Morgunblaðið - 16.02.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.02.1960, Blaðsíða 11
t>riðjudagur 1R febr. 1960 11 Raunhœfar kjarabœtur Úr jómfrúrœðu Péturs Sigurðssonar alþm — Ég skal fúslega viðurkenna að launafólki veitir ekki af sínu og þótt meira væri. Þess vegna verð ég m. a. fylgjandi þessu frumvarpi. Ef viðreisn- aráform þau, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, takast, verður eftir tiltölulega skamman tíma hægt að koma til móts við launafólkið með raunhæf- um kjarabótum. Þannig komst Pétur Sigurðs- son alþingismaður að orði í jóm- frúræðu sinni ,er hann flutti á Alþingi við 2. umræðu um efna- hagsfrumvarpið sl. föstudags- kvöld. Þingmaður hóf mál sitt með því að svara nokkrum stjórnar- andstæðingum og hrekja rang- færslur þeirra m. a. Skúla Guð- mundssonar, sem hann kvað hafa skýrt skakkt frá fjölskyldubót- um þeim, er frumvarpið gerir ráð fyrir. Stefnubreyting í efnahags- má'um Pétur Sigurðsson kvað frum- varpið fela í sér stórkostlega stefnubreytingu í efnahagsmál- um þjóðarinnar. Megintilgangur stuðningsmanna frv. væri að skapa framleiðslustörfum og við- skiptalífi landsmanna traustari, varanlegri og heilbrigðari grund völl en atvinnuvegirnir hefðu átt við að búa undanfarin ár. Með þessum aðgerðum myndi atvinnuöryggi bezt tryggt til írambúðar og skilyrði sköpuð fyrir aukinni þjóðarframleiðslu og þar með batnandi lífskjör- um. Um leið og þessar nauðsyn- legu breytingar til viðreisnar at- vinnulífinu eru gerðar telur rík- isstjórnin sjálfsagt að gera víð- tækar breytingar til bóta í fél- ags- og skattamálum. Með því — Vatnsföll Frh. af bls. 3. sú, að því valdi smáárnar, sem skammt eru að komnar. Árnar sunnan Bláfells hafa náð hámarki þá um morguninn og taka að sjatna. Þá setur niður í Hvítá, en svo kemur „Kjalvatnið", ef svo má segja. Áin tekur að vaxa á ný, er flóðbylgjan kemur ofan af Kili og Kerlingafjöllum. Áin vex þá hratt, úr 80 teningsm. á sek. í 2000 teningsm. á sek. Sogið hefur vaxið lítið eins og að líkum lætur, en maður getur gert sér í hugarlund hvað orðið hefði á Selfossi, ef annað eins flóð hefði bæzt við úr því, eins og úr Hvító. Grímsá varð meiri en Lagarfljót Gaman hefði verið að athuga hvernig fleiri af stóránum hegð- uðu sér í slíku flóði, en það yrði langt mál. Ef við lítum t.d. á Blöndu, hefur hún vaxið úr 23,7 teningsm. rennsli í frostkaflan- um upp í 1500 teningsm. og smáá eins og Straumfjarðará úr 1,4 í frostkaflanum í 22 teningsm. á sek. Það vekur líka athygli að Grímsá við Grímsárfoss verður allt í einu meiri en sjálft Lagar- fljót, fer úr 5,3 teningsm. á sek. upp í 101, meðan rennslið í Lag- arfljóti er ekki nema 98 þann dag. Lagarfljót hækkaði hægast og náði hámarki seinast allra áa þann 10. þ.m., fjórum dögum eftir að leysing hófst. Ekki verður farið lengra út í þá sálma. Hver og einn verður að bera þær ár, sem hann hefur óhuga fyrir saman við aðrar, og athuga hinn skyndilega vöxt í þeim sérstaklega. E. Pá. er byrðunum, sem verða af hin- um óhjákvæmilegu breytingum dreift sem réttlátast á þjóðar- heildina og hagsmunir þeirra verndaðir, sem framar öðrum ber að forða frá kjaraskerðii.gu. Xil að blekkja almenning Taldi ræðumaður því fullyrð- ingar stjórnarandstæðinga um hið gangstæða vekja furðu með- al þjóðarinnar, svo ekki væri meira sagt. Síendurteknar stað- hæfingar um að upphaf þeirra vandamála, sem nú er glímt við, væri að finna hjá núverandi rík- isstjórn eða bráðabirgðastjórn Alþýðuflokksins, væru settar fram í þeim eina tilgangi að villa um fyrir og blekkja almenning í landinu og fá launþega til þess að taka neikvæða afstöðu til þess ara viðreiðsnaráforma löngu áð- ur en þau eru kunn. Stjórnar- andstæðingar fullyrða nú að af- bragðsástand hafi verið í fjórmál- um þjóðarinnar er viiistri stjórn in hrökklaðist frá völdum. Ræðumaður kvað ekki ástæðu til þess að rekja svikaferil vinstri stjórnarinnar. Þá hrakti hann fullyrðingar STÚDENTAFÉLAG Reykjavíkur hélt umræðufund sl. sunnudag, þar sem ræddar voru viðreisnar- tillögur ríkisstjórnarinnar I efna hagsmálunum. Formaður félags- ins, Pétur Benediktsson banka- stjóri, setti fundinn. Frummæi- endur voru þeir dr. Benjamín Ei- ríksson, bankastjóri og Haukur Helgason, bankafulltrúi. Fyrri frummælandi, dr. Benja- mín Eiríksson, flutti ítarlegt inn- gangserindi og verður bað rakið hér að nokkru: Dr. Benjamín vék fyrst að til- efni þeirra víðtæku efnahagsráð- stafana, sem nú eru til umræðu á Alþingi; en það væri í stuttu máli vaxandi peningalegt mis- vægi innanlands, vaxandi mis- ræmi milli innlends og erlends verðlags og svo hin erfiða greiðslukreppa, sem myndazt hef ur við það, að allur erlendur gjaldeyrir er nú þrotinn. Mjög víðtækur undirbúningur, undir forystu Jónasar H. Haralz, hefði farið fram áður en efna- hagsfrumvarpið var lagt fram á Alþingi. Dr. Benjamín benti á, að hagfræðin er enn því miður aðeins sérgrein tiltölulega fárra mánna, í stað þess að vera óum- flýjanleg undirstöðumenntun, svo til allra þeirra, sem ætla sér að fást við starfrækslu og vanda- mál þjóðarbúskaparins. Höfuðmarkmiðið nú væri hið sama og árið 1950. Það er að koma þjóðarbúskapnum á réttan kjöl, með því að samræma inn- lent og erlent verðlag með gengis lækkun, rétta við fjárhag ríkis- sjóðs með ríflegum greiðsluaf- gangi og takmarka útlán bank- anna. Reynslan á árunum eftir 1950, einkum 1952—''54, hefði sýnt það, að þegar þjóðarbúskap- urinn er í jafnvægi, þá vegnar þjóðinni miklu betur en annars. Spariféð stórjókst. Jafnvægi var nokkurn veginn í greiðslum við útlönd, nema hvað erlend lán Pétur Sigurðsson um það að þessar aðgerðir myndu verða til þess að skapa atvinnu- leysi. Hér væri fyrst og fremst stefnt að því að tryggja atvinnu- vegunum rekstrargrundvöll og tryggja atvinnu landsmanna. Færði hann gild rök að því. V axtahækkanirnar Þá sagði Pétur Sigurðsson: Það hefir verið réttilega á það bent, að fólk það yrði hart úti, sem væri að byggja yfir sig, eða hefði nýlokið við byggingu, og hefði orðið að bjargast að miklu leyti að vixillán. Hjá stjórnarflokkun- um er ríkjandi fullur skilningur að nauðsyn þess að styðja þetta fólk. Nú þegar hefir verið skip- uð nefnd innan þingflokka stjórn arflokkanna til þess að athuga um breytingar á húsnæðismála- löggjöfinni m.a. með það fyrir voru tekin vegna mikilla fram- kvæmda innanlands. Og það var full atvinna. Þetta ástand hélst í stórum dráttum til verkfallsins mikla 1955. Þjóðnýting á tmdanhaldi Dr. Benjamín hélt áfram og sagði, að málsvarar „Sósíalista- flokksins“ hefðu þá viljað taka upp áætlunarbúskap og aðra skip an „alþýðulýðveldanna". En þó væri það svo, að þjóðnýting hefði átt erfitt uppdráttar upp á síð- kastið. Þó væri ekki laust við að lítið eitt bergmálaði enn af forn- um tímum á Alþingi, því að þar lægi nú fyrir frumvarp frá Ein- ari Olgeirssyni um áætlunarbú- skap. Honum finnst það vera það, sem þjóðina vantar nú, meiri höft en ekki minni. En það er braut, sem áreiðanlega verður ekki valin í bráð. Við viljum sjálfsagt margir sjá það, að þjóð- félagið taki breytingum, en ekki eftir þeim leiðum. Við höf- um séð alþýðu „alþýðulýðveld- anna“ hrista blóðuga hlekkina, og í þeim sporum vill víst enginn hér sjá þjóð okkar. Vegna hins almenna viðhorfs, sem nú kemur fram í væntan- legum efnahagsráðstöfunum, tel ég þær vera mjög til bóta, sagði dr. Benjamín. Ég tel 'að hér sé tekið rétt skref til þess að komast úr þeim ógöngum, sem við nú erum í. Hafi ég athugasemdir að gera, þá er það ekki vegna þess í hverju ráðstafanirnar séu fólgn ar, heldur vegna þess, sem mér finnst að þyrfti að vera þar til viðbótar, því sem fyrir er. Þó þarf að hafa í huga, að það er ekki hægt að gera allt í einu. Hið nauðsynlegasta, sem gera þarf i framhaldi af væntanleg- um efnahagsráðstöfunum er að setja nýja löggjöf um skattlagn- ingu, þar sem skattkerfinu væri breytt frá grunni, og gera þyrfti ráðstafanir til að bæta innheimt- Stéttasamtökin kröfur sínar við atvinnuveganna frá umrœðum á sfúdentafundi sl. sunnud. augum að leysa vanda þessa fólks. Síðar í ræðu sinni minntist Pét ur Sigurðsson á hið sögufræga þing Alþýðusambandsins 1958 og vitnaði í ^kýrslu Torfa Ásgeirs- sonar hagfræðings A.S.Í., þar sem lýst var ástandinu í efnahagsmál um þjóðarinnar þá. Kvað hann það skjóta nokkuð skökku við fullyrðingar Hannibals Valde- marssonar hér á þingi nú. Þessa skýrslu hefði H. V. forseti A.S.Í. fyllilega viðurkennt á sínum tíma. í skýrslu þessari værj sýnt fram á að þjóðin hefði ekki leng ur til ráðstöfunar erlent láns- og gjafafé, heldur hefði hún að- eins til umráða eigin framleiðslu að frádregnum vöxtum og af- borgunum af hinum erlendu lán- um. Lokaorð hagfræðingsins hefðu verið að sterk rök mæltu með því að launþegasamtökin yrðu að breyta um baráttuaðferð ir til þess að fá auknar kjarabæt ur með tilliti til þessara stað- reynda. Heimsókn Hermanns Þá drap þingmaður á heim- sókn Jónasar Haralz á þetta Al- þýðusambandsþing í fylgd þáv. forsætisráðherra Hermanns Jón assonar. Hefði Jónas lýst ástand- inu og verið ómyrkur í máli. Ekki hefðu þeir hinir sömu sem nú eru í stjórnarandstöðu séð ástæðu til þess að véfengja orð hans þá. Ekki hefði bónorðsför Her- manns Jónassonar, um að laun- þegar gæfu eftir 17 vísitölustig til þess að frestur fengist til að leysa efnahagsvandamálin, sýnt að þá hefði allt verið í lagi á þvi sviði. í langri ræðu sinni kom Pétur Sigurðsson víða við og sýndi með glöggum dæmum hvernig vinstri stjórnin hefði viðhaldið og aukíð verðbólguna, sem nú væri ætlunin aneð þessu frv. að lækna. Einnig sýndi hc.nn með dæm- um fram á tvískinnungshátt stjórnarandstæðinga nú og hve allt öðrum augum þeir h fðu lit- ið á efnahagsmálin meðan þeir sátu að völdum. Engar sœttir með Sagan og Scöller PARÍS, 12. febr. (Reuter). —- Eins og skýrt hefir verið frá í fréttum, hafa þau hjónin Fran- co.se Sagan, rithöfundurinn frægi, og Guy Schöller, bókaút- gefandi, sótt um skilnað, en þau hafa verið gift í tæp tvö ár. — í dag var gerð tilraun til að „sætta“ þau hjónakomin — en allar tilraunir dómarans í þá átt reyndust árangurslausar. — Sam kvæmt frönskum lögum verður að gera slíka sáttatilraun", áður en hjónaskilnaður getur farið fram. — Sagan er 24 ára gömul — maður hennar 44. verða að miða afkomu una og framtölin. Skattfríðindi ættu að hverfa og skattar til sveitarfélaga að byggjast fyrst og fremst á fasteignaskatti, einkum vegna hagkvæmra áhrifa hans á fjárfestinguna og peningamark- aðinn. — Það ber að hafa í huga, að erfiðleikar þjóðarinnar stafa meðfram af því, að hugsunar- háttur hennar í efnahagsmálum er mótaður af eldra þjóðfélagi. í lok ræðu sinnar komst dr. Benjamín að orði m. a. á þessa leið: Kaupgjald verður að hald- ast óbreytt unz öll áhrif gengis- lækkunarinnar, og viðskipta- og atvinnufrelsisins, eru að fullu komin fram. Síðan verða stéttar- samtökin að miða kröfur sínar við afkomu atvinnuveganna. Þetta eru þeirra raunverulegir hagsmunir. Djörf og víðsýn stefna Reynslan sýnir, að þar sem at- vinnulífið nýtur skaplegra að- stæðna, þar eykst kaupmáttur launanna nokkurn vegin jafnt og þétt um 2—3% á ári, en þar sem heilbrigt verðmyndunarkerfi er eyðilagt með of háu kaupi, dýr- tíð og styrkjum, ríkisíhlutun og höftum á framleiðslu og verzlun, þar staðnar framleiðslan, en þó fyrst og fremst framleiðnin og þar með lífskjörin. Um leið og hin nýja ríkisstjórn kemur með hina nýju víðsýnu og djörfu stefnu, þá er nauðsynlegt að laun þegasamtökin endurskoði stefnu sína og baráttuaðferðir. Þær eru ekki í neinu samræmi við stað- reyndir lífsins og eðli þessa þjóð- félags. Þær spilla velferðarmál- um alþýðunnar. Þær byggjast á meira en hundrað ára gamalli úr- eltri kenningu um það, að í þessu þjóðfélagi sé þróunin sú, að hinir fátæku verði fátækari. Þessi kenning er ósönn, við sjáum það glögglega í kringum okkur. Kenningin um stéttarbaráttu sem grundvöll félagsmálastarf- seminnar er helstefna sálarinnar, og mikil ógæfa hverri þjóð, sem verður því viðhorfi að bráð. Af rótum þessara helstefnu er mikið af ógæfu og erfiðleikum íslenzku þjóðarinnar sprottið, miklu mehv. en almennt gera sér grein fyrir. Hún eitrar hugarfarið. Hún tor- veldar sanngjarnar sættir. Hún sundrar kröftunum. Til grund- vallar allri félagsmálastarfsemi á að liggja hugsjón um samvinnu og samhjálp, en í atvinnulífinu á að gefa athafnaþránni og at- orkunni sem frjálsasta framrás. AUir flokkar hafa fengið að spreyta sig Á vettvangi efnahagsmálanna er nóg að gera næstu árin fyrir hvern þann, sem vill leggja fram lið sitt. Þetta spor, sem nú á að stíga verður að stíga og það verð- ur ekki stigið til baka. Ráðstaf- anirnar byggjast á samstöðu og þátttöku allrar þjóðarinnar. All- ir flokkar Alþingis hafa fengið að spreyta sig, og koma með sín- ar lausnir undanfarin ár. Enginn hefir verið settur hjá. Þar er þess vegna skylda okkar allra að sjá svo um, og vinna að því heil- um hug, að ráðstafanirnar nái til gangi sínum. Við vitum fyrir- fram, — því þannig er um hnút- ana búið, — að þær verða þjóð- inni til gæfu. Þessar ráðstafanir og þessi stefna opnar beinni og bjartari veg en við höfum lengi átt kost á að ganga, til efnahags- legra og félagslegra framfara. Síðari frummælandinn. Hauk- ur Helgason, flutti pólitíska áróð ursræðu, sem var laus við allan fræðilegan grundvöll og verður hún því ekki rakin hér. Því næst talaði Ólafur Björns- son, prófessor, sem gerði ýmsar athugasemdir við ræðu Hauks Helgasonar. Davíð Ólafsson, fiski málastjóri ræddi um það, að með nýju efnahagsráðstöfunun- um væri gert ráð fyrir áfram- haldandi miklum viðskiptum við Austur-Evrópuríkin en við yrð- um að vera undir það búin, að þau viðskipti kunni að dragast saman í framtíðinni, fyrst og fremst vegna þess, að margt bendir til, að flest þessara ríkja hyggist verða sjálfum sér nóg hvað fiskafla viðvíkur. Aðrir ræðumenn voru: Harald- ur Jóhannesson, hagfr., Haraldur Steinþórsson, kennari, Guðmund ur Magnússon, sparisjóðsstj. og Páll Hannesson, verkfr. Að lok- um töluðu frummælendur á ný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.