Morgunblaðið - 05.02.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.02.1960, Blaðsíða 8
8 M fí tr c r v i? r 4 fí t Ð Föstudagur 5. febrúar 19Gb. Sa^f_ áP* %. • >. * W~ • tniojon a tyri i. Ástin SÁ MÆTI maður, Guðjón Guðmundsson hreppstjóri í Arneshreppi og bóndi á Eyri, er sjötugur í dag: — Þú ert fæddur fyrir norðan? — Já, í Norðurfirði, en fluttist þaðan á fyrsta árinu með móður minni. Hún gekk nefnilega að eiga Guðmund Arngrímsson, bónda á Eyri, sem þá fyrir nokkru hafði misst fyrri konu sína. Guð- mundur þessi var auðvitað faðir minn. Hann bjó á Eyri. — Hann hefur verið talsvert eldri en móðir þín? — Já, eitthvað var hann það nú. Hún var tvítug, þeg- ar þau giftust. — Þetta hefur sem sé tæp- lega verið ást? — Ást, hví ekki það? — Þau voru ekki gift, þeg- ar þú fæddist? — Þau voru lofuð, er það ekki nóg? — Þykir þér ekki illt, að þú skulir hafa fæðzt fyrir giftinguna, þú svona stoltur? — Tja, það var sama sem. — Svo ólstu upp á Eyri? — Já, í glaðværum syst- kinahópi. Við vorum fimm alsystkini, faðir minn hafði eignazt þrjú börn áður með tveimur konum. — Eg spurði ekki að því. — Ja, það sakar ekki fyrir þig að vita það, ef þú ætlar ekki að hafa þessa grein eitt- hvert afvæli. — Eg var að spyrja um ást- ina fyrir vestan. — Tja, ástina? Hvað áttu við með ást? Er það eitthvað milli karls og konu? — Já, ég held það. — Hún var góð. — Hver var góð? — Ástin milli fotreldra minna, varstu ekki að spyrja um það? — Var ekki einangrunin slæm? — Fyrir rollurnar? — Já, kannski þær, og líka fólkið. — Þetta var stundum erfitt, lífsbaráttan hörð, en það kom sér vel. Maður gleymdi ein- verunni. — Fenguð þið ekki stund- um leið hvert á öðru? — Þú ættir ekki að spyrja svona, þú með þína ást. — Þetta var gott hjá þér, Guðjón. Þú stendur þig bara vel. — Þetta var ekki eins leið- inlegt og þú heldur. Það var að vísu þröngt á heimilinu, en fólk gerði mikið af því að heimsækja hvert annað, gesta- komur voru tíðar, nábúarnir fengu að kenna á því, þegar gott var veður á vetrum. Þá voru hátíðisdagar hjá okkur börnunum. Þá var spilað og síðan farið út í leiki og glímt. — Það hefur verið góður undirbúningur undir lífið? — Hvað? Gestakomurnar? — Nei, glíman. — Glíman var góð, en ég vissi það ekki fyrr en seinna. Eg var aldrei mikill glímu- maður í æsku. Skíðin hentuðu mér betur. Faðir minn hafði gaman af að sjá okkur krakk- ana á skíðum. Hvað maður gat orðið stór! — Ykkur hefur ekki skort leikvelli? — Nei, við gerðum okkur sjálfir leikvellina og byggðum hús yfir skeljarnar og hornin og vorum stórbændur. — Þú hefur aldrei látið þér lynda annað en að vera í far- arbroddi. Stórbóndi eða —? — Já, það er rétt hjá þér. flg var byggingarmeistarinn og stjórnaði sýslumálum. Eg hafði líka yfirumsjón með bátasmíðunum. Við gerðum báta við okkar hæfi og ég kunni að smíða fallega borða- báta, sem fluttu skeljar og þurrt þang með fjörunum. — Og þá hefur þú verið skipstjórinn? — Auðvitað, hvað annað? — Þarna eru há fjöll og þröngir dalir? — Já, há fjöll og harðfenni oft mikið og snjóaþyngsli. Það var oft hörð veðráttan á Norðurströndum í gamla daga. — Talaðirðu ekki stundum við fjöllin? — Nei. — Við hvað talar maður í svona einveru? — Maður talar lítið, hugsar margt. — Og hvað hugsaðirðu? — Eg hugsaði um að verða skipstjóri á stóru skipi, ekki kotbóndi, en — — En hvað? — Varð auðvitað kotbóndi. — Af hverju vildirðu verða skipstjóri á stóru skipi? — Af því það kom svo fag- urbúið skip inn á Ingólfsfjörð, þegar ég var sex ára. Það var danska orlogsskipið Di- ana, sem vann að mælinguro á þessum slóðum. — Af hverju lagðirðu svona þunga áherzlu á að það væri danskt? —Gerði ég það? Eg hélt ég hefði bara sagt orlogsskip. En hvað um það, þetta voru góðir dagar. Og ekki minnk- uðu nú útlöndin í mínum aug- um, þegar ég sá sjeffana og offíserana koma í land í þess- um líka fötum. — Hvað minntu fötin þig á? — Sól í Kaupmannahöfn, skyldi hún ekki vera með gylta borða? — Þú varst oft á sjó sem drengur? — Eg damlaði undir hjá föður mínum, þegar hann fór að skjóta selinn. Það var kal- samt. Þú ættir að vera í skinn- skóm í hörkugaddi. — Jæja, var svona vont að vera í skinnskóm? — Já, víst þótti mér það vont. Mig langaði alltaf til að eignast danska skó og auðvit- að kom ekki til mála annað, þegar ég var orðinn hrepp- stjóri. — Já, hreppstjóri já. En var nú herra hreppstjórinn ekki einhverntíma smalí? — Jú, það var bann og þótti góður smali, get ég sagt þér. Mér fannst gaman að geta un- að við smalamennskuna uppi í hlíðum og hvílt mig í sól- skininu og svikizt um. — Er sólskinið hlýtt á Norð- urströndum? — Er snjórinn hvítur í Heykjavík? — Er ekki stundum þoka fyrir norðan? — Jú, hún er köld og leið- inleg. Það er hún sem lamar byggðamennina mest. Þokan og norðansúldin. — Margt býr í þokunni, er sagt. — Já, það var mikið talað um álfa og drauga í gamla daga og við vorum myrkfæl- in lengi fram eftir aldri. — Sástu nokkurn tímann nokkuð? — Nei, — ja, ég get ekkert um það. Þögn. vildi ekkert læra, ég vildi jafnvel ekki læra að lesa, þó ég kæmist ekki hjá því. Eg vildi tálga spýtur, gera hesta, fugla og annað mér til yndis- auka. — Varstu samt ekki læs, þegar þú fermdist. — Jú, það mun ég nú hafa verið, svona stautlæs, og eitthvað kunni ég að draga til stafs, en reikningurinn bág- borinn. Sámt var ég fermdur án þess það þyrfti að sækja um biskupsleyfi, en mér hafði oft verið bent á að slíkt mundi þurfa. Og það sem meira var: ég var fermdur á réttum tíma. Fermingin var merkilegur at- burður í lífi mínu, ekki sízt vegna þess að þá þurfti ég ekki að læra meira. — Eitthvað hefurðu fengið í fermingargjöf? — Ojú, nýja skó, vel brydd- aða og ný föt úr heimaunnu vaðmáli. Og þar með var ég fullveðja maður, að ég skoð- aði. — Voru það skómir? — Nei, ég var orðinn meðal maður á hæð. — En þú ert það ekki leng- ur. Guðjón á Eyri í Arnarfirði. Hún missti mann sinn fullaldra kona. Þá lagði hún á stað frá Arnarfirði með 7—8 kindur yfir Glámujökul og ofan í Isafjarðardjúp, fær flutning þaðan yfir ísafjörð, heldur svo sem leið liggur yf- ir á Langadalsströnd og síðan upp úr Hraundal yfir Ófeigs- fjarðarheiði og heim að Eyri. — Hún hefur verið dugleg kona? — Já, hún var kvenskör- ungur sinnar tíðar, það máttu bóka. — Og þú ert líkur henni. Hefurðu nokkurn tímann rek- ið kindur yfir Glámujökul? — Nei, en þú? Það gera ekki nema áræðnir karlmenn úr þjóðsögum. — Hvað hefurðu eiginlega unnið þér til frægðar? Ekki einu sinni rekið kindur yfir Glámujökul? — Þegar ég taldi mig hæfan til starfa, lagði ég af stað heiman í leit að góðu lífsvið- urværi í framandi plássi, þá hélt ég að alls staðar væri betra en heima. Eg lenti á ísafirði og þar fokkaði ég við eitt og annað, en fór heim á sumrin að slá, leitaði mér svo aftur að atvinnu á veturna, því oft var erfitt heima fyrir og fátækt mikil. En fátæktin á Isafirði og þorpunum var öngu minni en heima. Það var ekki svoleiðis að maður sylti, nei, það var það að vísu ekki. — En hvað þá? — Þetta var einhvers konar leit. Eg vissi ekki, að hverju ég var að leita, en ég var hvergi ánægður, mér fannst lífið ekki bjóða mér upp á það sem ég vonaðist til, þegar ég fór að heiman. Eg hélt ég yrði sælli að heiman. — Ertu sællífismaður, held- urðu? — Eg hefði orðið það, ef ég hefði átt kost á því, t. d. ef ég hefði orðið blaðamað- ur. — Og fannstu svo aldréi neitt? — Jú, svo liðu nú árin og loksins fann ég það sem ég leitaði að. — Og hvar fannstu það? — Á ísafirði. — Og hvað fannstu? — Konuna mína, Guðjónu Sigriði Halldórsdóttur, sem var á jöfnu reki og ég. Eg hugsaði ekkert út í, hvað til þess þyrfti að stofna heimili og búskap og.við þurftum að — háifur sýslumaður Strandamanna Svo bætti Guðmundur við: — Nei, — nei. Eg þreifaði aldrei á neinni meinvætt eða draug, þegar ég var myrk- fælinn, taldi ég í mig kjark og niðurstaðan varð alltaf sú, að þetta væri bara bábilja, sem hefði við engin rök að styðjast. En ætlarðu ekki að fara að tala um kennsluna? — Höfum við talað um nokkuð annað en fræðslu? — Ja, fræðslu. Þú átt að koma með svona spurningu: — Hvernig var með barna- fræðsluna hjá ykkur? Eg sé það í augunum í þér áðan, Guðjón, að þú trúðir ekki því sem þú sagðir um draugana. — Jú, — jú, þetta var bara misheyrn og hugarsýn. — Jæja — þá. — Hvernig var annars með barnafræðsl- una? — Húsbændumir höfðu hana aðallega á höndum, und- ir eftirliti prestsins. Faðir minn kenndi okkur, sem vild- um læra að lesa, skrifa og reikna. Hann var góður skrif- ari og reikningsmaður í betra lagi, en strangur kennari. Systkini mín lærðu vel í með- allagi undir fermingu, en það var annað mál með mig. Eg — Víst. — Nú ertu kominn yfir fermingu. — Já, er það ekki. En griptu nú ekki fram í fyrir mér, ég ætla nefnilega að segja þér, hvað presturinn hét. Hann hét séra Eyjólfur Jóns- son í Árnesi. Við vorum viku hjá honum fyrir ferminguna. — Þú hefur ekki tálgað þá vikuna? — Að vísu ekki, en ég fór í eyjuna og sá æðarfuglinn í fyrsta skipti. — Hvað minnti hann þig á? — Fjórum árum áður hafði ég farið í kirkju 2. jóladag. Þar var margt fólk og söng. Það var eitthvað í æðarvarp- inu, sem minnti mig á þessa kirkjuferð. — Fóruð þið öll í kirkju? — Já, öll nema amma. — Af hverju ekki hún? ■— Hún þurfti að vera heima og gæta þess að álfarnir kæm- ust ekki inn í bæinn. — Hvað hét amma þín? — Þorbjörg Guðmunds- dóttir. — Hún hefur verið móðir föður þíns? — Já, það var hún. — Ertu líkur henni? — Já, það er ég. Hún bjó hokra þetta í þrjú ár á ísa- firði, eltki við sult, en þó við lítil þægindi og ekkert gat ég boðið minni ungu konu upp á af veraldarinnar gæðum. Við eignuðumst tvær dætur með tveggja ára-millibili, síð- an tvo syni. — Ástin aftur? — Þú um það. — Fyrsta ástin? — Þegar ég kom til vits og ára, bar ég hlýjan hug til allra stallsystra minna og hefði viljað hafa þær í leikj- um, en þetta var svo skírlíft fólk og hreinlíft og fór meira eftir boði og banni aðstand- enda en eigin hvötum. — Það var trúin, heldurðu ekki? — Nei — jú, annars, trúin og biblían. Þetta voru hyrn- ingarsteinar fólksins í þ á daga. En ekki meira um það. Eg vil ekki leggja nafn guðs við hégóma. Eg trúi á minn guð og það líður varla sá dagur, að ég lesi ekki eitt- hvert trúræknirit. — Og heldurðu að við lif- um eftir dauðann? — Ekki meira um það. — Hokraðir, sagðirðu? — Já, það gerði ég, og fannst ekkert nema fátækt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.