Mikojan kom til Kefla- víkurf lugvallar eld snemma í gærmorgun á leið sinni til Kúbu. Flug- vélin kom nokkrum mín- útum fyrir sex og var tals- vert á undan áætlun. Hend rik Sv. Björnsson ráðu- neytisstjóri og Tómas Tómasson tóku á móti varaforsætisráðherranum. Fyrst gekk hann um flug- vallarsvæðið fyrir framan hótelið með föruneyti sitt í eftirdragi. Það var frem- ur kalt í veðri, en varafor- sætisráðherranum fannst gott að fá ferskt loft: — Eg vil anda að mér fersku, ís- lenzku lofti, sagði hann og fór síðan að tala við ráðu- neytisstjórann um ýmisleg málefni. Frítt föruneyti f föruneyti Mikojans voru blaðamenn, m.a. blaðamaður frá Isvastia, sem einnig var í för með honum, þegar ráð- herrann kom hér síðast við, sonur Mikojans, fulltrúar í ráðuneyti því sem fer með utanríkisverzlun, með aðstoð- arutanríkisráðherrann í broddi fylkingar og ýmsir fleiri háttsettir embættis- menn. sem tekið höfðu þátt í samningunum um áframhald- andi viðskipti milli fslands og Sovétríkjanna, sem undirrit- aðir voru í Moskvu fyrir skemmstu. Kokkteill mánaðarins Þegar fríhafnarbarinn nafði verið opnaður, var Mikojan boðið upp á „einn lítinn“. Fréttamaður Morgunblaðsins fékk þá gott tækifæri til að tala við hann, og rifja upp fyrri komu hans til Kefla- víkur og mundi Mikojan vel eftir ýmsu, sem þá gerðist. Hann var í góðu skapi, ekki síður en þá, og sagði margt skemmtilegt. Hann var spurð- iir, hvað hann vildi helzt drekka og valdi hann sér svo- nefndan koníakskokkteil, sem er afar ljúffengur drykkur, enda blandaður með sætu vermouth. — Hvað heitir þessi kokk- teill, spurði Mikojan. — Kokkteil mánaðarins, var honum svarað. — Er hann íslenzkur? — Nei, þetta er alþjooa- kokkteill. — Nokkur fiskur í honum? spurði Mikojan. Þá brostu allir, líka full- trúar ríkisstjórnarinnar. Síðan fór Mikojan að tala við fréttamann Morgunblaðs- ins um nýundirritaða við- skiptasamninga íslands og Sovétríkjanna og virtist mjög ánægður með lyktir þess máls. Hann sagði að nú væri um að gera að veiða sem mestan fisk, nægur markaður væri fyrir hann. — Ég er ánægður með að samningurinn skuli gilda til 3ja ára, sagði hann ennfrem- ur. Þetta er góð byrjun á efna- hagssamstarfi okkar. Fréttamaðurinn sagði: — Nú er stórveldafundur- inn á næstu grösum. Hvað vilduð þér segja um hann? — Allt gott. — Haldið þér að góður ár- angur náist á fundinum? Mikojan lyfti glasi sínu og brosti breitt: — Þó við séum ekki kristn- ir, sagði hann, þá trúum við á hið góða. Ástandið í heim- inum er mjög gott sem stend- ur og útlit fyrir góðan árang- ur á fundinum. Fréttamaðurinn: — Hvert er erindi yðar til Kúbu? — Ég fer þangað fyrst og fremst til að opna samskonar sýningu á Kúbu eins og við héldum í Mexiko, þegar ég fór þangað á dögunum. Þá spurði fréttamaður Morg unblaðsins: - — Hvernig er með tunglið? Hvenær ætlið þið að senda menn þangað? Mikojan kannaðist við spurninguna og svaraði: — Þér haldið auðvitað að við ætlum að setja á stofn her stöðvar á tunglinu, en það er ekki rétt. Það er ekki hægt að setja upp herstöðvar þar vegna þess að tunglið er allt þakið maísökrum. Ef þér trú- ið þessu ekki, þá skuluð þér fara til tunglsins og athuga þetta og þér getið ekki borið á móti staðhæfingu minni, nema koma með fullgildar sannanir til baka. Annars vil ég geta þess, hélt Mikojan á- fram, að tilraunir okkar með risaeídflaugar á Kyrrahafi undanfarið, hafa flýtt mjög fyrir því, að við getum sent menn til tunglsins. Ég vil litlu bæta við þetta, því fæst orð bera minnsta ábyrgð Banda- ríkjamenn sögðust ætla að senda menn til tunglsins 1954 eða 55. Það var mjög leiðin- legt fyrir þá að þeim skyldi ekki takast það, en upp úr þessu fóru bandarískir lög- fræðingar að velta því fyrir sér hver ætti tunglið. — Hver á tunglið, skaut þ:' fréttaritarinn inn í. Mikojan baðaði út höndun- um og sagði: — Allt mannkynið á tungl- ið. Þér hélduð auðvitað að við ætluðum að leggja undir okk- ur tunglið, en það er ekki rétt. Þið megið eiga tunglið fyrir okkur, ef þið getið farið þang að. En ég get ekkert sagt um, hvenær við sendum menn til tunglsins. Ég ítreka það, þó ég viti, eins og ég sagði áðan, að tilraunir okkar hafi flýtt mjög fyrir því. Vísindamenn eru mjög lítið fyrir að tal;. um starf sitt og afrek. Þeir vita, að áliti þeirra getur ver- ið stofnað í hættu með því að segja of mikið. Fréttamaður Morgunblaðs- ins spurði nú, hvernig Rúss- um litist á væntanlega h.eim- sókn Eisenhowers til Sovét- ríkjanna. Mikojan svaraði með þeirri spurningu, hvort blaðamaðurinn héldi, að Rúss ar væru svo slæmir menn að þeir gætu ekki tekið vinsam- lega og af heilum hug á móti forseta Bandaríkjanna. Egill sterki Nú var farið út í aðra sálma. Mikojan dreypti á Agli sterka og skálaði í kokkteil. Hann lék á als oddi. Ekki vildi hann samt annað glas: — Faðir minn, sagði hann, var trésmiður. Á hverjum morgni drakk hann tebolla af vodka, borðaði dálítinn brauð bita með osti og hljóp svo út í myrkrið til vinnu sinnar. Ég er ekki eins og hann, ég þakka fyrir, ég vil ekki meira vín. Síðan var haldið um borð í flugvélina í fylgd með Önnu Þorgrímsdóttur, flugfreyju á Keflavíkurflugvelli og það var fastmælum bundið, að fréttamaður Morgunblaðsins færi með Mikojan til Moskvu, næst þegar hann kemur við á Keflavíkurflugvelli á austur leið. — Þér verðið að koma til Reykjavíkur næst þegar þér hafið viðkomu á íslandi, sagði Hendrik Sv. Björnsson, þegar hann kvaddi varaforsætis- ráðherra Sovétríkjanna. Lóðum úthlutað í bæjarráði Á SÍÐASTA fundi bæjarráðs, um síðustu helgi, voru teknar fyrir afgreiddar tillögur varð- andi úthlutun lóða fyrir rúmlega 20 íbúðarhús, tvílyft og eina rað- húsablokk. Verða þessi hús við Asgarð, Bugðulæk, Hvassaleiti, Sólheima og Stóragerði. Var þeim sem lóðirnar hlutu, settur byggingafrestur til L júní, næsta tarmsumar. STAKSTEINAR KAUPMATTUR TÍMAKAUPSINS Dr. Jóhannes Nordal, banka- stjóri, ritar forystugrein í siðasta hefti Fjármálatíðinda undir fyr- irsögninni „Til hvers er að vinna?“ í grein þessari ræðir banka- stjórinn þróun og ástand is- lenzkra efnahagsmála i dag. Lýk- ur hann greininni með þessura ' orðum: „Á það hefur stundum verið bent, að kaupmáttur tímakaups- ins hafi aukizt lítið sem ekkert hér á landi á undanförnum ár- um, en almennur vinnutimi orð- ið sífellt lengri vegna vaxandi eftirvinnu. Aftur á móti hafi kaupmáttur launa farið ört hækk andi og vinnutími stytzt í flest- um nágrannalöndunum. Hver er orsök þessa mismunar? Fáir munu kenna því um, að verkalýðsfélögin hafi verið of ihaldssöm í kaupkröfum. Launa- hækkanir hafa verið knúnar fram hvað eftir annað, en ætið endað á einn veg: í verðhækk- unum, sem etið hafa upp mest- an eða allan ávinninginn“. FALSKT VERÐM YNDUN ARKERFI Jóhannes Nordal heldur áfram á þessa leið: „Nei, skýringin á þessari þró- un er allt önnur. Hún liggur í þvi að í nágrannalöndunum hefur verið rekin heilbrigð efnahags- stefna, þar sem samkeppni, frjals verðmynduh og eðlileg fjár- magnsmyndun hata stuðlað að því að auka afköst og nýtingu vinnunnar. En hér á landi hefur framleiðslan aukizt minna og lífskjörin batnað hægar en efni stóðu til, vegna þess að allt e/na- hagskerfið hefur verið fært nr lagi af fölsku verðmyndunar- kerfi, höftum og verðbólgu. Það er því til mikils að vinna eltki sízt fyrir launþega, ef takast mætti að koma hér á heilbrigðu og sterku efnahagskerfi.“ Þessi ummæli eru vissulega hin athyglisverðustu. Það er til mikils að vinna fyrir alla ís- iendinga í dag. Spurningin er einfaldlega þessi: Viljum við halda áfram svika- myllu verðbólgunnar og leiða yfir okkur atvinnuleysi og kyrr- stöðu, eða vill íslenzka þjóðm leggja grundvöll að aukinni fram leiðshi, stórfeldri uppbyggingu og batnandi lífskjörum í landj sínu? HIN MIKLA BLEKKING Hin mikla blekking, sem þjóð- in hefur elt á undanförnum ár- um, er í því fólgin, að hún hef- ur látið telja sér trú um að kaup- hækkanir, sem engin framleiðslu- aukning stendur á bak við, gætu skapað henni kjarabaitur. En þessi blekking hefur nú verið afhjúpuð. Mýraljósið, sem leiddi okkur úr í kviksyndið er slokkn- að. Þjóðin stendur uppi með erf- iðleikana og vandræðiu, sem af gáleysinu hefur leitt. Viðreisnarráðstafanir núver- andi ríkisstjórnar eru alvöru- þrungin tilraun til þess að koma hinu íslenzka þjóðfélagi á réttan kjöl, að byggja upp það sem rif- ið hefur verið niður. að skapa þjóðinni bjarta og farsæla frara- tið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.